Morgunblaðið - 10.09.2004, Side 23
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 23
It’s how you live
Ég borða skyr eiginlega áhverjum degi og veit ekk-ert betra en íslenska villi-bráð,“ segir George
Holmes matreiðslumaður þegar ég
byrja að tala við hann um mat og
uppruna hans á meðan við gæðum
okkur á lúðunni. Lúðan kemur
reyndar á óvart, er mild á bragðið en
hjúpurinn á fiskinum er bragðmikill
og passar vel með honum. Maturinn
er frábær.
En hversvegna er George á Ís-
landi? Þegar hann var lítill strákur
að alast upp í Goa á vesturströnd
Indlands sá hann mynd í barnabók
af landi þar sem himinninn var heið-
blár og snjór þakti jörðu. Myndin
greyptist í huga drengsins og hann
ákvað með sér að þetta sérstaka
land, Ísland, vildi hann heimsækja.
Löngu seinna ákvað hann að láta
æskudrauminn rætast. Hann heill-
aðist af landi og þjóð og nú er hann
búsettur á Íslandi og starfar sem
matreiðslumaður á Café Reykjavík.
George er ástríðukokkur , elskar í
raun að elda allan mat, en við-
urkennir þó að skemmtilegast finn-
ist honum að blanda saman ólíkum
matreiðsluaðferðum. Stóri draum-
urinn er nú að vinna sjálfstætt og
kynna hollan, nútímalegan og fram-
andi mat fyrir Íslendingum.
Hann tekur gjarnan að sér að út-
búa matarborð fyrir fólk eða veislur
og miklar ekki fyrir sér að koma í
heimahús og elda og þá skiptir í
raun engu hvað elda á. Hann brást
vel við þegar við báðum hann að gefa
okkur uppskrift að skemmtilegum
helgarmat. Lúða að indverskum
hætti varð fyrir valinu; lúða með
masala-kryddhjúp með mangó
chutney, grænmeti og cummin-
kartöflum.
Borið fram með Papodom-sósu og
naan brauði.
Lesendum bendi ég sérstaklega á
uppskriftina að mango chutney-
maukinu sem var alveg einstaklega
gott og geymist vel í ísskáp. Kartöfl-
urnar eru líka skemmtileg til-
breytni.
Sumt hráefni í uppskriftirnar er
aðeins fáanlegt hjá Nings eða Fil-
ippseyjabúðinni á Hverfisgötu. Kórí-
ander og cummin er ekki það sama
hjá Nings og í öðrum verslunum. Ef
tekið er fram að hráefnin séu ætluð í
indverskan mat veit starfsfólkið
hvaða krydd er verið að biðja um.
Lúða í masala-kryddhjúp
2 msk. jurtaolía
1 laukur, smátt sneiddur
2 söxuð hvítlauksrif
1,5 msk. saxað engifer
1 tsk. cumminduft (Nings)
1 tsk. chilliduft
1 tsk. karrýduft
1 tsk. fennelduft
1/2 tsk. svart kardimommuduft
(Nings)
1 tsk. salt
safi úr einni sítrónu
1 búnt ferskt kóríander (Nings)
1/8 hluti af búnti af ferskri myntu
(Nings)
1,25 kg fersk lúða
Lúðunni er skipt í 7 hluta og bit-
arnir marineraðir í einni tsk. af salti
og sítrónusafa. Lagt til hliðar.
Laukur er brúnaður á pönnu,
engifer og hvítlauk bætt á pönnuna
og steikt í eina mínútu.
Bætið öllum þurrefnum á pönn-
una, steikið í eina mínútu, setjið kórí-
ander og myntu á pönnuna og steikið
í þrjátíu sekúndur.
Setjið alla blönduna í matvinnslu-
vél og vinnið vel.
Hyljið fiskinn með Masala blönd-
unni, bakið fiskinn við 180°C í 7 mín-
útur eða þar til fiskurinn er bakaður.
Mangó chutney
2 msk. skilið smjör (smjörið er
brætt í potti, það sem flýtur ofaná
er notað, ekki sá hluti smjörsins
sem sekkur á botninn.)
1 meðalstór laukur, fínt saxaður
1 tsk. saxað engifer
1/2 tsk. saxaður hvítlaukur
1/2 tsk. cummin (Nings)
1/2 tsk. svört sinnepsfræ (Nings)
1 tsk. karrý (Nings)
50 g rúsínur
1 tsk. salt
200 ml vatn
100 ml eplaedik
100 g púðursykur
1 meðalþroskað mangó (frá Bras-
ilíu. Fæst í Hagkaup og Bónus.)
1/2 smátt söxuð rauð paprika
1 tsk. ferskt kóríander (Nings)
1 tsk. maísmjöl
Mangóið er afhýtt, kjötið er saxað,
steinninn er soðinn með en tekinn úr
þegar búið er að sjóða.
Bræðið smjörið í potti, hitið lauk-
inn í smjörinu í eina mínútu.
Setjið engifer og hvítlauk í pott og
steikið í eina mínútu.
Bætið sinnepsfræjunum og
cummin-fræjum í pottinn og steikið í
MATARKISTAN | Matreiðslumaðurinn George Holmes býður í mat
Lúða að indverskum hætti
Morgunblaðið/Jim Smart
George Holmes: Tekur að sér að koma heim til fólks og sjá um matarboð.
Hann elskar að elda og þá er sama hvort það er
indverskt, ítalskt eða íslenskt. Hann nýtur sín þó
best þegar hann blandar saman ólíkum aðferðum í
eldamennskunni. George Holmes bauð Guðbjörgu
R. Guðmundsdóttur í mat.