Morgunblaðið - 10.09.2004, Side 33

Morgunblaðið - 10.09.2004, Side 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 33 Elsku amma mín, það er erfitt að trúa því að þú sért farin. Meðal fyrstu æskuminninga minna eru heimsóknir til ömmu og afa á Bugðu- læk. Alltaf tókstu vel á móti mér og mörg voru skiptin sem ég fékk að gista hjá þér. Þú varst alltaf svo jákvæð og tilbú- in að hjálpa mér með allt sem ég var að gera. Ég gleymi því ekki þegar þú hringdir fyrir mig í Bjössa bróður þinn og komst mér þar fyrir í sveit- inni, vegna þess að það var það sem mig hafði langað svo lengi. Ég man hvað mér þótti vænt um þegar þú hringdir í mig af og til í sveitina að athuga hvernig ég hefði það. Eftir að ég eignaðist Henrik Mána var gaman að sjá brosið sem færðist yfir andlit þitt þegar ég kom með hann í heimsókn til þín þótt þú hafir verið orðin veik undir það síðasta. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni eg dey, þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti eg segi. Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Amma, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og mun ég aldrei gleyma þér. Hilmar Hjartarson. ✝ Jóhann Valde-marsson fæddist á Möðruvöllum í Eyjafirði 22. júní 1911. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 3. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristján Valde- mar Pálsson, bóndi og hreppstjóri á Möðruvöllum í Eyja- firði, f. á Vatnsenda í Eyjafirði 11. júní 1889, d. 21. des. 1970 og kona hans Guð- rún Jónasdóttir húsmóðir, f. á Þórustöðum í Öngulsstaðahreppi 9. ágúst 1886, d. 4. nóv. 1955. Systkini Jóhanns eru Ásgerður, f. 16. maí 1914, d. 6. des. 1926, Ragnheiður, f. 2. júlí 1919, gift Ragnari Ólasyni, f. 1. júní 1912, d. 27. júlí 1990 og Ásgeir, f. 11. sept. 1926, kvæntur Auði Aðalsteins- hanni Þórðarsyni, d. 14.10. 1993. Dætur þeirra eru Helga, f. 1960 og Kristín, f. 1964. 4) Guðrún, f. 14. maí 1944, sambýlismaður Garðar Karlsson. Sonur hennar er Jóhann, f. 1963. 5) Jóhann, f. 24. ágúst 1950, kvæntur Önnu Maríu Halldórsdóttur. Börn þeirra eru Halldór, f. 1972, Helga Magnea, f. 1977, og Jóhann Steinar, f. 1982. Barnabarnabörn Jóhanns eru sex- tán og barnabarnabarnabörnin tvö. Jóhann stundaði nám í farskóla á Möðruvöllum í 4 vetur, síðan í Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1926–1928 og Búnaðarskólanum á Hvanneyri 1929–1930. Hann stundaði búskap á Möðruvöllum frá vorinu 1932 til vors 1956 en flutti þá til Akureyrar og hóf rekstur bókaverslunar sem hann starfaði við í 9 ár. Í ársbyrjun 1967 flutti hann til Reykjavíkur og starfaði í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar fram á áttræðis- aldur. Í des. 1996 flutti hann aftur til Akureyrar og bjó þar til dauða- dags. Útför Jóhanns fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. dóttur, f. 16. maí 1927. Jóhann kvæntist 26. júní 1932, Helgu Magneu Kristinsdótt- ur, f. í Samkomugerði 13. feb. 1911, d. 18. jan. 1965. Jóhann kvæntist aftur 26. júní 1975 Vilhelmínu Bier- ing, f. 13. júní 1918, d. 18. okt. 1999. Börn Jó- hanns og Helgu Magneu eru: 1) Gerð- ur, f. 20. feb. 1933, gift Kjartani Á. Kjart- anssyni, börn þeirra eru Kjartan, f. 1956, Helga Jó- hanna, f. 1962 og óskírðar tví- buradætur látnar 1964. 2) Gunn- ar, f. 20. apríl 1935, kvæntur Heiðdísi Norðfjörð. Synir þeirra eru Gunnar, f. 1961, Jón Norð- fjörð, f. 1966 og Jóhann Valdemar Norðfjörð, f. 1971. 3) María Krist- ín, f. 1. des. 1939, gift Magnúsi Jó- Við minnumst með þakklæti og virðingu tengdaföður okkar Jóhanns Valdemarssonar er lést hinn 3. sept- ember sl. Nú blundar fold í blíðri ró, á brott er dagsins stríð, og líður yfir land og sjó hin ljúfa næturtíð. Þá mæða sálar hverfur hver, svo hvílst þú getur rótt, og sjálfur Drottinn sendir þér, er sefur, góða nótt. (Jón Helgason.) Guð blessi þína minningu. Anna María og Heiðdís. Blendnar tilfinningar komu upp í huga okkar þegar við heyrðum að þú hefðir yfirgefið okkur. Þrátt fyrir sorgina við að missa þig fundum við okkur huggun í því að þú kvaddir okkur saddur lífdaga, enda upplifað á lífsleiðinni meira en margur getur látið sig dreyma um. Við þökkum þér einlæga gestrisni þína, hvort sem við sóttum þig heim í Álfheimana, Hrísalundinn eða Hlíð, þar sem allt fram á síðasta dag þótti þér ómögulegt annað en að geta veitt okkur eitthvað, þótt ekki væri nema einn sælgætismola. Okkur er sér- staklega minnisstætt hversu vel þú mundir alla þá sem urðu á þínum vegi á lífsleiðinni, alla ættfræði og allar þessar skemmtilegu sögur sem við fengum að heyra frá þér. Í gegn- um skin og skúri skorti þig aldrei húmor, og sama hversu alvarlegt ástandið var fannst þér það aldrei svo alvarlegt að ekki væri hægt að sjá á því spaugilegu hliðina. Þrátt fyrir háan aldur var auðvelt að sjá hve dugmikinn mann þú hafðir að geyma. Eins og farfuglarnir á vorin þá komst þú norður til að stunda þá iðju sem veitti þér svo mikla ánægju á þínum efri árum. Okkur er í fersku minni heimsókn- irnar þínar í Eikarlundinn á sumrin, þegar þú nánast fluttir búferlum út í gróðurhús og ræktaðir plöntur af svo miklu kappi að rétt tókst að pína þig inn til þess að nærast örlítið. Við erum þakklát fyrir þær stund- ir sem okkur voru veittar saman en við vitum jafnframt að þær verða fleiri þar sem þú vakir nú yfir okkur við hlið ömmu. Við kveðjum þig nú, elsku afi, en höldum eftir minning- unni um merkismanninn sem þú hafðir að geyma. Hvíl í friði. Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær. Nú mátt þú, vinur, höfði halla, við herrans brjóst, hvíld er kær. Í sölum himinsólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (Höf. óþ.) Halldór og fjölskylda, Helga Magnea, Jóhann Steinar og Íris Björk. JÓHANN VALDEMARSSON Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUNNHILDUR AAGOT GUNNARSDÓTTIR, Þórðarsveig 1, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 29. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug. Sigurður Ingi Óskarsson, Hansína Sjöfn Steingrímsdóttir, Ásgeir Baldursson, Bergþóra Jóna Steingrímsdóttir, Valgarður Viðar Lúðvíksson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við and- lát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA INGÓLFS IBSEN fyrrv. skipstjóra og framkvæmdastjóra, Leynisbraut 10, Akranesi. Þorbjörg Laufey Þorbjörnsdóttir, Anna Mýrdal Helgadóttir, Hafsteinn Guðjónsson, Lúðvík Ibsen Helgason, Þorbjörg Helgadóttir, Heiðar Sveinsson, Björgvin Ibsen Helgason, Helgi Helgason, Þóra Þórðardóttir, Kristján Helgason, Hjördís Frímann, barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU ÁSDÍSAR SOPHUSDÓTTUR, Vallarbraut 15, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Lúðvík Björnsson, Sigurey Guðrún Lúðvíksdóttir, Þorsteinn Jóhannesson, Björn Lúðvíksson, Þórunn Hreinsdóttir, Fjóla Lúðvíksdóttir, Jóhann Sigurðsson, Ósk Sophusdóttir, Laufey Erla Sophusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, MARGRÉTAR ÞORGRÍMSDÓTTUR, Hringbraut 50, áður til heimilis í Drápuhlíð 43. Guðrún Þóroddsdóttir, Sigrún Þóroddsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÝRAR VIGGÓSDÓTTUR, Skúlagötu 2, Stykkishólmi. Ólafur Þórir Sighvatsson, Eggert Bjarni Bjarnason, Hafdís Sverrisdóttir, Sævar Berg Ólafsson, Hjálmfríður Guðjónsdóttir, Guðbjörg Halldóra Ólafsdóttir, Þorvarður Einarsson, Ægir Þór Ólafsson, Eydís Bergmann Eyþórsdóttir, María Bryndís Ólafsdóttir, Ásgeir Héðinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kærar þakkir fyrir hlýhug og kveðjur við fráfall EIRÍKS BALDVINSSONAR, sem lést þriðjudaginn 24. ágúst sl. Silja Sjöfn Eiríksdóttir, Edda Völva Eiríksdóttir, Friðrik Theodórsson, Vésteinn Rúni Eiríksson, Harpa Karlsdóttir og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ERLENDAR EINARSSONAR múrarameistara, Tjarnarstíg 9, Seltjarnarnesi. Einar Erlendsson, Turid Erlendsson, Erla Erlendsdóttir, Bragi Guðmundsson, Árni Erlendsson, Inga Hrönn Pétursdóttir, Snorri Erlendsson, Hanna Erlendsóttir, Sigrún Erlendsdóttir, Jón Ingi Haraldsson, Helgi Erlendsson, Lilja Brynjarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. GÍSLI GÍSLASON, andaðist á St. Franciskusspítalanum þriðju- daginn 31. ágúst síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Narfeyrarkirkju á Skógarströnd laugardaginn 11. september kl. 13.00. Gunnar Guðmundsson, Margrét Guðmundsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.