Morgunblaðið - 10.09.2004, Page 32
MINNINGAR
32 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Karólína GuðnýÞorsteinsdóttir
fæddist í Víðidal í
Hólsfjöllum 15. sept-
ember 1927. Hún lést
á hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum 1.
september síðastlið-
inn. Foreldrar Karól-
ínu voru hjónin Þor-
steinn Sigurðsson og
Guðrún Sigurbjörns-
dóttir. Systkini Kar-
ólínu eru Guðmundur
f. 1922, Sigurður f.
1923, Sigurbjörn f.
1925 og Ester f. 1937.
Karólína giftist Guðna Árnasyni
frá Selárdal í Vopnafirði f. 21.
febrúar 1914, d. 6. febrúar 1988.
Börn Karólínu og Guðna eru 1)
Arnfríður Ásdís f. 1948, sonur
hennar er Guðni Karl f. 1970. 2)
Guðrún Kolbrún f. 1952, maki
Hjörtur Sigurjóns-
son, þau eiga þrjá
syni. a) Sigurjón
Mýrdal f. 1971, í
sambúð með Helgu
Fanneyju Edwards-
dóttur, dætur þeirra
eru Sara Ósk Þrúð-
marsdóttir f. 1992 og
Stefanía Veiga f.
1998. b) Hilmar f.
1972, í sambúð með
Bryndísi Hrönn
Gunnarsdóttur, son-
ur þeirra er Henrik
Máni f. 2003. c)
Hjörtur f. 1981. 3)
Jóna f. 1955, maki Þórir Jónsson,
börn þeirra eru Þórir Reynir f.
1978 og Karólína Stefanía f. 1992.
4) Halldór f. 1959.
Útför Karólínu verður gerð frá
Laugarneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Hún er farin yfir móðuna miklu
hún móðir mín. Í dag kveð ég móður
mína er hún heldur til annarra starfa
í annarri vídd.
Við móðir mín efuðumst ekki um
að lífið heldur áfram og hefur til-
gang. Mamma hafði fengið að sjá
hvernig er hinum megin og sagði
mér sitthvað um það. Móðir mín
hafði stórt og hlýtt hjarta og hafði
mikið að gefa. Skólaljóðin, sú mæta
bók, mamma kenndi mér að meta og
skilja ljóð. Já, mamma skildi allt og
gat allt, handlagnari og duglegri
manneskju hef ég ekki hitt. Sæng-
urfötin mín voru bróderuð og hand-
klæðin merkt upphafsstöfum. Sér-
saumuð föt, ég var alltaf umvafinn
kærleika móður minnar. Mamma
söng oft í eldhúsinu og þar urðu til
margir dásemdarréttirnir og þeir
voru miklu betri af því þeir urðu til
við söng og gleði, mamma! Þú varst
alltaf til fyrir mig, mamma, og þú
varst heimavinnandi, ótrúlegt starf.
Þín ljúfa návist og manngæska munu
fylgja mér og að hafa átt Mömmu
með stórum staf. Nú ertu hjá pabba í
ljósi Guðs og hjarta mitt saknar ykk-
ar. Betri fyrirmyndir í lífinu gat ég
ekki fengið og þakka Guði. Guð
blessi þig um alla eilífð, mamma mín.
Þinn sonur,
Halldór Guðnason.
Elsku Lína, eins og þú varst alltaf
kölluð. Við þessi tímamót rifjast upp
margar minningar. Það eru 35 ár síð-
an ég kom í fyrsta sinn á heimili ykk-
ar Guðna á Bugðulæk 7 með Kollu
dóttur ykkar sem ég var svo gæfu-
samur að kynnast. Hvenær sem
maður heimsótti ykkur þá var alltaf
fjör á Bugðulæknum.
Þú varst alltaf svo myndarleg í
þér, útbjóst gómsætar samlokur og
nýbakaðar kleinur áður en við héld-
um af stað í ferðalög. Ferðalögin
urðu fjölmörg og skemmtileg í Hval-
fjörðinn, Borgarfjörð og vestur og
urðu fjörugri eftir að barnabörnin
bættust í hópinn.
Alltaf varstu tilbúin að rétta öðr-
um hjálparhönd. Gott dæmi um það
er þegar þú hjálpaðir móður minni
að yfirdekkja borðstofustólana og
það verk eins og önnur sem sneru að
saumaskap léku í höndum þér.
Þegar ég hugsa til baka skynja ég
hvað tíminn hefur verið fljótur að
líða.
Þegar ég heimsótti þig síðast hafði
þér hrakað mjög en ekki átti ég von á
því að þú færir svona snöggt. Ég bið
góðan Guð að gefa okkur huggun og
styrk.
Elsku Lína, Guð geymi þig.
Hjörtur.
KARÓLÍNA G.
ÞORSTEINSDÓTTIR
✝ Una Kjartans-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 24. júlí
1921. Hún lést í
hjúkrunarheimilinu
Víðinesi 4. septem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar Unu voru
Jarþrúður Þorláks-
dóttir, f. 10.12. 1897,
d. 1.4. 1991 og
Kjartan Jakobsson,
f. 3.1. 1893, d. 1.8.
1954. Systkini Unu
eru Jón, f. 1919, d.
1984. Elínborg
Anna, f. 1923 og
Guðný Bára, f. 1926. Hálfsystk-
ini Unu sammæðra eru Sólrún
Helgadóttir, f. 1933, Sigurður
Helgason, f. 1934, og Þorlákur
Helgason, f. 1936.
Eiginmaður Unu var Jón R.
Kjartansson, f. 24.10. 1919 (þau
skildu). Þau eiga fjögur börn: a)
Sigrún Ragna, f. 26.3. 1942.
Börn hennar og Einars Loga
Einarssonar, f. 8.3. 1938, d. 2.8.
2002, eru Ásgerður, f. 19.10.
1965 og María Helga, f. 12.12.
1969. Dóttir Sigrúnar Rögnu og
Ólafs Emilssonar, f. 31.8. 1941,
er Hildur, f. 12.5. 1982. b) Kjart-
an, f. 25.1. 1946. Börn hans og
Fanneyjar Helgadóttur, f. 4.1.
1944, eru Helga Sjöfn, f. 10.2.
1981 og Margrét Una, f. 6.7.
1983. Stjúpsonur Kjartans er
Helgi Birgisson, f.
24 8. 1967. c) Þrúð-
ur, f. 9.10. 1947.
Börn hennar og
Þorleifs Jóhannes-
sonar, f. 7.6. 1937,
eru Una Berglind, f.
8.1. 1966 og Arnar
Þór, f. 3.4. 1967.
Börn Þrúðar og
Þorsteins Guð-
mundssonar, f.
12.11. 1945, eru
Guðmundur Ingi, f.
21.10. 1981 og
Björgvin Freyr, f.
9.6. 1984. d) Guðný,
f. 9.10. 1947. Börn hennar og
Gylfa Snorrasonar, f. 9.2. 1943,
eru Dagný, f. 3.12. 1966, Snorri,
f. 10.12. 1968, og Sigrún, f. 2.9.
1971. Alls eru afkomendur Unu
nú 27.
Una bjó í æsku á Skólavörðu-
stíg 17a til 1930 þegar hún flutti
að Sjafnargötu 4 með frænku
sinni og fósturmóður Guðnýju
Jónsdóttir frá Galtafelli og Jóni
Guðmundssyni. Dóttir Guðnýjar
og Jóns er Gígja Björnsson og ól-
ust þær frænkur upp og bjuggu
lengst af saman í húsinu að
Sjafnargötu 4. Una vann lengst
af sem matráðskona hjá Slátur-
félagi Suðurlands í Reykjavík.
Útför Unu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
Hjá ömmu Unu á Sjafnargötunni
ríkti ákveðinn hátíðlegur andi, það
var eins og að fara í annan heim að
koma niður á Sjafnó. Amma tók allt-
af vel á móti okkur systkinunum og
sá til þess að öllum liði vel. Þar
snæddum við ófá sunnudagslæri og
ógleymanleg í minningunni er
hangikjötsveisla á jóladag sem var
fastur liður í jólahaldinu. Af Sjafn-
argötunni fórum við aldrei heim með
tóman maga enda var alltaf nóg til
frammi.
Hjá ömmu var alltaf allt svo fínt
og heimilið prýddu margir fagrir
hlutir. Þegar við fórum í heimsókn
fórum við í okkar fínasta pússi. Það
sem einnig gerði Sjafnargötuna að
annarri veröld var það sérstaka
orðaval sem amma átti til að grípa
til. Hún notaði setningar eins og:
Eigum við ekki að fá okkur órans út
á altani? Þrátt fyrir hátíðleikann á
Sjafnargötunni þá var amma ávallt
einlæg og hlý, og húmorinn skein í
gegnum glæsileikann.
Amma Una á sérstakan stað í
hjarta okkar og til hennar munum
við hugsa með hlýju. Hún var ein-
stök kona og ber önnur okkar nafn
hennar með stolti.
Guð blessi minningu hennar.
Helga Sjöfn og Margrét Una
Kjartansdætur.
Við ævilok ömmu Unu eru þessar
örfáu línur skrifaðar í þakklætis- og
kveðjuskyni.
Þegar ég var lítill þá voru þær ófá-
ar sunnudagsheimsóknir okkar til
ömmu Unu. Þær minningar eru ljúf-
ar og sterkar og munu ávallt lifa
innra með mér hvað sem öðru líður
og langar mig til að rifja þær upp.
Heimsóknin hófst með því að bílnum
var lagt í eitt fárra stæða Sjafnar-
götunnar fyrir framan hvítt stórt
húsið, gengið var niður tröppurnar
inn í bakgarðinn og dyrabjöllunni
hringt. Á móti okkur tók amma Una,
hlý og fín. Farið var inn ganginn og
framhjá eldhúsinu þar sem allt var á
fullu með sinni unaðslegu matarlykt.
Komið var í vel prýdda stofuna
klædda þykkum gólfteppum og hlý-
legu veggfóðri. Sest var niður og
spjallað, matur borinn fram og sagt:
Það er nóg til frammi.
Skemmtilegar umræður voru að-
alsmerki ömmu Unu og vonandi
munu afkomendur viðhalda því. Ég
vildi óska þess að við hefðum getað
haldið þessum heimsóknum áfram
til allrar eilífðar en tíminn líður, við
eldumst og hverfum á braut.
Helgi Birgisson.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna.
Þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum – eins og þú.
(Davíð Stefánsson.)
Með þessum orðum skáldsins frá
Fagraskógi kveð ég mína elskulegu
fóstursystur. Hún var yndisleg
frænka, uppeldissystir og vinkona
alla tíð. Við ólumst upp hjá foreldr-
um mínum á Sjafnargötu 4 og þar
hefur heimili okkar beggja verið síð-
an, fyrir utan þau ár sem ég dvaldi
erlendis.
Una var hljóðlát, hógvær og ljúf
og var mér og fjölskyldu minni alla
tíð sem traustur klettur í tilverunni.
Ég og börnin mín, Sveinn, Níní og
Helga, og fjölskyldur þeirra kveðj-
um Unu með söknuði og virðingu og
biðjum góðan Guð að styrkja börn
hennar og fjölskyldur þeirra.
Hvíli hún í friði.
Gígja Björnsson.
UNA
KJARTANSDÓTTIR
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og
afa,
INGÓLFS ÁRNASONAR
fyrrverandi rafveitustjóra
Norðurlandi eystra.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheim-
ilisins Sels á Akureyri og samstúdenta Ingólfs
úr MR 1945.
Góðar minningar lifa.
Anna Hallgrímsdóttir,
Jóna G. Ingólfsdóttir, Bjarni Þ. Jónatansson,
Hallgrímur S. Ingólfsson, María J. Jónsdóttir,
Sigríður E. Ingólfsdóttir, Gunnar Kr. Jónasson,
Árni G. Ingólfsson, Sigrún B. Guðjónsdóttir,
Valborg Salome Ingólfsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
UNNSTEINN BECK hrl.,
Árskógum 6,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu-
daginn 29. ágúst.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Anna G. Beck,
Steinar Beck,
Þórólfur Tómasson,
Hans Jakob Beck.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN JÓHANNSSON,
Eyjahrauni 11,
(áður Norðurgarði),
Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vest-
mannaeyjum, laugardaginn 11. september
kl. 14.00.
Þorvaldur Stefánsson, Sveinbjörg Kristmundsdóttir,
Kristinn Ingi Stefánsson, Elísabet Þrastardóttir,
Ragnar Þór Stefánsson, Lísa Skaptadóttir,
Jóhann Hjaltalín Stefánsson, Berglind Helgadóttir,
Ómar Stefánsson, Þórdís Jóelsdóttir,
Snædís Stefánsdóttir, Jónsteinn Jensson,
Ingibjörg Stefánsdóttir, Jóhann Reynisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur okkar og bróðir minn,
WILHELM MAGNÚS ALEXANDERSSON
OLBRICH,
Háaleitisbraut 54,
Reykjavík,
lést af slysförum laugardaginn 4. september.
Útför hans fer fram frá Grensáskirkju þriðju-
daginn 14. september kl. 13.30.
Rebekka Magnúsdóttir, Alexander Olbrich,
Gunnar Páll Alexandersson Olbrich.
Eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og
tengdadóttir,
SIGRÚN JÓNSDÓTTIR,
Aðalgötu 14,
Stykkishólmi,
verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju á
morgun, laugardaginn 11. september
kl. 15.00.
Hólmgeir Sturla Þórsteinsson,
Margrét Hólmgeirsdóttir,
Jón Glúmur Hólmgeirsson,
Þórhildur Hólmgeirsdóttir,
Jón Aðalsteinn Baldvinsson, Margrét Sigtryggsdóttir,
Ragnar Þór Jónsson, Róshildur Jónsdóttir,
Þórsteinn Glúmsson, Aðalbjörg Pálsdóttir.
Þig munum, ástrík móðir,
þig muna vinir góðir
og barna-börnin þín.
Við kveðjum þig og þökkum,
með þjáðum hug og klökkum,
sem morgunsól þín minning skín.
(J.S. Húnfjörð.)
Hvíl í friði elsku mamma.
Þín
Kolbrún.
HINSTA KVEÐJA