Morgunblaðið - 29.08.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.08.2004, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR létust allir samstundis, mennirnir fjórir sem voru um borð í breskri sprengjuflugvél af gerðinni Fairey Battle, en hún fórst á jökli sem er á hálendinu milli Eyjafjarðar og Öxnadals 26. maí 1941. Brot- lendingin er talin hafa verið mjög harkaleg. Nú rúmlega 60 árum eftir að vélin fórst er búið að hreinsa svæðið á jöklinum, en 15 manna leið- angur var að störfum í vikunni og lauk við hreins- unarstarfið. Meðal annars voru líkamsleifar mannanna fluttar með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar TF-LÍF til Akureyrar. Hörður Geirsson á Akureyri leitaði vélarinnar í yfir 20 ár og bar leit- in loks árangur síðsumars 1999. Hann hefur alls farið 22 ferðir á jökulinn á undanförnum árum. Flugvélin fór frá Kaldraðarnesflugvelli að morgni 26. maí 1941 og lenti um hádegisbil á Melgerðismelum í Eyjafirði, en tilgangur far- arinnar var að sækja tvo meðlimi flugsveitar sem höfðu verið á spítalaskipi sem lá við bryggju á Akureyri. Á bakaleiðinni hvarf vélin sjónum manna en vegagerðarmenn á Öxnadalsheiði heyrðu í henni og einnig hermenn á Melgerð- ismelum. Hún fannst svo eftir mikla leit, en óger- legt þótti að koma líkamsleifum mannanna til byggða. Þær varðveittust hins vegar vel í jökl- inum og var hluti þeirra fluttur niður árið 2000 og svo aftur nú í vikunni. Í vélinni voru þrír Bret- ar sem báru ættarnöfnin Hopkins, Garret og Tal- bot, en flugstjórinn var Nýsjálendingur, Arthur Round. Allir voru mennirnir ungir, ókvæntir og barnlausir. Legsteinn þeirra er í Fossvogs- kirkjugarði, þar sem minningarathöfn fór fram síðla sumars árið 2000. Mótor flugvélarinnar fannst í leiðangrinum nú í vikunni. Að auki fannst afturvélbyssa vél- arinnar, blysbyssa og sigti flugmannsins, stýri og ýmsir smáhlutir hafa verið tíndir upp af svæðinu, s.s. skíðamerki, 25-eyringur frá 1939 og penni, svo fátt eitt sé nefnt. Þar sem mótorinn er kominn í leitirnar sagði Hörður að hægt væri að setja saman kenningu um brotlendingarstefnu flugvélarinnar, en hún var þvert á flugstefnu hennar. Mótorinn er mikið brotinn, en merkið, Rolls Royce er merkilega heilt. Talið er að flugstjórinn hafi gert tilraun til að bjarga vélinni með því að fljúga ofan í dal sem þarna er, eftir að komið var niður úr skýjum og eitthvað farið úrskeiðis. Það hins vegar ekki tek- ist og annar vængurinn lenti á jöklinum í krappri beygju. Ekki varð komið í veg fyrir harkalega brotlendingu. Rispur Feðgarnir Hörður Geirsson og Arnar Össur Harðarson við flak vélarinnar á jöklinum á hálendinu milli Eyjafjarðar og Öxnadals. Hörður fann vélina eftir 20 ára leit, síð- sumars 1999, og hann hefur farið 22 ferðir þangað upp. Sjö skothylki fundust á jöklinum og eyddu sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar þeim enda stafaði hætta af hylkjunum. Í hverju þeirra voru 2–300 skot þannig að sprengingin var gríðarleg og eftir hana myndaðist stór gígur. Framhlið á talstöð vélarinnar. Vélbyssuskothylki sem fannst á jöklinum. Um borð í sprengjuvélinni voru fjórir menn, Bretarnir Hopkins, Garret og Talbot og flugstjórinn, Arthur Round, sem var Nýsjálend- ingur. Einhver þeirra hefur gengið í þessum skó. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 61 1 0 8/ 20 04 Toyota, Nýbýlavegi 4-6. Toyotasalurinn Selfossi, Fossnesti 24. Toyotasalurinn Reykjanesbæ, Njarðarbraut 19. Toyota Akureyri, Baldursnesi 1 STÓRSÝN Yaris Bluehaustpakki100.000 kr. aukabúnaður Innifalið: Þokuljós að framan, sérstök Yaris Blue innrétting, krómpúst, silsalistar, vindskeið o.fl. Frumsýn um nýjan Co rolla Kynnum tákn um gæði Komdu á stórsýningu Toyota um helgina. Sjáðu nýja Corolla bílinn, glæsilega Yaris Blue haustpakkann, ríkulegan útbúnað Avensis og margt fleira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.