Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Þeir sem leggja leið sína til Ísa- fjarðar eftir langt hlé eða hafa jafnvel aldrei komið þangað áður hljóta að undrast hve bærinn er stæðilegur þrátt fyrir fámennið. Mörg virðuleg hús frá því snemma á öldinni sem leið er þar að sjá og stórhýsi frá síðari tímum snúa út að Pollinum, svo sem stjórnsýslu- húsið og nýi spítalinn, en sjálfur Pollurinn hefur verið rammaður inn af breiðstræti á uppfyllingu í fjörunni. Gamla spítalanum, sem að sögn kunnugra var reistur á einu ári á kreppuárunum, hefur aftur á móti verið breytt í glæsilegt safna- hús og er eins og höll að sjá jafnt að innan sem utan. Búið er að lag- færa aldagömul hús á Suðurtanga, sem ásamt nýbyggingu í svipuðum stíl mun hýsa safn eldri verkmenn- ingar. Nýuppgert Silfurtorgið er síðan góð umgjörð um mannlífið. Þjóðin hefur ekki efni á að þess- um merkisstað hnigni, en hann á í vök að verjast eins og sést á því að íbúar Ísafjarðar eru nú innan við þrjú þúsund og að meðtöldum öll- um bæjum frá Súðavík og Bolung- arvík að Þingeyri aðeins liðlega fimm þúsund. Erfiðum samgöngum mun mest um að kenna, enda blómstraði Ísafjörður snemma á 20. öld þegar samgöngur á sjó voru alls ráðandi. Erfitt er úr að bæta og ekkert í sigti er lyft gæti Grettistaki svip- uðu því sem nú á sér stað á Aust- urlandi. Eitt blasir þó við. End- urgerður og klæddur vegur á Vestfjörðum allan hringinn ásamt jarðgöngum austan Hrafnseyr- arheiðar myndi gjörbreyta aðstöðu íbúanna og stórauka um leið að- sókn ferðamanna, jafnt innlendra sem erlendra. Þetta myndi auka fjölbreytnina í ferðalögum innan- lands og dreifa ferðalöngum betur um landið. Einu þarf þó við að bæta. Víða á Vestfjörðum er svo bratt fram af vegum að vegrið eru nauðsynleg, en þau vantar víða um land og þá ekki síst þarna. Nú ber- ast fréttir af vegriðum úr stálvír, sem sögð munu verða ódýrari en þau hefðbundnu og bindi heldur ekki eins mikinn snjó. Vonandi mun þetta auka öryggi þjóðveg- anna. Í öllu tali um styrkingu byggð- anna er fátt sem er jafn árangurs- ríkt og vegabætur. Á landinu eru tveir landshlutar sem þurfa og geta starfað sjálfstætt án þess að vera bein áhrifasvæði „borgríkisins fyrir sunnan“, en það eru Vestfirðir og Norðaustur- og Austurland. Þeir þurfa því að bindast sem best sam- an innbyrðis, – auk samtengingar alls landsins. Fátt er því mikilvæg- ara í þessum málum öllum en áð- urnefnd jarðgöng sem tengja sam- an nyrðri og syðri byggðir Vestfjarða, svo og göng undir Vaðlaheiði, til að tryggja órofnar heilsárssamgöngur norðaust- anlands. Þessi verkefni er því mik- ilvægt að fjármagna sérstaklega svo að þau dragist ekki úr hömlu. VALDIMAR KRISTINSSON, Kirkjusandi 1, Reykjavík. Um Vestfirði o.fl. Frá Valdimar Kristinssyni: FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 Um er að ræða hlýlegt og fallegt hús á frábærum stað miðsvæðis í Reykja- vík. Húsið er alls 146 fm, þar af 24,5 fm bílskúr, ásamt kjallara undir öllu húsinu sem ekki er inní fm fjölda. Húsið skiptist í hæð, ris og kjallara. Hæðin er með mikilli lofthæð, stóru svefnherbergi, tvær stofur, stórt eld- hús og sérþvottahús. Hæðin er nýlega tekin í gegn á smekklegan hátt. Í risi er íbúð sem er í útleigu, sér inngangur. Hluti að kjallara er nýttur sem herbergi. Rúmgóður bílskúr fylgir eigninni. Verð 27 millj. Þórir tekur vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl. 14-16. KÁRASTÍGUR 5 - 101 REYKJAVÍK OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14 - 16 FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 STÓRGLÆSILEGT EINBÝLISHÚS Á SELTJARNARNESI Erum með til sölu einstaklega vandað og vel við haldið ca 350 fm einbýlis- hús, byggt 1990, við Grænumýri á Seltjarnarnesinu. Húsið skiptist í sex svefnherbergi, þrjár stofur, glæsilega garðstofu, viðarverönd, fallegan garð og rúmgott eldhús. Allar innréttingar og gólfefni er 1. flokks. Hitalögn í inn- keyrslu. Bílskúr er ca 31 fm og innifalinn í fm-fjölda. Mjög gott skápapláss í húsinu og mjög góðar geymslur. EINBÝLISHÚS Í TOPPSTANDI Á VIN- SÆLUM STAÐ Á SELTJARNARNESINU. VERÐ 52 MILLJÓNIR. ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR VEITIR JÓNAS Á FOSS FASTEIGNASÖLU Í SÍMUM 512 1212 OG 896 2180. SELTJARNARNES - EINBÝLI GRÆNAMÝRI FRAMNESVEGUR 29 - REYKJAVÍK Góð 2ja herbergja íbúð á fyrstu hæð. Eign í mjög góðu ástandi. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, stofu og baðh. Laus strax. Verð kr. 10.900.000. Myndir af eigninni og fleiri upp- lýsingar eru á Ásberg.is. Hafnargata 27 Sími 421 1420 - Fax 421 5393 Netfang: fasteign-Asberg@simi.is Lindasmári 45 - 201 Kópavogur Opið hús Virkilega falleg 3ja herb. 90 fm íbúð á jarðhæð í nýlega endurnýjuðu fjölbýli. Hellulögð stétt til suðurs og garður. Tvö svefnherbergi með góðum skápum. Vandaðar sér- smíðaðar innréttingar á eldhúsi og baði. Massíft olíuborið eikarparket á gólfum. Rólegt og gróið hverfi. Verð 14,9 millj. 6663 Opið hús verður í dag, sunnudag, milli kl. 16.00 og 17.00. Hildur, sölumaður Foldar, verður á staðnum. Opið hús Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400  Fax 552 1405 www.fold.is  fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401 Engjavellir 5 Í sölu glæsilegt 3ja hæða fjölbýli með 30 íbúðum, 2ja-4ra herb. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna og með mjög vandaðar innréttingar. Fjölbýlið er klætt að utan með áli. Sérinngangur í allar íbúðir. Góð staðsetning. Traustur verktaki. Verð og stærð: 2ja herb. 71,2 fm - 79,5 fm Verð frá kr. 12.200.000 3ja herb. 87,7 fm - 107,6 fm Verð frá kr. 14.100.000 4ra herb. 91,1 fm - 109,3 fm Verð frá kr. 14.700.000 Allar nánari upplýsingar og teikningar á skrifstofu Fasteignastofunnar. KJARRMÓAR 46 - OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL 14-16 Glæsilegt raðhús á þessum góða stað í Kjarrmóum, mikið útsýni. Húsið er 140 fm og er bílskúrinn inni í þeirri fermetratölu. Auk þess er 20 fm rými sem ekki er inni í fermetratölunni. Skipting eignar: 3 svefnher- bergi (möguleiki á því fjórða), geymsla, þvottahús, baðherbergi, forstofa, stofa og borðstofa, eldhús, sjónvarpshol, sérgarður og bílskúr. Góð gólfefni og frábær staðsetning. Verð 25,5 millj. Halldóra og Heimir bjóða ykkur velkomin. VATNSSTÍGUR 5 - 2. HÆÐ - 101 REYKJAVÍK Sími 594 5000 Fax 594 5001 Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir Góð 3ja herb. 70 fm íbúð í 101 Reykjavík. Íbúðin er öll nýlega standsett. Nýtt eldhús, bað og gólfefni. Leyfi fyrir suðvestur svölum. Fín eign í miðbænum. Verð 12,5 millj. Bogi, sími 895 6269, tekur vel á móti fólki frá kl. 14-16 í dag. Bílskúrshurðir Iðnaðarhurðir Sími 594 6000 Bæjarflöt 4, 112 R.vík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.