Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það eru ekki allir ánægðir með aðRepúblikanaflokkurinn skuli hafaákveðið að halda flokksþing sitt í að-draganda bandarísku forsetakosn-inganna í New York. Mörgum finnst repúblikanar nefnilega með ákvörðun sinni nýta sér á óviðurkvæmilegan hátt minninguna um hryðjuverkaárásina á New York 11. september 2001. Þá hefur New York-borg alla tíð verið eitt sterkasta vígi demókrata – þar búa fimm sinn- um fleiri flokksbundnir demókratar en repú- blikanar – og margir íbúanna því allt annað en sáttir við að fá repúblikana í heimsókn. Svo sterk er staða demókrata í New York að aðeins þrír af 51 fulltrúa í borgarstjórn koma úr Repú- blikanaflokknum. Og repúblikanar eiga ekki bara undir högg að sækja í New York-borg; það eru tuttugu ár liðin síðan forsetaframbjóðanda repúblikana tókst að bera sigur úr býtum í New York-ríki á kjördag. Vissulega er Michael Bloomberg, borgar- stjóri í New York, repúblikani – og þó: Bloom- berg var áður demókrati og raunar eru ekki nema þrjú ár síðan hann gekk í Repúblikana- flokkinn. Gífurleg öryggisgæsla Flokksþingið hefst á morgun, mánudag, og stendur til fimmtudagskvölds en þá mun George W. Bush formlega taka við útnefningu sem for- setaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í kosn- ingunum í haust. Er gert ráð fyrir um fimmtíu þúsund gestum á þinginu, bæði repúblikönum frá öllum ríkjum Bandaríkjanna og stórum hópi fjölmiðlafólks. Þingið er haldið í íþróttahöllinni frægu, Madison Square Gardens, í miðborg New York. Þaðan er aðeins um fimm km leið til staðarins þar sem World Trade Center stóð áður en sem kunnugt er biðu 2.752 menn bana þegar tveimur farþegaflugvélum, sem rænt hafði verið, var flogið á tvíburaturnana svokölluðu fyrir réttum þremur árum. Blandast engum hugur um að sá atburður verður ofarlega á baugi á meðan repúblikanar funda næstu vikuna og sjálfsagt völdu forráða- menn flokksins New York einmitt vegna skír- skotunarinnar til hryðjuverkaárásanna, þó að þeir vilji reyndar ekki kannast við það, segja til- boð borgaryfirvalda einfaldlega hafa verið betra en annarra. Gífurleg öryggisgæsla verður í nágrenni fundarstaðarins, um tíu þúsund lögreglumenn verða við störf þar dagana sem þingið stendur og auk þeirra verður mikill fjöldi alríkislög- reglumanna á vettvangi. Mörgum helstu götum verður lokað og steinsteyptum múr verður kom- ið fyrir umhverfis Madison Square Gardens í því skyni að verjast hugsanlegum hryðjuverkaárás- um. Kom einmitt fram í könnun New York Tim- es á föstudag að um helmingur íbúa New York óttast árás á meðan á þingi repúblikana stendur eða að mótmælaaðgerðir, sem boðaðar hafa ver- ið (sjá hliðarfrétt), leysist upp í átök á götum úti. Aldrei fundað áður í New York „Ég bið um atkvæði fólks vegna þess hversu mikið í húfi,“ hefur Bush forseti sagt á kosn- ingafundum sínum undanfarið. „Okkar bíða svo mörg verkefni ef okkur á að takast að mjaka þessu landi fram á við.“ Þykir ljóst að Bush telur sjálfur að endurkjör hans muni byggjast á því að honum takist að sannfæra landsmenn um að hann sé rétti mað- urinn til að fara fyrir Bandaríkjunum í stríðinu gegn hryðjuverkum næstu fjögur árin. Þau mál skyggja á öll önnur í huga forsetans og hann hefur m.a. lýst því yfir að hann sé „stríðsforseti“. En skoðanakannanir sýna að stuðningur við Bush er minni en áður, færri en 50% telja nú að hann standi sig vel í embætti, og ljóst er að bar- áttan verður hörð og kosningarnar að öllum lík- indum hnífjafnar. Meira en helmingur Bandaríkjamanna er óánægður með hvernig Bush hefur staðið að mál- um í Írak og nýir erfiðleikar hafa komið upp í efnahagsmálunum, jafnvel þó að forsetinn hafi sjálfur lýst því yfir fyrr á árinu að allt stefndi nú í rétta átt. Frjálslyndir kjósendur eiga síðan bágt með að láta sér lynda íhaldssama afstöðu forset- ans gagnvart fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra og hvað efnahagsmálin varðar þá hafa jafnvel aðilar innan Repúblikanaflokksins – þeir sem álíta hallarekstur á ríkissjóði höfuð- synd – verið ósáttir við hversu mikla áherslu Bush hefur lagt á skattalækkanir. Í heildina er óhætt að segja að bandaríska þjóðin sé klofin í afstöðu sinni til Bush, menn ann- aðhvort elska hann eða hata, og þess vegna er kosninganna í nóvember beðið með slíkri eftir- væntingu. Ekki aðeins í Bandaríkjunum sjálfum heldur einnig annars staðar í veröldinni. Allar helstu stjörnur Repúblikanaflokksins munu fá tækifæri til að láta ljós sitt skína á flokks- þinginu í New York og jafnvel einn demókrati, sem áður taldist vonarpeningur á þeim bænum. Hápunktar dagskrárinnar setningardaginn eru án efa ávörp núverandi og fyrrverandi borg- arstjóra New York-borgar, þeirra Michaels Bloombergs og Rudys Giulianis. Bloomberg er auðvitað gestgjafi að þessu sinni og sem slíkur í einstæðu hlutverki því repúblikanar hafa aldrei áður haldið flokksþing sitt í New York. Og um Giuliani þarf ekki að hafa mörg orð: hann er án efa ein skærasta stjarna repúblikana og framganga hans 11. september 2001 mun sjálfsagt seint líða New York-búum eða Banda- ríkjamönnum yfirhöfuð úr minni. Þriðji ræðumaður kvöldsins verður síðan Ís- landsvinurinn John McCain. Grunnt hefur verið á því góða með honum og Bush forseta allt frá því í forkosningum repúblikana fyrir fjórum ár- um en stuðningur McCain gæti hins vegar skipt sköpum fyrir Bush nú. Þeir félagar virðast hafa orðið sammála um að grafa stríðsöxina og McCain mun án efa hljóta góðar viðtökur á morgun. Á þriðjudag fá þingfulltrúar tækifæri til að hlýða á Lauru Bush, eiginkonu forsetans, og í kjölfarið stígur Rod Paige menntamálaráðherra á svið. Rúsínan í pylsuendanum, ef svo má að orði komast, er síðan ræða sannkallaðrar stór- stjörnu; Hollywood-leikarans Arnolds Schwarzeneggers en hinum kraftalega ríkis- stjóra Kaliforníu-ríkis er án efa ætlað að höfða til frjálslyndari hópa í samfélaginu. Á miðvikudag flytja varaforsetahjónin bæði, Lynne og Dick Cheney, ávarp og síðan spila repúblikanar út trompinu sínu, demókratanum Zell Miller, öldungadeildarþingmanni frá Georgíu. Miller, sem var meðal helstu stuðn- ingsmanna Bills Clintons 1992, hefur undanfarið ekki farið leynt með stuðning sinn við Bush for- seta og hefur mjög lofað frammistöðu hans í hryðjuverkastríðinu. Hápunktur flokksþingsins er síðan á fimmtu- dagskvöld þegar Bush forseti flytur ávarp sitt og tekur þar með formlega við útnefningu flokks síns sem forsetaefni vegna kosninganna í nóv- ember. Mála mynd af sterkum leiðtoga Repúblikanar vonast til að flokksþingið í New York verði til að þjappa almenningi að baki for- setanum á nýjan leik. Verður lögð áhersla á að reyna að sýna fram á að Bush sé sterkur leiðtogi og að einmitt núna þarfnist Bandaríkin síst af öllu umróts og breytinga á æðstu stigum stjórn- kerfisins. „Þetta er það sem ég er að reyna að sýna bandarísku þjóðinni fram á: að ég er rétti maðurinn til að stýra landinu í stríðinu gegn hryðjuverkum,“ sagði Bush í vikunni. Þess er þó vænst að Bush muni einnig í ávarpi sínu á fimmtudag reyna að setja fram hugmynd- ir um verkefni sem hann myndi vilja sinna á seinna kjörtímabili sínu og sem hafa á sér já- kvæðara yfirbragð en stríð og barátta gegn hryðjuverkamönnum. Segja fréttaskýrendur að umbætur í ríkisfjármálum kynnu að verða á dagskrá, jafnvel er talið hugsanlegt að Bush boði enn frekari skattalækkanir. Forsetinn er einnig talinn líklegur til að setja orku- og menntamál á oddinn. Öruggt má telja að repúblikanar haldi á flokksþinginu áfram tilraunum sínum til að út- mála John Kerry, forsetaframbjóðanda demó- krata, sem vinstri sinnaðan yfirstéttarmann sem ekki búi yfir nægilegri staðfestu til að geta verið forseti Bandaríkjanna á þessum umróta- tímum. Að Kerry skipti iðulega um skoðun í helstu málaflokkum og að stefna hans í utanrík- ismálum sé til að mynda afar óljós. Íhaldssöm stefnuskrá Bush þarf samt líka að sigla milli skers og báru, hann þarf nefnilega að vara sig á því að leyfa hægri sinnuðustu liðsmönnum Repúblik- anaflokksins að stela senunni, eins og þeir gerðu 1992 þegar faðir hans, George Bush eldri, var að sækjast eftir endurkjöri sem forseti Bandaríkj- anna – en afleiðingin þá var sú að hófsamir kjós- endur fylktu sér á bak við demókratann Bill Clinton. Þær ályktanir sem verða bornar upp á þinginu að frumkvæði forystu Repúblikana- flokksins þykja þó býsna íhaldssamar. Er m.a. lagt til að flokkurinn beiti sér fyrir því að gerðar verði breytingar á stjórnarskrá í því skyni að banna með öllu hjónabönd samkynhneigðra og að staðfest sambúð samkynhneigðra eigi ekki heldur að njóta neinnar lagalegrar viðurkenn- ingar. Talsmaður hóps samkynhneigðra repúblik- ana, Christopher Barron, gagnrýndi þessi álykt- unardrög harðlega á miðvikudag og sagði út í hött að leggja slíkar tillögur fyrir flokksþing þar sem gera ætti tilraun til að höfða til fleiri en hinna innvígðu. „Það er ekki hægt að semja grimmúðlega og illgjarna stefnuskrá og síðan reyna að sópa yfir allt saman með því að láta Rudy Giuliani og Arnold Schwarzenegger flytja ræður á besta tíma,“ sagði Barron en þeir Giuli- ani og Schwarzenegger tilheyra frjálslyndari armi Repúblikanaflokksins. Gary Bauer, for- maður samtakanna American Values, lýsti hins vegar ánægju með stefnuskrána og sagði hana staðfesta að Repúblikanaflokkurinn væri „flokkur hefðbundinna gilda og heimilisins“. Bush sækist eftir byr í seglin Rúmur mánuður er liðinn síðan demókratar fengu að baða sig í sviðsljósi fjölmiðlanna en þá héldu þeir flokksþing sitt í Boston vegna forsetakosninganna í Bandaríkj- unum í haust. Nú er röðin komin að repúblikönum en flokksþing þeirra hefst í New York á morgun. Davíð Logi Sigurðsson er staddur vestra. Reuters George W. Bush hefur verið á kosningaferðalagi um Bandaríkin og hefur hann einkum komið við í þeim ríkjum þar sem talið er að sérstaklega mjótt verði á mununum í kosningunum í nóvember. GERT er ráð fyrir að tugþúsundir manna muni í þessari viku taka þátt í mótmælaaðgerðum í New York vegna þeirrar ákvörðunar repúblikana að halda flokksþing sitt í borginni og til að lýsa óánægju sinni með George W. Bush Bandaríkjaforseta. Strax í síðustu viku voru veggspjöld tekin að sjást í borginni, „Stöðvum Bush núna“ sögðu þau m.a. og sitthvað álíka. „Ég hata Repúblikanaflokkinn. Þeir eru að nota borgina okkar í táknrænum tilgangi og til að fá fleiri atkvæði,“ segir rithöfundurinn þekkti og New York-búinn Paul Auster sem ætlar að taka þátt í mót- mælunum í þessari viku. Talið er að meira en 100 þúsund manns safnist saman í borginni í dag til að mótmæla en nóg verður um að vera síðar í vikunni einnig og óttast sumir að jafnvel kunni að skerast í odda með lögreglu og mótmælendum. Reuters Mótmælendur fyrir framan Madison Square Gardens í vikunni höfðu komið fyrir áskorun til Bush for- seta um að leggja meira af mörkum til að stöðva útbreiðslu alnæmis (AIDS) í heiminum. Gert ráð fyrir fjölmennum mótmælum david@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.