Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Jói minn, nú ertu farinn frá okkur og fyrirvarinn var eng- inn. Það er sárt að missa góðan félaga og tengdaföður. Sem betur fer eru minningarnar margar og allar góðar því þú varst svo skemmtilegur mað- ur hvernig sem á stóð, líka þegar þú varst pirraður en það er hæfileiki sem fáir hafa. Ég man hvað það var gaman að horfa á ensku knattspyrnuna með þér og allar íþróttir því það skapaðist svo góð stemmning í kringum þig og fólk hreinlega sogaðist að þér. Við héldum báðir með Liverpool og markareglan sem við komum okkur JÓHANN HALLDÓRSSON ✝ Jóhann Hall-dórsson fæddist á Fáskrúðsfirði 24. október 1942. Hann lést að kvöldi mið- vikudagsins 18. ágúst síðastliðins og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 27. ágúst. upp var snilld, þ.e. bjór fyrir hvert mark sem okkar menn skoruðu. Það var líka fyndið þeg- ar við vorum að pæla í að halda með öðru liði sem skoraði að meðal- tali 4–6 mörk í leik því Poolararnir skoruðu ekki nógu mikið á tíma- bili Houlliers. En þegar þeir skoruðu var æðis- legt að vera nálægt þér þrátt fyrir olnboga- skotin föstu og mikið af marblettum á öxlinni, það var sko alveg þess virði. Þú varst greiðabesti náungi sem ég hef kynnst, aldrei neitt mál að hjálpa til eða redda hlutunum, óhemju duglegur og ósérhlífinn al- veg sama hvað var uppi á teningnum. Í haust hjálpaðir þú mér að setja nið- ur snúrustaur og það voru engin vettlingatök frekar en fyrri daginn og ég velti fyrir mér hvor var að hjálpa hvorum því þú gekkst svo rösklega til verks að ég var orðinn handlangari hjá þér en ekki öfugt eins og það átti að vera og svona var það alltaf. Það skemmdi ekki fyrir hvað það var gaman að brasa með þér, við gátum ruglað endalaust og þú varst með frábæran húmor. Fyrir nokkrum árum vorum við uppí Grenlæk ásamt fjöldskyldum okkar í mokveiði. Eftir tvo daga í læknnum var aflinn orðinn einhverj- ir 50–60 fiskar, öll búr full og komið að því að slátra á bakkanum. Í hama- ganginum misstir þú einn fisk út í lækinn en gerðir þér lítið fyrir, óðst út í á eftir honum og náðir honum, komst upp úr með kvikindið í hönd- unum, blautur upp í mitti. Lilla spurði þig hvort þú værir orðinn eitt- hvað ruglaður og hélt að það skipti ekki máli þó að einn fiskur slyppi þar sem svo margir voru eftir. Þú svar- aðir henni sallarólegur „Það er mis- jafnt hvað fólk leggur áherslu á í líf- inu“. Það er huggun harmi gegn að þú fékkst að fara á uppáhaldsstaðn- um þínum við uppáhaldsiðju þína –að veiða. Ég kveð þig með trega, elsku vin- ur, en minningarnar góðu hjálpa okkur öllum í sorginni. Hvíl í friði. Vignir Sigurðsson. Það sem lífið gefur mun lífið taka. Jói hennar Lillu er dáinn, var tekinn héðan. Það er svo margs að minnast þegar ég hugsa um Jóa. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að Jói og Lilla væru hluti af mínu lífi. Lengi vissi ég ekki betur en við værum náskyld en það vorum við ekki, bara skáskyld eins og ég skilgreindi það seinna. Jói og Lilla hafa verið vinir fjölskyld- unnar og systkina mömmu í fjóra áratugi. Jói var ætíð barnelskur og ég minnist þess sem krakki að hann sýndi okkur krökkunum svo mikinn áhuga og elsku og fannst við alltaf svo sniðug og dugleg. Þannig byggði hann undir stoðir sjálföryggis og frumkvæðis hjá okkur. Glaðværð, kjarkur, þor, dugnaður og gjafmildi eru orð sem koma í hug- ann þegar ég hugsa um Jóa. Í fjalla- ferðum var hann í essinu sínu og vildi helst stýra jeppanum beint upp jök- ulinn ef þess var nokkur kostur. Í veiði var hann slyngur veiðimaður og ég hélt sem krakki að Jói kynni að tala við fiska. Það var eins og ekkert stoppaði hann og í sumar þegar við mamma klifum fjallatoppa Mallorka með Lillu og Jóhönnu heyrðist oft í Jóhönnu: „Hann pabbi hefði sko fílað þetta,“ og það var rétt, Jói vildi helst vera á hæstu tindum eða með hafið í hendinni. Það voru svo margar fjalla- ferðir framundan í huga okkar þar sem Jói átti að vera með og Davíð Örn sonur minn getur ekki skilið hvernig svona maður eins og Jói get- ur dáið. Hinn 28. ágúst munum við Pétur gifta okkur og því miður verður Jói ekki með okkur þá, en ég veit að hug- ur hans verður hjá okkur. Í brúð- kaupsferðinni munum við fara til grísku eyjanna og þá munum við finna okkur eyjartanga og minnast Jóa hennar Lillu sem elskaði hafið og himininn. Elsku Lilla, megi guðinn ykkar veita þér styrk á þessum erfiðu tím- um. Anna Dóra, Jóhanna, Heimir og Birgitt, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Hann var heilsteyptur persónu- leiki og harðjaxl, einn af okkar nátt- úrusköpuðu athafnamönnum, sem vann hörðum höndum fyrir öllu sem hann gerði, einn af sæknustu útgerð- armönnum landsins, fyrst sem sjó- maður og skipstjóri og síðan útgerð- armaður.Hann var skemmtilegur og góður drengur, vinur vina sinna og lét ekki smámunina tefja fyrir. Hann var í fullum skrúða lífsgleði og at- hafnasemi þegar brotsjórinn stóri skall, steig öldu veraldarvafstursins með sínu lagi og svo kemur almættið manni enn einu sinni á óvart og skakkar leikinn öllum til harms, kall- ar ungan mann í blóma lífsins langt fyrir aldur fram. Jóhann Halldórsson var einn af einyrkjunum í útgerð, þessum dug- miklu sjómönnum og útgerðarmönn- um sem litu á starf sitt sem skyldu við samfélagið þótt oft heyrist annað í öfundartóninum. Unglingur vann Jói Halldórs öll venjuleg störf æsku- fólks í Eyjum. Það var aldrei hikað við að ræsa þegar þurfti og það hundsaði enginn ræsið í þá tíð. Hann var af vinnandi fólki kominn, bæði mamma hans og pabbi unnu við sjáv- arútveginn á landi og sjó og hugur- inn hneigðist fljótt að ævistarfinu sem átti fyrir honum að liggja. Ung hittust þau Jói og Lilla í Borgarhól, Aðalbjörg Bernódusdóttir, og ung hafa þau verið alla tíð í gegn um þykkt og þunnt, hörkudugleg með afkomendur af sömu gerð. Það kom ekkert af sjálfu sér að þau fóru í út- gerð. Á bak við það var vinna, vinna og aftur vinna, útsjónarsemi, áræði, áhyggjur þegar brældi á bankamið- unum og gleði þegar vel gekk. Einyrkjarnir hafa skipað þýðing- armikinn sess í atvinnusköpun á Ís- landi, því þeir hafa í rauninni verið ankerin í flestum byggðarlögum landsins með útgerðum sínum þótt þeir hafi oft þurft að sveigja til ým- issa átta til þess að lifa af. Einyrkj- arnir hafa líka verið hjálpsamastir að leggja hönd á plóginn fjárhagslega í margháttuðu félagsstarfi heima- byggðanna á landsbyggðinni. Samt hefur verið þrengt að þeim meira en flestum öðrum í fiskveiðistjórnunar- kerfinu og það verður að færa til betri vegar á ný, því ella fer illa fyrir mörgum byggðum. Jói Halldórs var dæmigerður fyrir þá útgerðarmenn sem dúkkulísurnar í landi, alvitrir blaðamenn og emb- ættismenn, leyfa sér að kalla sæ- fursta í niðrandi merkingu. Ef það væri í húmor væri það eðlilegt, en naggið er seigt undir pilsfaldi öfund- arinnar. Staðreyndin er sú að hjá þorra útgerðarmanna landsins er nánast um þjóðnýtingu að ræða, því sjónarmið þeirra er alltaf fyrst og fremst að gefast ekki upp í rekstr- inum, leiða til áframhaldandi at- vinnusköpunar og eðlilegrar endur- nýjunar, halda skuldunum í horfinu. En það eru margir þröskuldarnir í kerfinu og það er ekki í útgerðinni sem stórgróðinn liggur þótt því sé haldið á lofti. Hann liggur í bönkun- um, versluninni, tryggingum og olíu- félögum svo eitthvað sé nefnt, en samt láta þessir útgerðarmenn aldr- ei deigan síga. Þeirra hugsjón er haldreipið sjálft, starfið sem þeir völdu sér og sínum. Oft liggja útgerðarmenn undir ámæli fyrir að græða þótt þeir séu ekki hálfdrættingar miðað við þá sem hafa hvunndagsslipsin og ganga með ferðatölvur í handarkrikanum. En það er svo einkennilegt í þessu lífi að fólk, harðduglegt fólk, er oft gagnrýnt fyrir það sem það fær, en það er ekki gagnrýnt fyrir það sem það tapar. En aðalatriðið er að hafa gaman af þessu og Jói Halldórs hafði gaman af lífinu, gaman af að glíma við erfið- leikana og yfirstíga þá og útgerðin þeirra hjóna var rekin áfram af afli þeirra sem sjá alltaf von, alltaf tíru í gegn um mistrið. Dagsverkið hefur verið mikið og langt og mikils var að vænta þegar lífið kippti af leið. Það var alltaf hressandi að hitta Jóa, hann átti snarpa kaldhæðni á tungu sinni, en var samt svo hlýr og bjart- ur. Það er mikill söknuður að honum, sárt fyrir alla sem þekktu þennan mannkostamann. Hann var alltaf til í tuskið, til í að láta verkin tala og það vantar svoleiðis menn. En enginn má sköpum renna. Góður Guð gefi eftirlifandi ástvin- um og vinafjöld styrk til að mæta þessum brimsjó í lífsblíðunni. Megi Ísland áfram eiga menn eins og Jóa Halldórs, því á því byggist framtíð ís- lensks þjóðfélags. Þeir hafa dugað ís- lenskri framþróun best, heilsteyptu persónuleikarnir og harðjaxlarnir. Árni Johnsen. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, INGÓLFUR VIKTORSSON loftskeytamaður frá Flatey á Breiðafirði, Lynghaga 7, Reykjavík, lést mánudaginn 23. ágúst síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 31. ágúst kl. 13.30. Unnur Fenger, Ingólfur H. Ingólfsson, Bärbel Schmid, Jens Ingólfsson, Brynhildur Bergþórsdóttir, Viktor Arnar Ingólfsson, Valgerður Geirsdóttir, Guðmundur K.G. Kolka, Kristín Halla Sigurðardóttir, Guðni Ingólfsson, Sigrún Ámundadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.