Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 45
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 45 Dagana 30. ágúst til 1. september verð-ur Norræna vinnuverndarþingiðhaldið í fimmtugasta sinn. Þetta áriðer þingið haldið á Íslandi, nánar til- tekið á Nordica Hotel og munu 150 þátttak- endur sitja það, þar af eru 130 frá hinum Norð- urlöndunum. Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, setur þingið á morgun, mánudag kl. 9 en því lýkur á hádegi á miðvikudag. Víðir Kristjánsson er formaður undirbúningsnefndar. Hvað verður til umfjöllunar á þinginu? „Á þinginu verða kynntar nýjustu niðurstöður rannsókna á Norðurlöndunum á sviði vinnu- verndar og kynnt á hvern hátt vinnueftirlitin vinna að því að framfylgja lögum og reglum um vinnuvernd með t.d. eftirliti og átaksverkefnum. Vinnuvernd er mjög breitt svið. Í fyrstu var aðallega fjallað á þingunum um efni og hættur samfara notkun þeirra, síðan kom læknisfræðin inn með m.a. niðurstöðum úr faraldsfræðirann- sóknum og síðan hefur þetta breikkað meira og meira og spannar í raun allt vinnuverndar- sviðið, efnanotkun, inniloft, líkamsbeitingu, læknis- og sálfélagsfræðilega þætti, svo dæmi séu tekin. Í ár var sérstaklega óskað eftir niðurstöðum úr rannsóknum eða umfjöllun um ofnæmi, erfðafræði, erfðatækni, vinnuumhverfi og heilsu innflytjenda og „gestastarfsmanna“, óvenju- legan vinnutíma, t.d. vaktavinnu, og áhrif hans á heilsuna, rafrænt eftirlit með vinnunni eða starfsfólki, heilbrigði í vinnu og heilbrigðara at- vinnulíf, ofbeldi í vinnunni, áhættumat og sam- hæfingu vinnu og fjölskyldulífs. Hverjir munu halda þarna erindi? „Þingið er skipulagt í tvær samhliða fyr- irlestraraðir sem skiptast síðan eftir efn- isflokkum auk sameiginlegra fyrirlestra og einnig eru sérstakar veggspjaldakynningar. Fluttir verða um 60 fyrirlestrar og þess vegna er af mörgu að taka. Svo ég nefni fáeina þá mun Mikko Härmä, prófessor við finnsku rannsóknarstofnunina um vinnuvernd, flyta opnunarfyrirlestur þingsins um áhrif óvenjulegs vinnutíma á heilsu starfs- manna en hann er leiðandi vísindamaður í heim- inum á þessu sviði. Þorlákur Helgason frá Kennaraháskóla Íslands fjallar um einelti á vinnustöðum, Ole Olsen frá rannsóknarstofn- uninni um vinnuuvernd í Danmörku fjallar um jákvæðu hliðar þess að hafa vinnu, Ebba Wergeland, yfirlæknir hjá norska vinnueftirlit- inu, kemst að þeirri niðurstöðu að léleg vinnu- aðstaða komi ekki fram í aukinni fjarveru frá vinnu og Helena Taskinen frá finnsku rann- sóknarstofnunni fjallar um uppbyggingu fyr- irtækjaheilsuverndar í Eistlandi. Þetta er þó aðeins brot af því sem þingið hefur upp á að bjóða.“ Norræna vinnuverndarþingið |Nýjustu niðurstöður rannsókna á sviði vinnuverndar Vinnuvernd er breitt svið  Víðir Kristjánsson er fæddur í Bíldudal árið 1951. Hann varð stúd- ent frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1971 og lauk mast- ersnámi í lífrænni efna- fræði frá Háskólanum í Lundi árið 1981. Víðir hefur frá árinu 1983 starfað sem sérfræð- ingur um efnafræði og mengunarmál hjá Vinnueftirliti ríkisins. Sambýliskona Víðis er Aðalbjörg Helgadóttir, framhaldskólakennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og leiðsögumaður. Börn þeirra eru: Vala Björk, háskólanemi og flugfreyja; Vera, í sambúð með Frey Þóraðarsyni og eiga þau dótturina Helenu; loks Viktor, nemandi í Digranesskóla. Staðan kom upp í A-flokki mótsins í Pardubice sem lauk fyrir nokkru í Tékklandi. Vladimir Potkin (2.523) hafði hvítt gegn Andreas Tzermiadia- nos (2.452). 27. Dh6+! og svartur gafst upp enda illt í efni eftir 27. … Kxh6 28. exf8=D+ Kh5 29. g4+. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. 0–0 Bg7 5. c3 Rf6 6. He1 0–0 7. h3 Re8 8. d4 cxd4 9. cxd4 Rc7 10. Bxc6 bxc6 11. Rc3 a5 12. Be3 Hb8 13. Dd2 Rb5 14. Bh6 Rxc3 15. Bxg7 Kxg7 16. Dxc3 Kg8 17. Had1 Db6 18. b3 d6 19. Hc1 Bd7 20. e5 Dd8 21. De3 Kg7 22. Df4 Be6 23. Hxc6 Hb6 24. d5 Bxd5 25. exd6 Bxc6 26. dxe7 Dd7 Hvítur á leik. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is MIRALE Grensásvegi 8 sími: 517 1020 Opið: mán.- föstud.11-18 laugard. 11-15 Í tilefni af því að MIRALE hefur tekið við Cassina umboðinu á Íslandi veitum við 15% afslátt af öllum sérpöntuðum húsgögnum til 31. ágúst. ÞÝSKUNÁMSKEIÐ GOETHE ZENTRUM www.goethe.is 551 6061 Nýir heilsugæslulæknar Nýir læknar koma til starfa á Heilsugæslunni Salahverfi sem hér segir: Rannveig Pálsdóttir - 1. september Skúli Gunnarsson - 15. október Þeir sem óska að njóta þjónustu þessara lækna og annarra lækna Heilsugæslunnar geta skráð sig á Heilsugæslunni Salahverfi, Salavegi 2, Kópavogi, alla virka daga kl. 8–17. Sími 590 3900. Með kveðju starfsfólk Heilsugæslunnar Salahverfi Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Dubli n 37.810 kr. Dublin bíður þín á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Bewleys hótelinu, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. Netverð 4., 11., og 25. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.