Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 46
MENNING
46 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Endurnýjun áskriftarkorta
er hafin
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Í kvöld kl 20, - UPPSELT,
Fi 2/9 kl 20, - UPPSELT,
Fö 3/9 kl 20 - UPPSELT,
Lau 4/9 kl 20,
Su 5/9 kl 20
Takmarkaður sýningafjöldi
Stóra svið Nýja svið og Litla svið
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 5/9 kl 14, Su 12/9 kl 14, Su 19/9 kl 14
Su 26/9 kl 14
CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse
Grímuverðlaunin: Vinsælasta sýning ársins!
Lau 18/9 kl 20, Lau 25/9 kl 20,
Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20
"ÁN TITILS" e. Ástrósu Gunnarsdóttur
MANWOMAN e. Ólöfu Ingólfsdóttur
& Ismo-Pekka Heikenheimo
Fö 3/9 kl 20
LÍT ÉG ÚT FYRIR AÐ VERA PALLÍETTUDULA
e. Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og
Margréti Söru Guðjónsdóttur
SO e. Cameron Corbett
GRÆNA VERKIÐ e. Jóhann Björgvinsson
Lau 4/9 kl 16
Su 5/9 kl 20
THINGS THAT HAPPEN AT HOME
e. Birgit Egerbladh
Gestadanssýning frá Teater Pero, Svíþjóð
Lau 4/9 kl 20
NÚTÍMADANSHÁTÍÐ 3/9 - 11/9
"ÁN TITILS" e. Ástrósu Gunnarsdóttur
MYNDBAND e. Helenu Jónsdóttur
THE CONCEPT OF BEAUTY e. Nadiu Banine
WHERE DO WE GO FROM THIS
e. Peter Anderson
Su 5/9 kl 16
MYNDBAND e. Helenu Jónsdóttur
THE CONCEPT OF BEAUTY e. Nadiu Banine
WHERE DO WE GO FROM THIS
e. Peter Anderson
Fi 9/9 kl 20
MANWOMAN e. Ólöfu Ingólfsdóttur
& Ismo-Pekka Heikenheimo
Fö 10/9 kl 20
Lau 11/9 kl 20
Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00
Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00
Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
„Ekk i spurn ing að þe t ta e r e inn bes t i
söng le ikur sem ég hef séð . Ég á t t i
e r f i t t með að ha l da mé r í sæ t i nu og
s tökkva ekk i upp á sv i ð og ve ra með“
-B i rg i t ta Haukda l , söngkona -
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA
Lau . 04.09 20 .00 ÖRFÁ SÆTI
Sun . 05.09 20 .00 NOKKUR SÆTI
Lau . 11 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI
Sun . 12 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI
MIÐASALAN er opin á fame.is,
á þjónustuborði Smáralindar
og í síma 528 8008
JÓNSI
SVEPPI
Fös. 3. sept. kl. 19.30
Lau. 4. sept. kl. 18.00
Sun. 5. sept. kl. 19.30
SÍÐUSTU SÝNINGAR:Í I :
Hefðbundin starfsemi Vetrargarðs Smáralindar fer nú brátt að hefjast
og því kveður SUMARSMELLURINN FAME í September.
Síðustu sýningar á söngleikinn “sem hefur skemmt þúsundum
Íslendinga konunglega í allt sumar” Eru eftirfarandi:
Fim. 9. sept. kl. 19.30
Fös. 10. sept. kl. 19:30
Lau. 11. sept. kl. 19.30
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
BRIM - e. Jón Atla Jónasson gestasýning
Lau 11/9 kl. 18
Lau 11/9 kl. 21
SVIK e. Harold Pinter
frumsýning 1/10 kl. 20
2. sýning 3/10 kl. 20
HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni gestasýning
fös 24/9 kl. 20 - sala hafin!
LEIKLISTARNÁMSKEIÐ
skráning stendur yfir
Áskriftarkort!
4 sýningar á
aðeins 6.500 kr.
TÓNLEIKADAGSKRÁ sumarsins í Listasafni Sig-
urjóns Ólafssonar lýkur með tvennum tónleikum
þar sem Gruppo Atlantico leikur. Fyrri tónleikarnir
eru í kvöld, sunnudag, kl. 20.30 og eru helgaðir
verkum þýska tónskáldsins Roberts Schumanns. Að
sögn Hlífar Sigurjónsdóttur fiðluleikara og stofn-
anda tríósins eru aukatónleikarnir í kvöld eins kon-
ar framhald þeirrar hugmyndar sem bryddað var
upp á í fyrra að halda eins konar hátíð í lok sum-
artónleikanna. „Í fyrra vorum við einnig að halda
uppá að Sumartónleikarnir voru 15 ára og okkur
fannst ástæða til að glæða áhuga fólks á tónleika-
röðinni.“
Í fyrra voru hátíðartónleikarnir helgaðir Schu-
bert en að þessu sinni er Schumann á efnisskránni.
Gruppo Atlantico skipa Hlíf Sigurjónsdóttir fiðlu-
leikari, Robert La Rue sellóleikari og Adrienne Kim
píanóleikari. Meðleikarar þeirra í kvöld Sigurlaug
Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Guðrúnu Þórarins-
dóttur lágfiðluleikari.
Á tónleikunum á þriðjudagskvöldið leikur Gruppo
Atlantico ásamt Signýju Sæmundsdóttur sópran.
Þau flytja Píanótríó í G-dúr eftir Joseph Haydn, Pí-
anótríó nr. 1 op. 8 í H-dúr eftir Johannes Brahms,
Impressions for Cello eftir Inessa Zaretsky og Voc-
alise eftir Hjálmar Helga Ragnarsson. „Þetta er
efnisskrá sem við munum leika að hluta á tónleikum
í Danmörku á næstu vikum en við erum á leiðinni í
tónleikaferð þangað, “ segir Hlíf Sigurjónsdóttir.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Gruppo Atlantico ásamt Signýju Sæmundsdóttur.
Gruppo Atlantico í Sigurjónssafni
Spurningin um hver sé hinnraunverulegi höfundurþeirra verka sem eignuð
eru William Shakespeare verður
seint eða aldrei hægt að svara.
Fyrr í sumar var sagt frá því hér
á síðum blaðsins að De Vere-
félagið hefði haldið upp á fjögur
hundruð ára ártíð Edwards de
Vere, sautjánda jarls af Oxford,
en meðlimir félagsins halda því
fram að de Vere, sem var sér-
legur bókmenntaráðgjafi við hirð
Elísabetar
fyrstu, sé hinn
raunverulegi
höfundur
þeirra leikrita,
ljóða og sonnettna sem eignaðar
eru William Shakespeare. Raunar
er de Vere langt því frá að vera
sá eini sem nefndur hefur verið
sem hugsanlegur höfundur að
verkum Shakespeares, en frá því
snemma á átjándu öld hafa hátt í
áttatíu manns verið nefndir sem
hugsanlegir kandídatar, þeirra á
meðal er sjálf Elísabet fyrsta
drottning. Hins vegar eru ekki
nema fjórir sem fyrir alvöru virð-
ast koma til greina, að mati
helstu fræðinga, og eru það rit-
höfundurinn og heimspeking-
urinn Francis Bacon, leikskáldið
Christopher Marlowe, William
Stanley sjötti jarl af Derby og
fyrrnefndur Edward de Vere.
Fyrir skömmu birtist grein íThe New York Times þar
sem leitin að hinum rétta höfundi
Shakespeare-verkanna er gerð að
umtalsefni, en það sem fyrst og
fremst vekur athygli blaðamanns
er sú staðreynd hvað talsmenn
Globe-leikhússins í Lundúnum,
með Mark Rylance, listrænan
stjórnanda leikhússins, í farar-
broddi, hafa tekið virkan þátt í
umræðunni og virst reiðubúnir að
snúa baki við Shakespeare sem
höfund verkanna sem kennd eru
við skáldið. Þannig hafa síðustu
tvö sumur verið haldnar ráð-
stefnur þar sem rætt hefur verið
um hver sé líklegastur höfundur
að verkum Shakespeares og er
ráðgert að halda slíkar ráð-
stefnur á komandi árum.
Það vekur nokkra athygli að
allar tilgátur þess efnis að Shake-
speare hafi ekki skrifað verkin
sem kennd eru við hann virðast
byggja á því að um eitthvert sam-
særi sé að ræða, þ.e. að fólk hafi
lagst á eitt um að halda því
leyndu hver hinn raunverulegi
höfundur var og látið böndin
beinast að einhverjum öðrum,
þ.e. manninum sem bar nafnið
William Shakespeare. Á sama
tíma krefst hugmyndin þess að
hinum rétta höfundi hafi tekist
að koma ýmsum vísbendingum
fyrir í verkum Shakespeares, sem
bentu til hins sanna höfundar;
vísbendinga sem engum hafi síð-
an tekist að ráða í fyrr en nokkr-
um öldum eftir að Shakespeare
var og hét.
En hvers vegna eru menn yf-
irhöfuð að draga það í efa að
maður að nafni William Shake-
speare hafi skrifað þau verk sem
kennd eru við Shakespeare?
Svarið við þeirri spurningu er
tvíþætt. Leitin að hinum eina
sanna Shakespeare er vafalaust
innblásin af gremju manna sökum
þess hve lítið raunverulega er
vitað um ævi og bakgrunn þessa
Shakespeares. Hins vegar telja
fræðingar að það sem vitað er
með vissu um manninn bendi ein-
dregið til þess að Shakespeare
hafi hreinlega ekki getað skrifað
þessi ein mikilvægustu bók-
menntaverk veraldar.
Samkvæmt heimildum var
fyrsta ævisagan um Shakespeare
ekki skrifuð fyrr en í upphafi
átjándu aldar og var það maður
að nafni Nicholas Rowe sem það
gerði. Þannig má gera ráð fyrir
því að þegar sagnfræðingum datt
loks í hug að kanna ævi og störf
Shakespeares af einhverri alvöru
þá hafi allar helstu heimildir um
manninn löngu verið týndar og
tröllum gefnar. Í tengslum við
spurninguna um hver hinn sanni
Shakespeare er vekur hins vegar
athygli að engar heimildir eru
fyrir því að menn hafi dregið það
í efa að maður að nafni Shake-
speare væri höfundur verkanna
þar til seint á átjándu öldinni. Og
þeir sem tjá þessar efasemdir sín-
ar gera það fyrst og fremst með
vísan til þess að verkin virki svo
lærð og vitsmunaleg að það sé
hreinlega útilokað að maður sem
hvorki hafi verið af aðalsættum
né búið yfir háskólamenntun gæti
hafa skrifað þau, en þetta er ein-
mitt röksemd þeirra sem t.d.
styðja þá kenningu að de Vere sé
hinn rétti höfundur. Að mati
þeirra sem hins vegar styðja
Shakespeare sem hinn raunveru-
lega höfund bera slíkar at-
hugasemdir einungis vott um
þekkingarleysi gagnrýnendanna
á grunnskólum þess tíma, en þeir
benda á að mikil áhersla hafi t.d.
verið lögð á að nemendur væru
bæði læsir og talandi á latínu,
auk þess sem þeir fengu kennslu
í klassískum bókmenntum og
mælskulist svo eitthvað sé nefnt.
En hvaða máli skiptir það hverer hinn raunverulegi höf-
undur Shakespeare-verkanna?
Vissulega mætti færa fyrir því
rök að gaman og gagnlegt gæti
verið fyrir t.d. sagnfræðinga að
komast að hinu sanna. En hverju
breytir það fyrir hinn almenna
lesanda eða leikhúsáhorfanda
hvort það var Shakespeare eða
t.d. de Vere sem skrifaði Hamlet?
Í raun engu, nema að fólk ætli
sér einvörðungu að lesa verkin út
frá ævi höfundar og reyna að
leggja merkingu í þau og túlka út
frá því sem mögulega gerðist í
lífi skáldsins. Vissulega er það
aðferð sem oft er beitt í bók-
menntarannsóknum, en hún
byggist á þeirri kenningu að höf-
undur skrifi alltaf út frá eigin
lífsreynslu – og satt að segja
verður það að teljast býsna hæpið
þó ekki sé meira sagt. Þannig að
þótt spurningunni um hver hinn
rétti höfundur Shakespeare-
verkanna sé verði að öllum lík-
indum ósvarað um aldur og ævi
er sem betur fer ekkert sem
hindrar okkur í að njóta verk-
anna á þeirra eigin forsendum.
Að vera eða ekki
vera Shakespeare
’Hvaða máli skiptir þaðhver er hinn raunveru-
legi höfundur Shake-
speare-verkanna?‘
AF LISTUM
Silja Björk
Huldudóttir
silja@mbl.is
Það vekur nokkra athygli að allar
tilgátur þess efnis að Shakespeare
hafi ekki skrifað verkin sem kennd
eru við hann virðast byggjast á því
að um samsæri sé að ræða.