Morgunblaðið - 06.09.2004, Side 17

Morgunblaðið - 06.09.2004, Side 17
GJÖF SÆNSKRA GLERLISTAMANNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 17 Sextíu og þrjú sænskglerlistaverk verða ásýningu sem opnuðverður á morgun í Listasafni Íslands. Munirnir á sýningunni eru gjöf sænskra glerlistamanna til íslensku þjóðarinnar. Það er Karl Gústaf Svíakon- ungur sem opnar sýninguna en von er á honum í opinbera heimsókn til landsins á morg- un. Hann mun einnig afhenda Hönnunarsafni Íslands möppu með 63 gjafabréfum lista- mannanna. Hugmyndin að glergjöfinni á sér þó talsvert lengri aðdrag- anda en heimsókn Svíakon- ungs. „Þetta byrjaði allt fyrir tveimur og hálfu ári þegar ég var að sýna Aðalsteini Ingólfs- syni, forstöðumanni Hönn- unarsafns Íslands, Glerríkið í Smálöndum í Svíþjóð,“ segir Christina Nilroth, sem átti frumkvæðið að gjöfinni og hef- ur stýrt verkefninu frá upp- hafi. „Aðalsteinn nefndi að hann sæi fyrir sér að hægt væri að útbúa herbergi á Hönnunarsafninu með sænskri glerlist, einmitt vegna þess að sænsk glerlist er ekki sérstaklega þekkt á Íslandi og þá fæddist þessi hugmynd.“ Í upphafi setti Christina sér það markmið að safna saman 20 glerlistaverkum en fljótlega urðu þau mun fleiri. „Ég varð svo hugfangin af verkefninu að ég gat ekki hætt og leitaði allt- af uppi nýja og nýja listamenn. Á endanum var ég komin með 51 listamann og 63 listaverk og þá hugsaði ég með mér að nú yrði ég bara að hætta.“ Hún bætir því við að í raun hefðu listaverkin getað orðið mun fleiri því færri hafi komist að með verk sín en vildu. Þekktir og minna þekktir listamenn Viðbrögð listamannanna voru eftir þessu ákaflega já- kvæð. „Ég hef fengið mjög al- úðlegar móttökur þannig að nánast allir sem ég hef hitt hafa orðið persónulegir vinir mínir,“ segir Christina. „Ég held að það hafi skipt miklu máli í því sambandi að ég er ekki sjálf glerlistamaður. Ég kem eiginlega frá atvinnulífinu þannig að listamennirnir hafa ekki upplifað mig sem ógn á nokkurn hátt heldur sem manneskju sem er að reyna að gera það besta úr þessari hug- mynd fyrir alla.“ Christina segir gjöfina gefa góðan þverskurð af sænskri glerlist. Þar séu að finna verk gerð undir merkjum stórra glerframleiðenda, sem hafa fjöldann allan af listamönnum á sínum snærum, en einnig listaverk frá sjálfstætt starf- andi listamönnum. „Það varð metnaðarmál hjá mér að sýna alla breiddina. Ég vildi fá inn mismunandi stíla og listform og að verkin kæmu frá allri Svíþjóð. Síðan vildi ég hafa verk eftir u.þ.b. jafn margar konur og karla og eftir fólk á mismunandi aldri þannig að þau myndu endurspegla bæði þá sem eru orðnir þekktir fyrir list sína sem og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á lista- brautinni.“ Það er Tom Hedqvist, skóla- stjóri Beckmans-hönnunarhá- skólans í Stokkhólmi, sem setti sýninguna upp í Listasafni Ís- lands en hún stendur til 17. september. Eftir það er hug- myndin að gripirnir verði varð- veittir á Hönnunarsafni Ís- lands í Garðabæ. Þar sem húsnæði safnsins er lítið verð- ur hins vegar einungis hluti listaverkanna uppi við hverju sinni. Reyndar segir Christina að vonast sé til að gler- listagjöfin verði til þess að opna augu ráðamanna fyrir því að Hönnunarsafn Íslands þurfi á stærra húsnæði að halda. Tíu gefendanna munu koma til landsins til að vera við- staddir opnunina á morgun, annars vegar í boði Sænska sendiráðsins á Íslandi og hins vegar í boði KB banka. Bank- inn er einn aðalstyrktaraðili verkefnisins og gerði það m.a. kleift að flytja verkin til lands- ins. Enn blásið í stálpípur við eldofna Þeir listamenn eru þó enn fleiri sem verða í Svíþjóð þeg- ar sýningin verður opnuð. Meðal þeirra eru Ann Wåhl- ström, Lena Bergström og Martti Rytkönen. Þau eru öll starfandi fyrir Orrefors Kosta Boda AB, sem er samsteypu- fyrirtæki tveggja þekktustu glermerkjanna í Svíþjóð. „Allt glerið sem er framleitt af Orrefors Kosta Boda kemur frá sama landsvæði í Smálönd- um,“ útskýrir Ann og bætir við að áður hafi landið verið krökkt af litlum glerframleið- endum þótt flestir þeirra hafi verið staðsettir í Smálöndum. Hefðin fyrir glerlist er enda löng í Svíþjóð en hana má rekja aftur til 18. aldar. „Þá var notkunarsviðið reyndar annað,“ segir Ann. Þannig hafi glergerð fyrst og fremst snúist um að framleiða nytjahluti en ekki listverk. „Ég hef m.a.s. séð þakskífu gerða úr gleri frá þessum tíma,“ heldur hún áfram en Lena bætir um bet- ur: „Ég hef séð rafgeymi úr gleri...“„...já og flöskur og dós- ir,“ botnar Martti. „En síðan plastið kom til sögunnar höf- um við ekki mikla þörf fyrir glerdósir!“ Þau benda á að tæknin hafi lítið sem ekkert breyst frá upphafi glermunagerðar í Sví- þjóð. Þannig sé enn blásið í stálpípur við eldofna. „Margir verða mjög undrandi þegar þeir koma í heimsókn á vinnu- stofurnar og sjá þetta því þeir hafa staðið í þeirri trú að fram- leiðslan fari öll fram í vélum,“ segir Lena. „Vissulega eru til vélar sem sjá um hluta fram- leiðslunnar en við erum líka að blása í gler í gegnum pípur.“ Ann heldur áfram: „Ég vona að við hættum aldrei að blása í gler því það er svo uppruna- legt – öll sagan liggur í því.“ Sérstaðan liggur í listaverkunum Þau segja oft á tíðum erfitt að lifa af glerlist í Svíþjóð. „Það eru ekki margir sem eru í sömu aðstöðu og við að vera í svo nánu samstarfi við stóru glerframleiðendurna,“ segir Lena. „Flestir eiga eigin verk- stæði og vinna á eigin vegum.“ Stóru framleiðendurnir byggja framleiðslu sína á nokkuð breiðu úrvali að þeirra sögn þar sem hvorutveggja er unnið með muni, sem flokkast til hreinna glerlistaverka og markaðsvænni nytjahluti. „Það gengur kannski ekki að lifa á því allra sérstæðasta þótt við myndum gjarnan vilja það. En kannski þurfum við að fara að þrýsta meira á um að fá að vinna að listverkunum ein- göngu því það er fyrst og fremst í þeim sem okkar sér- staða liggur miðað við hina stóru veröld þar sem gler- framleiðendur eru mjög dug- legir við fjöldaframleiðslu.“ Í tilefni af glergjöfinni hefur verið gefin út tæplega 200 blaðsíðna bók. Í henni er sagt frá því hvernig verkefnið varð að veruleika og gerð er grein fyrir glerlist og gleriðnaði í Svíþjóð. Textinn í bókinni er á þremur tungumálum; ís- lensku, sænsku og ensku. Þá er þar að finna myndir af öll- um 63 listaverkunum. „Þannig verður eitthvað eftir hér í Sví- þjóð þegar glerverkin eru far- in til Íslands,“ segir Christina að lokum. „Ég hugsaði sem svo að fyrst ég hafði bara tækifæri til að gefa eitt listaverk fannst mér að það þyrfti að vera svolítið sérstakt,“ segir Ann um listaverk sitt sem er frá árinu 1998. Hún segir í því að finna beina tengingu við Ísland. „Á þessum tíma var ég mjög upptekin af veröld hafsins og varð fyrir áhrifum bæði frá heitu og köldu vatni. Þá gerði ég þetta verk sem kallast Kaskelott. Í því má sjá áhrif frá hvölum og þess vegna fannst mér upplagt að það verk færi til Íslands.“ „Ég hef unnið mikið með andstæður: glært og lit, eða hvítt og svart,“ segir Lena um listaverk sitt Flovers sem er frá árinu 2001. „Þetta er blanda af orðinu Flower og Lovers. Ég hef alltaf vor- kennt stórum vösum af því að þeir eru svolítið einmana og þess vegna hef ég yfirleitt tvo vasa saman sem faðma hvor annan. Ég valdi hvítt og rautt til að senda til Íslands því að hvíti liturinn stendur fyrir snjóinn, frískleika og veturinn sem mér finnst heyra til á Íslandi en rauða litinn af því að ég eyddi átta árum í að finna rétta rauða tóninn sem á að tákna kær- leikann.“ Uninvited heitir þetta listaverk sem Martti gerði í fyrra: „Ég vinn mikið með litlar sögur í listgler og það er jú löng hefð fyrir dularfullum sögum um tröll og vætti á Íslandi. Þessi saga er um veislu sem er í fullum gangi en manni er ekki boð- ið í. Áhorfandinn stendur fyrir utan gluggann á laugardags- kvöldi og heyrir hlátur og læti berast út en fær ekki að taka þátt heldur bara að virða veisluna fyrir sér utanfrá.“ Morgunblaðið/Bergþóra Njála Í sýningarsal Kosta Boda í Stokkhólmi. Fremst er frumkvöðullinn Christina Nilroth en fyrir aftan glerlistamennirnir (f.v.) Martti Rytkönen, Ann Wåhlström og Lena Bergström sem öll starfa fyrir glerframleiðandann Orrefors Kosta Boda. Sagan liggur í glerblæstrinum Svíakonungur opnar sýningu á gjöf sænskra glerlistamanna ben@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.