Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í kaflanum Böl og blessun er fjallað um ferðalög og bílaumferð, tónlist og tónlistarmenn, Ástar-Brand og kvik- myndir, lögreglu og áfengi. Lítum nánar á hið erfiða starf lögreglu- þjónsins: Morðtilræði við lögregluþjón „Næstu árin barst aldrei í tal að fjölga lögregluþjónum á Akureyri nema tímabundið yfir hásumarið og haustið þegar síldin gekk upp að Norðurlandi. En um leið og síldveiðin fjaraði út í september var aftur fækkað í lög- regluliði kaupstaðarins. Kom þó fyrir að lögregluþjónarnir ættu líf sitt að verja líkt og gerðist eitt sunnudagskvöld í ágúst 1924. Tveir ölvaðir Norðmenn af síldveiðiskipi sem lá við Torfunefsbryggju gerðu þá aðsúg að fólki, otuðu hnífum að ung- lingum og karlmönnum en kölluðu klámyrði á eftir kvenfólki. Gunnar Jónsson var á vakt en þegar hann kom aðvífandi og skipaði ólátaseggj- unum um borð í skip sitt svöruðu þeir með illyrðum og hæddust að lög- regluþjóninum; hann væri ekkert annað en húfan og hnapparnir. Þreif annar Norðmaðurinn upp hníf en Gunnar hafði ekkert nema hnefana til að verja sig með. Lauk svo þeirra við- ureign að sá norski renndi sér á lög- regluþjóninn og miðaði hnífnum á kvið hans en Gunnari tókst að víkja sér undan og koma höggi á andstæð- ing sinn sem féll við það í götuna. Um leið sá hinn Norðmaðurinn færi og gaf Gunnari bylmingshögg í andlitið. Í því bili kom bæjarfógetinn hlaup- andi við annan mann og skökkuðu þeir leikinn. Morguninn eftir voru Norðmenn- irnir dæmdir í fjársekt og síðan sleppt. Akureyringar voru forviða og aldr- ei þessu vant kvað við sama tón í öll- um blöðunum sem voru á einu máli um að lítið hefði lagst fyrir bæjarfóg- etann að taka ekki harðar á mönn- unum tveimur sem hefðu gert sitt besta til að drepa annan lögregluþjón bæjarins.“ Skólastjóri rekinn Töluvert er fjallað um líf barna á Akureyri. Hér er grið niður í kaflann þar sem segir frá því þegar skóla- stjóri Barnaskólans var rekinn úr starfi: „Það hefur alltaf verið erfitt að vera barn. Að alast upp í heimi þar sem allir aðrir eru búnir að læra regl- urnar og hafa gert með sér þegjandi samkomulag um hverjar þeirra er leyfilegt að sveigja til og hverjar má hundsa þegar þannig stendur á. Ligg- ur það til dæmis í augum uppi að ekki megi kríta á stéttar við barnaskóla eða hoppa afturábak í parís? Og er það endilega réttur fullorðna fólksins að hvæsa: „Gættu að þér, barn“ – þegar leiðir þess og lítillar stúlku, sem er önnum kafin að æfa parísar- hopp, liggja saman? Og hvernig stóð á því að fullorðna fólkið mátti gera grín að herfólkinu, en ekki börnin, og fullorðna fólkið mátti líka gera hróp að sykurkassatrúboðunum sem þrumuðu ofan af kassa um holdfúa syndarinnar og hvernig djöfullinn steikti í helvíti afvegaleiddar sálir? … Og svo mátti líka klípa í eyrun og rífa í hárið á nemendum. Sjálfur skóla- stjórinn, Steinþór Guðmundsson, hafði þennan sið. Þó aðeins í reikningstímum, út- skýrði Steinþór sjálfur, og eingöngu þegar hann gengi um bekkinn til þess að líta á dæmin hjá börnunum. Hann tæki þá stundum í hár drengjanna „... til þess að tylla upp höfðinu, er þeir sitja og grúfa sig fram á borð“. Stund- um gripi hann líka í eyrun á þeim og teymdi þá upp að töflunni til að reikna dæmi. Börnunum finnst þetta vont og mörg þeirra grípa um eyrun ef skóla- stjórinn nálgast. En eyrnatogið er sjálfsagður þáttur í kennslu skóla- stjórans; hann gerir þetta ekki í illum tilgangi, hugsa börnin. Hann vill okk- ur vel en í staðinn fyrir að klappa okk- ur á kollinn eða hrósa klípur hann í eyrað – eða gefur stelpunum selbita sem svíður undan. Svona gengur þetta árum saman. Enginn gerir athugasemd. Svo einn daginn gengur Steinþór of langt. Hann missir stjórn á sér við dreng í 6. bekk, Guðbrand Hlíðar. Það sér á drengnum eftir skólastjórann sem ver sig með því að segja það beinlínis nauðsynlegt að slá stundum til óstýri- látra barna, „... enda hafi skólanefnd aldrei gefið nein fyrirmæli er banni slíkt“. Börnin eru hneyksluð á þessu framferði skólastjórans og íhuga mótmælaaðgerðir gegn honum en áð- ur en þau vita af eru eyrnatökin og hártogið orðið að bitbeini í heimi full- orðinna sem virðist ekki líða rétt vel fyrr en þeim hefur tekist að draga alla í ákveðna dilka. Skólastjórinn er bolsi en pabbi Guðbrands, Sigurður Hlíðar dýralæknir, er íhald og báðir sitja í bæjarstjórn. Þetta er bara pólitík, staðhæfir fullorðna fólkið sem veit allt miklu betur en börnin.“ Líkið borið út Einnig er sagt frá fæðingu verka- lýðsfélaga á Akureyri og hörðum verkalýðsátökum. Lesum um andlát Guðrúnar Oddsdóttur sem öllum að óvörum varð vopn í baráttu ör- snauðra fyrir rétti sínum: „Presturinn átti þó seinasta orðið þegar hann skráði í kirkjubókina and- lát hinnar 77 ára gömlu Guðrúnar Oddsdóttur, „þurfalings“ á Akureyri. En þá var skollið á stríð í kaup- staðnum. Guðrún var skyndilega orðin mið- depill umræðunnar, hlutskipti sem hún hafði aldrei upplifað í lifanda lífi. Framfærslufulltrúi bæjarins, Sveinn Bjarnason, hafði á öðrum degi eftir andlát gömlu konunnar komið við annan mann keyrandi niður eyrina á vörubíl. Á pallinum var nýsmíðuð lík- kista. Tvímenningarnir höfðu sótt lík gömlu konunnar upp á loftið, bograst með það niður þröngan og snúinn stigann og lagt það til í kistuna úti undir húsvegg. Síðan var gömlu konunni snarað í líkkistunni upp á vörubílspallinn og keyrt rakleiðis í litla líkhúsið fyrir of- an spítalann á brekkunni. Þegar þetta spurðist út var eins og sprengja hefði fallið í samfélaginu. Sveinn var úthrópaður sem hinn versti maður, tilfinningalaus og harð- drægur í garð fátæklinganna. „Níð- ingsverk hans er með þeim endemum að jafnvel nafn hans getur enginn nefnt eftirleiðis nema með fádæma viðbjóði“, skrifaði einn harðasti kommúnistinn í bænum, Jakob Árna- son. Þvílík hneisa fyrir bæjarfélagið að hafa mann í þjónustu sinni sem tví- nónaði ekki við að kistuleggja úti und- ir berum himni. … Öðrum þræði má líta á orrahríð- ina í kringum andlát Guðrúnar Odds- dóttur sem dæmisögu um það hvern- ig arfleifð kynslóðanna kynti undir verkalýðsbaráttu millistríðsáranna. Í sögu þjóðarinnar mátti finna ótal dæmi um réttleysi smælingjanna og hvernig þeir voru öldum saman und- irokaðir af hrokafullum stórbændum og höfðingjum. Fyrir bragðið voru vinstrimenn einkar viðkvæmir fyrir öllu sem gat flokkast undir valdníðslu og þar af leiðandi hinn gamla tíma þegar skilin voru skörp á milli höfð- ingja og almúga. Tuttugasta öldin átti að eyða þessum stéttamun og gera alla jafna. Meðferðin á Guðrúnu bar vitni um allt annað og því hlutu við- brögðin að verða harkaleg. Fjár- styrkur frá hinu opinbera átti ekki að rýra í neinu manngildi eða mannrétt- indi þess sem þáði styrkinn. Þannig var nýi tíminn. Þannig átti 20. öldin að verða. Það efldi mjög jafnaðarmennina í þessari baráttu gegn eymd og fátækt, sérstaklega þó kommúnistana í þeirra hópi, að sjá í Sovétríkjum Len- íns og Stalíns paradís verkamannsins rísa úr öskustónni. Á Akureyri var Verkamaðurinn duglegur að flytja bæjarbúum nýjustu fréttir af afrek- um alþýðunnar í Sovét-lýðveldunum þar sem allt blómstraði á sama tíma og auðvaldsskipulagið var á hraðri leið til heljar.“ Nóvudeilan Hér segir frá upphafi Nóvudeil- unnar í kaflanum „Byltingin 1930“: „Þetta vor 1930 kemur Holdö eins og venjulega norður í Eyjafjörð með farfuglunum. Það rignir upp í nefið á Norðmanninum, hann heldur sig til í klæðaburði, gengur með hatt og stíf- an flibba. Hann býr í vönduðu húsi á Krossanesi og borðar annan mat en almúginn á Íslandi. Einkabryti for- stjórans sérhæfir sig í að matreiða flesk og nautakjöt handa húsbónda sínum. En það er eitthvað á seyði sem for- stjóranum líkar ekki. Það er órói í ís- lensku verkamönnunum sem sumar eftir sumar hafa fengið vinnu hjá hon- um. Þeir hafa unnið á sex tíma vöktum allan sólarhringinn við að taka á móti og bræða síld. Við bryggjur verk- smiðjunnar er hægt að afferma sex báta samtímis og veitir ekki af í ofn- ana sem geta brætt 1.800 síldarmál á sólarhring. Þetta hefur hann, Andreas Holdö stórþingsmaður, byggt upp hörðum höndum og oftsinnis orðið að glíma við nöldrið í Íslendingum, síðast þeg- ar kviknaði í verksmiðjunni undir vertíðarlok 1927. Eldurinn hafði gleypt í sig eina bryggju og þrjú síld- argeymsluhús er öll stóðu sunnan við sjálfa verksmiðjuna sem slapp undan eldtungunum. Vindurinn hafði haldið þeim í skefjum en hann var á norðan þennan septembermorgun. Reykjar- mökkinn lagði því eins og dimma þoku yfir Oddeyrina og bændur á innstu bæjum í Eyjafirði nösuðu út í loftið og veltu fyrir sér hvaða bæj- arhús í dalnum væru að brenna. Öll síldin sem hafði verið í síldar- þrónum undir geymsluhúsunum var ónýt, yfir 80 þúsund tunnur. Með tár- in í augunum hafði hann látið aka henni í Krossanesbótina en verið skammaður fyrir og sakaður um að eyðileggja fiskimið. Þetta var reynd- ar ekki ný saga því að þessir Eyfirð- ingar voru sífellt kvartandi yfir grút- armengun frá verksmiðjunni. Þeir höfðu haldið því fram að iðulega væru hrein vandræði að útvega sand og möl í byggingar sem ekki væri menguð lýsisdreggjum frá Krossanesi. Jafn- vel heyið, sem þeir heyjuðu í Eyja- fjarðarhólmum, átti að vera svo atað síldargrút að ekki væri hægt að þurrka það og gera úr skepnufóður. Og nú voru þeir enn komnir á stúf- ana þessir vílsömu Eyfirðingar og heimtuðu hærri laun.“ Nasisminn Nasisminn og stríðsóttinn koma einnig við sögu. Grípum þar niður sem kommúnistar eru að skera niður hakakrossfánann við bústað Sigurðar Hlíðar í Búðargili: „Litli drengurinn situr við gluggann og horfir út í vetrarmyrkr- ið. Fullorðna fólkið er farið í Nýja bíó að hlusta á ræður og söng. Þannig á víst að halda upp á full- veldi, hugsar drengurinn, með því að láta sér leiðast við ræðuþrugl og dap- urleg ættjarðarljóð. Hann er ekki að horfa á neitt sér- stakt. Út um glugga Hlíðarshússins, hinum megin götunnar, flæðir skjannahvítt ljós sem sker biksvart myrkrið í tvennt. Klukkan er ekki nema rétt að verða fimm en skammdegið er sest að og úti er eins og um miðja nótt. Í svona myrkri er ekki hægt að renna sér á sleða niður gilið. Skemmtilegast er að liggja á maganum og stýra sér með fótunum á fleygiferð inn í krappar beygjur. Allt í einu hrekkur drengurinn upp. Hvað er þetta? Er stóri hakakross- fáninn sem Sigurður dýralæknir hef- ur dregið upp í tilefni dagsins að losna frá stönginni? Drengurinn einblínir á fánann sem ber við himininn. Það er ekki um að villast. Einhver er að draga hann niður. Drengurinn stekkur af stað, út og beint yfir götuna. Hann verður að segja herra dýralækninum frá þessu. Og það fljótt. Uppi í brekkunni felur myrkrið mann sem horfir yfir gilið og hús Sig- urðar Hlíðar. Annar stendur við fána- stöngina og svitnar við að sarga í sundur flagglínuna með bitlausum hníf. Þeir höfðu skriðið meðfram kartöflugörðunum í brekkunni til að komast óséðir að stönginni. Loksins nær huldumaðurinn að skera flagglínuna í sundur og í snar- hasti dregur hann fánann niður. Lágværar formælingar berast til varðmannsins. „Helvítis hakakrossinn er fastur í girðingunni!““ Liðið lík og lögregluþjónn í háska Bókarkafli | Akureyrarbær fagnar afmæli sínu í dag og af því tilefni kemur út 4. bindi Sögu Ak- ureyrar eftir Jón Hjaltason sagnfræðing þar sem m.a. er fjallað um sjúkrahúslíf, sjávarútveg og tóm- stundir bæjarbúa. Hér er gripið niður í nokkrum köflum bókarinnar. Barnaskóli Akureyrar á fjórða áratugnum. Hakakrossinn við hún yfir húsi Sigurðar Hlíðar. Krossanes brennur undir árslok 1927. Saga Akureyrar, 4. bindi, er gefin út af bókaútgáfunni Hólum. Höfundur er Jón Hjaltason sagnfræðingur. Bókin er 400 bls. að lengd og prýdd fjölda ljós- mynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.