Morgunblaðið - 10.09.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 10.09.2004, Síða 24
DAGLEGT LÍF 24 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ eina mínútu. Karrý, rúsínum og salti bætt í og steikt í eina mínútu. Eplaediki, vatni, steininum úr mangóávextinum og sykri bætt í og soðið þar til sykurinn er leystur upp. Setjið mangóið saxað í pottinn og látið suðuna koma upp aftur, takið mangósteininn úr pottinum. Bætið saxaðri papriku í pottinn og maísmjöli er síðan hrært saman við 1 msk. af köldu vatni og bætt út í. Hrærið þar til blandan þykknar. Að lokum er kóríander sett í pott- inn og hrært samanvið. Grænmeti 1 eggaldin 100 g ferskt oakra (Nings) 1 meðalstór rófa 2 meðalstórar gulrætur 1 pk. sveppir 100 g frosið rifið kjöt úr kókoshnetu (Nings) ¾ msk. karrý 3 msk. jurtaolía salt eftir smekk Hitið olíuna í potti, gulrætur og rófur eru saxaðar í litla bita og steikt á lágum hita þar til þær eru hálf- steiktar. Bætið restinni af innihaldinu í pottinn og steikið þar til það er tilbú- ið. Popadom-sósa 1 lítri rjómi 1/2 tsk. tómatpúrra 1 msk. tómatsósa 1 tsk sykur 1 msk. karrý (verður að vera gæða karrý. Fæst hjá Nings.) 1 tsk. salt Allt hráefni er sett í pott, soðið þar til sósan þykknar. Cummin-kartöflur 1 msk. jurtaolía 1,25 kg kartöflur, skornar í litla bita 1 tsk. turmeric 1 tsk. heil cummin fræ (Nings) salt eftir smekk Hitið olíuna í potti, setjið allt í pottinn í einu og steikið þar til kartöflurnar eru tilbúnar á lág- um eða millihita. Ef vill, má bæta 1–2 msk. af vatni á pönnuna. Naan-brauð 250 g hveiti 1/2 tsk. þurrger 1 tsk. sykur 1/2 tsk. salt 1 egg 125 ml vatn 1 msk. smjör Setjið allt saman í eina skál, hnoð- ið þar til deigið verður mjúkt, slétt og ekki klístrað. Ef deigið er klístr- að, bætið örlitlu hveiti. Látið hefast í 30 mínútur. Skiptið deiginu í 6–7 bollur. Búið til sívalar kökur úr deiginu með kökukefli. Bakið kökurnar á lágum hita á pönnu eða beint á eldavélar- hellu, ca. 1 mínútu á hvorri hlið. Burstið kökurnar með smjöri á meðan þær eru heitar. Sætar gulrætur með kókosmjólkursósu 45 g skilið smjör (sjá að ofan) 700 g fínt rifnar gulrætur 400 g niðursoðin sæt mjólk (Cond- ensed m mjólk frá Nestle hjá Nings) ¼ tsk. brúnt kardimommuduft (Nings) 80 g rúsínur 30 g sneiddar möndlur 30 g cashew-hnetur Hitið smjörið í potti, steikið gul- ræturnar og rúsínurnar saman í 1–2 mínútur. Bætið mjólkinni í pottinn, sjóðið þar til mjólkin er næstum soðin upp. Sneiðið cashew-hneturnar. Bætið restinni af uppskriftinni í pottinn ásamt cashew-hnetunum og sjóðið í eina mínútu. Kókosmjólkursósa 200 ml kókosmjólk (taílensk, úr dós) 1 msk. sykur Blandað vel saman. Athugið að hægt er að borða þennan eftirrétt með niður- soðnu mangó og fersku papaya eða niðursoðnu ef það fæst ekki ferskt. Jarðarberja-lassi 1 lítri jarðarberjajógúrt 1 tsk. cummin (Nings) 100 ml vatn 2 msk. sykur Blandið vel saman í matvinnslu- vél, kælið og drekkið. Sætar gulrætur: Með kókosmjólkursósu. Ljúffeng: Lúða að indverskum hætti. Ef lesendur hafa spurningar um þessar uppskriftir eða indverskan mat má senda George fyrirspurn á coolsteppa@yahoo.com Masala. Nostur: George bjó sjálfur til köku- skálarnar undir eftirréttinn og brauðstangirnar með lúðunni. gudbjorg@mbl.is PLOKKFISKUR, vínarterta, rab- arbarasulta og rauðkál er meðal rétta í matreiðslubókinni Cool Cu- isine sem nýlega kom út hjá Eddu bókaforlagi. Þá er bókin Cool dis- hes önnur matreiðslubók á ensku sem kom út á sama tíma hjá Eddu. Í bókunum eru upp- skriftir að íslenskum réttum bæði hefðbundnum og nýjum. Lesendur læra að elda brauð- súpu, slátur, fjallalamb og ávaxtagraut. Það er Nanna Rögnvald- ardóttir sem tekur saman efni í bækurnar sem aðallega eru hugsaðar fyrir erlenda ferða- menn eða til gjafa. Ljósmyndir tók Gísli Egill Hrafnsson Í bókinni Cool Cuisine eru um hundrað uppskriftir og í bókinni Cool Dishes, sem er í smærra broti, er úrval uppskrifta úr fyrrnefndu bókinni. Hér gefur að líta uppskrift að brauðsúpu úr bókinni. Þýðing úr ensku er blaðsins. Brauðsúpa með rjóma 250 g dökkt rúgbrauð vatn 75 g rúsínur ½ sítróna, skorin í þunnar sneiðar 4 msk. sykur eða eftir smekk 250 ml. þeyttur rjómi Skerið brauðið í bita og setjið í pott. Bætið við köldu vatni svo það fljóti yfir brauðmolana. Látið brauð- ið liggja í bleyti í um hálfa klukku- stund. Hitið þá innihald pottsins að suðu og maukið brauðið með kart- öflustappara. Bætið í rúsínum og sítrónusneið- um og látið malla í um tíu mínútur. Bætið sykri við eftir smekk. Í sumum tilfellum þarf ekki að sykra súpuna ef brauðið sjálft er sætt. Fjarlægið sítrónusneiðarnar. Þeytið rjóma og berið fram með súpunni. Uppáhaldsmaturinn úr leikskólum Útgáfan Hemra hefur gefið út matreiðslubókina Krakkaeldhúsið þar sem eru gefnar uppskriftir að vinsælustu réttunum í leikskólum landsins. Í bókinni gefa matráðar í leikskól- um uppskriftir.. Uppskriftirnar eru að réttum úr fiski, kjöti og grænmeti, auk með- lætis, eftirrrétta og baksturs. Allir réttirnir eru í uppáhaldi hjá börnum og eru í senn hollir og einfaldir í mat- reiðslu. Mælt er með því að bókina skoði foreldrar og börn saman Ásta Vigdís Jónsdóttir ritstýrði Krakkaeldhúsinu og Eduardo Pe- rez Baca sá um eldamennsku og ljósmyndaði réttina. Ein upp- skriftin í bókinni er að Fílakök- um sem eru grænmetisbuff. Fílakökur 1 poki kjúklingabaunir 2 pokar gulrætur 300 g sveppir 2 rauðar paprikur 500 g soðnar kartöflur 4 laukar 3–4 egg 5 hvítlauksrif kartöflumjöl salt, pipar og krydd eftir smekk Leggið baunirnar í bleyti í sólar- hring og sjóðið svo í klukkutíma. Setjið baunirnar í matvinnsluvél ásamt grænmetinu. Kryddið vel með salti, pipar og kryddi eftir smekk. Setjið kartöflumjöl út í til að þykkja deigið. Deigið á að vera frekar blautt. Mótið buff og steikið á pönnu í 3–4 mínútur á hvorri hlið. Meðlæti: hrísgrjón og sveppasósa.  MATREIÐSLUBÆKUR Plokkfiskur og fílakökur Réttirnir eru í uppá- haldi hjá börnum og eru í senn hollir og einfaldir í matreiðslu ÞAÐ ER ekki oft sem leifar af eitur- úðun á grænmeti og ávexti fara yfir leyfileg mörk segir í nýlegri frétt í Berlingske Tidende. En það gerist oft að danska matvælaeftirlitið finni leifar af eitri sem ekki er hægt skola af með vatni. Tekið er fram að engin hætta sé þó á ferðum vegna þessa og rétt sé samt sem áður að skola vel með vatni bæði ryk og annan skít sem sest oft á grænmeti og ávexti. Á árunum 1998 til 2002 tók danska matvælaeftirlitið 203 prufur af inn- fluttum tómötum og í fimm tilvikum fannst of mikið magn af eiturefnum. Á sama tímabili voru teknar 180 prufur af dönskum tómötum sem all- ar sýndu að eitrun var undir leyfi- legum mörkum.  MATUR|Eiturúðað grænmeti og ávextir Næst ekki af með vatni Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.