Morgunblaðið - 10.09.2004, Síða 39

Morgunblaðið - 10.09.2004, Síða 39
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 39 Norrænu samtökin NOBAB (Nordisk för-ening för syke barns behov) og Um-hyggja, félag til stuðnings langveikumbörnum, standa þessa dagana fyrir ráðstefnu um málefni langveikra barna hér á landi. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Frá barnaspítala til fullorðins spítala – hvenær verða börn fullorðin?“ og verður fjallað um þetta efni í heilan dag og það skoðað frá sem flestum sjónarhornum. Þá verður einnig fjallað um léttari efni, t.d. gildi menningar inni á spítölum. Þar verður m.a. fjallað um það gagn sem trúðar gera á finnskum spítölum. Hvernig standa málefni þjónustu við langveik börn hér á landi? „Það er margt vel gert en við eigum enn langt eftir. Málaflokkurinn er óendanlega stór og gleym- um því ekki að það að eignast langveikt barn er nánast samasemmerki við það að veröldin hrynji. Þ.e. sú veröld sem foreldrarnir þekktu áður en þessi einstaklingur fæddist er ekki lengur til og verður aldrei. Þetta hefur gífurleg áhrif á alla fjöl- skylduna sem á nóg með að berjast við tilfinninga- lega hlið málsins, jafnvel í mörg ár, jafnvel alla ævi. Það er því ekki boðlegt að stór hluti af starfskröft- um þessara fjölskyldna skuli fara í það að berjast við fjárhagsáhyggjur og kerfi sem kannski hefur aldrei gert ráð fyrir því að svona einstaklingur fæddist. Dæmi um það sem við eigum langt í land með er veikindaréttur foreldra með langveik börn. En víð- ast er hann einungis örfáir daga á ári sem hrökkva bara alls ekki neitt til. Flestir foreldrar búa einung- is við 7–9 daga veikindarétt fyrir öll sín börn á ári.“ Hvernig stöndum við miðað við nágrannalönd? „Í þessu máli, sem ég nefndi hér að ofan, stönd- um við okkur illa. Sjúkradagpeningar eru víðast hvar greiddir af almannatryggingafé svo allir sitja við sama borð. Þar sem við stöndum okkur vel er kannski fyrst og fremst smæð landsins að þakka. Það höfum við í Umhyggju svo oft fengið að upplifa, á því byggjum við tilveru okkar. Þetta skapar ná- lægð sem ég held að sé ekki jafnríkulega til staðar á hinum Norðurlöndunum.“ Hvað eru mikilvægustu málefnin í dag? „Nákvæmlega núna erum við í Umhyggju auð- vitað mjög upptekin af því að koma Sjónarhóli af stað með sína starfsemi. En auðvitað erum við líka upptekin af þessu málefni sem við ræðum á þessu þingi, þ.e. að þegar einhver ungur einstaklingur býr við þau ósköp að þurfa stöðugt á sjúkrahúsvist og umönnun að halda þá standi kerfið einhuga að baki honum í því að það sé honum sem léttbærast. Baráttu fyrir bættum hag barna, veikra sem lang- veikra, lýkur aldrei. Þeim verkefnum sem NOBAB fást við hefur ekki fækkað á 25 árum, þau hafa bara breyst.“ Heilsa | Ráðstefna um málefni langveikra barna á Radisson SAS Hótel Sögu Barátta við kerfið ekki boðleg  Leifur Bárðarsson er fæddur í Reykjavík árið 1948. Hann útskrif- aðist frá Læknadeild HÍ árið 1975 og varð sér- fræðingur í barna- skurðlækningum árið 1983 frá Gautaborg- arháskóla. Þá nam hann gæðastjórnun í heilbrigðisþjónustu hjá háskólanum í Bergen árið 2000. Leifur starfar nú sem yfirlæknir deildar gæðamála og innri endurskoðunar frá 2003. Leifur er varaformaður Umhyggju og fulltrúi Íslands í stjórn NOBAB. Hann er giftur og á tvær uppkomnar dætur og tvö barnabörn. Silfureyrnalokkur í óskilum FALLEGUR silfureyrnalokkur fannst ofarlega á Tjarnargötunni daginn eftir menningarnótt. Upplýs- ingar í síma 552 5922 eftir kl. 18. Gleraugu týndust SJÓNGLERAUGU týndust á Kringlukrá sl. laugardagskvöld. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 893 5553. Bíllykill í óskilum BÍLLYKILL er í óskilum í Álna- vörubúðinni í Hveragerði. Upplýs- ingar á staðnum eða í síma 483 4517. Nala er týnd NALA er 10 mánaða gömul læða, þrílit; gul, grá og hvít. Hún týndist frá Garðabæ fyrir tæpri viku. Hún var með gráa ól en er ekki eyrna- merkt. Ef einhver hefur séð hana vinsamlegast hringið í síma 564 2204, 897 2204 eða 894 2428. Fress týndist í Grafarvogi GULUR og hvítur fress tapaðist úr gæslu úr Veghúsum 31, Grafarvogi, sl. mánudag. Hann er gæfur og er eyrnamerktur en ólarlaus. Þeir sem geta gefið upplýsingar hringi í síma 695 6673. Fundarlaun. Kettlingar fást gefins KASSAVANIR kettlingar fást gef- ins. Upplýsingar í síma 663 8715. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða- markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“ Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Allrahanda. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. www.menntun.is Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 Armband er hannað af Karli Guðmundssyni og Ríkharði Jónssyni, 925 sterling silfur kr. 44.900 ERNA gull- og silfursmiðja. Erna gull- og silfursmiðja, Skipholti 3, sími 552 0775. Opnunartími alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-14 1924 2004 Líkamsvara sem mótar línurnar eins og sokkabuxur? Ótrúlegt. GEL SEM MÓTAR, STYRKIR OG GRENNIR TRÚÐU Á FEGURÐ Sími: 568 5170 Kynning í dag Haust- og vetrarlitirnir eru komnir, tilboðspakkingar í ýmsum kremum og margt fleira spennandi. Veglegir kaupaukar. h ei m sæ kt u w w w .l an co m e. co m Á opnu borði. Norður ♠ÁD7 ♥ÁKDG ♦DG10987 ♣-- Vestur Austur ♠KG1086 ♠95432 ♥5432 ♥-- ♦-- ♦65432 ♣KDG10 ♣432 Suður ♠-- ♥109876 ♦ÁK ♣Á98765 Suður spilar sjö hjörtu og fær út laufkóng. Hver er vinningsleiðin á opnu borði? Lausn: Vandinn er stíflan í tíglinum. Þar eð vestur á fjórlit í hjarta og engan tígul má hvorki aftrompa hann strax (þá vantar innkomu á frítígul) eða reyna að taka ÁK í tígli áður en tromp- in eru kláruð. Stíflan er hreinsuð þann- ig: Sagnhafi tekur fyrsta slaginn á lauf- ás og hendir tígli úr borði – alls ekki spaða. Svo spilar hann tvívegis trompi á blindan og stingur sjöu og drottningu í spaða. Þá á hann eitt tromp eftir heima en tvö í borði. Hann aftrompar nú vestur og hendir tígli í síðasta tromp blinds, og öðrum tígli í spaðaás. Leiðin er þá greið fyrir tígla blinds. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is NÚ fer hver að verða síðastur að sjá sýningu Hörpu Daggar Kjart- ansdóttur í Galleríi Tukt í Hinu hús- inu, en sýningin, sem samanstendur af ljósmyndum og skúlptúrum sem eru að hluta eða öllu leyti úr gifsi, stendur til 11. september. Vinnuheiti sýningarinnar er „Á milli tveggja heima“, en á henni kannar Harpa mörkin milli leiks og raunveruleika. Að sögn Hörpu kalla verkin fram ólík viðbrögð fólks og er þeim ætlað að vekja siðferðislegar spurningar. Þetta er fyrsta einkasýning Hörpu sem hefur nú nám í myndlist- ardeild Listaháskóla Íslands, en hún hefur áður tekið þátt í samsýningum í Borgarnesi. Harpa Dögg við eitt verka sinna. Mörk leiks og raunveruleika SOFFÍA Sæmundsdóttir hefur opn- að sýningu í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Á sýningunni, sem hún nefnir „Teikningar“, sýnir hún stór verk unnin með viðarkolum á pappír. Segir hún verkin tilraun til að „vekja tilfinningu fyrir því sem gæti verið landslag, óravíddir sem hafa hvorki ákveðið upphaf né endi. Fyrir mig er mikilvægt að klára ekki verkið eða loka því heldur vekja upp hughrif og þannig heldur sköpunin áfram,“ segir Soffía. Soffía hefur verið virk á íslenskum myndlistarvettvangi undanfarinn áratug og haldið fjölmargar einka- sýningar og tekið þátt í samsýn- ingum heima og erlendis. Á síðasta ári lauk hún mastersnámi í myndlist frá Mills College, Oakland, Kali- forníu, þar sem aðalkennari hennar var Hung Liu. Sýningin er opin frá fimmtudög- um til sunnudags frá kl. 14–18 og lýkur 19. september. „Teikningar“ í Hafnarhúsinu Ein af „teikningum“ Soffíu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.