Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í dag
Sigmund 8 Minningar 36/39
Hugsað upphátt 23 Dagbók 42/45
Sjónspegill 26 Listir 46/47
Þjóðlífsþankar 27 Leikhús 46
Forystugrein 28 Fólk 48/53
Reykjavíkurbréf 28 Bíó 50/53
Bréf 30 Sjónvarp 54/55
Umræðan 30/33 Veður 55
Hugvekja 36 Staksteinar 55
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
GERA má ráð fyrir að tekjur rík-
issjóðs af stimpilgjöldum af þinglýs-
ingu skuldabréfalána sem standa að
baki húsbréfum í fyrra hafi numið
750 milljónum króna. Jafnframt
lætur nærri að tekjurnar á fyrri
hluta þessa árs hafi verið rúmar
450 milljónir króna.
Árið 2003 var algert metár í út-
gáfu húsbréfa og hefur húsbréfaút-
gáfan aldrei áður orðið jafn mikil á
einu ári og þá frá upptöku kerfisins
árið 1989. Samþykkt skuldabréfa-
skipti vegna fasteignakaupa sem
standa að baki húsbréfaútgáfunni
námu 50,1 milljarði króna á árinu
og jukust úr rúmum 35 milljörðum
króna árið áður.
Lántakandi skal greiða stimpil-
gjald vegna lántökunnar sem nem-
ur 1,5% af upphæð lánsins og renn-
ur það gjald í ríkissjóð. Tekjur af
stimpilgjöldum vegna útgáfu hús-
bréfa á síðasta ári námu því 750
milljónum króna á síðasta ári sam-
kvæmt þessu.
450 milljónir í tekjur
á þessu ári
Húsbréfaútgáfan var einnig afar
mikil á fyrrihluta þessa árs, en pen-
ingalán Íbúðalánasjóðs leystu hús-
bréfakerfið af hólmi um mitt þetta
ár, eins og kunnugt er. Húsbréfaút-
gáfan var rúmir 30 milljarðar króna
fyrstu sex mánuði ársins og því
hafa tekjur ríkissjóðs af stimpil-
gjöldum vegna húsbréfa á því tíma-
bili numið rúmum 450 milljónum
króna.
Samanlagt hafa tekjur ríkissjóðs
af stimpilgjöldum vegna húsbréfa-
útgáfu á þessu átján mánaða tíma-
bili því numið rúmum 1.200 millj-
ónum króna, en eins og fyrr sagði
hefur húsbréfaútgáfan aldrei verið
eins mikil og hún hefur verið síð-
ustu misserin.
750 milljónir í stimpil-
gjöld af húsbréfum í fyrra
LÁTINN er í Reykja-
vík Pétur Hannesson,
fyrrverandi deildar-
stjóri hjá Reykjavíkur-
borg.
Pétur var fæddur í
Reykjavík 5. maí 1924.
Foreldrar hans voru
Hannes Jónsson,
kaupmaður í Reykja-
vík, f. 26. maí 1892, d.
21. júlí 1971, og Ólöf
Stefánsdóttir, hús-
freyja, f. 12. maí 1900,
d. 23. júlí 1985. Pétur
ólst upp í 11 systkina
hópi á Ásvallagötu 65 í
Reykjavík.
Pétur var vörubifreiðastjóri hjá
Þrótti um árabil og átti m.a. sæti í
stjórn þess félags. Hann hóf síðan
störf hjá Reykjavíkurborg hjá
Gatnamálastjóranum í Reykjavík,
fyrst sem fulltrúi og síðan sem
deildarstjóri hjá hreinsunardeild
Reykjavíkurborgar og vann þar um
30 ára skeið. Pétur lét
mikið til sín taka í fé-
lagsmálum, m.a. hjá
Reykjavíkurborg og
gegndi einnig mörgum
trúnaðarstörfum fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
Hann var lengi for-
maður Óðins, mál-
fundafélags launþega í
Sjálfstæðisflokknum
og sat í verkalýðsráði
flokksins um árabil. Þá
var hann í stjórn fé-
lags eldri borgara í
Reykjavík.
Pétur var kvæntur
Guðrúnu Árnadóttur húsfreyju og
lifir hún mann sinn. Þau eiga tvö
börn, Hannes, prófessor í geðlækn-
isfræðum og yfirlækni, og Sólveigu,
alþingismann og fv. dóms- og
kirkjumálaráðaherra.
Útför hans fer fram í Dómkirkj-
unni í Reykjavík mánudaginn 6.
september nk.
Andlát
PÉTUR
HANNESSON
FIMMTÍU nýnemar Menntaskólans á Laugarvatni voru
skírðir samkvæmt gamalli hefð í Laugarvatni á föstu-
dag. Samkvæmt hefðinni er það hæsti karlmaður í 4.
bekk sem tekur að sér hlutverk skírara og eys úr gömlu
skólabjöllunni yfir nýnemana. Áður en sjálf skírnin fer
fram láta eldri nemar nýnemana leysa ýmsar þrautir af
hendi. Er þeir stíga svo upp úr vatninu, fullgildir og inn-
vígðir ML-ingar, taka formaður og varaformaður nem-
endafélagsins á móti þeim og færa þeim rósir. Þar með
er lokið þriggja daga busaviku við skólann.
Halldór Páll Halldórsson skólameistari segir ríka hefð
fyrir busavígslunni og að nýnemar kunni henni vel, enda
allt til gamans gert. Góð aðsókn er að skólanum í ár og
eru nemendur 20 fleiri heldur en á síðasta ári.
Fjölmenn „skírn“ í Laugarvatni
KJARTAN Magnússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks sem sæti á í
samgöngunefnd Reykjavíkurborgar,
segir það skref til hins verra að
lengja leiðina út á biðstöð með nýju
leiðakerfi Strætó bs. Fulltrúar sjálf-
stæðismanna lýstu yfir efasemdum
um ágæti kerfisins á fundi sam-
göngunefndar í síðustu viku, þar sem
það var staðfest með atkvæðum R-
lista. Stefnt er að því að að taka leiða-
kerfið í notkun um næstu áramót.
„Við megum ekki gleyma því að
okkar tryggustu kúnnar eru börn,
unglingar, gamalmenni og öryrkjar.
Ég held að það sé stórhættulegt að
vera að hrekja þessa hópa frá okkur
sem þó eru tryggir fyrirtækinu,“
segir Kjartan.
Hann vísar til þess að skv. nýju
kerfi verði allt að 700 m gangur að
strætóbiðstöð í dreifbýlustu hverf-
unum en er 400 metrar miðað við nú-
verandi kerfi. Þá séu miðpunktar
hins nýja kerfis þeir sömu og þegar
leiðakerfið var smíðað árið 1968, þ.e.
Lækjartorg og Hlemmur. Nær hefði
verið að byggja nýja leiðastöð nær
landfræðilegri miðju borgarinnar,
t.d. við Kringluna, þaðan sem innan
við 10 mínútna akstur sé til allra
hverfa borgarinnar.
Kostnaðaraukning
í stað hagræðingar
„Ég óttast að það verði mjög erfitt
að fá aukningu í kerfið. Við erum að
taka þá áhættu að missa ákveðinn
hóp út úr því án þess að fá tryggingu
fyrir því að nýr hópur og fjölmennari
komi inn í staðinn,“ segir Kjartan.
Miðað við áætlanir sé lagt upp með
að nýtt strætóleiðakerfi leiði til 50%
fjölgunar strætisvagnafarþega á
nokkrum árum.
Þá gagnrýnir Kjartan að þrátt fyr-
ir að gert hafi verið ráð fyrir hagræð-
ingu með nýju leiðakerfi stefni í að
kostnaðaraukningin með nýju kerfi
verði um 170–180 mkr. á ári. Rekstr-
arkostnaður Strætó bs. var á síðasta
ári röskir 2 milljarðar.
Sjálfstæðismenn í samgöngunefnd
Gera athugasemdir
við nýtt leiðakerfi
LAUNANEFND sveitarfélaganna
og samninganefnd grunnskólakenn-
ara hittust með sáttasemjara á föstu-
dag og gerðu honum grein fyrir gangi
viðræðnanna en óformlegar viðræður
stóðu yfir í síðustu viku.
„Þetta var málefnalegur og góður
fundur,“ segir Birgir Björn Sigur-
jónsson, sem stýrir viðræðum við
grunnskólakennara fyrir hönd sveit-
arfélaganna. Hann segir að farið hafi
verið yfir mál sem lúti að sáttameð-
ferðinni og að óformlegum viðræðum
verði haldið áfram eftir helgi.
Grunnskólakennarar hafa boðað til
verkfalls 20. september næstkomandi
og hafa samninganefndir deiluaðila
því um þrjár vikur til að ganga frá
samningum en kjarasamningur fyrir
grunnskóla rann út 31. mars sl.
Birgir segir að vinnutími kennara
undir verkstjórn skólastjóra og
kennsluskylda kennara séu þau atriði
sem helst hafi verið rædd í vikunni og
segist reikna með því að viðræður um
launahækkanir hefjist undir lok
næstu viku. Spurður hvað helst beri á
milli segir Birgir að viðræðurnar fari
ekki fram á þeim nótum, heldur sé
einkum verið að leita að hugmyndum
sem leitt geti til sátta.
Hann segir viðræðurnar flóknar og
deiluaðilar fari sér rólega. „Þetta er
erfitt verkefni og við gerum okkur öll
grein fyrir því,“ segir Birgir.
Finnbogi Sigurðsson, formaður
Félags grunnskólakennara, segir það
vera sína tilfinningu að dálítið bil sé á
milli deiluaðila en brúa megi öll bil, sé
vilji fyrir hendi. Hann vildi ekki tjá sig
um hvaða atriði væri helst deilt en
segist halda í vonina að samningar ná-
ist fyrir 20. september, enda sé ekki
markmiðið að fara í verkfall, heldur
að ná samningum.
Kjarasamningar eru lausir hjá sex
aðildarfélögum innan Kennarasam-
bands Íslands í ár og eru viðræður
launanefndar sveitarfélaganna við að-
ildarfélögin mislangt á veg komnar.
Kjarasamningur Félags leikskóla-
kennara rennur út á morgun, mánu-
dag, kjarasamningur Félags tónlist-
arskólakennara í lok september og
samningur framhaldsskólakennara í
nóvemberlok.
Kjaradeila grunn-
skólakennara
Óformleg-
um viðræð-
um haldið
áfram
ÓLGAN RISTIR DJÚPT
Siv Friðleifsdóttir segir í viðtali
við Morgunblaðið í dag að ólgan
meðal framsóknarkvenna risti mjög
djúpt í flokknum. Mikilvægt sé að
eining ríki í flokknum og flokksmenn
snúi bökum saman. Siv segir að
hennar kraftar, sem annarra, hljóti
að koma til greina við næstu upp-
stokkun í ráðherrasveit flokksins og
að fjöldi flokksmanna telur að við
þurfum að viðhalda breiddinni í
flokknum.
Örorka vegna geðraskana
Fjöldi fólks með 75% örorku
vegna geðraskana hefur nær tvö-
faldast á undanförnum átta árum. Á
þessu tímabili hefur hlutfall kvenna
hækkað úr 28% í 33% og hlutfall
karla úr 31% í 42%, að því er fram
kemur í grein í Læknablaðinu.
Hagur sveitarfélaga batnar
Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra sagði í ræðu sinni á ársþingi
sveitarstjórnarmanna á Norðurlandi
vestra að vegna aukinna skatttekna
hins opinbera mætti vænta þess að
hagur sveitarfélaganna muni vænk-
ast frá því sem verið hefur.
Njósnari afhjúpaður?
Háttsettur sérfræðingur í varn-
armálaráðuneyti Bandaríkjanna er
grunaður um að hafa stundað njósn-
ir í þágu Ísraela. Maðurinn hefur
ekki verið handtekinn en það kann
að gerast í vikunni. Hann er sagður
samstarfsmaður eins helsta ráðgjafa
Donalds Rumsfelds varnarmálaráð-
herra. Að sögn bandarískra fjöl-
miðla hefur maðurinn komið trún-
aðarskjölum sem varða stefnu
Bandaríkjastjórnar gagnvart Íran í
hendur fulltrúa ísraelsks þrýstihóps
sem starfæktur er vestra. Fulltrúar
þrýstihópsins hafa sagt fréttir þess-
ar rangar og hið sama hefur tals-
maður ísraelska sendiráðsins í
Washington gert.
Mótmæli stöðvuð
Rúmlega 250 manns voru hand-
teknir í fjölmennum mótmælum sem
fram fóru í New York á föstudags-
kvöldið, þar sem ríkisstjórn George
W. Bush var fordæmd. Lögregla
sagði mótmælendur hafa valdið
truflunum en þátttakendur í aðgerð-
unum sögðu hins vegar að lögreglan
hefði beitt valdi sínu óhóflega. Búist
er við um 250.000 manna mótmælum
í New York í dag.
Y f i r l i t