Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 23 Í GREIN Írisar Ellenberger sagn- fræðings, sem birtist í Morg- unblaðinu 26. júlí sl. undir heitinu „Bechtel í blíðu og stríðu“, er að finna fjöl- margar rangfærslur og ásakanir á hendur fyr- irtækinu sem eiga sér ekki stoð í raunveru- leikanum. Hver sá sem leitar á Netinu getur fundið þar hliðstæðar ásakanir á hendur nán- ast hvaða stórfyrirtæki eða stofnun sem er. Á vefsíðu Bechtel (http:// www.bechtel.com/ news/news.asp) má finna svör okkar við ýmsum tilhæfulausum fyllyrðingum sem ábyrgðarlausir gagn- rýnendur halda stöð- ugt áfram að setja fram gegn fyrirtækinu. Íris sakar Bechtel um að hafa alls fjórum sinnum blandast inn í vopnuð átök í heim- inum; Víetnamstríðið, tvö „Íraksstríð“ og borgarastyrjöldina í Kongó. Að því er varð- ar Víetnamstríðið hlýt- ur Íris að vera að rugla Bechtel saman við fyr- irtækið Brown og Root sem er verktakafyrirtæki sem starf- aði mikið fyrir Bandaríkjaher á sjö- unda áratugnum. Bechtel tók engan þátt í borgarastyrjöldinni í Kongó. Árið 1991, eftir að fyrra Persaflóa- stríðinu lauk, aðstoðaði Bechtel við að bæta það umhverfistjón sem varð þegar Írakar lögðu eld að olíulindum Kúveita. Um þessar mundir tekur Bechtel þátt í að byggja upp skóla, heilbrigðisstofnanir, orkuver, vatns- veitur og samgöngumannvirki í Írak sem hafa mátt þola margra ára van- rækslu, styrjaldir og gripdeildir. Viðskiptavinir okkar vita að ásak- anir og staðreyndir eru sitthvað. Þeir taka minna mark á umfjöllun tiltek- ins dagblaðs í Boston, sem hefur reynt að gera hlut Bechtel í fram- kvæmdum við göng undir borgina tortryggilegan, heldur en þeirri stað- reynd að verkefnið hlaut æðstu við- urkenningu breska byggingar- iðnaðarins árið 2002 (British Construction Industry Award). Verkefnið, sem er hið stærsta sinnar tegundar í bandarískri sögu, hefur einnig hlotið viðurkenningar frá bandarísku vegamálastofnuninni (U.S. Federal Highway Administration), félagi verkfræðinga í Banda- ríkjunum (American Society of Civil Eng- ineers), samtökum vegamála- og sam- göngustofnana í Banda- ríkjunum (American Association of State Highway and Tran- sportation Offices), bandaríska arkitekta- félaginu (American Institute of Architects), samtökum bandarískra fyrirtækja sem sinna framkvæmdum á sviði samgöngumála (Am- erican Road & Tran- sportation Builders Association) og fjöl- mörgum öðrum sam- tökum og hópum. Viðskiptavinir okkar vita að Bechtel hefur með góðum árangri byggt meira en 22.000 mannvirki í 140 löndum, sem Íris kýs einhverra hluta vegna að nefna ekki í grein sinni. Dæm- in tala sínu máli: Erm- arsundsgöngin, flugvöll- urinn í Hong Kong, neðanjarðarlestin í Aþenu, iðn- aðarborgin Jubail í Saudi-Arabíu og Alma-álverið í Kanada, svo aðeins fá- ein verkefni séu nefnd. Við- skiptavinir okkar vita einnig að Bechtel er stærsta verktakafyrirtæki Bandaríkjanna á sviði framkvæmda sem hafa umhverfisvernd að mark- miði og að tímaritið Occupational Hazards, sem fjallar um vinnuvernd- armál, hefur útnefnt Bechtel eitt af „öruggustu“ fyrirtækjum Bandaríkj- anna. Við hjá Bechtel biðjumst ekki und- an því að vera undir smásjá fjölmiðla. En við förum fram á að umfjöllunin sé sanngjörn og byggð á stað- reyndum. Bechtel í blíðu og stríðu Jonathan Marshall svarar Írisi Ellenberger Jonathan Marshall ’Við hjá Bech-tel biðjumst ekki undan því að vera undir smásjá fjöl- miðla. En við förum fram á að umfjöllunin sé sanngjörn og byggð á stað- reyndum.‘ Höfundur er yfirmaður fjölmiðla- samskipta Bechtel Corporation San Francisco. u þá goðsögn að [í efnahags- hyggjum og sárs- aður Endurreisn- kisráðherra í tíð manna hershöfð- r ásakanir og ra,“ sagði hann fé rekur lið fyrir lið bankanum eftir að ræða víðtæk- a þjóðarleiðtoga. tengsl við herinn ar einkareikning aður hersins. endur Pinochet á kisborgurum í Pinochet haldið í á meðan yfirvöld ann til Spánar. talinn fær um að g fékk hann því að meðan Pinochet var í Bretlandi hafi Riggs-bankinn leynilega fært samtals 1,6 milljónir Bandaríkjadala inn á reikning hans í bank- anum. Riggs hafi veitt Pinochet sérstaka fyrirgreiðslu, bankinn hafi „viljandi aðstoðað hann við að fela fjármuni sína og færa þá til á meðan hann sætti rannsókn og þegar útistandandi var alþjóðleg tilskipun þess efnis að frysta bæri allar eignir hans“. Einstaklega sparsamur? Skýrsla þingnefndarinnar upplýsir að innistæða á reikn- ingi Pinochets hafi jafnan verið á bilinu fjórar til átta millj- ónir Bandaríkjadala, þ.e. 280 til 560 milljónir ísl. króna. Hefur The Los Angeles Times eftir Clöru Szczaranski, for- seta lögmannaráðs Chile, sem sér um opinbert eftirlit með fjársýslu ríkisins, að það sé algerlega óhugsandi að Pino- chet hafi tekist að leggja fyrir svo stórar fjárhæðir af laun- um sínum, og síðar lífeyrisgreiðslum, frá ríkinu. Um aðrar tekjuleiðir Pinochets er ekki vitað en Szczar- anski segir að jafnvel þó að uppspretta eigna Pinochets væri önnur þá blasi við að hann hafi aldrei greitt skatta af þessum tekjum. „Ef peningarnir koma úr opinberum sjóð- um þá er hugsanlegt að víðtækt glæpsamlegt athæfi hafi verið framið,“ segir hún. Pablo Rodriguez, lögmaður Pinochets, segir aftur á móti að „alla þessa peninga megi útskýra með fyllilega eðlileg- um hætti“. Hann segir að Pinochet hafi sparað fé, innistæð- ur hans hafi safnað vöxtum og loks hafi margir styrkt hers- höfðingjann fyrrverandi í þau tvö skipti sem kjósendur í Chile fengu tækifæri til að greiða atkvæði um stjórn hans á níunda áratugnum. „Hann er algerlega heiðarlegur maður sem ekki hefur gerst sekur um neina spillingu,“ segir Rod- riguez. Af skýrslu bandarísku þingnefndarinnar má þó ráða að leynilegur auður Pinochets sé jafnvel enn meiri en menn vita. Þannig komst nefndin m.a. yfir innanbúðargögn hjá Riggs-bankanum þar sem fram kemur sú ágiskun að Pin- ochet eigi á bilinu 50 til 100 milljónir Bandaríkjadala. Fulltrúar Riggs munu hafa aðstoðað Pinochet við að færa til fé á reikninga í öðrum löndum og breyttu þeir nöfnum reikninganna þannig að ekki væri hægt að rekja þá. Þá greiddi Riggs bankamanni árið 2000 fyrir að ferðast frá Washington til Chile til að afhenda Pinochet, sem nú býr í litlu sjávarþorpi nálægt höfuðborginni Santiago, framvísanlegar bankaávísanir. „Svona starfshættir eru jafnan notaðir þegar verið er að framkvæma pen- ingaþvætti,“ segir Szczaranski. „Hjá glæpasamtökum er þessi aðferð notuð til að tryggja að engin tengsl finnist milli einstaklingsins og peninga hans.“ Lögreglurannsókn hætt Í kjölfar uppljóstrananna í skýrslu bandarísku þing- nefndarinnar lét Juan Guzman, dómari í Chile, hefja lög- reglurannsókn á eigum Pinochets. Var þetta gert að kröfu lögmanna sem hafa farið fram á að eignir hans verði gerðar upptækar ef svo færi að Pinochet verði gert að greiða því fólki bætur sem átt hefur um sárt að binda vegna voða- verka sem framin voru í valdatíð hans. Áfrýjunardómstóll úrskurðaði hins vegar nú á mánudag að lögreglurannsókn- inni skyldi hætt. Var það niðurstaða dómstólsins að þar sem Guzman dómari hefði áður gert tilraun til að draga Pinochet fyrir dómstóla vegna mannréttindabrota, sem ekki gekk eftir, þá gæti hann ekki á ný hafið rannsókn sem þessa. Annar dómari, Sergio Munoz, stýrir hins vegar tveimur öðrum rannsóknum á hendur Pinochet fyrir fjársvik, mút- ur og peningaþvætti og ekki er langt síðan áfrýjunardóm- stóllinn í Chile svipti Pinochet friðhelgi en það þýðir að mögulegt ætti að vera að hefja réttarhöld yfir honum vegna ákæra um mannréttindabrot í valdatíð hans. Fyrri tilraunum til að sækja Pinochet til saka á þessum forsendum hefur hins vegar lyktað með því að ákærum hef- ur verið vísað frá á grundvelli heilsuleysis einræðisherrans fyrrverandi. Er talið hugsanlegt að efni bandarísku skýrsl- unnar kunni að hafa áhrif á frekari málatilbúnað gegn Pinochet af þessum toga, enda kemur skýrt fram í skýrsl- unni að á sama tíma og hann var sagður vera orðinn gleym- ið gamalmenni, heilsulaus í meira lagi, átti hann ekki í vandræðum með að ræða fjármál sín ítrekað við starfs- menn Riggs-bankans. m skotið undan? Reuters Lífverðir aðstoða Augusto Pinochet, fyrrverandi einræð- isherra í Chile, á fætur á þessari mynd sem tekin var fyrir tæpu ári. Pinochet er sagður heilsulítill. Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í gerst sek um hroðaleg grimmdarverk. athygli í Chile. ’Núna er óhætt að segja að okkar ein-ræðisstjórn hafi jafnast á við stjórnir helstu bananalýðvelda heimsins.‘ Heimildir: The Los Angeles Times, BBC. Morgunblaðið/Þorkell sem henni fylgir“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.