Morgunblaðið - 10.09.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 10.09.2004, Síða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ PÚTÍN SKOTMARK Íslömsk samtök sem grönduðu tveimur farþegaflugvélum yfir Rússlandi nýverið, með þeim afleið- ingum að 90 fórust, lýstu því í gær yfir að Vladímír Pútín Rússlands- forseti væri þeirra næsta skotmark. Þá hafa tétsenskir uppreisnarmenn sett 1.460 milljónir íslenskra króna til höfuðs Pútín. Mannskaði af völdum Ívans Þrjátíu og þrír hafa beðið bana af völdum fellibylsins Ívans sem nú fer yfir Karíbahaf. Mannfall hefur mest orðið á eyjunni Grenada, þar sem 24 eru taldir hafa dáið. Ívan gengur væntanlega yfir Jamaíka í dag. Ágætis byrjun hjá Björk Ný plata Bjarkar Guðmunds- dóttur, Medúlla, fór í 14. sæti banda- ríska breiðskífulistans, sem birtur var í gær. Engin af fyrri plötum Bjarkar hefur stokkið svo hátt í fyrstu söluviku. Ör vöxtur KB banka KB banki óx mest allra banka í heiminum í fyrra. Bankinn var í 911. sæti yfir stærstu banka heimsins í fyrra en er nú í 459. sæti, samkvæmt lista breska tímaritsins Banker Magazine sem Financial Times gef- ur út. Bein fjárfesting heimil Stjórnarformaður Samherja telur eðlilegra að heimila erlendum að- ilum að fjárfesta beint í íslenskum félögum í sjávarútvegi sem skráð eru á markaði í stað þess að kaupin verði að fara í gegnum eitt eða fleiri félög líkt og reglur segja til um í dag. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 28 Viðskipti 12 Minningar 29/34 Úr verinu 11 Dagbók 38/40 Erlent 16/17 Víkverji 38 Heima 18 Myndasögur 38 Höfuðborgin 19 Af listum 42 Akureyri 19 Menning 41/49 Suðurnes 22 Af listum 42 Austurland 22 Leikhús 42 Landið 22 Bíó 46/49 Umræðan 25/28 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 Bréf 28 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                   ! " #       $         %&' ( )***                        TRYGGVI Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands, segir að skera þurfi niður útgjöld ríkissjóðs til að mæta boðuðum skattalækkunum ríkis- stjórnarinnar. Í því sambandi eigi ekki endilega að einblína á velferðarkerfið heldur væri nær að skera niður í málaflokk- um eins og utanríkisþjónustunni og atvinnuvegunum, s.s. hjá landbúnað- inum. Þá væri til dæmis hægt að fresta ýmsum framkvæmdum, s.s. vega- framkvæmdum. „Allt þetta er hægt að gera til að mæta lækkun skatta,“ útskýrir hann. Tekur hann fram að hann telji skattalækkanir af hinu góða ef þeim fylgja mótaðgerðir, eins og þær sem hér hafa verið nefndar. Skattalækk- anir án mótaaðgerða leiði á hinn bóg- inn til þenslu. „Það þýðir meiri þunga á peningamálstefnuna þannig að Seðlabankinn þarf að bregðast við með því að hækka vextina mun meira og hraðar en ella.“ Förum að dæmi Dana Tryggvi Þór gerir utanríkisþjón- ustuna að sérstöku umtalsefni og spyr hvers vegna Íslendingar fari ekki að dæmi Dana, sem séu að skera niður í sinni utanríkisþjón- ustu. „Við þurfum ekki svona mikla utanríkisþjónustu,“ segir hann. „Nú er tæknin einfaldlega orðin þannig að það þarf ekki að halda úti sendi- ráðum í hinum og þessum löndum. Við erum t.d. með sendiráð í miðri Afríku þar sem ekki nokkur maður er á ferð.“ Tryggvi Þór bendir einnig á at- vinnuvegina, eins og áður sagði, og vísar þá sérstaklega til landbúnaðar- ins. „Það er þó erfitt að ætla sér að fara að skera niður þar í fjárlaga- gerð. Það þarf meiri hugsun í það til að það komi ekki hart niður á bænd- um sem ekki eru of vel haldnir.“ 4 milljarðar til utanríkismála Á fjárlögum þessa árs hafa rúmir fjórir milljarðar verið veittir til utan- ríkisstjórnsýslunnar, samkvæmt upplýsingum á vef fjármálaráðu- neytisins. Þar kemur einnig fram að um 14 milljarðar hafa verið veittir til land- búnaðar og sjávarútvegsmála. Þar af um 10,6 milljarðar til landbúnaðar- mála og rúmir þrír milljarðar til sjávarútvegsmála. Í útgjöldum til landbúnaðarmála munar mest um útgjöld til tekju- og verðlagsmála (beingreiðslur), en 7,4 milljarðar voru lagðir í þann mála- flokk á þessu ári. Í útgjöldum til sjávarútvegsmála munar mest um útgjöld til rannsóknar- og þróunar- starfsemi, en rúmir tveir milljarðar voru veittir til þess málaflokks á árinu. Á fjárlögum þessa árs hefur rúm- ur milljarður verið veittur til iðnað- armála og rúmir átján milljarðar til samgöngumála. Önnur útgjöld vegna atvinnuveganna, s.s. vegna ýmissa þjónustustofnana ríkisins, eru um 4,4 milljarðar. Tryggvi Þór Herbertsson um mótaðgerðir vegna boðaðra skattalækkana Skorið verði niður í utan- ríkisþjónustu og landbúnaði PÁLL Skúlason háskólarektor tilkynnti á fundi með starfsfólki Háskóla Íslands í gær að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs nk. vor, en þá rennur núverandi samningur hans út. Páll mun þá hafa gegnt embætti rektors í átta ár. Hann var upphaflega kosinn rektor til þriggja ára vorið 1997, en tveimur árum síðar var lög- unum breytt á þann veg að rektor var kjörinn til fimm ára í senn í stað þriggja og var Páll sjálfkjörinn í emb- ætti rektors árið 2000. Samkvæmt reglum Háskóla Íslands er ekkert sem hindrar Pál í að gefa kost á sér í rektorskosningunum í vor. „Ég held hins vegar að þetta sé orðinn nógu langur tími. Að mínu mati er það bæði gott fyrir mig að hætta nk. vor sem rektor og gott fyrir stofn- unina að finna sér nýjan rektor á þessum tímapunkti. Ég held að það sé ekki hollt fyrir stofnunina að menn séu allt of lengi rektorar.“ Páll er pró- fessor í heimspeki við HÍ og mun að sögn snúa sér aftur að fræðastörfum. Fyrirkomulagið á ráðningu háskólarektors fer þannig fram að haldnar eru almennar kosningar þar sem allir prófessorar og dósentar eru kjör- gengir, en atkvæðisrétt hafa allir innan háskólasamfélagsins. Þannig gilda atkvæði nemenda 30%, atkvæði akademískra starfsmanna, þ.e. kennara og sérfræðinga, 60% og atkvæði annarra starfsmanna gilda 10%, en sá fram- bjóðandi sem sigrar þarf að fá 50% atkvæða. Að öllum líkindum fara kosn- ingar fram í mars. Páll Skúlason hættir sem háskólarektor í vor Páll Skúlason „STELPURNAR á skrifstofunni segja að þær hafi fundið einhvern skjálfta en ég tók ekkert eftir því enda upptekinn við allt annað. Svo er byggingarsvæði við húsið þannig að það heyrast skellir af og til og maður er bara hættur að kippa sér upp við það. Kannski að maður fari að gera það aftur núna,“ segir Óm- ar Valdimarsson, sendifulltrúi Rauða krossins í Jakarta, um sprenginguna við ástralska sendi- ráðið í gærmorgun. Skrifstofa hans er í um 2–3 kílómetra fjarlægð frá sendiráðinu. Ástralska sendiráðið stendur við Rasuna Said-breiðgötuna en um hana fer Ómar daglega. Sprenging- in varð um klukkan 10.30, um tveimur klukkustundum eftir að hann fór þar um. Ómar segir að umferðin um þessa götu sé gríðarleg. Þrjár ak- reinar eru í hvora átt en vegna aksturslags Indónesa séu akreinarnar yfirleitt fimm á há- annatíma. Eftir sprengjutilræðin á Bali og við Marriott-hótelið í fyrra voru ör- yggisráðstafanir í borginni hertar verulega en Ómar segir að undan- farnar vikur hafi þær linast. „Það komu fréttir í blöðum um að kannski væri ástæðulaust að vera með þetta öllu lengur, það væri allt að verða rólegt. Nánast samstundis tók maður eftir því hvað hafði slaknað á eftirliti,“ segir Ómar. Nú yrði öryggisgæslan örugglega hert á nýjan leik. Ómar segir að þegar hann kom fyrst til Jakarta hafi hon- um þótt nóg um allar öryggiskröf- urnar. Ekki sé hægt að fara inn á hótel, stærri veitingastaði eða heimili sitt án þess að leitað sé að sprengjum eða vopnum. Þessi við- búnaður kalli á töluvert umstang og valdi töfum en menn venjist þessu fljótlega. „Og svo sér maður að þetta er kannski bara eins gott,“ segir hann. Ómar Valdimarsson, sendifulltrúi Rauða krossins í Jakarta Hafði slaknað á öryggis- eftirliti Reuters Sprengjan sem sprengd var í Jakarta var öflug og eignatjón mikið. „VIÐ áttum gagnlegar viðræður og skiptumst á skoðunum en það er engin lausn í sjónmáli,“ sagði Finn- bogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, í samtali við Morgunblaðið, eftir fund samninga- nefndar grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga, hjá rík- issáttasemjara í gær. Fundurinn stóð yfir í rúma fjóra tíma. Næsti fundur hefur verið boð- aður fyrir hádegi í dag og er jafn- framt gert ráð fyrir því að fundað verði stíft næstu daga enda styttist í boðað verkfall grunnskólakennara. Kemur það til framkvæmda 20. sept- ember hafi samningar ekki tekist. Birgir Björn Sigurjónsson, sem stýrir viðræðunum fyrir hönd sveit- arfélaganna, segir eins og Finnbogi að gagnlegar viðræður hafi farið fram á fundinum í gær. „Umræðan var mjög málefnaleg og góð og líkleg til að leiða okkur áfram ef við höldum svona áfram,“ sagði hann. Finnbogi og Birgir Björn segja að- spurðir að umræðurnar í gær hafi verið „heildstæðar“ eins og þeir orða það. Launatölur hafi ekki sérstak- lega verið ræddar. „Það er ýmislegt fleira sem við erum að skoða,“ segir Finnbogi. Viðræður kennara og sveitarfélaga Gagnlegar viðræður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.