Morgunblaðið - 10.09.2004, Page 16

Morgunblaðið - 10.09.2004, Page 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBAND, sem sýndi gíslana í Beslan í Norður-Ossetíu og mann- ræningjarnir munu sjálfir hafa gert, vakti mikinn óhug. Á því sást m.a. Georgí Farníev, 10 ára gamall drengur, sitja rétt hjá sprengju. Eins og aðrir gíslar er hann með hendur fyrir aftan höfuð og andlitið er lamað af skelfingu. Hann komst lífs af fyrir ótrúlega heppni en einn- ig vegna þess að hann sýndi dæma- lausan sjálfsaga og var svo hug- rakkur að hann dró sjálfur sprengjuflís úr öðrum hand- leggnum. Georgí sagði í gær frá reynslu sinni. Hann hafði stillt sér upp í röð í skólanum með bekkjarsystkinum sínum þegar hermdarverkamenn- irnir komu, þeir skutu upp í loftið og ráku fullorðna fólkið og nemend- urna inn í leikfimisalinn. Georgí var í skólanum ásamt frænku sinni Írínu og sex ára gömlum frænda, Elbrús, sem lifði af en særðist nokkuð. „Þeir sögðu okkar að „sitja þétt saman og ef þið æpið drepum við 20 börn,““ sagði Georgí. „Einn hryðju- verkamaðurinn sagði að 20 börn hefðu verið drepin og þess vegna hefðu þeir komið til að drepa okk- ur,“ sagði Georgí. Ekki var mikið til af vatni og að- eins örfáum var leyft að fara á sal- ernið meðan á atburðunum stóð. „Það leið yfir börn, konur og jafn- vel karlmenn. Þeir gáfu okkur ekki vatn,“ sagði Georgí. Hann var greinilega enn þá andlega dofinn eftir þessa eldraun og frásögnin var stundum samhengislaus, hann hvarflaði fram og aftur í tíma. Sumir af hermdarverkamönn- unum voru skeggjaðir en einn var nauðrakaður og Georgí segir að konurnar, sem munu hafa verið tvær, hafi borið á sér eitthvað sem minnti á peningapyngjur „en það voru engir peningar í þeim, bara sprengiefni“. Árásarmennirnir komu víða fyrir sprengjum í leik- fimisalnum, þar á meðal uppi í körfuboltahring. Georgí segir að á öðrum degi um- sátursins hafi gíslatökumennirnir drepið nokkra fullorðna gísla og eina stúlku. Einn gíslinn var skot- inn frammi fyrir hinu fólkinu í saln- um en farið var með hin fórn- arlömbin á annan stað og þau myrt þar. Vel sést á myndbandinu að Georgí var látinn sitja rétt við eina sprengjuna og segja gíslar sem komust lífs af að hann hefði án efa dáið ef hann hefði enn setið þar þegar gíslatakan endaði í ringulreið og blóðbaði á föstudeginum. En honum var sagt að færa sig og það bjargaði vafalaust lífi hans. Faldi sig í skáp Þegar skothríðin byrjaði á föstu- dag slapp hann óskaddaður. Hann flýtti sér út úr salnum inn í næsta sal, síðan inn í matstofu. Þar fékk hann sprengjubrot í hægra hné og vinstri upphandlegg. Hann flýði inn í eldhús og faldi sig í skáp. Síðan dró Georgí sprengjuflísina út úr handleggnum og hreinsaði sárið með vatni en tókst ekki að ná brotinu sem lent hafði í hnénu. Hann sagðist hafa fundið síma og reynt að biðja um hjálp en síminn var brotinn. Áður höfðu hermd- arverkamennirnir eyðilagt farsíma gíslanna með byssuskeftum sínum. Georgí var áfram í fylgsni sínu og þegar rússneskur hermaður kom inn í eldhúsið spurði maðurinn: „Eru fleiri Tétsenar hér?“ Georgí svaraði: „Nei.“ Einhver tók í hönd- ina á drengnum, hann var hand- langaður út um glugga og inn í bíl björgunarmanna. Gert verður að sárum Georgís á sjúkrahúsi í höf- uðborginni Moskvu. „Ef þið æpið drepum við 20 börn“ Tíu ára drengur í Beslan dró sjálfur sprengjubrot úr handleggnum AP Georgí Farníev, tíu ára gamall drengur, með dagblaðsmynd sem sýnir hann og fleiri gísla í leikfimisalnum í Beslan þar sem þeim var haldið. Vladikavkaz. AP. ’ „Eru fleiri Tétsenarhér?“ Georgí svaraði: „Nei.“‘ SAMKVÆMT minnisblöðum sem nýlega hafa komið í ljós var George W. Bush Bandaríkjaforseta vikið úr flugsveit þjóðvarðliðsins í Texas á tímum Víetnamstríðsins vegna þess að hann stóðst ekki þær kröfur sem gerðar voru, og lét undir höfuð leggj- ast að fara í árlega læknisskoðun þvert á fyrirmæli í þá veru. Bush var vikið úr flugsveitinni á sama tíma og hann var að reyna að fá sig fluttan til Alabama þar sem hann þyrfti ekki að fljúga og gæti því starfað við kosningabaráttu þar. Á minnisblaði sem skrifað var ári síðar var talað um að embættismaður í hernum væri „að reyna að fegra“ ár- legt mat á frammistöðu Bush. „Í dag gaf ég fyrirmæli um að laut- inant Bush yrði vikið úr flugmanns- stöðu vegna þess að frammistaða hans hefur ekki verið í samræmi við kröfur bandaríska flughersins og flugsveitar þjóðvarðliðs Texas, og [hann] hefur ekki mætt í árlega læknisskoðun ... svo sem honum höfðu verið gefin fyrirmæli um,“ seg- ir á minnisblaði sem Jerry Killian undirofursti skrifaði 1. ágúst 1972. Killian er nú látinn. Á sama blaði kemur fram, að Bush hafi reynt að fá sig fluttan frá Texas og í stöðu án flugskyldu, og er lagt til á blaðinu að í flugmannsstöðu hans í Texas verði settur „vanari flugmað- ur úr hópi þeirra hæfu Víetnamflug- manna sem hafa verið fluttir til“. Minnisblaðið þykir varpa frekara ljósi á útskýringar sem aðstoðar- menn forsetans hafa gefið á því þeg- ar honum var vikið frá flugmanns- skyldum fyrir að mæta ekki í árlega læknisskoðun. Talsmenn Hvíta húss- ins kváðust í febrúar sl. hafa birt öll gögn um herþjónustu forsetans, en á einum af minnisblöðum Killians er tekið fram að það skuli fara „í gagna- safn“, en annað blað, þar sem Bush er fyrirskipað að mæta í læknisskoð- un, er sagt vera „fyrir George W. Bush, 1. lautinant“. „Ég get ekki útskýrt hvers vegna þetta er ekki í skrám um [forsetann] en finnst í einkaskjölum Jerrys Kill- ians,“ sagði Dan Bartlett, samskipta- sviðsstjóri Hvíta hússins, í viðtali í fréttaþættinum 60 mínútur á sjón- varpsstöðinni CBS, sem fyrst kom höndum yfir minnisblöðin. Stuðningsmenn Johns Kerrys, frambjóðanda Demókrataflokksins í forsetakosningum vestra, hafa blásið til auglýsingaherferðar gegn Bush þar sem lögð er áhersla á að forset- inn hafi nýtt sér sambönd ættmenna sinna til að komast hjá herþjónustu í Víetnam auk þess sem klifað verður á framgöngu hans í Þjóðvarðliðinu í Texas. Hópur þessi er frá Texas, heimaríki forsetans, og nefnir sig „Texasbúar í þágu sannleikans“ eða „Texans for Truth“. Bush stóðst ekki kröfur Skjöl segja að forsetanum hafi verið vikið úr flugsveit þjóðvarðliða í Texas Washington. AP. ÍBURÐARMESTA brúðkaups- veisla í Asíu í rúman áratug var haldin í Brúnei í gær þegar krón- prins soldánsdæmisins kvæntist sautján ára stúlku af alþýðuætt- um. Voru þau gefin saman í hásæt- issal, sem er á stærð við fótbolta- völl, í 1.700 herbergja höll sold- ánsins í Brúnei. Salurinn var skreyttur gulli og gulum einkenn- islit soldánsdæmisins. Á meðal veislugestanna voru forsetar og forsætisráðherrar grannríkja í Suðaustur-Asíu og kóngafólk frá Evrópu- og As- íuríkjum. Var þetta íburðarmesta brúðkaup í Asíu frá 1993 þegar krónprins Japans, Naruhito, kvæntist Masako Owada. Brúðguminn, Al-Muhtadee Bill- ah Bolkiah krónprins, er þrítug- ur. Brúðurin, Sarah Sallah, sem er sautján ára og í háskóla, er dóttir ríkisstarfsmanns í Brúnei og svissneskrar hjúkrunarkonu. Foreldrar hennar kynntust í London þegar þau voru þar við nám. Soldáninn í Brúnei, Hassanal Bolkiah, var álitinn auðugasti maður heims fyrir tíma tækni- auðkýfinganna. Brúnei er á eyj- unni Borneo og hefur auðgast mjög á olíulindum. Reuters Krónprinsinn í Brúnei, Al-Muhtadee Billah, og brúður hans, Sarah Sallah, fara með bæn í brúðkaupinu í gær. Brúð- kaupsdýrð í Brúnei AÐ MINNSTA kosti níu manns létu lífið og 182 særðust þegar bíl- sprengja sprakk fyrir utan sendiráð Ástralíu í borginni Jakarta í Indónesíu í gær, tæpum mánuði fyrir þingkosningar í Ástralíu. Sprengjutilræðið virtist staðfesta viðvaranir um að hryðjuverkamenn kynnu að gera árásir, sem beindust að Ástralíu, fyrir kosningarnar í von um að fella stjórn Johns How- ards forsætisráðherra. Hún var á meðal mikilvægustu bandamanna Bandaríkjamanna í innrásinni í Írak. Howard lýsti því strax yfir í gær að hryðjuverkamenn gætu ekki kúgað Ástrala til hlýðni. Lögreglan í Jakarta kvaðst telja að hryðjuverkahreyfingin Jemaah Islamiyah hefði staðið fyrir ódæð- inu. Hreyfingin tengist al-Qaeda- hryðjuverkaneti Osama bin Ladens og bar ábyrgð á mannskæðum sprengjutilræðum á eynni Balí í Indónesíu árið 2002. 202 létu þá líf- ið, þar af 88 Ástralar. Níu falla í sprengju- tilræði í Jakarta Jakarta, Sydney. AFP. COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skilgreindi í gær ógnarverkin í Darfur-héraði í Súdan sem þjóðarmorð. Hvatti hann Sam- einuðu þjóðirnar til að rannsaka vandlega atburði í Darfur en slík rannsókn gæti orðið fyrsta skrefið í þá átt að SÞ settu alþjóð- legt viðskipta- bann á Súdan. Powell sagði að ábyrgð á þjóðar- morðinu í Darfur bæru stjórnvöld í Khartoum og vopnaðar sveitir araba, Janjaweed, sem nytu stuðn- ings stjórnvalda. Sagði hann að þjóð- armorðið stæði hugsanlega enn yfir. Talið er að um 50 þúsund manns hafi verið drepin í Darfur og 1,4 milljónir manna hrakin frá heimilum sínum frá því í febrúar 2003. Þjóðarmorð í Darfur Washington. AFP. Colin Powell ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.