Morgunblaðið - 06.09.2004, Page 2

Morgunblaðið - 06.09.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FÓRNARLÖMB JARÐSETT Íbúar Beslan í Norður-Ossetíu jarðsettu í gær börn, foreldra og kennara sem létu lífið í skóla bæj- arins eftir að hryðjuverkamenn tóku þar hundruð manna í gíslingu. Vlad- ímír Pútín Rússlandsforseti við- urkenndi veikleika Rússa frammi fyrir hryðjuverkamönnum og lofaði víðtækum umbótum til að efla ör- yggisstofnanir landsins. Ræningi ófundinn Lögreglan í Reykjavík leitar enn manns á þrítugsaldri sem framdi vopnað rán í Hringbrautarapóteki á laugardagskvöld. Ógnaði hann starfsfólki með loftskammbyssu og hafði á brott með sér ávana- og fíkni- lyf. Apótekarinn reyndi að hlaupa ræningjann uppi en missti sjónar á honum. Áfall fyrir Schröder Þýskir jafnaðarmenn, flokkur Gerhards Schröders kanslara, galt mikið afhroð í kosningum til þings Saarlands í gær. Fylgi flokksins minnkaði um þriðjung og hefur ekki verið jafnlítið í Saarlandi frá 1960. Slegist um enska boltann Forsvarsmenn Norðurljósa áttu í viðræðum við eignarhaldsfélagið Fjörni um kaup á sýningarétti á enska boltanum hér á landi, þegar þeir fregnuðu fyrir helgi að Síminn hefði keypt félagið. Al-Duri í haldi í Írak? Forsætisráðuneytið í Írak sagði í gærkvöldi að íraskir þjóðvarðliðar hefðu handtekið mann sem kynni að vera Izzat Ibrahim al-Duri, nánasti samstarfsmaður Saddams Husseins áður en stjórn hans féll. Bankarnir endurfjármagna Hin nýju íbúðalán banka og spari- sjóða fara að mestu í endur- fjármögnun eldri og óhagstæðari lána en Íbúðalánasjóður mun verða umsvifamestur í veitingu nýrra lána til íbúðakaupa. Þetta kemur m.a. fram í Fasteignablaði Morgunblaðs- ins í dag. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Dagbók 30/32 Fréttaskýring 8 Myndasögur 30 Vesturland 12 Víkverji 30 Viðskipti 13 Staður og stund 32 Erlent 14/15 Menning 33/37 Daglegt líf 16 Af listum 35 Umræðan 18/22 Leikhús 33 Bréf 22 Bíó 34/37 Forystugrein 20 Ljósvakar 38 Minningar 23/27 Veður 39 Hestar 28 Staksteinar 40 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir kynningarblað um mbl.is. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl KAUPMÁTTUR launa hefur vaxið um rúman þriðjung á síðustu tæpum tíu árum. Sé litið til kaupmáttarþró- unarinnar frá því í ársbyrjun 1995 kemur í ljós að kaupmáttur hefur vaxið um um 37,2% á tímabilinu, samkvæmt mælingu kaupmáttar- vísitölu Hagstofu Íslands. Þá hefur kaupmáttur launa vaxið um 11,5% að meðaltali sl. tæp fimm ár. Þetta kemur í ljós þegar þróun launa annars vegar og verðlags hins vegar samkvæmt mælingum Hag- stofu Íslands er borin saman. Þannig kemur í ljós að laun hafa í krónutölu hækkað að meðaltali um rúmlega þriðjung það sem af er þessum ára- tug eða frá því í ársbyrjun 2000. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um fimmtung og hefur því kaupmáttur á tímabilinu aukist um 11,5%. Í janúar árið 2000 var launavísitalan 186,9 stig og hafði hækkað í 251,4 stig í júlí síðastliðnum samkvæmt nýjustu töl- um Hagstofunnar í þessum efnum, en það jafgngildir 34,5% hækkun á tímabilinu. Neysluverðsvísitalan var 195,5 stig í ársbyrjun 2000 og hafði hækk- að um 234,6 stig í júlímánuði sem jafngildir 20% hækkun á tímabilinu. Hagstofan reiknar einnig út sér- staka kaupmáttarvísitölu, þar sem vegin hefur verið saman hækkun launa síðustu fimmtán ár og hækkun verðlags sama tímabil. Kaupmáttar- vísitalan var í 79,8 í ársbyrjun 1995 fyrir tæpum tíu árum en var í júní síðastliðnum komin í 109,5 sem jafn- gildir 37,2% hækkun á tímabilinu. Kaupmáttur óx um þriðjung SENDIRÁÐ Rússlands á Íslandi verður með samúðarbók í sendi- ráðinu í dag og á morgun fyrir fólk sem vill lýsa yfir samúð sinni vegna atburðanna í Beslan í Norður- Osetíu þar sem fjöldi barna lét lífið í mannskæðustu gíslatöku í sögu Rússlands. Sendiráðið er á Túngötu 9 og verður opið almenningi frá 10–12 í dag og frá 13–15 á morgun, þriðju- dag. Samúðarbók í sendiráði Rússlands MÖRG dæmi voru þess um helgina að farsímaeigendur hér á landi fengu smáskilaboð, sms-skeyti, um að kveikja á kertum og setja þau út í glugga til að minnast barnanna sem fórust í gíslatökunni í bænum Beslan í N-Ossetíu í Rússlandi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði haft spurnir af þessum fjölda- símskeytum en ekkert útkall hafði orðið í gærkvöldi sem rekja mátti til kertaljósa. Varðstjóri hjá slökkviliðinu vildi hvetja fólk til að fara varlega með kerti í gluggum, einkum þar sem gardínur geta blaktað við opin fög. Hvatt til kerta- ljósa í gluggum RÚMLEGA tvö hundruð manns lögðu leið sína í Sundlaug Kópa- vogs í gær og tóku þátt í Kópavogs- sundinu. Þetta er í ellefta sinn sem boðið er upp á þennan viðburð en það eru sunddeild Breiðabliks, Íþrótta- og tómstundaráð Kópa- vogs og Sundlaugin í Kópavogi sem sjá um skipulagningu. Þátttakendur syntu ýmist 500, 1000 eða 1500 metra en auk þess var boðið upp á Viðeyjarsund og Drangeyjarsund en hið fyrrnefnda er 3,9 km og hið síðarnefnda 6,8 km. Að synda þessar vegalengdir jafnast á við að hlaupa hálfmaraþon eða maraþon. Morgunblaðið/Golli Rúmlega 200 manns syntu Kópavogssund MÓÐIR tveggja íslenskra pilta, sem staddir eru hjá föður sínum í bænum Wellington í Palm Beach-sýslu í Flórída, hefur ekkert heyrt frá son- um sínum síðan á laugardag. Felli- bylurinn Frances reið yfir skagann um helgina mjög nálægt Wellington og hefur bærinn verið rafmagns- og símasambandslaus síðan. Rammgerðir stálflekar settir fyrir gluggana Hjördís Vilhjálmsdóttir vonast til þess að ekkert hafi komið fyrir syni sína, 18 ára tvíbura sem stunda nám og íshokkíæfingar í Flórída. Hún segist í samtali við Morgunblaðið hafa andað léttar eftir símtal á lög- reglustöð í Palm Beach-sýslu síðdeg- is í gær, þar sem fullyrt var að lág- markstjón hefði orðið í Wellington og engar tilkynningar borist þaðan um slys á fólki. Þegar Hjördís heyrði síðast í son- um sínum um miðjan dag á laugar- dag hafði fellibylurinn þá um nóttina náð að rífa stórt tré í garði föður þeirra upp frá rótum og tréð fokið burtu í veðurofsanum. Um nóttina hafði rafmagn farið af bænum og skipun um útgöngubann verið gefin út til íbúanna, enda var von á að miðja fellibylsins færi yfir bæinn. Hjördís segir föður þeirra hafa bú- ið á þessum slóðum í Flórída í tólf ár og aldrei þurft að grípa til ráðstafana eins og að negla fyrir alla glugga. Að þessu sinni hafi rammgerðir stálflek- ar verið settir fyrir gluggana. Hún segir fellibylinn greinilega hafa verið mjög staðbundinn því föðurbróðir strákanna, sem hún náði símsam- bandi við, varð ekki var við óveðrið, staddur um 100 kílómetrum frá Wellington. Vonast hún til þess að ná sambandi við synina í dag þegar veðrið á að hafa gengið niður í bili. Flogið til Orlando í dag Flugvöllurinn í Orlando var opn- aður á ný í nótt og að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, verður áætlunarflug Ice- landair til Orlando samkvæmt áætl- un í dag. Ein ferð verður farin og þá um leið sóttir þeir 160–170 farþegar sem komust ekki burtu fyrir helgi vegna fellibylsins. Flestir farþeg- anna voru af áfangastöðum félagsins í Evrópu, flestir frá Skotlandi, en ís- lenskir farþegar voru um 30. Ein- hverjir þeirra fóru til Íslands í gær frá Baltimore. Frances veldur aðstandendum Íslendinga áhyggjum Ekkert símasamband í tvo daga til Flórída RÉTTAÐ var í gær í Hraunsrétt í Aðaldal og var þar margt fólk saman komið til þess að sjá og draga féð. Hraunsrétt var lengi önnur stærsta skilarétt norðan- lands og þar hefur verið réttað í meira en hundrað og sjötíu ár. Þessi vinsæli samkomustaður Aðaldælinga og fleiri Þingeyinga hefur alltaf sitt aðdráttarafl og unga fólkið hjálpar til eftir því sem það getur. Frænkurnar Hulda Ósk og Sigríður sögðu gaman að vera í réttinni, þær væru búnar að finna mörg lömb og ekkert væri erfitt að draga þau. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Gimbrin tekin föstum tökum Aðaldal. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.