Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ -Hvernig reynsla er það fyrir ungan stjórnmálamann og í fullu fjöri, þátt- takanda í forystusveitinni og ráð- herra í fimm ár, að þurfa nú að víkja úr ráðherrastól? „Þetta er afar sérstök reynsla en þegar litið er til þeirrar umræðu sem fram hefur farið, má segja að ég hefði ekki viljað fara á mis við hana. Ég hef áður sagt að ég vildi sjá öðruvísi niðurstöðu um ráðherraval okkar. Hún gengur þvert á allar hefðir innan flokksins og þau hefð- bundnu viðmið sem almennt hefur verið litið til við val á ráðherrum í fyrri tíð. Ekki var farið eftir þeim hefðum sem áður voru í heiðri hafð- ar. Þær voru brotnar,“ svarar Siv. Hún segir einnig að ljóst sé að þessi niðurstaða hafi ekki heldur verið í anda samþykkta og ályktana helstu stofnana Framsóknarflokks- ins, s.s. flokksþings, Landssam- bands framsóknarkvenna, Sam- bands ungra framsóknarmanna, kjördæmissambands framsóknar- manna í Suðvesturkjördæmi og farið gegn vilja fjölmargra flokksmanna. „Þrátt fyrir þetta, þá hlíti ég þess- ari niðurstöðu,“ segir Siv. Sný mér af fullum krafti að störfum á Alþingi „Ég mun starfa áfram ótrauð að stjórnmálum og sný mér af fullum krafti að störfum á Alþingi og að flokksstarfinu eins og ég hef gert. Ég er þeirrar skoðunar að öll reynsla sé yfirleitt til góðs, jafvel þó maður hafi ekki beðið um að þurfa að ganga í gegnum hana. Í raun er um- ræðan um þessa niðurstöðu fyrir löngu hætt að snúast um mína per- sónu. Hún er farin að snúast um jafnrétti og kvennabaráttu, lýðræði, réttlæti og sanngirni. Það er alveg ljóst að þessi niðurstaða er orðin kveikja að öflugri jafnréttisumræðu í samfélaginu. Það er mjög til góðs.“ Bakslag í kvennabaráttunni Siv bendir á að þróun jafnréttis- mála gangi í bylgjum og augljóst sé að átt hafi sér stað afturför að und- anförnu í jafnréttismálum, bæði á vettvangi stjórnmála og í atvinnulíf- inu. „Um þessar mundir er verulegt bakslag í stjórnmálunum. Í síðustu alþingiskosningum voru kjörnir 18 nýir þingmenn, þar af voru þrjár konur en 15 karlar. Hlutfall kvenna minnkaði verulega. Einnig er sláandi að það eru einungis örfáar konur í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru á Verðbréfaþingi. Það er greinilegt að það er bakslag í kvennabaráttunni mjög víða í þjóðfélaginu en núna á sér stað mjög mikil umræða um þessi mál í samfélaginu, sem er afar gott,“ segir Siv. Viljum snúa bökum saman „Konur vilja snúa þessari atburða- rás í að efla Framsóknarflokkinn og starf kvenna innan hans. Við viljum snúa bökum saman, konur og karlar, til að styrkja flokkinn. Það er mjög mikilvægt að það ríki eining í flokkn- um um það verkefni,“ segir hún. „Ég tek eftir því að Halldór Ás- grímsson, formaður flokksins, held- ur því sérstaklega á lofti í viðtali við- Morgunblaðið sl. föstudag, að það þurfi að efla starf kvenna í Fram- sóknarflokknum og hann vilji að- stoða og hjálpa til við það. Ég fagna því mjög. Það er alveg ljóst að Fram- sóknarflokkurinn hefur alla mögu- leika til að verða mun stærri ef horft er til þeirrar skynsömu stefnu sem flokkurinn fylgir. Til þess að hann verði það, þarf flokkurinn að sýna mikla breidd. Öflugir stjórnmála- flokkar á borð við Venstre í Dan- mörku og demókrata í Bandaríkjun- um hafa sýnt mikla breidd og höfðað til margra þjóðfélagshópa. Það er mjög brýnt að við snúum bökum saman í Framsóknarflokkn- um og tryggjum þessa breiðfylk- ingu. Við höfum lagt sérstaka áherslu á hin seinni ár að höfða til höfuðborgarsvæðisins en gætt þess um leið að draga ekki úr áherslum okkar á málefni landsbyggðarinnar. Til þess fengum við ágætis traust í síðustu kosningum. Það er mjög mikilvægt að við höldum áfram að sýna þessa breidd,“ segir Siv. -Það fer ekki á milli mála að þú ætlar þér að halda áfram baráttu í forystu Framsóknarflokksins þrátt fyrir brotthvarf úr ríkisstjórn. Er það mögulegt nema í sátt við þá sem eru í forystu flokksins? Geturðu unn- ið áfram með þeim sem mynda flokksforystuna? „Ég ber mjög sterkar taugar til Framsóknarflokksins og finn til mik- illar ábyrgðar gagnvart flokknum, enda var langafi minn, Friðleifur Jó- hannsson, einn af stofnendum Fram- sóknarflokksins. Ég tel að við fram- sóknarmenn höfum geysilega mörg tækifæri til að bæta enn frekar ís- lenskt samfélag og við getum litið mjög stolt til baka. Það er gott að búa á Íslandi og að vera hluti af þessu samfélagi. Hér eru mikil lífs- gæði og við mælumst hátt í saman- burði við önnur ríki. Hagvöxtur er góður, stöðugt efnahagsástand, at- vinnuleysi lítið, mikill stöðugleiki í samfélaginu, öflugt menntakerfi og framúrskarandi heilbrigðiskerfi,“ segir Siv. „Á þessari braut vil ég vinna ásamt öðrum forystumönnum flokksins og mun eiga auðvelt með að gera það af fullum heilindum sem fyrr.“ -Varst þú sammála þeim ráðu- neytaskiptum sem stjórnarflokkarn- ir sömdu um í fyrra að færu fram um miðjan næsta mánuð? Voru aðrir kostir í stöðunni að þínu mati? „Þetta var niðurstaðan á milli for- manna flokkanna. Við virtum þá nið- urstöðu. Ég vakti hins vegar athygli á því við Halldór Ásgrímsson á sín- um tíma að sú staða kæmi upp núna 15. september, að takast þyrfti á við að einn ráðherra færi út. Hann svar- aði því þá til bæði við mig og op- inberlega að það yrði skipað með nýjum hætti í okkar ráðherrasæti. Niðurstaðan liggur nú fyrir. Það er Framsóknarflokknum mjög mikil- vægt að hann sýni styrk og nýti sér þau tækifæri sem felast í forystu í ríkisstjórn. Ég tel að við framsóknarmenn eig- um að gera allt sem við getum til að snúa bökum saman og efla íslenskt samfélag og Framsóknarflokkinn við þessar aðstæður.“ Líta má á þessa niður- stöðu sem tækifæri -Þrátt fyrir að það hafi komið í þinn hlut að víkja úr ríkisstjórninni og óánægjan kraumi innan flokksins, verður ekki annað ráðið af svörum þínum en að þú sért að hvetja menn til að stilla saman strengi og bera klæði á vopnin? „Ég tel að þrátt fyrir þessa nið- urstöðu, þá megi líka líta á hana sem tækifæri. Umræðan upp á síðkastið hefur verið mjög hreinskiptin og ég er þeirrar skoðunar að þegar fram í sækir verði hún til góðs. Framsókn- armenn eiga að ná vopnum sínum á ný og sækja fram,“ svarar Siv. Geri mitt til að efla flokkinn Auk þess að hafa gegnt þing- mennsku fyrir Framsóknarflokkinn frá 1995 og verið ráðherra frá 1999 hefur Siv verið ritari flokksins und- anfarin fjögur ár. Hún segist hafa fengið mikið traust til að gegna störfum ritara Framsóknarflokksins og finni til mikillar ábyrgðar vegna þess. ,,Ég hef í þrígang verið valin odd- viti í kjördæminu í fjölmennu próf- kjöri og á fjölsóttum kjördæmisþing- um og hef að baki mér fimmtung fylgis flokksins. Ég ætla að gera mitt besta til að standa undir öllu þessu afgerandi trausti trúnaðarmanna og kjósenda og gera mitt til þess að efla flokkinn inn í framtíðina eins og kraftar leyfa, á Alþingi og í flokks- starfinu almennt,“ segir Siv. Tillaga formanns kom mér ekki á óvart -Kom tillaga formannsins og nið- urstaða þingflokksins um að þú yrðir látin víkja þér á óvart? „Nei, hún kom mér ekki á óvart, en öllum mínum nánustu samherj- um. Þegar sú ákvörðun var tekin fyrir einu og hálfu ári síðan að við mynd- um láta utanríkisráðuneytið og um- hverfisráðuneytið af hendi, fann ég strax að það gæti stefnt í þetta. Þessi ákvörðun kom mér því ekki í opna skjöldu, þó ég hefði viljað að hún yrði öðruvísi.“ -Varst þú sjálf með tillögu um að standa öðruvísi að ráðherravalinu? „Það voru ýmsar sterkar lausnir í stöðunni hvað varðar skipan ráð- herrasveitar okkar, en þetta er að baki. Þessi ákvörðun var sumum erf- ið. Við eigum mjög öflugt fólk í flokknum sem getur tekið svona hlutverk að sér.“ Er í stjórnmálum til að hafa áhrif -Nú er boðuð uppstokkun í ráð- herrahópnum þegar ár er eftir af kjörtímabilinu. Munt þú sækjast eft- ir ráðherraembætti? „Ég hef sagt að ég vil gjarnan vinna áfram á vettvangi stjórnmál- anna að góðum málefnum og er í stjórnmálum til að hafa áhrif. Að sjálfsögðu hljóta mínir kraftar sem annarra í þingflokknum að koma til greina við næstu uppstokkun. Aðal- atriðið er að skipa sem öflugasta sveit. Ég finn að fjöldi flokksmanna telur að við þurfum að viðhalda breiddinni. Það er hins vegar alveg óljóst í dag hvernig þetta verður.“ -Hversu djúpt ristir ólgan meðal framsóknarkvenna innan flokksins og hverjar verða afleiðingar hennar? „Þessi „ólga“ sem þú kýst að nefna svo, ristir mjög djúpt. Það þarf mjög mikið til þegar breiðfylking kvenna, sem hefur skipað forystusveit okkar, andmælir, stígur fram til að lýsa skoðun sinni og bendir kröftuglega á að um bakslag sé að ræða í stöðu kvenna almennt í flokknum. Þær eru aðdáunarverðar fyrir að hafa tekið þetta skref, sem sýnir hvað það býr mikill kraftur í framsóknarkonum. Sé litið á þann kraft, baráttuanda og fjölmenni sem var á fundinum sl. miðvikudagskvöld í höfuðstöðvum flokksins, og þann fjölda kvenna sem stigu á stokk og sögðu sína mein- ingu, þá er alveg ljóst að konur ætla að styrkja sig enn frekar innan flokksins. Þær vilja flokknum vel, þær vilja að hann eflist og sýni breidd. Þessar konur í Framsóknar- flokknum eru ekki af baki dottnar.“ Formaður flokksins hefur brugðist jákvætt við -Á málþingi Landssambands framsóknarkvenna í vor var sam- Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir ólguna meðal framsóknarkvenna rista djúpt en flokksmenn eigi allir að snúa bökum saman Ég mun halda mínu striki Siv Friðleifsdóttir segist ætla að snúa sér af krafti að störfum á Alþingi og innan Framsóknarflokksins eftir að hún lætur af embætti umhverfisráðherra 15. sept- ember. Ólga innan raða framsóknarkvenna ristir djúpt en hún segir að fram- sóknarmenn eigi allir að snúa bökum saman og sækja fram. Siv segir í sam- tali við Ómar Friðriksson að hennar kraftar hljóti að koma til greina við næstu ráðherrauppstokkun. Morgunblaðið/Árni Torfason „Ég ber mjög sterkar taugar til Framsóknarflokksins og finn til mikillar ábyrgðar gagnvart flokknum...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.