Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Um langt skeið þekktu Ís-lendingar varla aðradjákna af afspurn endjáknann á Myrká – ogorðspor hans var heldur
vafasamt. Enn eru í minnum höfð orð
hans í næturmykrinu: „Garún, Gar-
ún, sérðu ekki hvítan blettinn í skall-
anum á mér,“ rétt áður en hann
steyptist ofan í gröf sína en unnustan
sat dauðhrædd eftir. Þótt fjölmargir
djáknar hafi tekið til starfa á undan-
förnum áratugum eru þeir enn ekki
eins þekktir og umræddur djákni á
Myrká, – en það mun vafalaust breyt-
ast með síaukinni umfjöllun um störf
þeirra. Svo mikið vita Íslendingar þó
að djáknar nútímans eru afar við-
felldnir í viðkynningu og vinna gott
og þarft verk.
Eitthvað í þessa áttina voru hugs-
anir mínar þegar ég gekk inn í mat-
stofuna í Skálholti til þess að hitta
fyrir sextíu djákna sem um síðustu
helgi sátu norrænt djáknaþing á
þessum forna menningarstað – það
fyrsta sinnar tegundar sem haldið er
á Íslandi. Djáknafélag Íslands skipu-
lagði þingið, en það er ungt félag sem
hefur 24 vígða djákna innan sinna vé-
banda. Þess má geta að það var árið
1995 sem fyrstu djáknarnir útskrif-
uðust frá Háskóla Íslands.
Fjórir meginþættir
starfssviðs djákna
Djáknarnir sátu og fengu sér kaffi-
sopa eftir matinn, sumir inni, aðrir
höfðu komið sér fyrir í ágústsólinni á
veröndinni og spjölluðu saman áður
en næsti fyrirlestur hæfist.
Við eitt borðið sátu fulltrúar frá
Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og
Noregi – að ógleymdu Íslandi. Þetta
fólk beið þess að eiga tal við mig til
þess að gefa mér nokkra mynd af
starfi djákna meðal fyrrnefndra
þjóða.
Í ljós kemur að starfssvið djákna
er nú flokkað í fjóra meginþætti, Í
fyrsta lagi starfa þeir á sjúkrahúsum
og annast þar sálgæslu, sinna sjúk-
lingum og aðstandendum þeirra og
eru með helgistundir og bænastund-
ir. Í öðru lagi starfa djáknar í skólum.
Djáknar með kennaramenntun ann-
ast kærleiksþjónustu innan veggja
skóla, þar sem þeir sinna nemendum,
foreldrum og starfsfólki, þeir annast
einnig helgistundir, koma að áfalla-
teymi skóla og eru tengiliðir kirkju og
skóla.
Í þriðja lagi eru djáknar við störf á
hjúkrunarheimilum, stofnunum og
hjá félagasamtökum, annast m.a.
kærleiksþjónustu á viðkomandi stað,
oft með heimsóknum til fólks sem
sinnt er af viðkomandi félagasamtök-
um. Þeir annast einnig helgistundir
og efla tengsl við sóknarkirkjur og
bjóða upp á ýmsa trúartengda dag-
skrá.
Í fjórða lagi eru djáknar við störf í
söfnuðum, annast þar ýmsa fræðslu
og sinna kærleiksþjónustu. Oft eru
störf djákna í söfnuðum afmörkuð við
ákveðinn aldurshóp, t.d. börn og ung-
linga. Djáknar taka virkan þátt í
starfi safnaðarins og koma að helgi-
haldi eftir því sem við á.
Til þess að hljóta djáknavígslu á Ís-
landi verður að koma köllun frá
kirkju eða stofnun. Biskup staðfestir
köllun djáknans með erindisbréfi og
vígir hann og fær djákni þá vígslubréf
í hendur.
Að sögn Ragnheiðar Sverrisdóttur
djákna eru flestir djáknar með BA-
próf frá guðfræðideild Háskóla Ís-
lands eða þrjátíu eininga framhalds-
nám við guðfræðideild HÍ með sér-
áherslu á djáknafræði. Forsendan er
þá að hafa lokið annarri háskólagráðu
fyrst, t.d. kennara- eða hjúkrunar-
fræðinámi. Loks hafa sumir menntun
frá viðurkenndum djáknaskólum í
Þýskalandi eða á Norðurlöndum að
viðbættum séríslenskum fögum í
guðfræðideild Háskóla Íslands.
Yfirskrift þingsins í Skálholti var:
Hornsteinn kærleiksþjónustunnar
(díakoníunnar).
Díakon og díakonessa er gamalt
starfsheiti á Norðurlöndum, hér er
samheitið djákni yfir þessa starfs-
menn.
Starf djákna í Danmörku
á sér rætur aftur á miðaldir
Svend Aage Hjelm kemur frá Dan-
mörku, hann segir að bæði karlar og
konur gangi í sömu djáknaskóla frá
1965, en áður höfðu verið starfræktir
kynjaskiptir djáknaskólar þar í landi.
Þessi breyting var í takt við sam-
félagsbreytingar á þessum tíma.
Djáknastarfið á sér rætur í dönsku
samfélagi langt aftur í aldir en þá var
kirkjan og skólinn eitt og hið sama.
Inntak starfa þeirra var þá eins og nú
að sinna þeim sem minna mega sín og
sótti þetta fyrirmynd sína í klaustur
sem tíðkuðust fyrir siðaskipti. Í Dan-
mörku er algengt að djáknar séu
ráðnir að allskonar frjálsum félaga-
samtökum en þeir starfa líka við
kirkjur. Svend Aage hefur starfað
lengi hjá Bláa krossinum, sem er
kirkjuleg félagasamtök. Hans vett-
vangur er Hróarskelda og skjólstæð-
ingar hans eru flestir alkóhólistar,
vændiskonur og heimilislaust fólk, oft
er þar um að ræða mjög langt leidda
einstaklinga.
„Allir menn eru skapaðir af Guði
og jafnir fyrir honum,“ segir Svend
Aage Hjelm. Hann bendir á að lang-
flestir Danir séu í þjóðkirkjunni og
því sé þjónusta sem þessi á vissan
hátt kirkjuleg þótt launin séu greidd
af hinum frjálsu félagasamtökum. Oft
eru djáknar milliliðir milli skjólstæð-
inganna og hins opinbera þar í landi.
Finnskir djáknar mynda tengsl
milli fólks m.a. með hópastarfi
Tua Gunilla Sandell frá Finnlandi
leggur áherslu á að djáknastarfið hafi
þangað til fyrir þrjátíu árum verið að
mestu unnið sem hjúkrunarstarf inn-
an heilbrigðisþjónustunnar í Finn-
landi. Hún segir að um miðja 19. öld
hafi komið upp vakningarhreyfing
meðal karla og kvenna í þá átt að
sinna þeim illa stöddu og til þessarar
vakningar eigi starf djákna þar í nú-
tímanum rætur. Í Finnlandi komu
upp kærleiksþjónustustofnanir og frá
þeim fór fólk út í samfélagið og leitaði
uppi þá illa stöddu meðal samborg-
aranna til að aðstoða þá. Þetta voru
kirkjulegar stofnanir sem áttu sér
þýska fyrirmynd. Árið 1973 voru sett
ný lög í Finnlandi sem kváðu á um að
ríkið tæki yfir þessa þjónustu. Starf
djákna í nútímanum er mikið fólgið í
að mynda tengsl á milli fólks sem er
einangrað, þetta er gert með því m.a.
að kalla saman fólk í kirkjulegu starfi
í hópa en fólkið verður sjálft að finna
hve stórt hlutverk trúin leikur í því
starfi. Það er skylda að hafa djákna í
hverjum söfnuði. Tua Gunilla hefur
m.a. komið saman hópum einstæðra
kvenna til þess að þær geti styrkt
hver aðra í leik og starfi.
Hvítasunnuhreyfingin
er sterk í Svíþjóð
„Í Svíþjóð er breytingin sú að
kirkjan er orðin sjálfstæð og þetta
hefur haft mikil áhrif á kirkjulegt
starf þar,“ segir Bo Karlsson frá Sví-
þjóð. „Af fjárhagsástæðum er t.d.
ekki hægt að hafa djákna í hverjum
söfnuði, það var raunar ekki heldur
svo áður, meðan ríkiskirkjan var við
lýði. Í Svíþjóð starfa margar kirkju-
deildir, t.d. er Hvítasunnuhreyfingin
mjög sterk þar. Í stórum borgum
gengur fólk í nokkrum mæli úr kirkj-
unni, ekki síst af fjárhagslegum
ástæðum.“
Konur eru í miklum meirihluta í
starfi djákna í Noregi
Djáknar eru nokkuð gömul starfs-
grein í Noregi, þar varð vakning í
þessa átt á 19. öld. Þar var lengi að-
skilin djáknamenntun fyrir karla og
konur að sögn Arnbjörg Vågen,
djákna í Noregi. Það eru margir
djáknar starfandi þar í landi, miklu
fleiri konur þó. Karlar sinna þó þess-
ari starfsgrein í vaxandi mæli, en á
19. öldinni voru það einkum konur
sem lögðu sig eftir djáknastarfinu og
sinntu kærleiksþjónustu. Nú er
menntun djákna á háskólastigi í Nor-
egi en áður voru það sérstakir
djáknaskólar sem menntuðu djákna,
einkum var hjúkrun ríkur þáttur í
þeirri menntun. Djáknar starfa
gjarnan í tengslum við heilsugæslu í
Noregi nútímans. Mikill trúaráhugi
hefur löngum verið í Noregi og er
enn.
Fyrsti nútímadjákninn
vígður á Íslandi 1961
„Er hægt að hugsa sér kirkju án
þess að sinna náunganum? Er hægt
að hugsa sér kærleiksþjónustu án
kirkjunnar? Þessum spurningum
varpaði fyrirlesari fram í morgun og
svaraði þeim báðum neitandi,“ segir
Svala Sigríður Thomsen, sem er
djákni og í meistaranámi í þeim fræð-
um.
„Kærleiksþjónusta er ríkur þáttur
í starfi djákna en það hefur lítil um-
ræða verið um djáknastarfið í ís-
lensku samfélagi. Fyrsti nútíma-
djákninn, Einar Einarsson, var
vígður 1961, hann var ekki með
djáknamenntun en átti að sinna guðs-
þjónustuhaldi og fermingarfræðslu í
Grímsey. Unnur Halldórsdóttir lærði
djáknafræði í Svíþjóð og var vígð
1965. Síðan kom til sögunnar Örn
Bárður Jónsson sem síðar lærði guð-
fræði og er prestur í Neskirkju.
Ragnheiður Sverrisdóttir vígðist sem
djákni 1981. Margir lærðu djákna-
fræði erlendis en störfuðu utanlands
eða leituðu ekki eftir vígslu hér á
landi. Árið 1993 var í fyrsta skipti
boðið upp á djáknanám við Háskóla
Íslands.“
– Hver er munurinn milli starfa
prests og djákna?
„Skilin liggja þar að djáknar vinna
ekki nein prestverk, þ.e. skíra ekki,
né gifta, ferma eða jarða. Djáknar
segja ekki innsetningarorðin að
kvöldmáltíðinni, helga ekki efni,
blessa ekki drottinlegri blessun, held-
ur postullegri. Djáknar mega taka
þátt í guðsþjónustunni með prestin-
um en ekki stjórna henni.
Hugmyndin að hlutverki djáknans
er að hann gangi frá altarinu með
boðskapinn og út í söfnuðinn til að
framkvæma hann. Djákninn er tengi-
liður sem er staðsettur milli prestsins
og safnaðarins. Í starfsþjálfun djákna
í námi læra þeir að þekkja hverja ein-
ustu stofnun sem sinnir þjónustu við
fólk. Við getum í framhaldi af þessu
aðstoðað fólk, t.d. aldraða, sem veit
ekki hvert það á að snúa sér til að fá
þjónustu.
Kirkjan er Kristur og
Kristur er kirkjan
Í frumkirkjunni unnu biskupinn og
djákninn mjög náið saman, djákninn
átti að vera „framrétt hönd, augu,
eyru og munnur“ biskupsins – þessi
skilgreining á við enn í dag. Kirkjan
er Kristur og Kristur er kirkjan,
þetta er ekki hægt að aðskilja – á
Kristi byggjum við. Þjónusta kirkj-
unnar byggist eingöngu á kærleika
Krists og þeirri sýn á manninn sem
við finnum í sköpunarguðfræði, „Guð
skapaði manninn í sinni mynd, hann
skapaði hann karl og konu“. Við
byggjum á þeim mannskilningi að
hver mannvera sé verðmæt, hver
sem hún er eða hvað sem hún hefur
gert. Við dæmum ekki verkin. Það er
til von í hvaða aðstæðum sem fólk
býr.
Djáknar læra sömu sálgæslu og
prestarnir og okkar er ekki beinlínis
að vera trúboðar heldur hlusta á ein-
staklinginn og reyna að liðsinna hon-
um og vera honum styrkur. Djákn-
arnir eiga að vera fagnaðarerindið í
verki.“
Svala Sigríður kveður íslenska
djákna hafa tekið þátt í norrænum
djáknaþingum en þetta sé fyrsta
þingið sinnar tegundar sem haldið er
hér á landi. Hún kveður þing sem
þetta styrkja það markmið djákna að
þeir verði metnir sem raunverulegt
afl innan kirkjunnar.
„Okkur finnst skorta dálítið upp á
þetta þótt viljinn sé sannarlega fyrir
hendi. Í nokkrum söfnuðum hafa
djáknar hætt störfum og ekki hefur
verið ráðið í þeirra stað. Þótt allir vilji
veg okkar góðan hefur þróunin ekki
orðið í takt við það sem við vonuð-
umst eftir. Þetta á við á öllum Norð-
urlöndum, norrænir djáknar eru allir
að fást við sömu spurningarnar og
það er gott að bera saman bækurnar
á svona þingi. Nú er búið að ákveða
að næsta þing verður í Finnlandi 2006
og yfirskrift þess er: Sýnileg kær-
leiksþjónusta.“
Steinkista Páls biskups
í kjallara Skálholtskirkju
Jæja Guðrún – Guðrún! – ætli ekki
sé rétt að halda heim, hugsa ég með
sjálfri mér eftir að hafa kvatt Svölu
Sigríði Thomsen og djáknaþingið –
en legg þó lykkju á leið mína til að
skoða kistu Páls biskups í kjallara
Skálholtskirkju. Meðan ég horfi á
forna, úthöggna steinkistuna finn ég
til léttis yfir hvað djáknar nútímans
virðast hressir og heilsugóðir og lík-
legir til að vinna gott og þarft starf á
næstu árum og áratugum, samborg-
urum sínum til heilla og Guði til dýrð-
ar.
Djáknar eiga að vera
fagnaðarerindið í verki
Djáknar eru að koma í
auknum mæli til starfa í ís-
lensku samfélagi. Guðrún
Guðlaugsdóttir ræddi við
Svölu Sigríði Thomsen og
nokkra erlenda djákna sem
sóttu norrænt djáknaþing í
Skálholti fyrir skömmu.
Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir
Svend Aage Hjelm, Svala Sigríður Thomsen, Ragnheiður Sverrisdóttir, Tua Gunilla Sandell, Arnbjörg Vågen og Bo Karlsson.
Nokkrir íslensku djáknarnir fá sér kaffisopa og njóta veðurblíðunnar í Skáholti
milli fyrirlestra á norræna djáknaþinginu.
gudrung@mbl.is