Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN
30 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Þeir sem leggja leið sína til Ísa-
fjarðar eftir langt hlé eða hafa
jafnvel aldrei komið þangað áður
hljóta að undrast hve bærinn er
stæðilegur þrátt fyrir fámennið.
Mörg virðuleg hús frá því snemma
á öldinni sem leið er þar að sjá og
stórhýsi frá síðari tímum snúa út
að Pollinum, svo sem stjórnsýslu-
húsið og nýi spítalinn, en sjálfur
Pollurinn hefur verið rammaður
inn af breiðstræti á uppfyllingu í
fjörunni. Gamla spítalanum, sem að
sögn kunnugra var reistur á einu
ári á kreppuárunum, hefur aftur á
móti verið breytt í glæsilegt safna-
hús og er eins og höll að sjá jafnt
að innan sem utan. Búið er að lag-
færa aldagömul hús á Suðurtanga,
sem ásamt nýbyggingu í svipuðum
stíl mun hýsa safn eldri verkmenn-
ingar. Nýuppgert Silfurtorgið er
síðan góð umgjörð um mannlífið.
Þjóðin hefur ekki efni á að þess-
um merkisstað hnigni, en hann á í
vök að verjast eins og sést á því að
íbúar Ísafjarðar eru nú innan við
þrjú þúsund og að meðtöldum öll-
um bæjum frá Súðavík og Bolung-
arvík að Þingeyri aðeins liðlega
fimm þúsund. Erfiðum samgöngum
mun mest um að kenna, enda
blómstraði Ísafjörður snemma á 20.
öld þegar samgöngur á sjó voru
alls ráðandi.
Erfitt er úr að bæta og ekkert í
sigti er lyft gæti Grettistaki svip-
uðu því sem nú á sér stað á Aust-
urlandi. Eitt blasir þó við. End-
urgerður og klæddur vegur á
Vestfjörðum allan hringinn ásamt
jarðgöngum austan Hrafnseyr-
arheiðar myndi gjörbreyta aðstöðu
íbúanna og stórauka um leið að-
sókn ferðamanna, jafnt innlendra
sem erlendra. Þetta myndi auka
fjölbreytnina í ferðalögum innan-
lands og dreifa ferðalöngum betur
um landið. Einu þarf þó við að
bæta. Víða á Vestfjörðum er svo
bratt fram af vegum að vegrið eru
nauðsynleg, en þau vantar víða um
land og þá ekki síst þarna. Nú ber-
ast fréttir af vegriðum úr stálvír,
sem sögð munu verða ódýrari en
þau hefðbundnu og bindi heldur
ekki eins mikinn snjó. Vonandi
mun þetta auka öryggi þjóðveg-
anna.
Í öllu tali um styrkingu byggð-
anna er fátt sem er jafn árangurs-
ríkt og vegabætur. Á landinu eru
tveir landshlutar sem þurfa og geta
starfað sjálfstætt án þess að vera
bein áhrifasvæði „borgríkisins fyrir
sunnan“, en það eru Vestfirðir og
Norðaustur- og Austurland. Þeir
þurfa því að bindast sem best sam-
an innbyrðis, – auk samtengingar
alls landsins. Fátt er því mikilvæg-
ara í þessum málum öllum en áð-
urnefnd jarðgöng sem tengja sam-
an nyrðri og syðri byggðir
Vestfjarða, svo og göng undir
Vaðlaheiði, til að tryggja órofnar
heilsárssamgöngur norðaust-
anlands. Þessi verkefni er því mik-
ilvægt að fjármagna sérstaklega
svo að þau dragist ekki úr hömlu.
VALDIMAR KRISTINSSON,
Kirkjusandi 1,
Reykjavík.
Um Vestfirði o.fl.
Frá Valdimar Kristinssyni:
FASTEIGNASALA
HÁTÚNI 6a
SÍMI 512 1212 FAX 512 1213
Um er að ræða hlýlegt og fallegt hús á frábærum stað miðsvæðis í Reykja-
vík. Húsið er alls 146 fm, þar af 24,5 fm bílskúr, ásamt kjallara undir öllu
húsinu sem ekki er inní fm fjölda. Húsið skiptist í hæð, ris og kjallara.
Hæðin er með mikilli lofthæð, stóru svefnherbergi, tvær stofur, stórt eld-
hús og sérþvottahús. Hæðin er nýlega tekin í gegn á smekklegan hátt. Í
risi er íbúð sem er í útleigu, sér inngangur. Hluti að kjallara er nýttur sem
herbergi. Rúmgóður bílskúr fylgir eigninni. Verð 27 millj.
Þórir tekur vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl. 14-16.
KÁRASTÍGUR 5 - 101 REYKJAVÍK
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14 - 16
FASTEIGNASALA
HÁTÚNI 6a
SÍMI 512 1212 FAX 512 1213
STÓRGLÆSILEGT EINBÝLISHÚS Á SELTJARNARNESI
Erum með til sölu einstaklega vandað og vel við haldið ca 350 fm einbýlis-
hús, byggt 1990, við Grænumýri á Seltjarnarnesinu. Húsið skiptist í sex
svefnherbergi, þrjár stofur, glæsilega garðstofu, viðarverönd, fallegan garð
og rúmgott eldhús. Allar innréttingar og gólfefni er 1. flokks. Hitalögn í inn-
keyrslu. Bílskúr er ca 31 fm og innifalinn í fm-fjölda. Mjög gott skápapláss
í húsinu og mjög góðar geymslur. EINBÝLISHÚS Í TOPPSTANDI Á VIN-
SÆLUM STAÐ Á SELTJARNARNESINU. VERÐ 52 MILLJÓNIR.
ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR VEITIR
JÓNAS Á FOSS FASTEIGNASÖLU Í SÍMUM 512 1212 OG 896 2180.
SELTJARNARNES - EINBÝLI
GRÆNAMÝRI
FRAMNESVEGUR 29 - REYKJAVÍK
Góð 2ja herbergja íbúð á fyrstu
hæð. Eign í mjög góðu ástandi.
Íbúðin skiptist í hol, eldhús, stofu
og baðh. Laus strax.
Verð kr. 10.900.000.
Myndir af eigninni og fleiri upp-
lýsingar eru á Ásberg.is.
Hafnargata 27
Sími 421 1420 - Fax 421 5393
Netfang:
fasteign-Asberg@simi.is
Lindasmári 45 - 201 Kópavogur
Opið hús
Virkilega falleg 3ja herb. 90 fm íbúð
á jarðhæð í nýlega endurnýjuðu
fjölbýli. Hellulögð stétt til suðurs og
garður. Tvö svefnherbergi með
góðum skápum. Vandaðar sér-
smíðaðar innréttingar á eldhúsi og
baði. Massíft olíuborið eikarparket
á gólfum. Rólegt og gróið hverfi.
Verð 14,9 millj. 6663 Opið hús
verður í dag, sunnudag, milli kl.
16.00 og 17.00.
Hildur, sölumaður Foldar,
verður á staðnum.
Opið hús
Laugavegi 170, 2. hæð.
Opið virka daga kl. 8-17.
Sími 552 1400 Fax 552 1405
www.fold.is fold@fold.is
Þjónustusími eftir lokun er 694 1401
Engjavellir 5
Í sölu glæsilegt 3ja hæða fjölbýli með 30 íbúðum, 2ja-4ra herb.
Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna og með mjög vandaðar
innréttingar. Fjölbýlið er klætt að utan með áli. Sérinngangur í allar
íbúðir. Góð staðsetning. Traustur verktaki.
Verð og stærð:
2ja herb. 71,2 fm - 79,5 fm Verð frá kr. 12.200.000
3ja herb. 87,7 fm - 107,6 fm Verð frá kr. 14.100.000
4ra herb. 91,1 fm - 109,3 fm Verð frá kr. 14.700.000
Allar nánari upplýsingar og teikningar á skrifstofu
Fasteignastofunnar.
KJARRMÓAR 46 - OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL 14-16
Glæsilegt raðhús á þessum góða stað í Kjarrmóum,
mikið útsýni. Húsið er 140 fm og er bílskúrinn inni í
þeirri fermetratölu. Auk þess er 20 fm rými sem ekki
er inni í fermetratölunni. Skipting eignar: 3 svefnher-
bergi (möguleiki á því fjórða), geymsla, þvottahús,
baðherbergi, forstofa, stofa og borðstofa, eldhús,
sjónvarpshol, sérgarður og bílskúr. Góð gólfefni og
frábær staðsetning. Verð 25,5 millj. Halldóra og
Heimir bjóða ykkur velkomin.
VATNSSTÍGUR 5
- 2. HÆÐ -
101 REYKJAVÍK
Sími 594 5000 Fax 594 5001
Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir
Góð 3ja herb. 70 fm íbúð í 101
Reykjavík. Íbúðin er öll nýlega
standsett. Nýtt eldhús, bað og
gólfefni. Leyfi fyrir suðvestur
svölum. Fín eign í miðbænum.
Verð 12,5 millj.
Bogi, sími 895 6269, tekur vel á
móti fólki frá kl. 14-16 í dag.
Bílskúrshurðir
Iðnaðarhurðir
Sími 594 6000
Bæjarflöt 4, 112 R.vík