Morgunblaðið - 06.09.2004, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Áskriftarsími 881 2060
Í FORMI
LIFANDI
VÍSINDI
Áskriftarsími 881 4060
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra reiknar með að stýra sín-
um fyrsta ríkisstjórnarfundi á
morgun eftir veikindin.
Davíð sagðist í samtali við
fréttamenn á laugardaginn
vera að feta sig inná starfsvett-
vanginn á nýjan leik og hafi
fylgst með þjóðlífinu í gegnum
fjölmiðla. Hann sé ekki ennþá
farinn að skipta sér af málum.
„Ég setti mér þá reglu þegar ég
fór í hvíldina, að ég bannaði
mínum ráðherrum að hringja í
mig. Ég sagði þá að þótt ég sæti
heima og horfði á sjónvarpið og
væri pirraður út í þá myndi ég
ekki hringja.“ Í því hafi hvíld
hans falist.
Davíð
Oddsson
til starfa
FYRIRTÆKI sækja mjög í að aug-
lýsa vörur og þjónustu í framhalds-
skólum og greiða þau gjarnan nem-
endafélögunum fyrir markaðsaðgang
að nemendum. Eru styrkir og auglýs-
ingatekjur orðin mikilvæg tekjulind
nemendafélaganna en sum fyrirtæki
borga umtalsverðar fjárhæðir fyrir
að fá að vera eina fyrirtækið í sínum
geira sem auglýsir í skólanum.
Flest stóru nemendafélögin gera
t.d. fasta samninga við banka-, pítsu-
og gosdrykkjafyrirtæki og eru slíkir
samningar kallaðir hin klassíska
þrenna að sögn eins nemanda. Er fyr-
irtækið þá orðið eins konar aðal-
styrktaraðili félagsins en félögin
skuldbinda sig til að auglýsa ekki
vörur frá samkeppnisaðilunum.
Eftirsótt
að auglýsa
í skólum
Blómleg/8
FORSVARSMENN Norðurljósa
áttu í viðræðum við eigendur eign-
arhaldsfélagsins Fjörnis um kaup á
sýningarrétti á enska fótboltanum
hér á landi þegar þeir fréttu á föstu-
daginn að Síminn hefði keypt félagið.
Skarphéðinn Berg Steinarsson,
stjórnarformaður Norðurljósa, segir
það hafa komið til greina í þessum
viðræðum að kaupa einnig rúmlega
fjórðungshlut Fjörnis í Skjá einum,
en viðræðurnar hefðu ekki verið
komnar á það stig þegar tíðindin
bárust. Forsvarsmönnum Fjörnis
hefði verið umhugað um fjárhags-
stöðu Skjás eins og selt Símanum
eignarhlutinn um leið og sýningar-
réttinn á enska boltanum.
Skarphéðinn Berg segir af og frá
að forsvarsmenn Norðurljósa hafi
reynt að koma í veg fyrir þessi við-
skipti með því að tala við stjórnendur
Landsbankans.
Guðmundur Sigurðsson, forstöðu-
maður samkeppnissviðs Samkeppn-
isstofnunar, gerir ráð fyrir að við-
skiptin séu af þeim toga að þau komi
til skoðunar hjá Samkeppnisstofnun.
Í því felist ekki að eitthvað sé at-
hugavert við samninginn. Stjórnend-
ur Símans sendu frá sér yfirlýsingu í
gær og furðuðu sig á þeim ummæl-
um Skarphéðins Bergs að ekkert
verði af samstarfi við Norðurljós um
uppbyggingu á stafrænu sjónvarps-
dreifikerfi vegna kaupa á Skjá ein-
um. Norðurljós hafi slitið samstarf-
inu fyrir nokkrum mánuðum.
Skarphéðinn segir það rétt og fyrir
því hafi verið tæknilegar ástæður.
Hins vegar verði ekkert samstarf í
framtíðinni ef Síminn eigi í keppi-
nauti þeirra.
Norðurljós vildu
kaupa Fjörni ehf.
Samkeppnisstofnun skoðar kaup Símans á Fjörni
Norðurljós/4
KANADÍSKI leikarinn Mike
Myers mun fara með titilhlut-
verkið í bandarískri endurgerð á
norsku myndinni Elling sem verð-
ur framleidd af Sigurjóni Sig-
hvatssyni.
Mike Myers hefur hlotið heims-
frægð fyrir leik sinn í Austin
Powers-myndunum og Wayne’s
World-myndunum. Leikstjóri Ell-
ing verður Jay Roach./36
Mike Myers
verður Elling
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
ÍSLENSK kona, Margrét Hjaltested, lék með
hljómsveit Lucianos Pavarotti á tónleikum í
Connecticut í Bandaríkjunum í gær. Pavarotti er
nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Margrét
mun spila á að minnsta kosti fernum tónleikum.
Margrét hefur verið búsett í New York í fimm-
tán ár og er sjálfstætt starfandi víóluleikari.
Morgunblaðið náði tali af henni fyrir tónleikana
og sagði hún þá leggjast vel í sig.
Að hennar sögn er hljómsveitin að mestu skip-
uð fólki sem býr í New York en Pavarotti ferðast
ekki með sína eigin hljómsveit með sér heldur
nýtir krafta tónlistarfólks á hverjum stað fyrir
sig. Margrét segir að nafn hennar sé á skrá hjá
ýmsum skrifstofum sem taka að sér verkefni eins
og þetta. „Þetta er oft sami hópurinn sem er kall-
aður saman og ég kannast við alla sem spila í
hljómsveitinni. Í raun virkar þetta þannig að ég
mæti á staðinn, spila og fer heim,“ segir Margrét
og bætir við að hljómsveitin æfi lítið saman fyrir
tónleikana. „Við mætum bara daginn áður. Þetta
er 60–70 manna hljómsveit en við erum eiginlega
bara maurar á bak við fræga fólkið. Það snýst allt
um stjörnurnar.“ Margrét segir að það sé alltaf
heil hirð í kringum Pavarotti og að hann eigi stór-
an hóp dyggra aðdáenda sem fagna ákaft komu
hans til Bandaríkjanna. Stjórnandi hljómsveitar-
innar á þessum tónleikum er Leone Magiera og
auk þess syngur Carmela Remigio, sópransöng-
kona, með Pavarotti. „Þau syngja allar gullnu
aríurnar eins og La Bohème, Tosca og La Trav-
iata auk þess sem það verða teknir ítalskir slag-
arar eins og O sole mio.“
Einn af hápunktum tónleikaferðalags Pav-
arotti að þessu sinni eru tónleikar í Washington
hinn 16. október nk. þar sem hann mun syngja á
hátíð fyrir samtök Ítala í Ameríku. Þar verða
margar stórstjörnur, t.d. Sophia Loren, Robert
de Niro, Al Pacino, Giorgio Armani, Nicolas Cage
og Andrea Bocelli. Það er þó enn ekki víst hvort
Margrét leikur á þeim tónleikum enda segir hún
skipulagið sjaldnast ná langt fram í tímann.
Hefur spilað með Paul McCartney
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Margrét leikur
undir hjá frægu fólki. Hún hefur m.a. spilað með
Dudley Moore og Paul McCartney og komið fram
í sjónvarpsþáttum hjá Jay Leno og David Letter-
man. „Þetta er náttúrlega bara vinna en það er að
sjálfsögðu gaman að leika undir hjá merkilegu
tónlistarfólki, svo ég tali nú ekki um hjá Pavarotti
sem er eiginlega lifandi goðsögn.“
Leikur undir hjá Pavarotti
Morgunblaðið/Ásdís
Margrét Hjaltested hefur búið í New York í 15
ár og er sjálfstætt starfandi víóluleikari.
KAJAKRÓÐUR nýtur sífellt meiri
vinsælda hér á landi og alls hafa
68 manns af landinu öllu, karlar
og konur, tekið þátt í mótum sum-
arsins. Nokkurs konar uppskeru-
hátíð kajakmanna var um helgina
en þá fóru lokamót sumarsins
fram.
Þátttökumet var slegið um
helgina í Hvammsvíkurmaraþoni,
sem fram fór í sjötta sinn, en þar
mættu 23 til leiks. Ísfirðingar urðu
sigursælir á mótinu en Sveinbjörn
Kristjánsson og Fanney Pálsdóttir
frá Siglingafélaginu Sæfara á Ísa-
firði stóðu uppi sem sigurvegarar
hvort í sínum flokki og slógu bæði
brautarmet. Tekið var upp á þeirri
nýbreytni að þessu sinni að keppa
í liðum og fór lið frá Sæfara einnig
með sigur af hólmi í þeirri keppni.
Á sama tíma og róið var mara-
þon í Hvammsvíkinni í Hvalfirði
var í fyrsta skipti háð Þjórsár-
ródeó. Talað er um tvenns konar
kajakræðara, annars vegar sjó-
bátamenn eins og þá sem kepptu í
maraþoninu og hins vegar straum-
vatnsmenn. Þeir síðarnefndu öttu
kappi í Þjórsánni en að sögn Þor-
steins Guðmundssonar formanns
Kayakklúbbsins tókst það þokka-
lega þótt vatnsmagn í ánni hafi
verið í það mesta. Kristján Sveins-
son hjá Kayakklúbbnum fór með
sigur af hólmi.
Á laugardagskvöldinu voru svo
Íslandsmeistarar krýndir en þar
fóru þau Sveinbjörn og Fanney
fremst í flokki sjóbátamanna en
Jón Heiðar Andrésson og Helga
Björt Möller í Kayakklúbbnum
voru sigursæl í flokki straum-
vatnsmanna.
Kraftur í kajakmönnum
Morgunblaðið/Golli
AÐ MATI fasteignasala og sérfræð-
inga á fjármálamarkaði, sem rætt er
við í Fasteignablaði Morgunblaðsins
í dag, mun Íbúðalánasjóður verða
áfram umsvifamestur í veitingu
nýrra lána til íbúðakaupa, ef láns-
hlutfallið verður hækkað í 90%, en
ný íbúðalán banka og sparisjóða
munu að mestu fara til endurfjár-
mögnunar eldri og óhagstæðari lána.
Jafet Ólafsson hjá Verðbréfastof-
unni telur að Íbúðalánasjóður muni á
einhverju tímabili missa um 20–25%
af sínum hlut á íbúðalánamarkaði.
Jón Guðmundsson hjá Fasteigna-
markaðnum segir að næsta skrefið
hljóti að vera afnám verðtryggingar
á lánaskuldbindingum.
Ríkið mest
í nýjum
íbúðalánum
Fasteignablað/30–32C
SÉST hefur til ísjaka á Skjálfanda
um helgina og norður af Tjörnesi. Að
sögn lögreglunnar á Húsavík hefur
sést til jakanna frá landi, sem mun
vera heldur sjaldgæft á þessum slóð-
um á haustin. Voru sjófarendur
beðnir að gæta varúðar.
Ísjakar á
Skjálfanda