Morgunblaðið - 10.09.2004, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 27
„VIÐ viljum að menn séu á skráðum hjólum, keyri eftir löglegum slóðum og
vegum eða að þeir geti farið inn á sérstök æfingasvæði. Þetta er það sem við
höfum verið að berjast fyrir og þau skilaboð sem við sendum félagsmönnum,“
segir Hrafnkell Sigtryggsson, formaður Vélhjólaíþróttaklúbbsins, VÍK.
Hann segir utanvegaakstur mótorhjólamanna vissulega vera vandamál
sem félagið sé vel meðvitað um og taki skýra afstöðu gegn og reki sterkan
áróður til að vekja mótorhjólamenn til umhugsunar og koma í veg fyrir slíkan
akstur.
Um leið verði þó að hafa í huga að fleiri valdi skemmdum á landinu og því
eðlilegt að taka heildstætt á umhverfisspjöllum af völdum allra útivistarhópa
og ferðamanna en einblína ekki einvörðungu á mótorhjólamenn.
Ennfremur sé nauðsynlegt að hafa í huga að VÍK hafi barist fyrir úthlutun
sérstakra æfingasvæða um árabil en mætt mjög litlum skilningi ráðamanna á
þörfum þessa hóps.
Torfærumótorhjólum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og telur
Hrafnkell að aukning sé þre- til fimmföld. Þessi aukning skýri að stórum
hluta aukna umræðu um utanvegaakstur. Einhverjir mótorhjólamenn hafi
um árabil þvælst eftir afskekktum kindaslóðum og stígum án þess að margir
hafi orðið þess varir eða gert við það athugasemdir þótt þessi akstur stangist
vissulega á við lög. Þar sem fleiri séu farnir að hjóla þessar slóðir verði óhjá-
kvæmilega meiri ummerki eftir aksturinn. Nú sé svo komið að nauðsynlegt sé
að umræða fari fram meðal mótorhjólamanna um þessi mál, hvar megi aka og
hvar það sé bannað. Það sé hins vegar að ýmsu leyti erfitt að eiga við þetta,
um 1.500–2.000 manns aki torfæruhjólum og þessi hópur hafi búið við mikið
frjálsræði fram til þessa. Um leið sé erfitt að reka áróður fyrir því að menn
hjóli ekki leiðirnar sem þeir eru vanir á meðan ekki sé hægt að benda á neina
aðra valkosti.
Vantar æfingasvæði
Hrafnkell segir að æfingasvæði fyrir torfærumótorhjól séu fremur fá. Í
fyrra fengu mótorhjólamenn úthlutað svæði í Álfsnesi og í vor var samþykkt
að þeir fengju að stunda æfingar á svokölluðu Breiðstræti við Grindavík.
Þessi svæði hafi verið kostnaðarsöm í uppbyggingu og þjóni einungis hluta
vélhjólamanna.
Hrafnkell segir þó augljóst að með þessu hafi dregið úr utanvegaakstri en
enn vanti tilfinnanlega fleiri svæði.
Nýlega sótti VÍK um að fá æfingasvæði fyrir enduro-mótorhjól í Jósefsdal
á Hellisheiði en því hafnaði sveitastjórn Ölfuss. Hrafnkell segir að höfnunin
hafi komið á óvart enda hafi sveitarstjórnarmenn virst jákvæðir í fyrstu enda
hefði þetta getað létt af akstri á Hengilssvæðinu.
Hrafnkell bendir á að Ferðaklúbburinn 4x4 hafi lengi staðið í baráttu gegn
utanvegaakstri og svipuð vakning sé nú að eiga sér stað meðal mótorhjóla-
manna. Í vor var stofnuð umhverfisnefnd VÍK og haldnir hafa verið fundir
þar sem brýnt er fyrir mönnum að ganga vel um landið. Gefinn hefur verið út
bæklingur um hvar megi aka og í samvinnu við 4x4 klúbbinn hafi verið sett
upp um 60 skilti í kringum þéttbýlisstaði og á hálendinu þar sem félagsmenn
eru minntir á að aka ekki utan vega. Auk þessa hefur verið rekinn sterkur
áróður gegn utanvegaakstri á vef félagsins, motocross.is.
Hrafnkell Sigtryggsson, formaður VÍK
Þarf umræðu meðal
mótorhjólamanna
„ÞAÐ hlýtur að teljast mikill heið-
ur fyrir bókaútgáfu að gefa út
sjálfa biblíuna sem gjarnan er
nefnd bók bókanna,“ sagði Jóhann
Páll Valdimarsson, útgáfustjóri
JPV útgáfu, er hann og Karl Sig-
urbjörnsson biskup skrifuðu í gær
undir samning um að JPV útgáfa
taki að sér útgáfu og dreifingu á
nýrri íslenskri þýðingu biblíunnar.
Þetta verður ellefta útgáfa bibl-
íunnar á íslensku en hún var síðast
gefin út 1981 en þá var ekki um
nýja þýðingu að ræða á biblíunni í
heild. Biblían hefur ekki verið gefin
út í nýrri heildarþýðingu á íslensku
síðan árið 1912.
Þýðingarstarf um árabil
Hinn 1. október árið 1990 var
undirritaður samstarfssamningur
milli Hins íslenska biblíufélags og
Guðfræðistofnunar Háskóla Ís-
lands um þýðingu Gamla testa-
mentisins og hefur verið unnið eftir
honum síðan.
Þýðendur eru Sigurður Örn
Steingrímsson, Þórir Kr. Þórð-
arson, Jón Gunnarsson, Árni Berg-
ur Sigurbjörnsson og Gunnlaugur
A. Jónsson.
Formaður þýðingarnefndar er
Guðrún Kvaran sem tók við er Þór-
ir Kr. Þórðarson féll frá en aðrir í
þýðingarnefnd eru séra Árni Berg-
ur Sigurbjörnsson, fulltrúi hins ís-
lenska biblíufélags, séra Gunnar
Kristjánsson, tilnefndur af biskupi,
Gunnlaugur A. Jónsson, fulltrúi
Guðfræðistofnunar, og Guðrún
Kvaran, fulltrúi Íslenskrar mál-
nefndar, og séra Sigurður Pálsson,
framkvæmdastjóri Biblíufélagsins.
Í ritstjórn verksins eiga sæti Guð-
rún Kvaran formaður, Einar Sig-
urbjörnsson prófessor og séra Sig-
urður Pálsson. Jón Pálsson,
framkvæmdastjóri Biblíufélagsins,
er ritari nefndarinnar.
Hlutar Nýja testamentisins voru
þýddir og endurskoðaðir fyrir út-
gáfuna 1981. Frá því í apríl 2002
hefur Jón Sveinbjörnsson unnið að
ítarlegri endurskoðun á textum
bréfa og Opinberunarbókar Nýja
testamentisins ásamt því að fara
yfir guðspjöllin og Postulasöguna í
útgáfunni 1981 og samræma við
endurskoðun bréfanna. Er stefnt
að útgáfu kynningarheftis með allri
nýju þýðingu Nýja testamentisins
um áramótin 2004/5 og frágengn-
um texta um mitt ár 2005.
Frá upphafi hefur verið stefnt að
því að þýða eftir frumtexta í báðum
testamentum. Í þýðingu Gamla
testamentisins er þýtt úr hebresku
en Nýja testamentið er þýtt úr
grísku. Er leitast við að taka tillit
til stíls frumtexta, einkum í Gamla
testamentinu án þess að sú við-
leitni komi niður á íslenskri gerð
textans. Þá verður sú breyting á
útgáfunni að apokrýfu bækur
hennar verða nú prentaðar með að
nýju en þær fylgdu íslenskum út-
gáfum Biblíunnar þar til um miðja
19. öld.
Samningurinn felur í sér að Bibl-
íufélagið afhendir JPV útgáfu end-
anlegan texta nýrrar þýðingar
biblíunnar um mitt ár 2005 og JPV
útgáfa sér síðan um umbrot, frá-
gang, prentun, dreifingu og annað
er lýtur að útgáfunni.
Sögulegt skref fyrir
Biblíufélagið
Karl Sigurbjörnsson biskup, sem
jafnframt er forseti Hins íslenska
biblíufélags, sagði að fyrir félagið
væri þetta stórt sögulegt skref þar
sem félagið hefði allt frá stofnun
árið 1815 annast öll sín útgáfumál
sjálft. „Þetta var engu að síður
vandasöm og viðkvæm ákvörðun
en félagið hefur einfaldlega ekki
bolmagn til að standa að svo flóknu
verki sem útgáfa nýrrar biblíu fyr-
ir 21. öldina er. Með þessum samn-
ingi við JPV er tryggt að biblían
komist til sem flestra og á sem að-
gengilegustu máli.“
Um hina nýju þýðingu sagði
Karl að vinna við hana hefði hafist
snemma á 9. áratug síðustu aldar.
„Sú biblíuþýðing sem við eigum er
orðin aldargömul og því tímabært
að hefja endurskoðun hennar. Það
hafa orðið ýmsar breytingar á ís-
lensku máli en einnig hefur orðið
framþróun í biblíurannsóknum sem
ýta undir þörfina fyrir nýja þýð-
ingu. Það er ein af frumskyldum
hins íslenska biblíufélags að þetta
grundvallarrit kristinna manna sé
til á aðgengilegu máli. Við þýð-
inguna var einnig nauðsynlegt að
bera virðingu fyrir frumtextanum
og eldri þýðingum en mikilvægi
þýðinga Guðbrands biskups og
Odds Gottskálkssonar fyrir ís-
lenskt mál og íslenskar bókmenntir
verður seint metið til fulls.“
Aðspurður hvort hann ætti von á
að nýja þýðingin myndi valda upp-
námi kvaðst Karl vona að svo yrði
ekki en „þó á ég ekki von á að allir
verði sáttir. Við höfum reyndar
gefið út tilraunaútgáfur af nýju
þýðingunum á Gamla testamentinu
og óskað eftir athugasemdum bæði
frá lærðum og leikum. Þær hafa
borist, en þó ekki jafnmargar og
við gerðum okkur vonir um, en all-
ar athugasemdir hafa verið teknar
til athugunar. Á næsta ári verða
gefnar út tilraunaútgáfur á þýð-
ingu Nýja testamentisins einmitt
til þess að gefa fólki tækifæri til at-
hugasemda áður en endanlega
verður ráðist í útgáfuna árið 2006.“
Treysti á Guð og lukkuna
„Það hefur ekki hvarflað að mér
að gera kostnaðaráætlun um þetta
verkefni,“ segir Jóhann Páll Valdi-
marsson útgáfustjóri aðspurður
um kostnað við útgáfuna. „Ég
treysti algerlega á Guð og lukkuna
í því efni. Þetta er stórkostlegt
tækifæri fyrir bókaútgefanda og ég
er staðráðinn í því að helga mig
þessu verkefni næstu misserin.
Þetta er gríðarstórt verkefni því
við munum gefa út nokkrar útgáfur
sem eru ætlaðar til mismunandi
notkunar. Þar verður t.a.m. kirkju-
biblía í stóru broti en minna brot
fyrir almenning og einnig kiljuút-
gáfur. Ég tel mjög mikilvægt að
finna nýrri útgáfu biblíunnar við-
eigandi búning og lít á þetta sem
tækifæri til að sýna hversu bóka-
gerðin er megnug.“
Jóhann Páll segir að prentun
biblíunnar sé mjög sérhæft verk
þar sem pappír hennar verði mjög
þunnur. „Ég tel þess vegna ólíklegt
að íslensk prentsmiðja verði fengin
til verksins og er reyndar þegar
farinn að leita fyrir mér erlendis
um prentunina. Ég geri mér ljóst
að útgáfu biblíunnar fylgir mikil
ábyrgð og ég og samstarfsmenn
mínir munum kappkosta að standa
þannig að útgáfunni að öllum verði
til sóma,“ segir Jóhann Páll Valdi-
marsson.
Biblíufélagið og JPV útgáfa semja um biblíuútgáfu
Morgunblaðið/Golli
Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi og Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, skrifa undir útgáfusamning
um nýju biblíuna. Að baki þeim standa fulltrúar ritnefndar og stjórnar Hins íslenska biblíufélags.
Sögulegt skref nað er að aka vélknúnum ökutækjum ut-ga. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum ám, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis
remi sem jörð er snævi þakin og frosin.“
glugerð um akstur í óbyggðum virðist
vegar við fyrstu sýn veita nokkuð rýmri
ildir og leyfa akstur utan vega svo lengi
engin spjöll hljótast af. Í 2. grein segir:
r akstur utan vega og merktra slóða þar
náttúruspjöll geta af hlotist er bannaður.
náttúruspjöllum er meðal annars átt við
l á gróðri, jarðvegi og jarðmyndunum,
dun nýrra slóða, hvort sem er á grónu
, þar með töldu mosavöxnu landi, eða
nu og skiptir ekki máli hvort líkur eru á
nlegum skaða eða tímabundnum.“
gurður Örn Guðleifsson, lögmaður Um-
fisstofnunar, segir það af og frá að reglu-
gerðin veiti mönnum heimild til utanvega-
aksturs. Reglugerðir verði að eiga stoð í
lögum og geti ekki veitt rýmri eða þrengri
heimildir en lög. Lögin séu skýr, allur akstur
utan vega sé bannaður og það bann standi
þrátt fyrir reglugerðina. Hann segir tíma-
bært að endurskoða reglugerðina enda gangi
hún of langt og hafi auk þess þvælst fyrir rík-
issaksóknara þegar ákært er fyrir utanvega-
akstur.
Annað sem stundum virðist vefjast fyrir
mönnum er hvað telst vera vegur. Á hálend-
inu eru ótal ómerktir vegaslóðar og sumir eru
eknir afar sjaldan. Vonast er til að réttaró-
vissu um þetta atriði verði eytt þegar nýtt
kort yfir alla vegi og slóða á hálendinu verður
tilbúið en það byggist á mælingum Landmæl-
inga Íslands.
ngja refsingar við utanvegaakstri
ga sjálfs-
önnum“
r akstur
an vega
verði að
r
að eftir
engið æf-
i eitthvað
Svo virð-
ðið raun-
úti um
rbústað-
g svo
upp í
a dengist
ekki
raftur og
eiri mold-
aftur
eru
kvartað
hvorki
ð ná
ð það
engin af-
r þeim
mynd/SB
heiði
Nýja þýðingin:
1. Mósebók
Sköpunarsagan
1 Í upphafi skapaði Guð him-
in og jörð.
2 Jörðin var þá ómótuð auðn.
Myrkur grúfði yfir frum-
djúpinu[1] en andi Guðs
sveif yfir vötnunum.
3 Þá sagði Guð: „Verði ljós!“
Og það varð ljós.
Þýðingin frá 1981:
1 Í upphafi skapaði Guð him-
in og jörð.
2 Jörðin var þá auð og tóm,
og myrkur grúfði yfir
djúpinu, og andi Guðs sveif
yfir vötnunum.
3 Guð sagði: ,,Verði ljós!“ Og
það varð ljós.
Blæbrigða-
munur
þýðinganna
AR blaðamaður var á ferð um Uxahryggi síðasta sunnudag í ágúst sá hann til fjög-
mótorhjólamanna sem óku utan vegar, vestan við Sandkluftavatn og skammt áður en
ð er að veginum að Hvalvatni. Mynd náðist af einum þar sem hann ók upp gróna
ku og skeytti engu hvort þar væri fyrir stígur eða ekki. Félagar mannsins voru utan
myndavélarinnar. Engin vafi leikur á því að hér var um utanvegaakstur að ræða.
mmt frá voru tveir bílar með kerrur fyrir mótorhjól.
Morgunblaðið/RP
tanvega við Uxahryggjaleið