Morgunblaðið - 10.09.2004, Side 26

Morgunblaðið - 10.09.2004, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁHERZLUBREYTING Í EVRÓPUMÁLUM Ræða Halldórs Ásgrímssonar, ut-anríkisráðherra og verðandiforsætisráðherra, um sjávarút- vegsstefnu Evrópusambandsins, sem hann hélt á Akureyri í fyrradag, sætir talsverðum tíðindum. Halldór gagn- rýndi þar sjávarútvegsstefnu Evrópu- sambandsins mjög harðlega og kallaði stefnu sambandsins gagnvart fiskveiði- þjóðunum í Norður-Evrópu nútímaný- lendustefnu. Rökstuðningur Halldórs felst í því að ESB hafi mistekizt að stjórna eigin fiskveiðiauðlindum, fiskveiðistefna þess leiði til ofveiði, slæmrar fjárfest- ingar, ríkisstyrkja og brottkasts. Þetta sé ekki hægt að bjóða ríkjum eins og Ís- landi og Noregi upp á, sem byggi efna- hagslíf sitt að stórum hluta á fiskveið- um og hafi tekizt að byggja upp sjálfbærar fiskveiðar og öflugan at- vinnuveg. „Er eitthvert vit í því að krefjast þess að þjóð sem byggir af- komu sína á fiskveiðum afhendi yfirráð- in yfir auðlindum sínum til aðila sem hefur sýnt að er óhæfur til að stjórna eigin auðlindum? Okkur hefur hvað eft- ir annað verið sagt að þetta sé það sem við þurfum að láta af hendi gegn inn- göngu,“ sagði Halldór. Ræðu Halldórs verður að skoða í samhengi við aðra ræðu, sem hann hélt í Berlín í marz 2002, en þar benti hann á möguleika til þess að útfæra sjávarút- vegsstefnu ESB með þeim hætti að Ís- lendingum mætti vel líka. Hann sagði þá að útilokað væri fyrir Ísland að sætta sig við að framselja stjórn sjáv- arútvegsmála á Íslandi til ráðherraráðs ESB, þar sem sætu 30 sjávarútvegsráð- herrar, sumir jafnvel frá löndum sem ættu ekki land að sjó. Meginhugmynd- in, sem utanríkisráðherra setti fram, var að Íslendingar færu einir með stjórn fiskistofna sem þeir ættu og nýttu einir – og tók þá samlíkingu við finnska skóga og brezka olíu, eins og í ræðunni á Akureyri – en sameiginleg stefna skyldi gilda um sameiginlega fiskstofna, sem nauðsynlegt væri að ríkti samkomulag um. Í ræðu Halldórs á Akureyri kom í raun skýrt fram að hann hefur engin já- kvæð viðbrögð fengið við þessum hug- myndum sínum frá ráðamönnum í Evr- ópusambandinu á þeim tveimur árum, sem liðin eru. Hann sagði í ræðunni að ESB hefði sýnt pólitískan sveigjanleika og vilja til að opna dyrnar fyrir ríkjum Mið- og Austur-Evrópu. „Þegar kemur að fiskveiðiþjóðunum við Norður-Atl- antshafið sjást engin merki um sveigj- anleika. ESB hefur ekki einu sinni gefið í skyn að það sé tilbúið að sýna þann sveigjanleika sem er nauðsynlegur til þess að tryggja grundvallar hagsmuni fiskveiðiþjóðanna í norðanverðri Evr- ópu. Á vissan hátt hefur þessi hluti Evr- ópu verið skilinn út undan af ESB,“ sagði Halldór. Þessi ummæli sýna að utanríkisráð- herra telur sig ekki lengur geta staðið í því að leita leiða til að finna flöt á Evr- ópusambandsaðild Íslands, án þess að Evrópusambandið komi til móts við Ís- lendinga og gefi til kynna að hægt sé að falla frá því að sameiginlega sjávarút- vegsstefnan gildi á Íslandsmiðum. Í samtali við Morgunblaðið í gær dregur Halldór þá ályktun af skorti á viðbrögðum ESB að eins og staðan sé nú komi aðild að ESB ekki til greina. Sú yfirlýsing hans þýðir að á kjörtíma- bilinu hlýtur að draga úr núningi og vandamálum í stjórnarsamstarfinu vegna mismunandi Evrópustefnu stjórnarflokkanna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Síðarnefndi flokkurinn hefur útilokað aðild að Evr- ópusambandinu vegna sjávarútvegs- stefnunnar með mun afdráttarlausari hætti en Framsóknarflokkurinn hefur gert undanfarin ár. Gera má ráð fyrir að a.m.k. Halldór Ásgrímsson og talsverður hópur í kringum hann í Framsóknarflokknum verði eftir sem áður jákvæðari gagn- vart Evrópusambandsaðild, að því gefnu að einhver opnun fáist í sjávarút- vegsmálunum, en forysta Sjálfstæðis- flokksins, sem hefur ýmislegt fleira út á Evrópusambandið að setja en sjávarút- vegsstefnuna. En til skemmri tíma litið þýðir yfirlýsing Halldórs Ásgrímsson- ar að Evrópumálin verða ekki tilefni til sundurþykkju í stjórnarsamstarfinu. ÚRRÆÐI GEGN TÖLVUFÍKN Umfjöllun Tímarits Morgunblaðsinssl. sunnudag um svokallaða tölvu- fíkn hefur vakið talsverða athygli og umræður. Ótrúlega margir reynast þekkja svipuð dæmi og þar eru rakin, úr eigin fjölskyldu eða vinahópi. Þá er um það að ræða að fólk ánetjast svo- kölluðum fjöldaþátttökuleikjum á Net- inu og hættir að sinna námi, vinnu eða fjölskyldu sem skyldi, einangrast fé- lagslega og lifir nánast fyrir tölvuleik- inn. Það er átakanlegt að lesa lýsingar móður á því hvernig sonur hennar missti tökin á námi, félagslífi og fjöl- skyldulífi og sat yfir tölvuleikjunum allar nætur. Sömuleiðis segir frásögn rekstrarstjóra, sem neyddist til að segja upp starfsmanni vegna fíknar í tölvuleiki, mikla sögu. „Þetta virðist ná svo miklum tökum á fólki að það missir algerlega stjórnina og lætur þetta fara í svona far, jafnvel þótt það viti af því að þetta sé vandamál og vilji ekki hafa hlutina svona. Það bara ræður ekkert við þessa hegðun,“ segir rekstrarstjórinn. „Ég heyrði hjá honum, sem þekkti þennan heim miklu betur en ég, að hann vissi um fleiri sem höfðu lent í svipaðri aðstöðu. Það voru menn sem voru kannski tæpir í vinnu eða áttu erfitt með að tolla í vinnu af því að þeir voru svo helteknir af tölvuleikj- um.“ Hér er augljóslega raunverulegt vandamál á ferðinni, sem fylgir hinni annars gagnlegu og nytsamlegu upp- lýsingatæknibyltingu. Eins og sálfræð- ingarnir Björn Harðarson og Einar Gylfi Jónsson, sem rætt er við í grein Tímarits Morgunblaðsins, benda á er mikilvægt að foreldrar séu vakandi fyr- ir einkennum tölvufíknar og grípi í taumana áður en komið er í óefni hjá börnum þeirra. Jafnframt er full ástæða til þess að í heilbrigðiskerfinu sé unnið að því að bjóða upp á meðferð til að vinna á tölvufíkninni, rétt eins og öðrum fíknum, t.d. spila- eða áfengis- fíkn. J eppaför í óspilltum flóa við Úlfsvatn á Arnarvatnsheiði, ummerki um mót- orhjólamenn í Eldborg við veginn upp í Bláfjöll og utanvegaakstur að Fjallabaki og við Herðubreiðarlindir eru meðal þeirra dæma sem nefnd hafa verið um utanvegakstur sumarsins. Telja sumir að skemmdir af völdum ökumanna hafi aldrei ver- ið meiri. Árni Bragason, forstöðumaður náttúru- verndarsviðs umhverfisstofnunar, er þó ekki viss um að utanvegaakstur sé meiri nú en áður heldur sé hugsanlegt að menn veiti málinu meiri athygli en áður. Hann hefur hins vegar talsverðar áhyggjur af þróuninni. Árni segir að þrátt fyrir vel heppnað átak Ferðaklúbbsins 4x4 sé enn talsvert um að jeppamenn aki utan vega. Þá hefur hann áhyggjur af fjölgun torfærumótorhjóla og fjór- hjóla og segir ljóst að sumir ökumenn þeirra kunni ekki með þau að fara. Árni telur að sjaldnast séu það meðlimir í fé- lögum jeppa- eða mótorhjólamanna sem séu til vandræða. Tiltölulega fáir aki utan vegar en með því skaði þeir hagsmuni heildarinnar. „Því miður virðast þessir menn ekki í tengslum við veruleikann. Þetta er ekkert nema sjálfselska í mönnum. Þeir vilja fá að gera það sem þeir kæra sig um og það sem þeir meta sem rétt og sjálfsagt,“ segir hann. Allur almenningur sé hins vegar andsnúinn hvers kyns utanvega- akstri. Fjölga þarf æfingasvæðum Fá lögleg æfingasvæði fyrir mótorhjóla- menn eru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Árni kveðst viss um að verulega myndi draga úr utanvegaakstri á torfærumótorhjólum ef þeim yrði fjölgað. Úr því að leyft sé að selja hjólin og mönnum leyfist að aka þeim númers- lausum sé ekki annað hægt en að útvega æf- ingasvæði. Náttúruvernd ríkisins, forveri um- hverfisstofnunar, hafi á sínum tíma óskaði eftir því við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að mótorhjólamenn fengju æfingasvæði í ná- grenni höfuðborgarinnar en ekkert sveitarfé- lag hafi treyst sér til þess. „Þetta myndi gjör- samlega breyta þessu. Þá væru menn ekki að djöflast utan vega í nágrenni borgarinnar,“ segir hann. Árni segir að þó að sýslumenn hafi víða aukið eftirlit með utanvegaakstri verði að gera enn betur, lögregla verði að taka stífar á brotum og þyngja verði refsiákvæði. Ef betra efni væri borið í fjallvegi myndi auk þess draga úr akstri meðfram vegunum. Útlendingar sem staðnir eru að utanvega- akstri bera gjarnan fyrir sig þekkingarleysi, þeir hafi einfaldlega ekki hugmynd um að það megi ekki aka utan vega. Íslendingar eiga væntanlega erfiðara með að nota þá afsökun enda eru lögin býsna skýr og einföld, allur akst- ur utan vega er bannaður. Í 17. grein náttúruverndarlaga segir orðrétt: „Bann an veg jöklum svo fr Reg hins v heimi sem e „Allur sem n Með n spjöll mynd landi, ógrón varan Sig hverf Taka þarf fastar á öllum lögbrotum og þy „Einfaldleg elska í mö Akstur utan vega er klárlega bannaður og félög jeppa- og mótorhjólamanna brýna fyrir félagsmönnum sínum að stunda ekki þessa óhæfu. Rúnari Pálmasyni var sagt að fjölgun æfingasvæða myndi slá á vandann. „ÉG hélt bara eftir alla þá umræðu sem er búin að vera, bæði hjá jeppa- mönnum og í þjóðfélaginu almennt, að menn gerðu ekki svona hluti,“ sagði Snorri H. Jóhannesson, bóndi að Augastöðum í Borgarfirði og veiðivörður á Arnarvatnsheiði til 35 ára, um utanvegaaksturinn við Úlfsvatn í sumar. Maðurinn sem ók yfir flóann gaf sig fram og er mál hans hjá lögregl- unni í Borgarnesi. Flóinn var að mestu ósnortinn en nú blasa ljót hjólför við úr veiðiskálanum við Úlfsvatn. Snorri segir það ekki ein- falt mál að bæta skemmdirnar, ekki dugi að setja einhverjar þökur yfir heldur verði að stinga út samskon- ar efni og fyrir er. Hvort sem öku- maðurinn bjóðist til að laga þetta eða ekki verði þó gert við sárin. Snorri segir brýnt að herða eft- irlit með utanvegaakstri. Lögreglu- embættin úti á landi séu á hinn bóg- inn svo fjársvelt að þau hafi ekki bolmagn til að framfylgja lögunum nema rétt á þjóðvegunum. Það þýði ekki að setja lög ef þeim sé síðan ekki fylgt eftir. Hann segir á torfærumótorhjólum uta hafa mjög aukist og hann v stöðva. Engar afsakanir Snorri segist hafa talið a að mótorhjólamenn hafi fe ingasvæði til afnota myndi draga úr utanvegaakstri. S ist hins vegar ekki hafa orð in. „Maður sér förin hérna allt. Þeir koma upp í sumar ina með hjólin á kerrum og sprauta þeir bara eitthvað hlíðar,“ segir hann. „Þetta alveg inn í landið í tuga ef hundraða tali. Því meiri kr því grófari dekk og því me argusa sem þau geta sent a undan sér þeim mun betri þau,“ segir Snorri. Þegar k sé við lögreglu segist hún h hafa peninga né tæki til að þeim. Snorri segir að þó að liggi för utan vega sé það e sökun fyrir því að aka eftir aftur. Ljósm Snorri H. Jóhannsson, veiðivörður á Arnarvatnsh Lögregla hefur ekki bolmagn til eftirlits ÖKUMAÐURINN ók fyrst út af veginum um 17 kílómetra frá hring- veginum við Ferjuás. Þar ók hann í hringi og áttur á tveimur stöðum þannig að djúp hjólför mynduðust á um 200 metra kafla á hvorum stað. Hann ók síðan meðfram veginum og upp í hóla og hæðir þannig að greina mátti ummerki um ökuferðina á 23 kílómetra kafla. Lengi vel ók hann í um 50 metra fjarlægð frá veginum en sums staðar lengra eða allt að 300 metra frá vegi. Þeir sem aka utan vega nást sjald- an en lögreglu tókst að hafa uppi á ökumanninum sem þetta gerði. Um var að ræða ítalskan karlmann sem vildi með þessu ganga í augun á konu sem var með honum í bílnum. Hann var sektaður um 20.000 krónur fyrir aksturinn og var miðað við dómafordæmi þegar hún var ákveðin, samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á Húsavík. Líkt og aðrir sem staðgreiða sektina fékk Ítalinn 25% afslátt, þ.e. 5.000 krónur og þurfti því aðeins að greiða 15.000 krónur. „Þetta er auðvitað bara grín,“ sagði Árni Bragason forstöðu- maður náttúruverndarsviðs Um- hverfisstofnunar, þegar hann heyrði sektarfjárhæðina. Ekki mannskapur til að afmá förin Ekki hefur verið reynt að afmá hjólförin eftir ítalska jeppamanninn. Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, land- vörður í Herðubreiðarlindum, sagði í samtali við Morgunblaði að það krefðist mikillar vinnu og ekki ljóst hverjir myndu fást til þess. „Við höf- um hvorki mannskap né tíma til þess að gera við svona rosalegar skemmdir,“ segir hún. Ók 23 kílómetra utan vegar við Öskjuleið Þurfti að borga 15.000 krónur ÞEGA urra m komið brekk færis Skam Ut

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.