Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 37
MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 37 Listin fjallar um lífið og lífið er list. Þessar hugrenningar kviknuðu við að horfa á unga fólkið í leikhópnum Landsleik frumsýna leikgerð á skáldsögunni Dýrðlegt fjöldasjálfs- morð eftir Finnann Arto Paasilinna. Með ærslafullum leik og lífsþrótti birtu krakkarnir hóp af Finnum sem stefna saman í dauðann. Hópurinn ferðast í rútu til Norður-Noregs þar sem þau ætla að keyra fram af klett- um. En þetta gætu eins verið lista- menn, leikarar, á leikferðalagi þar sem markmiðið drífur þau áfram og alltaf er verið að skapa og í hópnum verður til vinátta og fólk verður ást- fangið. Dauðinn, eða pælingin um dauðann, fjallar auðvitað um lífið í öllum sínum myndum. Skáldsagan er feikna vel skrifuð og skemmtileg og þýðing Guðrúnar Sigurðardóttur prýðileg. Leikgerð Ólafs Egils nær vel að fanga svartan húmorinn, kaldhæðnina og sannfærandi lýs- ingar á finnsku þjóðarsálinni ásamt leiftrandi lífsgleðinni. Í skáldsög- unni og sýningunni er þó ekki bara húmor og hæðni heldur fáum við að sjá raunverulega sorg, uppgjöf, þunglyndi og depurð en aldrei er farið yfir strikið í yfirkeyrðri dramatík. Er hægt að biðja um meira? Þrátt fyrir að andi sögunnar sé fangaður svo fallega í sýningunni hefði leikgerðin mátt vera þéttari og hefði dramatúrgía þriðja augans gert henni gott. Því er þetta nefnt hér að það var svo greinilegt að leik- hópurinn réð við þéttari sýningu í þeim ærslafulla hraða og hreyfingu sem hann og Bergur leikstjóri völdu sér. Það mátti greina frumsýning- arskrekk til að byrja með, sér- staklega í framsögn sumra leik- aranna, en það lagaðist í seinni hlutanum. Í leikskránni kemur fram að hópurinn byrjaði að vinna saman í janúar en allir krakkarnir hafa ver- ið nemendur í MR. Sú vísa verður aldrei of oft kveðin hvað það er mik- ils virði fyrir lífs- og leikþyrstan ungmennahóp að fá stuðning. Þau fengu styrki frá Hinu húsinu, Ungu fólki í Evrópu, Norræna húsinu og Menningarsjóði Félagsheimila og ætla sér í leikferð um landið auk þess að sýna á Nýja sviðinu. Einnig kemur fram að þau hafa lagt nótt við dag og gert það sem gera þarf og ekki verður annað séð en útkom- an sé stórglæsileg, hvort sem um er að ræða búninga, lýsingu, alla um- gjörð og kynningarstarf. Einnig undirbjuggu þau sig með því að fara á námskeið í hreyfingu og spuna hjá Ólöfu Ingólfsdóttur dansara og námskeið í tangódansi hjá Bryndísi Halldórsdóttur og Hany Hadaya. Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri hefur unnið nokkuð með ungu fólki og tekist það frábærlega. Skemmst er að minnast leikstjórnar hans á Glæstum tímum hjá Fúríu, leik- félagi Kvennaskólans, í vetur sem leið en það var besta leikstjórn sem undirrituð sá á liðnu leikári í áhuga- leikhúsinu. Með Landsleik hefur hann greinilega komið að jákvæðum og afslöppuðum stíl sínum því greinilega hafa leikararnir fengið góða tilsögn sem einstaklingar og hópatriðin voru glæsileg ásamt því að hlustun og sambandið í hópnum var fallegt og einlægt. Bergur hefur einstakt lag á að láta leikara sína vinna af hjartans einlægni. Leik- ararnir sjö brugðu sér allir í mörg hlutverk og skiptu glæsilega á milli leikstíla og persónuleika. Hilmir Jensson var sérstaklega fjölhæfur; hann var flottastur sem rútubílstjór- inn með kreppta hnefana og með hjálparhlutum voru kjálkar hans alltaf að breytast þegar hann lék fjölda annarra hlutverka og allt jafn vel. Sigurður Arent Jónsson geislaði fallega í hlutverki Seppo Sorjonen, þjónsins sem ætlaði ekki að drepa sig en þvældist með hópnum af því að hann var svo góður og áhuga- samur. Í eintalinu undir lokin, þegar Seppo lýsir bernsku sinni í bjálka- kofanum, tókst Sigurði að stöðva tímann, svo einlægur var hann, þannig að það var aðeins hægt að óska sér þess að stemningin héldi stöðugt áfram. Þvílík var fegurðin sem hann skapaði í tragedíunni þeg- ar áhorfendur vissu ekki hvort hóp- urinn myndi lifa eða deyja. Saga Sigurðardóttir var mjög sannfær- andi og þroskuð í hlutverki sínu sem Helena Puusaari, konan sem stjórn- ar fjöldasjálfsmorðssveitinni ásamt Onni Rellonen og Hermanni Kemp- painen. Saga er efnileg leikkona sem hefur á valdi sínu margs konar tækni, bæði í gleði og sorg. Jón Eð- vald Vignisson var sérstaklega góð- ur sem tölvumaðurinn sem tókst ætlunarverk sitt og Karl Ágúst Vignisson sýndi marga efnilega takta sem ofurstinn Hermanni Kemppainen en hann virðist vera vaxandi leikari. Sunna María Schram var fyndin sem hrein- dýrabóndinn og skemmtileg sem sálfræðingurinn og grátandi kona. Tanja Marín Friðjónsdóttir náði bestu sambandi við hlutverk sitt sem ræstingakonan með bláa hárið og var ansi fyndin á köflum. Leikfélagið Landsleikur kemur sem ferskur andvari inn í sumarið, geislandi af lífsorku með hugrökku vali sínu á efni sem erfitt er að ræða; sjálfsvígum og baráttunni við þau. Þeim hefur tekist mjög vel upp með efni, val á höfundi leikgerðar og val á leikstjóra og ástæða er til að hrópa húrra fyrir þeim. Í leikritinu hrópa þau: ,,Hin dýrðlega fjölda- sjálfsmorðssveit lengi lifi!“ Við hrópum ,,Leikfélagið Landsleikur lengi lifi!“ ,,Eitthvað… fallegt“ LEIKLIST Leikfélagið Landsleikur Höfundur leikgerðar: Ólafur Egill Eg- ilsson. Byggt á skáldsögu eftir Arto Paasilinna. Leikstjórn: Bergur Þór Ing- ólfsson. Hönnun og umsjón búninga: Hallgerður Hallgrímsdóttir. Hönnun lýs- ingar: Guðmundur Finnbogason. Frumsýning á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins, 28. júlí 2004. DÝRÐLEGT FJÖLDASJÁLFSMORÐ Hrund Ólafsdóttir MAGNÚS Ragnarsson er einn af okkar ungu og efnilegu orgelleik- urum. Hann lauk mastersgráðu í kirkjutónlist frá Tónlistarháskól- anum í Gautaborg sl. vor og hygg- ur á nám í hljómsveitarstjórn í ná- inni framtíð. Magnús bauð fyrst upp á franska orgeltónlist eftir þá Théo- dore Dubois (1837–1924) og Jehan Alain (1911–1940). Grand Chæur og Chant Pastoral eftir Dubois og Litanies eftir Alain. Í Litaníu Ala- in (1937) er mikil persónuleg til- finning og átök sem hann reynir að fá útrás fyrir og kannski hefur hann haft hugboð um örlög sín eins og sumir vilja halda fram. Tónleikarnir enduðu síðan á Evocation à la Chapelle Sixtine eftir Franz Liszt (1811–1886). Þetta er einnig mikið tilfinninga- verk í A-B-A-B formi, þar sem A er samið út frá hinu fræga Miser- ere eftir Allegri sem lengi vel mátti bara flytja í Sixtusarkapellu páfagarðs og B er byggt á hinu þekkta Ave verum Corpus eftir Mozart. Liszt reit í bréfi einu að Miserere ætti að tákna eymd og angist mannsins en í Ave verum væri að finna miskunn og kærleika Guðs. Magnús lék öll verkin af miklum þokka og öryggi, þó var eins og Litanían yrði aðeins óróleg á stutt- um kafla og rynni saman í kirkj- unni, annars var leikurinn mjög skýr. Magnús hefur gott eyra fyrir raddavali og nálgast viðfangsefnin af hógværð og tilfinningu sem end- urspeglast í leik hans og túlkun sem var mjög samkvæm sjálfri sér. TÓNLIST Hallgrímskirkja Magnús Ragnarsson orgelleikari. Fimmtudagurinn 29. júlí 2004 kl. 12.00. ORGELTÓNLEIKAR Jón Ólafur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.