Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR létust allir samstundis, mennirnir fjórir sem voru um borð í breskri sprengjuflugvél af gerðinni Fairey Battle, en hún fórst á jökli sem er á hálendinu milli Eyjafjarðar og Öxnadals 26. maí 1941. Brot- lendingin er talin hafa verið mjög harkaleg. Nú rúmlega 60 árum eftir að vélin fórst er búið að hreinsa svæðið á jöklinum, en 15 manna leið- angur var að störfum í vikunni og lauk við hreins- unarstarfið. Meðal annars voru líkamsleifar mannanna fluttar með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar TF-LÍF til Akureyrar. Hörður Geirsson á Akureyri leitaði vélarinnar í yfir 20 ár og bar leit- in loks árangur síðsumars 1999. Hann hefur alls farið 22 ferðir á jökulinn á undanförnum árum. Flugvélin fór frá Kaldraðarnesflugvelli að morgni 26. maí 1941 og lenti um hádegisbil á Melgerðismelum í Eyjafirði, en tilgangur far- arinnar var að sækja tvo meðlimi flugsveitar sem höfðu verið á spítalaskipi sem lá við bryggju á Akureyri. Á bakaleiðinni hvarf vélin sjónum manna en vegagerðarmenn á Öxnadalsheiði heyrðu í henni og einnig hermenn á Melgerð- ismelum. Hún fannst svo eftir mikla leit, en óger- legt þótti að koma líkamsleifum mannanna til byggða. Þær varðveittust hins vegar vel í jökl- inum og var hluti þeirra fluttur niður árið 2000 og svo aftur nú í vikunni. Í vélinni voru þrír Bret- ar sem báru ættarnöfnin Hopkins, Garret og Tal- bot, en flugstjórinn var Nýsjálendingur, Arthur Round. Allir voru mennirnir ungir, ókvæntir og barnlausir. Legsteinn þeirra er í Fossvogs- kirkjugarði, þar sem minningarathöfn fór fram síðla sumars árið 2000. Mótor flugvélarinnar fannst í leiðangrinum nú í vikunni. Að auki fannst afturvélbyssa vél- arinnar, blysbyssa og sigti flugmannsins, stýri og ýmsir smáhlutir hafa verið tíndir upp af svæðinu, s.s. skíðamerki, 25-eyringur frá 1939 og penni, svo fátt eitt sé nefnt. Þar sem mótorinn er kominn í leitirnar sagði Hörður að hægt væri að setja saman kenningu um brotlendingarstefnu flugvélarinnar, en hún var þvert á flugstefnu hennar. Mótorinn er mikið brotinn, en merkið, Rolls Royce er merkilega heilt. Talið er að flugstjórinn hafi gert tilraun til að bjarga vélinni með því að fljúga ofan í dal sem þarna er, eftir að komið var niður úr skýjum og eitthvað farið úrskeiðis. Það hins vegar ekki tek- ist og annar vængurinn lenti á jöklinum í krappri beygju. Ekki varð komið í veg fyrir harkalega brotlendingu. Rispur Feðgarnir Hörður Geirsson og Arnar Össur Harðarson við flak vélarinnar á jöklinum á hálendinu milli Eyjafjarðar og Öxnadals. Hörður fann vélina eftir 20 ára leit, síð- sumars 1999, og hann hefur farið 22 ferðir þangað upp. Sjö skothylki fundust á jöklinum og eyddu sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar þeim enda stafaði hætta af hylkjunum. Í hverju þeirra voru 2–300 skot þannig að sprengingin var gríðarleg og eftir hana myndaðist stór gígur. Framhlið á talstöð vélarinnar. Vélbyssuskothylki sem fannst á jöklinum. Um borð í sprengjuvélinni voru fjórir menn, Bretarnir Hopkins, Garret og Talbot og flugstjórinn, Arthur Round, sem var Nýsjálend- ingur. Einhver þeirra hefur gengið í þessum skó. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 61 1 0 8/ 20 04 Toyota, Nýbýlavegi 4-6. Toyotasalurinn Selfossi, Fossnesti 24. Toyotasalurinn Reykjanesbæ, Njarðarbraut 19. Toyota Akureyri, Baldursnesi 1 STÓRSÝN Yaris Bluehaustpakki100.000 kr. aukabúnaður Innifalið: Þokuljós að framan, sérstök Yaris Blue innrétting, krómpúst, silsalistar, vindskeið o.fl. Frumsýn um nýjan Co rolla Kynnum tákn um gæði Komdu á stórsýningu Toyota um helgina. Sjáðu nýja Corolla bílinn, glæsilega Yaris Blue haustpakkann, ríkulegan útbúnað Avensis og margt fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.