Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 42
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Svínið mitt
© DARGAUD
ÉG ÆTLA AÐ FARA AÐ VINNA Í
KLEINUHRINGJANÁMUNNI
SNILLD!
GRAFÐU UPP
EITTHVAÐ MEÐ
SÚKKULAÐI-
KREMI
ÉG ER
BÚINN AÐ
FINNA
KASSA
FYRIR ÞIG!
MIG ER AÐ
DREYMA, ER
ÞAÐ EKKI
ÉG ÆTLA
AÐ LITA
ÞETTA
BLEIKT
SÍÐAN LITA ÉG ÞETTA
GRÆNT OG ÞETTA HÉRNA
BRÚNT OG ÞETTA BLÁTT...
ÞETTA ER MÍN LITABÓK OG
ÉG NOTA ÞÁ LITI SEM ÉG VIL!
FARÐU Í FÍN FÖT
OG KOMDU ÚT Í
GÖNGUTÚR
VIÐ GULLI OG RÚNAR
ÆTLUM AÐ FARA INN Í
MÖMMULEIK Á MEÐAN
ÞIÐ ERUÐ ÚTI
EKKI
TRUFLA
OKKUR
ÉG LEIK
FAÐIRINN
HVAÐ EIGUM
VIÐ AÐ LÁTA
YKKUR Í FRIÐI
LENGI?
Í TVO KLUKKUTÍMA.
SÍÐAN ÞARF GULLI
AÐ FARA HEIM
ÞAU VILJA EKKI LÁTA
TRUFLA SIG Í TVO
KLUKKUTÍMA ÞVÍ ÞAU
ERU AÐ FARA Í
MÖMMULEIK INNI
ÆTLA
ÞAU Í
KOSSALEIK
KOSSALEIK!
Í TVO TÍMA?!
KRÚTTLEGT,
ER ÞAÐ EKKI
NEI
HEYRÐU
STRÁKUR LOKAR SIG INNI
MEÐ STELPUNNI MINNI
TIL ÞESS AÐ KYSSAST
OG ÞÉR FINNST
ÞAÐ KRÚTTLEGT!
YNDISLEGT!
MÉR LÝST
EKKI Á ÞETTA...
EKKI
TRUFLA
ÞAU
JÆJA?
ALLT Í LAGI, ÞAU ERU
Í MÖMMULEIK EN
EKKI KOSSALEIK
EÐLILEGT
AF
HVERJU
EÐLILEGT?
ÉG ÆTLA AÐ
LÍTA Á ÞETTA
SJÁLF
KOSSALEIKURINN
VAR MEIRA AÐ
MÍNU SKAPI!
Dagbók
Í dag er sunnudagur 29. ágúst, 242. dagur ársins 2004
Tjaldstæðið áTálknafirði er það
albesta sem finnst á
Íslandi. Víkverji er í
það minnsta á þeirri
skoðun. Þar er hægt
að komast í Internet,
þvo þvott, komast í
eldhús, ísskáp og
frysti svo fátt eitt sé
nefnt. Þá er tjald-
stæðið á fallegum
stað og við hlið sund-
laugarinnar sem er
frábær staðsetning.
Ekki er þó dýrara að
tjalda þarna en ann-
ars staðar, þó borga
þurfi sérstaklega fyrir
þjónustu á borð við netnotkun og
þvott, sem er auðvitað alveg sjálf-
sagt mál.
x x x
Það var fleira við Tálknafjörð semheillaði Víkverja á ferð sinni
þar í sumar. Bærinn er nefnilega
ótrúlega snyrtilegur. Strax og keyrt
er inn í bæinn taka á móti vegfar-
endum blóm og tré og gangstéttir í
góðu ástandi. Þá er íbúðarhúsum og
húsum fyrirtækja vel við haldið.
Víkverji heimsótti fleiri bæi á Vest-
fjörðum í ferð sinni og bar Tálkna-
fjörður af hvað þetta varðar. Því
leikur honum forvitni
á að vita hvers vegna.
Hver svo sem skýr-
ingin er geta Tálkn-
firðingar verið stoltir
af bænum sínum – og
þá sérstaklega tjald-
stæðinu!
Víkverji kom einnig
við á Núpi í Dýrafirði
í sumar. Þar var áður
fjölmennur skóli með
heimavist í áraraðir.
Núna er þar rekið
hótel á sumrin en hús-
in standa auð á vet-
urna. Sömu sögu má
segja um Reykjanes-
skólann. Margir
heimavistarskólar heyra nú sögunni
til en þó hafa sumir þeirra fengið
nýtt hlutverk, t.d. Reykholtsskóli í
Borgarfirði og Reykjaskóli í Hrúta-
firði. En hvert er framtíðarhlutverk
Núpsskóla og Reykjanesskóla? Vík-
verja þykir mikil synd að staðirnir
breytist í draugabæi á veturna og
getur ekki ímyndað sér að gamlir
nemendur eða íbúar á svæðunum
séu sáttir. Heimamenn ættu að mati
Víkverja að taka sig saman og koma
með hugmyndir um framtíðarnýt-
ingu húsanna. Gamlir nemendur,
sem hafa taugar til skólanna, gætu
einnig lagt sitt hvað til málanna.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Faðir, gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem
ég hafði hjá þér, áður en heimur var til. (Jh. 17, 5.)
Edinborg | Mannskepnan hefur eitt og annað að lifibrauði, en þessi Skoti
sem Morgunblaðið rakst á í Edinborg í vikunni á sér líklega ekki marga
starfsbræður. Á pappanum stendur: „Á hvolfi og lít út eins og hálfviti, en mér
er alveg sama, svo fremi atriðið mitt kemur þér til að hlæja.“ Óhætt er að
segja að hann hafi náð takmarki sínu – vegfarendur á Princess Street, að-
algötu bæjarins neðan við kastalann, höfðu gaman af. Og þegar fólk henti
smámynt í dallinn við hlið pappaspjaldsins heyrðist kallað „Takk fyrir“ úr
fötunni. Skemmtilegt!
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Á hvolfi eins og hálfviti