Morgunblaðið - 06.09.2004, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 06.09.2004, Qupperneq 36
36 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8, og 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.20 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 Ísl tal. ÁLFABAKKI kl. 8 B.i 14 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 10. B.i 14 ára. Þeir hefðu átt að láta hann í friði. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 3.30, 5.40, 8 OG 10.20. Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.40.Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 6. S.V. Mbl.  HP. Kvikmyndir.com S.V. Mbl.  HP. Kvikmyndir.com ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. b.i. 12 ára Kemur steiktasta grínmynd ársins SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA. I I I I Í I I .  G.E. Ísland í bítið/Stöð 2  Kvikmyndir.com S.K., Skonrokk  Ó.H.T Rás 3.  Ó.H.T Rás 3.  STÓRSKEMMTILEG Ó.H.T Rás 2 3 dagar eftir  STÓRSKEMMTILEG Ó.H.T Rás 2Frá höfundum Kids sýnd kl. 6.sýnd kl. 8.sýnd kl. 10.sýnd kl. 8.sýnd kl. 6. sýnd kl. 8 sýnd kl. 8 og 10sýnd kl. 10. Sigurjón Sighvatsson fram-leiðir dramatísku spennu-myndina A Little Trip toHeaven ásamt leikstjór- anum Baltasar Kormáki, en hann er landsþekktur og hefur lengi starfað sem kvikmyndaframleiðandi í Holly- wood. Eins og greint hefur verið frá fara þekktar Hollywood-stjörnur með helstu hlutverk, Forest Whit- aker, Julia Stiles, Jeremy Renner og Peter Coyote, auk þess sem fjöl- margir virtir breskir leikarar koma við sögu. Morgunblaðið ræddi við Sigurjón á tökustað í Austur-Landeyjum en þar fóru fram útitökur og búið var að breyta landnámsbænum Steinmóð- arbæ í hús á sléttum Ameríku. „Þetta er alþjóðlegt verkefni en fyrst og fremst er myndin seld sem amerísk mynd. Það er ekkert að því að selja þýskar, íslenskar eða bresk- ar myndir, en amerískar myndir hafa mun meiri markaðshlutdeild. Það sem er fyrst og fremst sérstakt við þessa mynd er að hún er seld og unnin sem amerísk mynd,“ segir hann. „Upphaflega átti að taka myndina í Bandaríkjunum. Eftir því sem á leið þróunarferlið sáum við að það var möguleiki á að taka myndina hér og láta hana samt sem áður gerast í Bandaríkjunum,“ segir hann. „Þetta er ein af fyrstu myndunum þar sem Ísland er notað ekki af því að það er Ísland,“ segir hann og bætir við að það sé þægilegt að vinna hérna, ekki síst fyrir Baltasar. Töku- dagarnir, sem alls eru í kringum 40, verða að langmestum hluta á Íslandi þó það verði unnið í nokkra daga í Minnesota. Aðalleikararnir verða hérlendis í meira en átta vikur þó Peter Coyote dvelji eitthvað skem- ur. Alþjóðlegir fjárfestar Fjárfestar koma víðsvegar að, bæði frá Bandaríkjunum og Evrópu og eru þá meðtalin Norðurlönd og Ísland, segir Sigurjón. Ágætlega gekk að fá fjárfesta til liðs við mynd- ina. „Það tók svolítinn tíma fyrir fólk að kveikja á því að þetta væri ekki íslensk mynd því Baltasar er ís- lenskur leikstjóri,“ segir hann. „Það hjálpar til að hafa leikara eins og Forest sem er vel þekkur en hann er virtur hjá leikurum, sem skiptir máli við að fá aðra leikara að myndinni,“ segir hann en Forest og Sigurjón hafa þekkst í 20 ár. Hann er ánægð- ur með að gera bandaríska mynd á Íslandi. „Núna erum við komin með nóg af færu fólki, sem gæti þess- vegna unnið hvar sem er í heiminum, til að gera mynd í alþjóðlegum gæðaklassa,“ segir hann. „Það eru ekki allir leikstjórar sem geta unnið á öðru tungumáli. Þeir eru markaðir af sínum íslenska veruleika. Baltasar er kannski fyrst- ur af nýrri kynslóð af leikstjórum sem geta unnið á alþjóðlegum vett- vangi,“ segir hann en bætir við að Hollywood sé smám saman að verða alþjóðlegri. Innviðir að styrkjast Hann segir innviði kvikmynda- gerðar á Íslandi að styrkjast. „Aug- lýsingarnar hafa hjálpað mikið í því Kvikmyndir | Sigurjón Sighvatsson framleiðir myndina A Little Trip to Heaven Tilraun í kvikmyndagerð Morgunblaðið/Þorkell Stund milli stríða. Um sextíu manns vinna á settinu við A Little Trip to Heaven en Sigurjón vill fleiri verkefni af þessu tagi inn í landið. Kvikmyndin A Little Trip to Heaven gerist í Bandaríkjunum en er tekin að mestu leyti upp á Íslandi. Inga Rún Sigurðardóttir heimsótti Sigurjón Sighvatsson framleiðanda á tökustað í Austur-Landeyjum og fræddist um yfirstandandi og verðandi stórverkefni. ÞRUMUFUGLARNIR eru byggð- ir á samnefndum, breskum sjón- varpsþáttum frá sjöunda áratugn- um sem nutu talsverðra vinsælda, m.a. hér á landi. Þeir voru afar ein- faldir í sniðum og notast m.a. við leikbrúður en nú er öldin önnur og hafa kvikmyndagerðarmenirnir til umráða nýjustu tölvutækni, líkön og leikara af holdi og blóði. Þrumu- fuglar eru alþjóðleg björgunarsveit undir yfirumsjón auðmannsins og fyrrum geimfarans Tom Tracy (Paxton), og sona hans. Höf- uðstöðvarnar eru á eyjunni Tracy Island í Suðurhöfum, vel búnar há- tæknibúnaði, m.a. Þrumufuglunum, sem eru mönnuð flugskeyti, jafnan reiðubúin til aðstoðar ef eitthvað fer úrskeiðis á móður jörð. Að þessu sinni gerir þrjóturinn Hood (Kingsley), innrás á eyjuna, tilgangurinn að gera upp gamlar sakir við höfuðpaurinn Tom og ræna í leiðinni Þrumufuglunum til að fremja rán í stæstu bönkum heims. Þá kemur yngsti sonurinn, Alan (Corbet), til sögunnar ásamt tveim vinum sínum rétt af barns- aldri og bjarga þau heiðri Tracy- ættarinnar. Myndin minnir talsvert á bálkinn um Njósnakrakkana (Spy Kids), en fölnar í samanburðinum, hann er miklum mun vandaðri að allri gerð og eflaust dýrari en fyrst og fremst skemmtilegri. Hann höfðar til fjöl- skyldunnar en vandséð er að Þrumufuglar nái til annarra en yngstu barnanna og þeirra sem gera ekki of miklar kröfur um leik, sögu og útlit. Skrýtin mynd, hún virðist gerð af metnaði og trúnaði við gömlu teikni- og leikbrúðutæknina og út- koman er greinilega hábreskar hugmyndir um hátækni fjöl- skyldumyndir og slíkur samruni gengur ekki upp, ekki að þessu sinni a.m.k. Einkum er gamansemin hallær- isleg og leikmunahönnunin er ekki í samræmi við það þróaða brellufár sem vandfýsnir bíógestir eiga að venjast árið 2004. Leikstjórnin er marflöt eins og leikurinn og Kingsley í slæmum málum. Hann ætti þó varla að skaðast því Þrumufuglarnir koma ekki til með að sitja lengi í hugum bíógesta. Þrumufugl- ar til reiðu KVIKMYNDIR Sambíóin, Laugarásbíó Leikstjóri: Michael Stroker. Aðalleik- endur: Bill Paxton, Ben Kingsley, Brady Corbet, Vanessa Anne Hudgens, Soren Fulto. 90 mínútur. Bretland/Bandaríkin. 2004. Þrumufuglar (Thunderbirds)  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.