Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT þeim upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér hjá stærstu vöruflutningafyrirtækjun- um, Flytjanda/Eimskipi og Land- flutningum-Samskipum, og Land- vara, félagi íslenskra vöruflytjenda, aka daglega um 100 flutningabílar með vörur lands- hluta á milli, þar af um helmingur með tengivagna. Að meðaltali er hver bíll með um 15 tonn í hverri ferð þannig að daglega fara um 1.500 tonn af almennum neysluvör- um um vegakerfi landsins að jafn- aði. Til viðbótar eru nokkrir minni aðilar á ferðinni, auk bíla frá versl- anakeðjum eins og Byko og Húsa- smiðjunni og bíla í flutningum með fisk, sement, fóður, steinull og aðr- ar sérstakar vörur og hráefni. Engin opinber tölfræði er til staðar um umfang landflutninga en ofangreindar tölur eru mjög ná- lægt því sem fram kom í máli for- stjóra Eimskips, Baldurs Guðna- sonar, í blaðinu í gær um að 83% allra innanlandsflutninga færu um vegi landsins. Heildarflutningar voru sagðir rúm 800 þúsund tonn á ári og þar af um 140 þúsund tonn með skipum, eða um 17%. Með vöruflutningabílum fara sam- kvæmt þessu um 660 þúsund tonn á ári. Starfandi vöruflutningabílstjór- ar eru fleiri en fjöldi bíla segir til um. Vegna reglna um aksturs- og hvíldartíma eru að jafnaði þrír bíl- stjórar um hvern bíl þannig að þeir eru því um 300 talsins hjá stærstu fyrirtækjunum. Félagsmenn hjá Landvara eru hins vegar aðeins um 30, og þar af teljast t.d. Flytj- andi og Landflutningar hvor um sig einn aðili. Fyrir nokkrum árum voru félagsmenn í Landvara 60–70. Kalli markaðarins svarað Hjá Landflutningum-Samskip- um fengust þær upplýsingar að þar væru í rekstri um 40 flutninga- og dráttarbílar í innanlandsflutn- ingum. Ekki fékkst uppgefið hve mikið er flutt af vörum hjá fyr- irtækinu en Samskip hættu strandsiglingum sínum haustið 2000 og styrktu landflutningakerf- ið með eignaraðild sinni á Land- flutningum. Pálmar Óli Magnússon, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Sam- skipa, segir reynsluna af landflutn- ingum vera góða. Breytingarnar hafi verið gerðar til að svara kalli markaðarins og viðskiptavinanna um bætta þjónustu, aukinn sveigj- anleika, styttri flutningstíma og tíðari ferðir. Þjónustan við lands- byggðina sé orðin betri en áður. „Menn vilja fá sína mjólk og sinn fisk á hverjum degi, ekki bara einu sinni í viku eins og menn sættu sig við hér áður,“ segir Pálmar. „Meðan við rákum strandferða- skip ásamt áætlunarakstri urðum við varir við vaxandi eftirspurn í landflutningum á kostnað strand- flutninga. Nýting strandferða- skipsins var léleg frá Reykjavík en ágæt til Reykjavíkur, á sama tíma og nýting áætlunarbíla var góð frá Reykjavík en lakari til borgarinn- ar. Sameining þessara flutninga- kerfa varð því jafnframt til þess að bæta nýtinguna hjá okkur.“ Fimm milljarða velta Flytjandi, sem er í eigu Eim- skips, rekur flutningakerfi á landi Um hundrað vöruflutningabílar flytja að meðaltali um 1.500 tonn um vegi landsins á dag Morgunblaðið/Sverrir Fiskflutningar á landi eru stór hluti af starfsemi flutningafyrirtækjanna, ásamt flutningi margs konar almennra neysluvara í verslanir. „Menn vilja fá mjólkina og fiskinn á hverjum degi“ RÍKISSJÓÐUR mun samkvæmt áætlun þessa árs fá um fimm millj- arða króna í tekjur af þungaskatti og að sögn Guðmundar Arnalds- sonar, framkvæmdastjóra Land- vara, félags íslenskra vöruflytj- enda, má áætla að þar af komi allt að einn milljarður króna í þunga- skatti af vöruflutningabifreiðum. Samkvæmt lögum um þungaskatt- inn fer hann til að fjármagna vega- framkvæmdir en til viðbótar eru flutningafyrirtækin rukkuð um kílóagjald af fraktinni auk virð- isaukaskatts af almennum rekstri. Að sögn Guðmundar greiðir hver flutningalest á þjóðvegum landsins, þ.e. flutningabíll ásamt tengivagni, að meðaltali um 6,3 milljónir króna í þungaskatt á ári. Er þá miðað við 150 þúsund kílómetra akstur og að hefðbundinn flutningabíll og tengi- vagn greiði alls 42 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra. Skilar rík- issjóði um milljarði í þungaskatt HAFNARSTJÓRAR víða um land sem Morg- unblaðið ræddi við í gær segja að hafnirnar verði af þó nokkrum tekjum vegna ákvörðunar Eimskipafélagsins um að leggja af strandsigl- ingar í kringum landið í byrjun desember. Þeir hafa þó mismiklar áhyggjur af þessari ákvörð- un. Skipið Mánafoss hefur séð um siglingarnar síðustu árin og hafa viðkomustaðirnir verið tíu um allt land. Ragnheiður Hákonardóttir, formaður hafn- arstjórnar Ísafjarðarbæjar, telur ljóst að Ísa- fjarjarðarhöfn verði af töluverðum tekjum vegna þessarar ákvörðunar Eimskipafélagsins en segist þó ekki hafa nákvæmar tölur á reiðum höndum. Hún segir að þetta hafi einnig í för með sér aukið álag á vegakerfið. „Eins og vegakerfið er núna mun það ekki bera alla þá þungaflutninga sem af þessu hljótast.“ Hún tekur Barðastrandarveginn sem dæmi og segir hann vart bjóðandi flutningabílum. Ennfremur megi búast við minni þjónustu á vorin vegna þungatakmarkana á vegum á þeim árstíma. Þá segir hún að þetta hafa áhrif á möguleika hafnarinnar til markaðssetningar, því minni tekjur þýði minni þjónustu og þar með minna aðdráttarafl fyrir viðskipavini. Að sögn Ragn- heiðar verður þetta mál rætt á fundi hafn- arstjórnar síðdegis í dag. Nýtt á annan hátt Hörður Blöndal, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, segist á hinn bóginn ekki hafa áhyggjur. „Það er engin taugaveiklun hjá okk- ur.“ Hann segir að minni umsvif í höfninni þýði að sjálfsögðu minni tekjur en óþarfi sé að hafa áhyggjur. Mannvirki hafnarinnar verði ein- faldlega nýtt á annan hátt hætti Eimskipa- félagið að sigla þangað. Sigurþór Hreggviðsson, hafnarstjóri á Eski- fjarðarhöfn, gerir ráð fyrir því að höfnin verði af einhverjum milljónum á ári vegna þessa. Hann kveðst ekki skilja ákvörðun Eimskipa- félagsins og vonar að hún verði dregin til baka. Hafnir verða af tekjum STURLA Böðvarsson samgönguráðherra seg- ir það ekkert nýtt að í samgöngumálum sé megináherslan lögð á að bæta þjóðvegakerfið; hæstu fjárhæðirnar fari þangað. Samhliða þeirri áherslu hafi heldur dregið úr fjárfest- ingum í höfnunum vegna vöruflutninga. Áfram verði þó lögð áhersla á að bæta fiskihafnirnar enda hljóti skipafélögin að eiga mjög mikið undir því. „Framkvæmdir í höfnum á síðustu árum hafa fyrst og fremst snúist um að bæta innsigl- inguna, auka skjól og dýpka vegna þess að þróun í fiskiskipaflotanum hefur verið sú að skipin hafa verið djúpristari,“ útskýrir hann. Haft var eftir Baldri Guðnasyni, forstjóra Sturla Böðvarsson segir, inntur álits á þess- um ummælum, að halda mætti að Baldur væri að koma að samgöngumálum sem nýliði. Kynni sér málið „Það er mikilvægt fyrir hann að kynna sér þetta eins og þetta er,“ segir ráðherra. „Stað- reyndin er sú að langstærsti hlutinn af fjár- festingu í samgöngukerfinu fer í uppbyggingu vegakerfisins. Það geta menn séð í gildandi samgönguáætlun. Í henni er í fyrsta skipti litið á alla þætti samgöngukerfisins sem eina heild; vegi, hafnir og flugvelli. Því má ekki gleyma að fjárfesting í „einhverjum höfnum á hinum og þessum stöðum“ eins og Eimskipaforstjórinn Eimskips, í Morgunblaðinu í gær, er hann var spurður um þá ákvörðun félagsins að hætta strandflutningum í byrjun desember, að snúa ætti umræðunni með því að spyrja samgöngu- ráðherra hvernig hann færi með þá fjármuni sem ættu að fara til samgöngumála. „Hvað fer mikið í einhverja flugvelli og hafnir út um hina og þessa staði, sem enginn nennir að sigla á eða fljúga til, í stað þess að nota þetta í að byggja upp og efla vegakerfið?“ spurði Baldur. Ekkert nýtt að aðaláhersla sé lögð á bætt vegakerfi Morgunblaðið/Eggert Ákvörðun Eimskipa- félagsins kom á óvart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.