Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 21
Í MORGUNBLAÐINU þriðju-
daginn 20. júlí birtist ádrepa frá
lesanda á Skagaströnd sem
skammast út í Sigmund og skop-
myndir hans í þessu blaði. Þar
lætur greinarhöf-
undur í ljósi þá
frómu ósk að Sig-
mund teikni eitthvað
annað en forseta lýð-
veldisins í spaugi-
legu ljósi. Þessi
grein ein og sér er
ekki kveikjan að við-
brögðum mínum því
ég minnist þess að í
Morgunblaðinu 16.
nóvember 2002 arg-
aðist formaður Út-
vegsbændafélags
Vestmannaeyja út í
Sigmund með þeim
ásökunum að skopmyndir hans af-
flytti „staðreyndir um kvótakerf-
ið“. Má því segja að meiri ábyrgð
hvíli á einum skopmyndateiknara
en landsfeðrum okkar því höf-
undur fullyrðir í lok greinar sinn-
ar að Sigmund misskilji eðli kvóta-
kerfisins. Hann þurfi að staldra
við áður en hann teikni næstu
skopmynd um kvótakerfið líkt og
beðið sé um alvarlega þjóðfélags-
umræðu með hjálp skopmynda.
Ég sé ekki alveg tilganginn með
slíkri beiðni. Hvað má Sigmund
teikna skoplegt með sama áfram-
haldi þegar fáeinir lesendur Morg-
unblaðsins senda honum slíkar
kveðjur á síðum blaðsins?
Það er eins og sumir haldi að
skopmyndir eigi að gegna fræðslu-
hlutverki í Morgunblaðinu. Það
finnst mér vera óþarfa
óskhyggja. Skopmynd
hefur mikilvægt menn-
ingarlegt gildi, eins og
hver annar vel heppn-
aður húmor; að sýna
tilveruna í öðru og
jafnvel óvæntu ljósi.
Að þessu leyti eru
skopteikningar Sig-
mund á síðum Morg-
unblaðsins gegnum
áratugina einstakar og
ómetanlegar fyrir
þjóðarsálina. Þetta við-
urkenna reyndar
greinarhöfundar en
þeim finnst gæta eineltis í skop-
myndunum gegn fáeinum þjóð-
kunnum einstaklingum.
Í bókmenntum og leiklist er
hlutverk trúðsins, eða fíflsins, að
breikka tilfinningaskalann, naga
samvisku hinna svokölluðu „norm-
al“ einstaklinga og sýna veröldina
í nýju ljósi. Leyfa sér jafnvel að
segja blákaldan sannleikann upp í
opið geðið á sínum nánustu. Lér
konungur í samnefndu leikriti
Shakespeares er eftirminnilegt
dæmi um slíka upplifun þar sem
áhorfandinn fylgist með óförum
hins hrokafulla og hégómlega kon-
ungs sem þoldi ekki að heyra
hreinskilin orð yngstu dóttur sinn-
ar á örlagaríku augnabliki. En á
hrakförum konungs fylgir hirð-
fíflið honum af trúmennsku sem
ósnertanlegur sálarspegill og segir
á einum stað við húsbónda sinn:
„Dætur þínar – vilja láta hýða mig
fyrir að segja satt; þú vilt láta
hýða mig fyrir að ljúga; og stund-
um er ég hýddur fyrir að halda
mér saman.“
Að segja slíkt án þess að glata
höfði eða æru voru forréttindi sem
aðeins útvöldum leyfðust í návist
tiginna manna og þeirra sem þótt-
ust hafa völdin. Skopmyndin gegn-
ir hliðstæðu hlutverki og mér
finnst Sigmund áreittur ómaklega.
En teikningar Sigmunds bið ég
um að fá sem oftast í blaðið og
fullyrði um leið að engir muni
sakna vanhugsaðra gremjuskrifa í
sama blað. Ég þekki Sigmund
ekkert persónulega en vil hvetja
hann áfram að teikna af krafti og
hafa kannski hugfastar tvær ljóð-
línur Einars Más Guðmundssonar:
„dansaðu, fíflið þitt, dansaðu /
stressaðu þig ekki á heilanum“.
Dansaðu, fíflið
þitt, dansaðu!
Magnús S. Magnússon fjallar
um skopteikningar Sigmunds
’Það er eins og sumirhaldi að skopmyndir
eigi að gegna fræðslu-
hlutverki í Morgun-
blaðinu.‘
Magnús S.
Magnússon
Höfundur er hagfræðingur.
FÓLKI hefur stundum orðið tíð-
rætt um „frelsið“ og komið því
rækilega á framfæri í fjölmiðlum
að það styddi „frelsið“. Við Íslend-
ingar erum frjálst fólk og styðjum
frelsið en við erum líka lýðræð-
issinnar og styðjum
fullt lýðræði og jafn-
ræði einstaklinganna í
landinu.
Allt er þetta þó
brothætt í meðförum
og umræðu. Frelsið
getur í reynd leyft ein-
um „Stórum“ aðila að
kaupa upp allan rekst-
ur á Íslandi í formi al-
gers alfrelsis og um-
ræðan hefur aðeins
ratað á síður dagblað-
anna í vetur.
Ein kennitala hjá
einhverjum „Stórum“
stækkar og stækkar. Allir sjá sér
hag í að versla meira og meira við
hinn „Stóra“ sem hefur alla pen-
ingana sem safnast á eina kenni-
tölu. Hinn „Stóri“ selur allt ódýr-
ast og lækkar allar okkar neyslu-
vörur í verði og bætir kjör okkar.
Þar með verða allir hinir að loka
sínum rekstri eða bara selja hin-
um stóra sinn rekstur. Fólk versl-
ar minna og minna við þann litla
sem hefur minni og minni peninga
enda öll viðskiptin að færast á
þann „Stóra“ í krafti frelsisins.
Hinn „Stóri“ greiðir alla reikninga
strax, eða greiðir bara staðgreitt
eða fyrirfram og fær auka afslætti
út á það sem hinn „litli“ kaup-
maður getur ekki auk þess sem
„Stóri“ kaupir allt sem hann þarf í
meira og meira magni með meiri
og meiri afslætti. Vöruhús hins
„Stóra“ stækka og stækka og duga
ekki til og spurningin hvort ekki
þurfi á ný að reisa „Íslandsvöru-
hús“ á kajanum erlendis eins og
tíðkaðist í einokunarversluninni á
öldum áður.
Hinn „Stóri“ fær peninga að láni
á lægri og lægri vöxtum og betri
og betri kjörum þar sem hann tek-
ur risastór lán í einu og sem hann
greiðir alltaf á réttum tíma. Hinn
stóri kaupir alla bankana, alla
matvöruverslunina, útgerðirnar,
hárgreiðslustofurnar, trésmíða-
verkstæðin, hjólbarðaverkstæðin,
apótekin, hótelin og veitingahúsin
og á að lokum allt nema hugs-
anlega alþingi, ráðuneytin og
sveitaskrifstofurnar í landinu.
Hann er með bestu kjör á öllu,
lækkar allan okkar kostnað við að
lifa. Allt er á einni
kennitölu sem skapar
gífurlegt hagræði og
sparnað í samfélag-
inu og hjá fólkinu, að
maður tali nú ekki
um þá lægst launuðu.
„Stór“-frelsið mun
skila okkur samfélagi
þar sem verður mun
ódýrara að lifa, þetta
verður nánast himna-
ríki og allir vinna hjá
„Stóra“ og geta bara
verið glaðir vegna
þess að nú verður
allt ódýrt. Engin
klíka, engir „Kolkrabbar“ eða
„Smokkfiskar“ synda lengur í sjó
viðskiptalífsins ef þetta verður
framtíðin. Bara einn „Stór“ .
En hvað skeður þá? Þá lækka
launin þannig að við verðum að
vinna fyrir lægri og lægri launum
til að hinn „Stóri“ hafi efni á að
gera allt ódýrt fyrir okkur. Einnig
er óvíst að hinn „Stóri“ geti ráðið
alla í vinnu. Þeir sem ekki fá
vinnu hjá „ Stóra“ verða bara að
fara úr landi. Að lokum verður ef
til vill enginn eftir til að versla við
„Stóra“. Fyrir hvern var þá allt
frelsið?
Hinn „Stóri“ býr ekki til nein
verðmæti. Hann lækkar bara milli-
liðakostnaðinn. Hann framleiðir
ekki neitt, bara kaupir og selur,
selur okkur okkar eigið ódýrara
vinnuframlag. Okkar laun sem
lækka og lækka til að hinn „Stóri“
geti selt okkur matvöruna okkar á
lægra og lægra verði. Engin fram-
leiðsla, engin verðmætasköpun,
bara alfrjáls viðskipti og alfrjáls
markaður. Þegar „Stóri“ sér að
arður hans á íslenskum markaði
minnkar eða er kominn í mínus,
þá fer hann með allt sitt til út-
landa og skilur landið eftir í ör-
eign. Sjávarútvegsplássin þekkja
þetta. Einn stór aðili á allt at-
vinnulífið og þegar hann hverfur á
braut og fjárfestir á vænlegri
stöðum þá er ekkert eftir í þorp-
inu.
Sovét varð gjaldþrota þar sem
ríkið hafði alfrelsi á eigin markaði.
Engin samkeppni en algert al-
frjálsræði ríkisins, hins „Stóra“
sem í sovét var ríkið en hjá okkur
einkaeigu „Stóri“. Hinn „Stóri“
kaupir þá litlu á niðursettu eða
engu verði þegar hinn litli er um
það bil að gefast upp í samkeppni
við þann „Stóra“ . Þetta heitir
ekki kommúnismi hjá okkur. Hjá
okkur er þetta aðeins alfrjáls
markaður, frelsi eða alfrelsi.
Kommúnismi frelsaði almenning
í Sovét undan ánauð að sögn höf-
unda kerfisins og boðaði alfrelsi
öreiganna. Alfrjáls markaður hér
heima býður nánast upp á það
sama, sem er alfrelsi hins „Stóra“
til að hagræða þar til allt er komið
í einn pott og fólkið í landinu verð-
ur öreigar í „ eigu og umsjá“ þess
„Stóra“.
Enginn getur í svona kerfi farið
út í sjálfstæðan rekstur eða fram-
leitt verðmæti. Enginn banki lánar
einstaklingi eða litlum aðila pen-
inga þar sem áhættan við það er
margföld miðað við að lána hinum
„Stóra“. Allir bankarnir slást um
að lána „Stóra“ enda mun „ Stóri“
eignast allar búðirnar, allar fast-
eignirnar, allar lögfræðistofurnar
o.s.frv. Þetta er draumur þeirra
sem vilja alfrelsi.
Hinn eini og sanni „Stóri“ er
ekki að gera neitt annað en að
vinna á nánast alfrjálsum markaði.
Ég styð ekki alfrelsi í þessu formi
heldur viðskiptalíf sem starfar í
samræmi við lög og reglur sem
tryggja eðlilegan aðgang almenn-
ings og einstaklinga að atvinnulíf-
inu.
Frelsið
Sigurður Sigurðsson fjallar um
frelsi í viðskiptum
’Frelsið getur í reyndleyft einum „Stórum“
aðila að kaupa upp allan
rekstur á Íslandi í formi
algers alfrelsis og um-
ræðan hefur aðeins rat-
að á síður dagblaðanna í
vetur.‘
Sigurður
Sigurðsson
Höfundur er verkfræðingur.
UMRÆÐAN um innflytjendur á
Íslandi snýst oftar en ekki um mál
sem varða vinnumarkað og réttindi
í íslensku samfélagi. Í
fjölmiðlum takmark-
ast umræðan nær
alltaf við innflytj-
endur sem samfélags-
legt fyrirbæri en
sjaldnar er rætt um
persónuleika, tilfinn-
ingar eða áhugamál
einstakra innflytj-
enda.
Hvað varðar til-
finningarnar finnst
okkur innflytjendum
oft erfitt að tjá þær á
íslensku eða á list-
rænan hátt eins og í
bókmenntum, mynd-
list eða tónlist nema
að hafa sérstaka
hæfileika á því sviði.
Okkur vantar farveg
til þess að tjá tilfinn-
ingar okkar almenni-
lega og koma þeim til
skila til annarra Ís-
lendinga. Því miður
týnast tilfinningar
okkar oft í um-
ræðunni, verða á milli
í einhvers konar gjá á
milli innflytjenda og
Íslendinga.
Trú mín á mik-
ilvægi þess að opna
augu allra fyrir til-
finningalífi innflytjenda er sífellt
að styrkjast. Þá á ég ekki við að
eingöngu sé hlustað á hvernig
þeim líður á Íslandi, heldur að þeir
(og þ.á m. ég sjálfur) deili tilfinn-
ingum sínum með Íslendingum,
eins og ást sinni á fjölskyldunni,
gleðinni yfir fagurri náttúrunni eða
voninni sem þeir bera til framtíð-
arinnar. Kjarni hugmyndar minnar
er að innflytjendur sýni einnig á
sér tilfinningalegu hliðina og að
fólk fái þá í kjölfarið betri skilning
á því að allar manneskjur eru eins
í kjarna sínum og jafnar, sama
hvaðan þær koma úr heiminum.
Tilfinningar eru sterkur þráður í
lífi sérhverrar manneskju og það
sem tengir eina við aðra. Með því
að hvetja til og stunda tilfinn-
ingaleg samskipti geta menn öðlast
mannlegt innsæi og virðingu sem
ekki fæst í hinni hefðbundnu um-
ræðu um innflytjendur sem sam-
félagslegt fyrirbæri. Með því að
setja okkur í spor og reyna að
skilja tilfinningar annarra getum
við bæði lært af öðrum og til-
einkað okkur jafnvel þætti úr lífs-
sýn þeirra. Þannig getur tilfinning
orðið að ómótstæðilegum krafti
sem þenur út veggi og takmörk
skynseminnar og þá orðið til þess
að ýta manni til nýs skilnings.
Ljóð og útlendingar
Sem framhald af ofangreindum
hugmyndum mínum langar mig að
setja fram smáhugleiðingu um
ljóðayrkingar á íslensku. Sjálfur
hef ég mikinn áhuga á ljóðum þótt
ég hafi enga sérstaka menntun á
því sviði. Ég byrjaði að yrkja fyrir
tæpum þremur árum og hef haft
mikla ánægju af. Það er ef til vill
sérkennileg leið fyrir innflytjanda
til þess að tjá tilfinningar þar sem
hann hefur oft ekki fullkomlega
tök á verkfærinu, þ.e. íslenskunni.
Að því leyti er ljóðagerð ólík öðr-
um formum sem geta tjáð tilfinn-
ingar eins og myndlist eða tónlist
sem eiga sér oft engin tungu-
málaleg landamæri. Mig langar
samt að færa hér nokkur rök fyrir
því hvers vegna ljóðlistin er ekki
svo fjarri lagi eða óaðgengileg fyr-
ir útlendinga. Í fyrsta lagi er ljóð
oft beinskeytt tjáning tilfinninga.
Þess vegna getur hver sem er
prófað að semja ljóð því allir hafa
tilfinningar. Í öðru lagi
þarf maður ekki að
hafa sérþekkingu á
ljóðum, aðeins að
kunna sæmilega ís-
lensku og nota þann
orðaforða sem maður
hefur yfir að ráða þótt
hann sé ekki fullkom-
inn eða bókmennta-
legur. Það þarf hins
vegar oft að fá aðstoð
hjá góðu fólki sem get-
ur leiðbeint og hjálpað
til við að leggja loka-
hönd á ljóðið. Ég er
sjálfur svo heppinn að
hafa í kringum mig
margt gott fólk sem
aðstoðar mig þegar ég
yrki. Í þriðja lagi kost-
ar ekkert að yrkja og í
fjórða lagi fær maður
við yrkingar tíma og
þjálfun til þess að
hugsa, ekki aðeins um
tilfinningar sínar held-
ur einnig orð og mál-
fræði íslenskunnar.
Það er oft erfitt fyrir
útlendinga að læra ís-
lensku og tekur langan
tíma en ljóðið veitir
manni ómælda ánægju
því það er oft sýni-
legur árangur hins
mikla lærdóms.
Mig langar að benda á heima-
síðu áhugafólks um ljóð, www.ljod-
.is en þar getur hver og einn skráð
sig og sent inn eigið ljóð. Vefurinn
veitir öllum, án tillits til mennt-
unar, aldurs eða þjóðernis, tæki-
færi til þess að koma ljóðum sínum
á framfæri við aðra og á vefnum
eru núna meira en tíu þúsund
verk. Ljóð.is heldur einnig ljóða-
kvöld, eins og í tilefni Menning-
arnætur Reykjavíkurborgar, og
þar geta skáldin hist. Það má því
segja að Ljóð.is sé grasrótarhreyf-
ing ljóðsins en ég myndi gjarnan
vilja að aðrar menninarstofnanir
gæfu ljóðskáldum eins og þar er
að finna, sem mörg hafa hingað til
ort fyrir skúffuna, og öðrum
áhugamönnum um ljóðið tækifæri
á námskeiðum um ljóðagerð og
yrkingar og skapa frekari vettvang
til þess að efla ljóðið á alla vegu.
Skora ég hér með á þær til þess
að huga að framkvæmdum á þessu
sviði.
Lokaorð
Mig langar til þess að hvetja alla
innflytjendur til þess að lesa ís-
lensk ljóð, kynna sér ljóðagerð og
taka þátt í frábærri ljóðamenningu
á Íslandi og njóta um leið. Ég segi
það því ég hef sjálfur sérstakan
áhuga á ljóðum og vegna þess að
almennt þykir mér mikilvægt að
innflytjendur geti tjáð persónu-
legar tilfinningar sínar á fjöl-
breyttan, jákvæðan og skapandi
hátt.
Orð
Þessi farlama orð
eru fjötruð við tungu mína, sálu
og spor mín á jörðu
Þessi fjörugu orð
opna mér heim þúsund skálda
og laða mig að paradís
Orð mín, farlama og fjörug,
eru himnagjöf
Ljóð, tilfinningar
og útlendingar
Toshiki Toma fjallar um tján-
ingu tilfinninga
Toshiki Toma
’Mig langar tilþess að hvetja
alla innflytj-
endur til þess
að lesa íslensk
ljóð, kynna sér
ljóðagerð og
taka þátt í
frábærri
ljóðamenningu
á Íslandi og
njóta um leið.‘
Höfundur er prestur innflytjenda.
Fyrir flottar konur
Bankastræti 11 • sími 551 3930