Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 47
MENNING MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 47 ENSKA ER OKKAR MÁL • Talnámskeið - 7 vikur • Viðskiptanámskeið • Einkatímar • Enskunám erlendis • Kennt á mismunandi stigum • Barnanámskeið (5-15 ára) • Málfræði og skrift • Þjóðfélagsleg umræða • Kvikmyndaumræða • Frítt kunnáttumat og ráðgjöf Enskunámskeið að hefjast Hringdu í síma 588 0303 • FAXAFENI 8 • www.enskuskolinn.is Starfsár Sinfóníuhljóm-sveitar Íslands hefst meðtónleikum í Háskólabíóifimmtudaginn 9. sept- ember nk. þar sem söngstjarnan Maríus Sverrisson kemur fram og syngur hinar ýmsu perlur söng- leikjanna. Stjórnandi upphafs- tónleika hljómsveitarinnar er Rumon Gamba, aðalstjórnandi Sin- fóníuhljómsveitarinnar, en nýverið var samningur hans framlengdur til haustsins 2009 og þess má geta að á komandi starfsári mun hann stýra hljómsveitinni á níu tón- leikum. Nýverið kom út ársbæklingur Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir komandi starfsár og er hann þessa dagana að berast áskrifendum hljómsveitarinnar í pósti. Raunar er rangnefni að tala um bækling því um er að ræða 200 blaðsíðna kilju með ítarlegum upplýsingum um alla tónleika sem fyrirhugaðir eru á starfsárinu og allan þann fjölda af listamönnum sem kemur fram á þessum tónleikum. Að- spurður segir Sváfnir Sigurðarson, kynningarfulltrúi Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, um nokkurt ný- mæli að ræða því hingað til hefur ársbæklingurinn ekki verið svo efnismikill. „Ég held að óhætt sé að segja að bókin sé skemmtileg lesning fyrir alla þá sem hafa áhuga á að fá frekari innsýn inn í heim tónlistarinnar sem flutt verð- ur í Háskólabíói í vetur,“ segir Sváfnir og bendir á að bókin muni fylgja með öllum keyptum áskrift- um á starfsárinu, auk þess sem hægt verður að kaupa hana á skrifstofu hljómsveitarinnar og í völdum bókabúðum. Íslenskir tónlistarmenn atkvæðamiklir Samkvæmt bæklingnum er ljóst að nokkrar breytingar verða á tón- leikaröðum hljómsveitarinnar í vetur þar sem bláa tónleikaröðin kveður að sinni og fjölgað er um eina tónleika í gulri áskriftarröð auk þess sem farið er af stað með nýja tónleikaröð sem nefnist Tón- sprotinn. „Bláa tónleikaröðin var tilraun sem lagt var upp með í tengslum við fimmtíu ára afmæli hljómsveitarinnar árið 2000, en þá var farið af stað með samtímaröð þar sem væri lögð áhersla á ís- lenska tónlist og samtímatónlist. Slíkt efni verður nú að finna í auknum mæli í gulri og rauðri tón- leikaröð þar sem þær verða bland- aðri og fjölbreyttari en oft áður.“ Í tónleikaröðinni sem nefnist Tónsprotinn verður boðið upp á ferna tónleika. „Hér er um að ræða barnvæna og skemmtilega efnisskrá fyrir alla fjölskylduna. Síðasta áratuginn hefur Sinfón- íuhljómsveitin boðið leikskólabörn- um á tónleika á hverju starsfári og það er ljóst að slíkir tónleikar hafa sáð fræjum áhuga og spennu sem virðast vera að skila sér í miklum áhuga þeirra sem þess hafa notið. Það má því segja að Tónsprotinn sé svar við þeirri eftirspurn. Á fyrstu tónleikunum, sem eru fyr- irhugaðir í október, verður lagt upp í ferðalag um heiminn og kom- ið víða við á framandi slóðum og leikin tónlist frá þeim áfangastöð- um undir stjórn Rumon Gamba. Kvikmynda-og jólatónleikarnir eru einnig partur af Tónsprotanum en vinsældir þeirra hafa vaxið mikið síðustu árin. Síðustu tónleikar Tónsprotans á starfsárinu verða 2. apríl og eru þeir til heiðurs H.C. Andersen sem fæddist þann sama dag fyrir 200 árum. Af því tilefni verður flutt tónverk eftir Bent Lo- rentzen, eitt virtasta tónskáld Dana, en hann hefur samið tónlist við ævintýrið góða um Eldfærin.“ Gul tónleikaröð státar af einum frægasta píanóleikara heims af yngri kynslóðinni, Freddy Kempf, en hann mun leika Píanókonsert nr. 5 eftir Beethoven á tónleikum um miðjan október. „Íslenskir ein- leikarar verða atkvæðamiklir á tónleikum hljómsveitarinnar og má þar fyrsta nefna innanbúðarmenn- ina Einar Jóhannesson sem, ásamt Dímítríj Ashkenazy, flytur klarin- ettukonsert eftir Krommer og Daða Kolbeinsson sem leikur óbó- konsert eftir Richard Strauss. Af öðrum tónleikum í röðinni má nefna aðventutónleika hljómsveit- arinnar þar sem Robert King stjórnar verkum eftir Bach og Telemann, en hann er öðrum mönnum fremri í túlkun á verkum þeirra. Á rauðu tónleikaröðinni ber hæst eitt metnaðarfyllsta verkefni hljómsveitarinnar til síðusta ára, þ.e. Sjostakovitsj-hringurinn, sem er hugarfóstur aðalhljómsveit- arstjórans Rumon Gamba. En gaman er að geta þess að öllum Sjostakovitsj-tónleikum síðasta vetrar var fádæma vel tekið jafnt af áhorfendum sem gagnrýn- endum. Einn fremsti fiðlusnill- ingur heims, Maxim Vengerov, sem verið hefur í verðskulduðu fríi síðasta árið kemur endurnærður til tónleikahalds í apríl á næsta ári. Að þessu sinni er það hins vegar víólan sem hann hefur meðferðis því hann mun leika nýjan víólu- konsert eftir vin sinn, tónskáldið Benjamín Júsópov,“ segir Sváfnir og tekur fram að raunar ætli Vengerov ekki að láta sér nægja að spila því hann ætli líka að stíga dans, en Vengerov mun hafa stundað tangó af miklum ákafa í ársleyfi sínu. Af öðrum spennandi verkum má nefna að Petri Sakari mun stjórna Sinfóníu nr. 8 eftir Bruckner, Vladimir Ashkenazy mun stjórna Sinfóníu nr. 9 eftir Mahler og Rumon Gamba stjórnar Adagio fyrir strengi eftir Barber. Kristinn Sigmundsson í hlutverki Mefistófelesar Líkt og áður ber græna tón- leikaröðin yfirbragð léttleika og er söngtónlistin að vanda í forgrunni. Í ár má segja að söngkonur séu nokkuð áberandi á grænum tón- leikum, má þar nefna að Ingveldur Ýr Jónsdóttur verður gestur á hin- um sívinsælu Vínartónleikum í jan- úar og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mun koma fram á sérstökum óp- erutónleikum undir stjórn Gerrits Schuil í lok október. Á tónleikum í maí verður síðan gerð tilraun til að brjóta niður alla múra milli tónlist- artegunda, en þá verða leikin lög með rokkhljómsveitunum Pink Floyd, Deep Purple, Led Zeppelin og Queen í útsetningu fyrir sinfón- íuhljómsveit auk þess sem leikin verður tónlist eftir Mahler og Mússorgskíj. Af tónleikum utan tónleikaraða má nefna að í byrjun nóvember mun Sinfóníuhljómsveitin leika tónlist Nýrra danskra undir stjórn Bernharðs Wilkinssonar. Síðar í sama mánuði eru að vanda haldnir kvikmyndatónleikar en í ár gefst tónleikagestum kostur á að sjá hljómsveitina leika tónlist við kvik- myndina Píslarsaga Jóhönnu af Örk eftir Carl Theodor Dreyer. Á tónleikum hljómsveitarinnar á Listahátíð í vor verður Yuri Bash- met í tvöföldu hlutverki þar sem hann mun bæði stjórna og leika. Síðast en ekki síst má nefna að Fordæming Faust eftir Hector Berlioz verður flutt í heild sinni í fyrsta sinn hér á landi og er það að sögn aðstandenda mikið gleði- efni að í hópi þeirra framúrskar- andi einsöngvara sem koma fram í verkinu skuli vera íslenskur heims- söngvari, Kristinn Sigmundsson, sem ósjaldan hefur glímt við hlut- verk hins djöfullega Mefistófelesar í ýmsum verkum. Þess má að lok- um að geta að almenn sala áskrift- arraða hefst 1. september nk. en fram að þeim tíma er verið að end- urnýja áskriftir. Tónlist | Sinfóníuhljómsveit Íslands kynnir vetrardagskrána með ítarlegum bæklingi og opnu húsi Fjölbreyttari og blandaðri tónleikaraðir Vladimir Ashkenazy Maxim Vengerov Yuri Bashmet Rumon Gamba Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir silja@mbl.is Sellóleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. SÉRSTAKIR hátíðartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands verða haldnir í Háskólabíói fimmtudaginn 9. desember nk. þar sem flutt verða verk eftir Jón Leifs og finnsku tónskáldin Jean Sibelius og Einojuhani Rautavaara. Stjórn- andi tónleikanna er finnski hljómsveitarstjórinn Osmo Vänskä, sem var aðalhljómsveitarstjóri hljómsveitarinnar frá 1993–1996, en einleikari kvöldsins er finnski fiðluleikarinn Jaakko Kuus- isto. Heiðursgestir og stjórnandi tónleikanna verða hér í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnar Grímssonar, og mun stjórnandinn dvelja í gesta- bústað forsetaembættisins meðan á dvölinni stendur. Að loknum tónleikunum verður efnt til kvöldfagnaðar fyrir tónleikagesti og hljómsveit í anddyri og sal Háskólabíós, þar sem boðið verður upp á mat og aðrar veit- ingar. Styrktaraðili tónleikanna er KB banki. Osmo Vänskä Hátíðartónleikar með Osmo Vänskä SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands verður með opið hús í Há- skólabíói laugardaginn 11. sept- ember nk. milli kl. 13.30 og 16. Að sögn Sváfnis Sigurðarsonar, kynningarfulltrúa hljómsveit- arinnar, mun hljómsveitin leggja allt Háskólabíó undir sig og vera með kynningar og skemmtiefni í öllum sölum hússins auk þess sem veitingar verða í boði. Milli klukkan hálftvö og þrjú geta gestir flakkað milli salanna og fræðst nánar um einstök hljóð- færi og kynnst starfi hljóðfæra- leikara betur. Klukkan hálffjögur hefjast síðan tónleikar í stóra salnum þar sem hljómsveitin mun m.a. leika Young Lutherans Guide to the Orchestra eftir Randall Davidson. „Við verðum einnig með skemmtilegt happ- drætti þátttakendum að kostn- aðarlausu, en meðal vinninga sem í boði eru má nefna áskrift á tón- leika og einstakt tækifæri til að stjórna Sinfóníuhljómsveitinni. Undir lok dagskrárinnar munum við síðan kanna hvað gerist þegar hljóðfæraleikarar hljómsveit- arinnar skipta um hljóðfæri og reyna að leika Finlandia eftir Sibelius.“ Að sögn Sváfnis er hug- myndin að þessu m.a. sótt til Sin- fóníuhljómsveitarinnar í Stokk- hólmi, en þar hefur framtakið vakið mikla hrifningu og kátínu tónleikagesta. Opið hús hjá SÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.