Morgunblaðið - 06.09.2004, Qupperneq 4
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segist fyrst hafa frétt af kaupum Sím-
ans á Skjá einum í fréttum fjölmiðla.
Hann sé ekki enn kominn til starfa eft-
ir veikindin og hafi ekki verið að
skipta sér af þjóðlífinu með nokkrum
hætti á bataveginum. Aðspurður
hvort hann telji þetta samrýmast
rekstri Símans virðist honum að Sím-
inn sé að gæta hagsmuna sinna. Þetta
sé fjölmiðlunarfyrirtæki að ein-
hverjum hluta. Hins vegar verði að spyrja stjórnendur
fyrirtækisins nánar út í hvernig þetta bar að því hann
hafi ekki sett sig inn í málið í einstökum atriðum. Geir H.
Haarde fjármálaráðherra fer með 99% hlut ríkisins í Sím-
anum.
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sem verið hef-
ur erlendis síðustu daga, vildi ekki tjá sig um málið í gær.
Heyrði af kaupum
Símans í fréttum
Davíð Oddsson
Forsætisráðherra
Leitað að ræn-
ingja eftir vopn-
að rán í apóteki
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglan var skjót á vettvang þegar tilkynnt var um ránið í Hringbrautar-
apóteki. Vöktuðu lögreglumenn ránsstaðinn á meðan rannsókn fór fram.
LÖGREGLAN leitaði enn í gær-
kvöldi ungs manns sem framdi vopn-
að rán í Hringbrautarapóteki í
gamla JL-húsinu um sjöleytið á
laugardagskvöld. Myndir náðust af
manninum á öryggismyndavélar
apóteksins en á leiðinni út tók hann
ofan lambhúshettu. Veifaði hann
loftskammbyssu, ógnaði starfsfólk-
inu og krafðist þess að fá ávana- og
fíknilyf. Hafði hann á brott með sér
úr hillum nokkurt magn lyfja, sam-
kvæmt upplýsingum lögreglunnar í
Reykjavík.
Vitni sáu til ræningjans fara upp í
bíl sem beið hans skammt frá apó-
tekinu. Lögreglan vildi ekki stað-
festa þær upplýsingar blaðsins og
sagði rannsókn málsins síðdegis í
gær vera á viðkvæmu stigi.
Fjölmennt lið lögreglu var sent á
staðinn þegar tilkynnt var um ránið
og vegna vopnsins hafði hún tals-
verðan viðbúnað. Leit að ræningjan-
um hófst þegar í stað í vesturbænum
og víðar um borgina en sem fyrr seg-
ir hafði hún ekki borið árangur í
gærkvöldi.
Jón Ingvarsson, lyfsali í Hring-
brautarapóteki, stóð vaktina í fyrra-
kvöld ásamt þremur starfsmönnum
sínum þegar ræninginn æddi inn í
apótekið veifandi byssunni og með
hettu á höfði sér. Jón segir manninn
hafa haft í hótunum við starfsfólkið
og skipað því að útvega sér ávana- og
fíknilyf. Nokkrir viðskiptavinir voru
í apótekinu þegar þetta gerðist, að
sögn Jóns.
Hljóp á eftir ræningjanum
Maðurinn, sem talið er að sé á þrí-
tugsaldri, náði sjálfur að hrifsa
nokkur lyf úr hillum og hljóp svo út.
Á útleið tók hann ofan lambhúshett-
una.
Jón segist hafa reynt að elta
manninn uppi en misst sjónar af hon-
um. Síðar hafi hann heyrt að mað-
urinn hafi farið upp í bíl sem virðist
hafa beðið eftir honum í nágrenninu.
Aðspurður segir Jón að rán hafi
ekki áður verið framið í Hringbraut-
arapóteki. Öryggismál séu í stöðugri
endurskoðun en vonandi muni
myndir úr öryggismyndavélunum,
átta talsins, koma lögreglunni til
góða.
Hótaði starfsfólki með loftskammbyssu og
hafði á brott með sér ávana- og fíknilyf
FRÉTTIR
4 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin til Portúgal þann 14. september
á hreint ótrúlegum kjörum. Njóttu frísins á Algarve, vinsælasta
áfangastaðar Portúgal við frá-
bærar aðstæður um leið og þú
nýtur traustrar þjónustu fararstjóra
Heimsferða í fríinu. Þú bókar
núna, tryggir þér síðustu sætin og
3 dögum fyrir brottför færðu að
vita á hvaða gististað þú býrð.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð kr. 19.990
Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1.
Verð kr. 29.995
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug,
gisting, skattar. vikuferð, 14. september.
Stökktutilboð, netverð.
Verð kr. 39.990
M.v. 2 í stúdíó/íbúð, vikuferð, netverð.
Símabókunargjald kr. 2.000 á mann.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Stökktu til
Portúgal
14. september
frá kr. 19.990
FULLTRÚAR Norðurljósa áttu í viðræðum við for-
svarsmenn Fjörnis ehf. um kaup á Íslensku sjónvarpi,
sem á sýningarréttinn á enska fótboltanum hér á landi,
þegar samkomulag náðist um sölu eignarhaldsfélagsins
til Símans. Fjörnir á einnig rúm 26% hlut í Skjá einum
og segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórn-
arformaður Norðurljósa, það hafa komið til greina að
kaupa þann hluta einnig. Forsvarsmönnum Fjörnis hafi
verið umhugað um fjárhagsstöðu Skjás eins og viðræð-
urnar komust ekki svo langt áður hluturinn var seldur.
Skarphéðinn Berg segist hafa frétt af samkomulagi
Fjörnis og Símans á föstudaginn og haft samband við
þá, sem tóku þátt í viðræðunum, til að spyrja hvort rétt
væri. Svo reyndist vera. Hann segir það af og frá að
hringt hefði verið í kjölfarið í stjórnendur Landsbank-
ans, helsta lánardrottin Skjás eins, til að koma í veg fyr-
ir þessi viðskipti, eins og hefði komið fram í Morg-
unblaðinu á laugardaginn.
Óeðlileg fjárfesting
Sigurði G. Guðjónssyni, útvarpsstjóra Íslenska út-
varpsfélagsins, sem er í eigu Norðurljósa, finnst óeðli-
legt hve Síminn fjárfesti mikið í sjónvarpsrekstri fyrir
tekjur af öðrum rekstri. Vill hann að samkeppnisyfirvöld
fari yfir málið og kanni hvort Síminn geti orðið þetta
stór aðili á fjölmiðlamarkaðnum.
Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppn-
issviðs Samkeppnisstofnunar, hefur verið erlendis síð-
ustu daga og þekkir málið ekki í einstökum atriðum.
Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið gera ráð fyrir
að kaup Símans á Fjörni, og þar af leiðandi í Skjá einum,
væri af þeim toga að stofnunin myndi skoða það. Í því
fælist ekki að eitthvað væri athugavert við þessi við-
skipti.
Stjórnendur Símans lýsa furðu sinni
á ummælum stjórnarformanns Norðurljósa
Í yfirlýsingu frá stjórnendum Símans í gær segir það
vekja fullkomna furðu að Skarphéðinn Berg segi í fjöl-
miðlum að ekkert verði af samstarfi Norðurljósa og Sím-
ans um uppbyggingu á stafrænu sjónvarpsdreifikerfi
vegna þessara kaupa á Skjá einum. Norðurljós hafi slitið
samstarfinu nokkrum mánuðum áður en af kaupunum
varð. Ennfremur hafi Norðurljós nýlega kynnt áform
sínum um stafrænt sjónvarp um eigið dreifikerfi.
Skarphéðinn Berg segir rétt að viðræðunum hafi verið
slitið snemma í sumar og nefnir tæknilegar ástæður fyr-
ir því. Norðurljós fari að sjálfsögðu ekki í samstarf við
Símann um þróun og uppbyggingu á stafrænni tækni í
gegnum símalínur þegar fyrirtækið er stærsti hluthafinn
í Skjá einum, sem sé keppinautur þeirra. Ef hann hefði
sleppt því hefði samstarf vafalaust náðst því þessi tækni
muni koma. Þeir ráði engu um það og sjónvarp muni í
framtíðinni fara inn á símakerfið.
„Ég held að þessi ákvörðun sé ekki síður pólitísk en
viðskiptaleg,“ segir Skarphéðinn Berg og sér ekki við-
skiptahugmyndina á bak við þessi kaup. Síminn útiloki
sig um leið frá samstarfi við önnur fjölmiðlafyrirtæki.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, segir á heimasíðu sinni það einmitt hafa verið höf-
uðrökin fyrir því að einkavæða Landssímann að ríkisfyr-
irtækið geti illilega starfað á samkeppnismarkaði, þar
sem það eigi í samkeppni við fyrirtæki sem einstaklingar
hafi byggt upp með sínum fjármunum.
Segir hann kostulegt að hlýða á þá aðila sem „væli“
núna en gengu harðast fram gegn fjölmiðlafrumvörpum
ríkisstjórnarinnar. Það hefði komið í veg fyrir þessi við-
skipti.
Einar Kristinn segir að ef það er á annað borð arð-
vænlegt að fjárfesta í Skjá einum verði það ekki til þess
að minna sé hægt að leggja til annarra verka, svo sem
uppbyggingu dreifikerfis.
Einar K.
Guðfinnsson
Guðmundur
Sigurðsson
Skarphéðinn Berg
Steinarsson
Skarphéðinn Berg Steinarsson segir kaup Símans pólitísk
Norðurljós slitu samstarfi
við Símann fyrr í sumar
MEÐLIMIR Hugarafls, Auður Ax-
elsdóttir og Bergþór Grétar Böðv-
arsson, áttu fund með Ólafi Ragnari
Grímssyni, forseta Íslands, á Bessa-
stöðum á dögunum. Auður og Berg-
þór kynntu fyrir forsetanum hug-
myndir og framtíðarsýn Hugarafls
en eitt af meginmarkmiðum félags-
ins er að efla þjónustu við geðfatlaða
og stuðla að því að fólk sem þarf að
nota þjónustuna geti haft áhrif á
hana með ýmsum hætti. Hugarafl
var stofnað fyrir tæpu ári af fólki
sem hefur átt við geðræn vandamál
að stríða en er nú á batavegi.
Heimsóttu
forseta
Íslands
Morgunblaðið/Sverrir
JÓHANN Hjartarson bar sig-
ur úr býtum á minningarskák-
móti um Guðmund Arnlaugs-
son, fyrrverandi rektor
Menntaskólans við Hamrahlíð,
í gær. Þetta er í áttunda sinn
sem mótið er haldið og líkt og
áður tóku flestir af sterkustu
skákmönnum þjóðarinnar þátt.
Tefldar voru sjö umferðir og
hver skák var 2x5 mínútur.
Helgi Ólafsson varð annar og
Jón Viktor Gunnarsson þriðji.
Jóhann vann
minningar-
skákmótið