Morgunblaðið - 06.09.2004, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 06.09.2004, Qupperneq 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 7 SÍÐASTA haft Fáskrúðsfjarðar- ganga var sprengt á laugardag. Að- eins 18 cm mismunur reyndist á mætingu ganganna og voru Ístaks- menn að vonum ánægðir með áfang- ann, enda tveimur mánuðum á und- an áætlun með verkið. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra kveikti í tundrinu að síð- ustu færunni, sem var tæplega 4 metra þykk og 280 rúmmetrar. 700 kg af sprengiefni í 110 hvell- hettustykkjum voru notuð til að brjótast í gegn. Næsta skref er styrking á jarðgöngunum Sturlu til aðstoðar voru sprengju- mennirnir Helgi Mar Friðriksson og Björgvin Guðmundsson. Aðeins eitt alvarlegt slys hefur orðið í göng- unum frá byrjun, en það var þegar Björgvin fékk bjarg í bakið í nóv- ember á síðasta ári og slasaðist mik- ið. Hann er enn að jafna sig en þó byrjaður að vinna. „Þetta er hátíð- isdagur hjá okkur Ístaksmönnum,“ sagði Ásgeir Loftsson, staðarstjóri og verkfræðingur, eftir að göngin opnuðust. „Við höfum unnið við þetta í fimmtán mánuði og mál að komast í gegn. Næstu skref eru end- anleg styrking á göngunum, vatns- lagnir og vegagerð, auk rafmagns. Setja þarf viftur í göngin og lýsingu og malbika veginn.“ Friðmælst við fjallið „Við höfum djöflast á þessu fjalli í 15 mánuði og sprengt 1.300 sinnum“ sagði Loftur Ásgeirsson, forstjóri Ístaks, við um 150 veislugesti í miðju fjalli eftir að göngin höfðu náð sam- an. „Við höfum sprengt fjórum sinn- um á sólarhring, svo lítill friður hef- ur verið í fjallinu. Ef svo skyldi vera að einhverjir íbúar séu hér fyrir, hafa þeir ekki átt svefnsamt síðustu mánuðina. Ég vil því friðmælast við bæði fjallið og íbúa þess og skála við þá.“ Að svo búnu var koníaki hellt á stórgrýtið úr síðustu færunni og gestum í framhaldi af því boðið til veislu. Steindór Óli Ólason, yfirverkstjóri við göngin, sagði síðustu færuna hafa verið sprengda í fjallinu 2,8 km Reyðarfjarðarmegin og að 1 km af bergi væri ofan við hana. Hann segir 1,5% halla á veginum gegnum göngin. „30 metra hæð- armunur er á veginum, hann er hærri á Fáskrúðsfirði. U.þ.b. 1 km frá Fáskrúðsfirði er svokölluð há- bunga og byrjar að halla niður þar. Þetta er upp á að fá vatnið sjálfrenn- andi út.“ Sigur jarðgangamannsins Steindór segir að steypusprautun á nýsprengt berg hafi gert gæfu- muninn við vinnuna, því mikil spenna í fjallinu og lélegt berg hafi valdið vandræðum á köflum. Spraut- að hafi verið allt að 300 mm þykkt á bergveggina, en í fyrstu umferð séu menn vanalega með um 40 mm þykkt. „Að komast í gegnum fjallið er tvímælalaust sigur jarðganga- mannsins,“ sagði Steindór og kvað mannskapinn ánægðan með gott verk. Fáskrúðsfjarðargöng eru 5,7 km að lengd og 5,9 km með vegskálum. Samgönguráðherra sprengdi síðasta haft Fáskrúðsfjarðarganga tveimur mánuðum á undan áætlun Hátíðisdagur hjá Ístaksmönnum Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Helgi Mar Friðriksson og Björgvin Guðmundsson sprengjumenn leiðbeina Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra um hvernig eigi að bera sig að við að skjóta síðasta haftið úr veggöngunum. Hann tendraði 700 kg af sprengi- efni og hafði 4 mín. til að komast út úr göngunum áður en haftið sprakk. Reyðarfirði. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.