Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 44
DAGBÓK
44 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Tungið er fullt og það vekur með þér
bældar kenndir sem sennilega eiga
rætur að rekja til barnæsku þinnar.
Notaðu tækifærið til að læra eitthvað
nýtt um sjálfa/n þig.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Tunglið er fullt og það gæti leitt til
þess að þú lendir í deilum við vin þinn
eða vinkonu. Þú þarft að gera það upp
við þig hvort þú ætlir að gera það sem
þig langar til eða það sem aðrir vilja
að þú gerir.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú þarft enn á ný að ákveða hvort þú
ætlar að láta kröfur vinnunnar eða
þarfir heimilisins ganga fyrir. Þú getur
huggað þig við það að togsteitan mun
minnka um leið og tunglið.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það er hætt við að ferðaáætlanir þínar
gangi ekki upp. Það er eins og þú vitir
ekki alveg í hvorn fótinn þú eigir að
stíga. Þetta ætti að lagast á morgun.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú þarft að taka ákvörðun varðandi
einhvers konar eignaskiptingu í dag.
Mundu að það er ákveðið frelsi fólgið í
því sleppa tökunum á hlutunum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er fullt tungl í merkinu þínu og
því er hætt við spennu í samskiptum
þínum við maka þinn eða náinn vin í
dag.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú þarft að leggja þig alla/n fram í
samskiptum þínum við samstarfsfólk
þitt í dag. Ef þú hefur áhyggjur af
heilsunni geturðu huggað þig við það
að þær munu líklega hverfa fyrir lok
vikunnar.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er ekki alltaf nauðsynlegt að fá
samþykki annarra fyrir því sem maður
gerir. Stundum er einfaldlega ómögu-
legt að gera öðrum til geðs.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er hætt við að skyldur þínar í
vinnunni og á heimilinu stangist á í
dag. Þú ættir að spyrja sjálfa/n þig að
því hvort þú þurfir að endurmeta hlut-
ina.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Farðu varlega í hverju því sem þú tek-
ur þér fyrir hendur í dag. Tunglið er
fullt og það er hætt við að það slái þig
svolítið út af laginu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þér mun sennilega finnast á hlut þinn
gengið í dag. Mundu að það er ekkert
óeðlilegt við það að standa með sjálfri/
sjálfum sér.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það er fullt tungl í merkinu þínu og
það gerir þig óvenju tilfinninga-
næma/n. Reyndu að halda ró þinni og
bregðast ekki of harkalega við hlut-
unum.
Stjörnuspá
Frances Drake
Meyja
Afmælisbörn dagsins:
Hafa auðugt ímyndunarafl og mikla
skipulags- og aðlögunarhæfni. Á kom-
andi ári þurfa þau á aukinni einveru að
halda til að læra eitthvað nýtt.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html
Lárétt | 1 smjaður, 8 miðla
málum, 9 baul, 10 nægi-
legt, 11 mólendið, 13 gljái,
15 kjána, 18 korn, 21 guð,
22 ósveigjanlega, 23 hlífir,
24 heilluð.
Lóðrétt | 2 standa gegn, 3
húsdýrið, 4 skarpskyggn,
5 ljúka, 6 fiskum, 7 jurt,
12 eyktamark, 14 meis, 15
eru föl, 16 kvenmanns-
nafns, 17 vinna, 18 angi,
19 málmi, 20 líffæri.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 felds, 4 forði, 7 öflum, 8 læðan, 9 díl, 11 drag, 13
ærin, 14 áburð, 15 sumt, 17 aska, 20 fas, 22 ertur, 23 klökk,
24 lúrir, 25 pokar.
Lóðrétt | 1 fjöld, 2 lalla, 3 sæmd, 4 féll, 5 róður, 6 innan, 10
íhuga, 12 gát, 13 æða, 15 svell, 16 mítur, 18 skökk, 19 ask-
ur, 20 frár, 21 skip.
Spingold-keppnin í New York.
Norður
♠K97
♥KG95 S/Allir
♦93
♣ÁG87
Vestur Austur
♠D642 ♠G853
♥-- ♥ÁD42
♦ÁDG865 ♦1072
♣652 ♣93
Suður
♠Á10
♥108763
♦K4
♣KD104
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 hjarta
3 tíglar 4 tíglar * Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
* góð hækkun í fjögur hjörtu.
„Ég vildi að ég hefði fundið vinnings-
leiðina,“ skrifar Philip Alder um þetta
spil frá Spingold-keppninni. Alder var í
suður og fékk út smáan spaða gegn
fjórum hjörtum. Hvernig líst lesendum
á horfur sagnhafa?
Alder naut þess ekki að sjá allar
hendur, svo hann ákvað að spila strax
trompi í öðrum slag. Hann fékk tígul í
gegn og þar með var vörnin komin með
fjóra slagi.
„Kannski var ég fullfljótur á mér,“
játar Alder og stingur upp á því að
sækja strax slag á spaða. Sem sagt:
Spaðagosi austurs er drepinn með ás
og spaðatíu svínað í öðrum slag. Þegar
það heppnast, er farið inn í borð á lauf
og tígli hent í spaðakóng.
„En þetta er ekki nóg,“ segir Alder
réttilega. „Nú er nauðsynlegt að spila
tígli til að klippa á samgang varn-
arinnar fyrir hugsanlega laufstungu.“
Skoðum málið. Ef sagnhafi spilar
trompi úr borði, tekur austur slaginn
og spilar laufi! Þegar austur kemst aft-
ur inn á tromp, spilar hann tígli yfir á
ás vesturs og fær stungu í laufi.
Þetta er flókið spil, jafnvel á opnu
borði, svo það er ástæðulaust fyrir Al-
der að gráta glatað tækifæri.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Staðurogstund
idag@mbl.is
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði
dagsins er að finna á Staður og
stund á forsíðu mbl.is.
Meira á mbl.is
CHIRYU-borg í Japan og Kópavogsbær
bjóða til sérstaks fjölskyldudags, í sam-
vinnu við sendiráð Japans og Íslensk-
japanska félagið, kl. 15–18 í dag. Dagskráin
hefst í Salnum með japönskum þjóðdöns-
um og tesiðaathöfn. Tesiðaathöfnin er
leidd af einum af meisturum hins þekkta
Urasenketeskóla. Síðar verður sýndur
japanskur „bondans“ við trumbuslátt
hinnar hefðbundu taiko-trommu. Gestum
býðst að klæðast sumar-kimono eða yu-
kata og taka þátt í dansinum undir leið-
sögn dansaranna. Á meðan á dagskránni
stendur munu gestir einnig eiga þess kost
að læra japanskt pappírsbrot; origami,
kynnast japanskri skrift og leturgerð, jap-
önskum leikföngum sem og ikebana eða
japönskum blómaskreytingum. Einnig
verður ljósmyndasýning með myndum frá
Chiryu og víðar í Japan.
Tónlist
Bæjarbíó | Hafnarfirði. Hljómsveitirnar
múm og Slowblow halda tónleika kl. 20.
Slowblow hefur leikinn og múm fylgir í
kjölfarið.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sér-
stakir Schumann-tónleikar í kl. 20.30.
Flytjendur eru Gruppo Atlantico; Hlíf Sig-
urjónsdóttir fiðluleikari, Robert La Rue
sellóleikari og Adrienne Kim píanóleikari
ásamt Sigurlaugu Eðvaldsdóttur fiðluleik-
ara og Guðrúnu Þórarinsdóttur lágfiðlu-
leikara. Tónverk eftir Robert Schumann.
Flutt verður sónata fyrir fiðlu og píanó
op. 105 í a-moll, Fünf Stücke im Volkston
op. 102 fyrir selló og píanó og Píanókvint-
ett op. 44 í Es-dúr.
Myndlist
Norræna húsið | Samsýningunni 7-Sýn úr
Norðri lýkur í dag. Það eru 7 norrænar
listakonur sem standa að sýningunni.
Sýningin heldur svo til Danmerkur og síð-
an áfram til hinna Norðurlandanna. Opið
kl. 12–17 alla daga, nema mánudaga.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Sýningunni
Nýr veruleikar, finnsk samtíma-
ljósmyndun, lýkur í dag.
Aðgangur er ókeypis. Opið virka daga kl.
12–19, um helgar kl. 13–17.
Listasafn Íslands | Sumarsýningunni Um-
hverfi og náttúra lýkur í dag. Á sýning-
unni má sjá verk eftir íslenska myndlist-
armenn í eigu safnsins, sem vísa til
náttúru og umhverfis í víðum skilningi.
Safnið er opið alla daga nema mánudaga
kl. 11–17.
Listasafn Reykjavíkur | Hafnarhúsi. Finn-
ur Arnar myndlistarmaður segja frá ferli
sínum og verkum kl. 15 í listamannsspjalli
við Ólaf Gíslason í tengslum við innsetn-
ingu sína í safninu.
Kling og Bang gallerí | Sýningunni Sheep
Plug bandarísku listamanna Jason Rhoa-
des og Paul McCarthy lýkur í dag. Einnig
lýkur sýningu Steingríms Eyfjörðs, After-
image Kling & Bang gallerí Laugavegi 23,
opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14
til 18.
Leiklist
Sólheimar | Grímsnesi. Þær Björk Jak-
obsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Guðlaug
Elísabet Ólafsdóttir, Guðrún Ásmunds-
dóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir flytja
eintölin úr 5 stelpur.com kl. 20 í íþrótta-
leikhúsinu. Ágóði sýningarinnar rennur til
Leikfélags Sólheima.
Kvikmyndir
Háskólabíó | Kvikmyndahátíðin
Bandarískir Indí-Bíódagar stendur til 6.
september. Kl. 16: Super Size me, My first
mister. Kl. 18: Coffee & Cigarettes. Sav-
ed!, Capturing the Friedmans. Kl. 20: Sup-
er Size me, Coffee & Cigarettes. Kl. 22:
Saved!, My first mister. Kl. 23: The Shape
of things.
Félagsstarf
Ásgarður | Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl.
20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi.
Gjábakki | Fannborg 8. Fimmtudaginn 2.
september verður starfsemin fram til ára-
móta kynnt, frá kl. 14–16. M.a. kynna
Söngvinir, kór aldraðra, Nafnlausi leikhóp-
urinn, Félag eldri borgara í Kópavogi og
Gjábakki fyrirhugaða starfsemi sína. Dag-
skráin verður afhent 6. til 10. sept.
Furugerði 1 | Vetrarstarfið byrjar 1. sept.
Bókband hefst 1.sept, smíðar og út-
skurður 2. sept., leikfimin er byrjuð og er
á mánudögum og miðvikudögum, handa-
vinna hefst 9. sept. og er á mánud. og
fimmtud., frjáls spilamennska er á þriðju-
dögum. Upplýsingar á staðnum.
Norðurbrún 1 | Á þriðjudag hefst myndlist
og smíðar kl. 9–12.
Vesturgata 7 | Leikfimi er þegar byrjuð
verður á mánudögum kl.11 og fimmtudög-
um kl. 13. Myndmennt byrjar miðvikudag-
inn 1. september. Postulínsmálun byrjar
þriðjudaginn 7. september. Enskukennsla
byrjar þriðjudaginn 14. september. Tréút-
skurður byrjar miðvikudaginn 15. sept-
ember. Skráning hafin.
Kirkjustarf
Háteigskirkja | Eldri borgarar. Félagsvist
á morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma
511 5405.
Grafarvogskirkja | Bænahópur kl. 20.
Tekið er við bænarefnum virka daga frá
kl. 9–17 í síma 587 9070.
Þorlákskirkja | TTT-starf í kvöld sunnu-
dag kl. 19.30.
Fríkirkjan Kefas | Samkoma kl. 20. Helga
R. Ármannsdóttir talar.
Fréttir
Fjölskylduhjálp Íslands | Eskihlíð 2–4 í
fjósinu við Miklatorg. Móttaka á vörum
mánudaga kl. 13–17. Úthlutun á vörum
þriðjudaga kl. 14–17. Netfang dalros@isl-
andia.is.
Fundir
Kristniboðsfélag karla | Fundur verður í
Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58–60,
á morgun, mánudag kl. 20. Skúli Svav-
arsson hefur biblíulestur.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Brúðkaup | Gefin voru saman í hjóna-
band af sr. Hjálmari Jónssyni þau Ásta
Björg Stefánsdóttir og Bergur Már
Bernburg. Heimili þeirra er á Italiens-
vej 76 í Kaupmannahöfn.
Rúbínbrúðkaup | Í dag, 29. ágúst,
eiga 40 ára hjúskaparafmæli hjónin Jó-
hanna Jónsdóttir skrifstofumaður og
Sveinn Kristinsson blaðamaður, Þóru-
felli 16, Reykjavík. Þau eru að heiman.
Moggabúðin
Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Morgunblaðið/Jim Smart
Japanskir dagar í Kópavogi