Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 19 sín á göngudeildir geðdeildar Land- spítala – háskólasjúkrahúss og heilsugæslustöðvar. Þessa þjónustu þyrfti að útvíkka og gera að sjálf- sögðu aðhaldi úti á heilsugæslu- stöðvunum.“ Eins og Guðrún Einarsdóttir leggur Sigursteinn Másson áherslu á að fólk með geðrænan vanda geti búið á eigin heimili. „Að fólk geti búið heima hjá sér er náttúrlega mannréttindamál. Eins er algjört grundvallaratriði í sjálfu bataferlinu að fólk geti sem mest verið í góðu og nánu sambandi við aðstandendur sína,“ heldur hann áfram og tekur fram að ekki megi heldur gleyma því hversu mikilvægt sé fyrir að- standendur að halda tengslum við viðkomandi. Geðteymi komið á fót „Við í Geðhjálp gengum því lengi með þá hugmynd í maganum að hægt yrði að koma á fót eins konar hreyfanlegu geðteymi til að veita fólki aðstoð og stuðning inni á heimilunum. Nú hefur þessi ósk okkar orðið að veruleika því eftir að nefnd ráðuneytisstjóra tók hug- myndina upp á sína arma hefur ver- ið komið á slíku teymi innan heima- hjúkrunarinnar.“ Sigríður Bjarnadóttir, verkefnis- stjóri Geðteymisins, segir að geð- teymið hafi verið rekið af Miðstöð heimahjúkrunar innan Heilsugæsl- unnar í Reykjavík frá því snemma í vor. „Við erum fjögur í teyminu,“ segir hún, „tveir hjúkrunarfræðing- ar og tveir sjúkraliðar. Starfsemin var varla komin á fullt skrið áður en sumarfríin hófust í vor. Þess vegna getum við enn bætt við skjól- stæðingum. Við sinnum um 36 manns og reiknum með að geta annað 14 til viðbótar eftir að starf- semin verður komin á fullt skrið í haust. Hve mörgum við getum sinnt fer þó eftir því hvað mikla þjónustu hver einstaklingur þarf. Ég efast ekki um að hópurinn eigi eftir að fyllast fljótt þegar meðferðaraðilar fara að taka við sér fyrir alvöru.“ Beiðnir um þjónustuna berast geðteyminu frá geðdeild Landspít- ala – háskólasjúkrahúss, heilsu- gæslustöðvum, heimahjúkrun, iðju- þjálfum eða félagsþjónustunni. „Ég fer yfir beiðnina, hef samband við viðkomandi og saman tímasetjum við fyrstu heimsóknina. Ég fer allt- af með verðandi tengilið, þ.e. annað hvort geðhjúkrunarfræðingi eða sjúkraliða úr geðteyminu, til að taka viðtal við viðkomandi í fyrsta skipti. Eftir fyrstu heimsóknina fer tengiliðurinn einn til viðkomandi. Tíðni heimsóknanna fer eftir þörf- inni hverju sinni. Hver heimsókn getur staðið yfir í eina klukkustund fyrir utan skráningar, ferðir og annað. Við reynum því að stilla því þannig upp að við förum ekki í fleiri heimsóknir en 5 á hverjum degi. Mikilvægur þáttur í starfsemi teymisins er einnig samvinna við geðdeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss og aðra aðila utan stofn- ana og því fylgir að teymið þarf sig Voðaverk í vesturbæ Reykjavíkur hefurbeint sjónum almennings að fólki með geð- raskanir í sjálfstæðri búsetu. Anna G. Ólafsdóttir velti fyrir sér aðstæðum og þjónustu við þennan hóp og sótti heim geð- sjúka þriggja barna einstæða móður. Morgunblaðið/ÞÖK  Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Benidorm 1. sept. frá kr. 9.990 Verð kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, vikuferð í íbúð, 2–11 ára, 1. sept, netverð. Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina í haust á hreint ótrúlegum kjörum og tryggt þér síðustu sætin til Benidorm, þessa vinsæla áfangastaðar. Hér getur þú notið lífsins við frábærar aðstæður og nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Þú bókar ferðina og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir í fríinu. Verð kr. 9.990 Önnur leiðin til Alicante, 1. og 8. september með sköttum. Netverð. Verð kr. 19.990 Flugsæti, 2 fyrir 1, 1., 8. og 15. sept. Alicante, með sköttum. Netverð. Allir, sem hafa áhuga á tónlist, eru velkomnir í kórana og ekki nauðsynlegt að vera félagi í KFUM og KFUK. Skráning fer fram á skrifstofu KFUM og KFUK, Holtavegi 28, 104 Reykjavík, eða í síma 588 8899 og á netfanginu skrifstofa@krists.is. Nýtt! Unglingakór og Gospelkór KFUM og KFUK KFUM og KFUK í Reykjavík hefur ráðið listrænan stjórnanda, Keith Reed, sem er að stofna tvo nýja kóra. Kórastarfið er öllum opið. Unglingakór KFUM og KFUK fyrir 16-25 ára Lögð verður áhersla á kröftugan söng ásamt dansi og leikrænni tjáningu. Gleði og fögnuður verða í fyrirrúmi. Æfingar verða á miðvikudögum frá kl. 18:30-20:00 í félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg. Verð 6.000 kr. fyrir misserið. Gospelkór KFUM og KFUK fyrir 20 ára og eldri Sungin verða sígild gospellög og ný lofgjörðar- tónlist. Æfingar verða á miðvikudögum frá kl. 20:00-22:00 í félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg. Verð er 10.000 kr. fyrir misserið. grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli NÁMSAÐSTOÐ íslenska • franska • spænska • stærðfræði enska • þýska • danska • efnafræði • eðlisfræði Nemendaþjónustan sf s. 557 9233 www.namsadstod.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.