Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MEIRI KOLTVÍSÝRINGUR Útstreymi koltvísýrings á hvern íbúa í Reykjavík hefur aukist um 5% frá árinu 2001 til 2003. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkurborgar en hún var kynnt í umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur fyrir helgi. „Ef svo fer fram sem horfir mun þróun útstreymis gróðurhúsa- lofttegunda í Reykjavík verða langt- um meiri en markmið Kyoto- bókunarinnar gera ráð fyrir,“ segir í bókun nefndarinnar. Íþróttahús við MH Stefnt er að því að nýtt íþróttahús við Menntaskólann í Hamrahlíð verði tekið í notkun á 40 ára afmæli skólans árið 2006 en Ríkiskaup hafa nú auglýst forval vegna byggingar á tvö þúsund fermetra íþrótta- og kennsluhúsnæði. Íþróttahúsið verð- ur um þúsund fermetrar og kennslu- byggingin sömuleiðis en þar eiga að vera tólf nýjar kennslustofur. 41% í virkri atvinnuleit Aðeins 41% atvinnulausra á Suð- urlandi er í „virkri atvinnuleit“. Sig- urður Jónsson, forstöðumaður svæð- isvinnumiðlunarinnar á Suðurlandi segir að af 224 atvinnulausum hefðu 92 verið í virkri eða ótruflaðri at- vinnuleit, þ.e. að hægt hefði verið að senda þá í atvinnuviðtal án fyr- irvara. Skapar frekar óvissu Sigurður Einarsson, stjórn- arformaður KB banka, segir tillögu í frumvarpi viðskiptaráðherra um að þrengja að heimildum hlutafélaga til að hafa starfandi stjórnarformann ekki vera studda sannfærandi rök- um og hún sé frekar til þess fallin að skapa óvissu og hlutverkarugling en að skýra verkaskiptingu og vernda hag hluthafa og eigenda. Segir ástandið versna Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi í gær að uppreisnaröflin í Írak sæktu í sig veðrið og erfitt gæti reynst að skipu- leggja kosningar í öllu landinu í jan- úar. Bróðir breska gíslsins Kenn- eths Bigleys kvaðst hafa fengið upplýsingar um að hann væri enn á lífi. Hamas hótar hefndum Vopnaður hópur í Hamas- samtökunum hótaði í gær árásum á Ísraela hvar sem þeir væru staddir í heiminum til að hefna Hamas- leiðtoga sem beið bana í tilræði í Sýrlandi. Forystumaður í Hamas sagði að ekki hefði verið ákveðið að gera árásir utan landamæra Ísraels. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Dagbók 30/32 Viðskipti 11 Víkverji 30 Vesturland 12 Staður og stund 32 Erlent 13 Menning 33 Daglegt líf 14 Af listum 33 Umræðan 15/19 Fólk 34/37 Bréf 19 Bíó 34/37 Forystugrein 20 Ljósvakar 38 Minningar 22/26 Veður 39 Myndasögur 30 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl EFTIR PER GUSTAVSSON MYNDABÓK ÁRSINS SVONA GERA PRINSESSUR M Á T T U R IN N & D † R ‹ IN STÓRSKEMMTILEG OG FALLEG BÓK FYRIR PRINSESSUR OG PRINSA Á ALDRINUM 2-7 ÁRA SÚ tillaga í frum- varpi viðskipta- ráðherra að þrengja að heim- ildum félaga til þess að hafa starfandi stjórn- arformann er ekki rökstudd á sannfærandi hátt og heldur ekki í meirihlutaáliti nefndar viðskiptaráðherra um ís- lenskt viðskiptaumhverfi. Niður- staðan er frekar til þess fallin að skapa óvissu og hlutverkarugling en að skýra verkaskiptingu og vernda hag hluthafa, eigenda og fjárfesta gegn hugsanlegum ágangi stjórn- enda. Þetta segir Sigurður Einars- son, stjórnarformaður KB banka, í grein í Morgunblaðinu í dag. „Viðskiptaráðherra,“ ritar Sigurð- ur, „virðist vera í nöp við það að stjórnarformaður sé í fullu starfi fyr- ir stjórn félags. Það er eins og talið sé að slíkt vinnuframlag hljóti að ganga inn á verksvið framkvæmda- stjóra við daglegan rekstur félags- ins, eða að það torveldi eftirlitshlut- verk stjórnarinnar. Hér er augljóslega á ferðinni misskilningur á hlutverki framkvæmdastjóra sem er beinlínis skilgreint í lögum, þar sem fram kemur að framkvæmda- stjóri annist daglegan rekstur. Þau störf sem starfandi stjórnarformenn fást almennt við taka alls ekki til daglegs rekstrar, enda eru þeir ekki hluti af framkvæmdastjórn félags- ins.“ Sigurður bendir á að það fyrir- komulag að hafa starfandi stjórnar- formann hafi reynst vel í útrásarfyr- irtækjum og sé í raun lykill að því að hægt sé að hafa óháða og sjálfstæða stjórn í hlutafélögum án þess að hún verði ónýt til að móta stefnu og skapa forsendur árangurs. „Mikil- vægt er að drepa ekki niður frum- kvæði viðskiptalífsins sjálfs í þessum efnum með óþarfri lagasetningu.“ Sigurður Einarsson  Starfandi/Miðopna Stjórnarformaður KB banka um ákvæði í frumvarpsdrögum Til þess fallið að skapa óvissu og hlutverkarugling ALÞJÓÐLEGI hjartadagurinn var haldinn í yfir hundrað löndum í gær en þemað í ár er börn, ung- lingar og hjartasjúkdómar. Hjartavernd og HjartaHeill, Landssamtök hjartasjúklinga, stóðu fyrir skipulagðri dagskrá en Actavis var aðalstyrktarað- ilinn. Hin árlega hjartaganga var gengin og ávarpaði Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra göngu- og línuskautfólk og fulltrúar Latabæjar, þær Solla stirða og Halla hrekkjusvín, tóku þátt í göngunni. Þá stóðu Hjarta- Heill og Hjartavernd fyrir heilsu- mælingum þar sem boðið var upp á blóðfitu- og blóðþrýstingsmæl- ingar, ráðgjöf og fræðslu.Morgunblaðið/Kristinn Fjölmenni í hjarta- göngu HEIMILI og skóli, landssam- tök foreldra, hafa skorað á skólastjórnendur að afhenda þeim foreldrum sem þess óska skólabækur barna sinna. Hanna Hjartardóttir, formaður Skóla- stjórafélags Íslands, segist hafa haft samband við sína nefnd vegna málsins. „Við ætlum að ræða þetta erindi við verkfalls- stjórn kennara á mánudag.“ Spurð um túlkun lögfræðinga Sambands íslenskra sveitarfé- laga að skólastjórnendur megi ganga í störf kennara segir Hanna eðlilegt að ræða málið við verkfallsstjórnina. „Hún tek- ur á öllum vafamálum og við för- um því með erindið þangað.“ Skólabækur ræddar við verkfalls- stjórnina „VIÐBRÖGÐ forystu kennara við þessum undanþágubeiðnum eru sem blaut tuska í andlit okkar. Höfnun forystunnar á þessum beiðnum virð- ist sýna, að þar hafi menn engan skilning á aðstæðum fjölskyldna fatlaðra og þroskaheftra barna,“ skrifar Eiríkur Þorláksson, formað- ur Umsjónarfélags einhverfra í grein í Morgunblaðinu í dag. „…neyð fjölmargra fjölskyldna þessara barna er nú þegar orðin raunveruleg; lífsmynstri þeirra hef- ur verið raskað, þroska og framför er stefnt í hættu, og álag á fjöl- skyldur er að verða yfirþyrmandi.“ Neitunin nær til innan við 200 nemenda: „Þegar litið er til þess að þessi nemendahópur telur innan við helming af hálfu prósenti þess nem- endafjölda sem verkfallið nær til, verður neitunin með öllu óskiljanleg nema þetta sé meðvituð ákvörðun kennara um að beita okkar minnstu meðbræðrum fremst fyrir sinn vagn í kjarabaráttunni.“/15 „Sem blaut tuska í andlit okkar“ eða páskaleyfi. „Hingað til hefur ekki verið talið að neyðarástand skapist á starfsdögum grunnskóla- kennara eða í jóla-, páska- eða sumarleyfum,“ ítrekar hún. Standi verkfallið hins vegar lengur yfir sé ekkert sem standi í vegi fyrir því að undanþágubeiðnir frá verkfall- inu verði lagðar fram að nýju. Svarar ekki ummælum Hörður Jónasson, faðir 14 ára gamals drengs, sem gengur í Öskjuhlíðarskóla, er eins og fram kom í Morgunblaðinu á laugardag, ósáttur við þá túlkun að ekkert neyðarástand skapist vegna verk- fallsins frekar en vegna starfsdaga kennara eða vegna jóla-, páska- eða sumarleyfa. Sagði hann m.a. í samtali við Morgunblaðið að verið væri að nota fötluð börn sem skildi í verkfallinu. Þórarna kveðst að- spurð ekki vilja svara þessum um- mælum. Ekki liggur fyrir á þessari stundu, segir Þórarna, hvenær næsti fundur undanþágunefndar verður haldinn. Auk hennar situr í nefndinni Sigurður Óli Kolbeins- son lögfræðingur Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. „ÞAÐ er búið að hafna þessum undanþágubeiðnum en það er ekk- ert í lögum, mér vitanlega, sem bannar það að sótt verði um á nýj- an leik,“ segir Þórarna Jónasdótt- ir, fulltrúi Kennarasambands Ís- lands í undanþágunefnd vegna verkfalls grunnskólakennara Undanþágunefndin hafnaði, eins og fram hefur komið, sjö beiðnum um undanþágu frá verkfalli kenn- ara, á fundi sínum fyrir helgi. Snerust þær um undanþágur vegna kennslu fyrir m.a. fötluð börn. Í bókun Þórörnu, á fundinum, kemur m.a. fram að undanþágun- um hafi verið hafnað í ljósi þess að ekki sé talið að neyðarástand skap- ist. Meginreglan sé því sú að hafna öllum undanþágubeiðnum. „Þetta geri ég í þeirri von að verkfallið leysist fyrir lok næstu viku,“ að því er segir í bókuninni. Þórarna vísar þarna til þess að sáttafundur í kjaradeilu sveitarfé- laga og grunnskólakennara hafi verið boðaður hjá ríkissáttasemj- ara nú á fimmtudag. Leysist deilan á þeim fundi hafi verkfall kennara staðið yfir í nær tvær vinnuvikur eða í svipað langan tíma og jóla- Ekki bannað að endurnýja und- anþágubeiðnir Fulltrúi kennara í undanþágunefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.