Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 SALURINN sprakk úr hlátri og afmælis- barnið, Ragnar Bjarnason, líka, þegar hann opnaði gjöfina frá félögum sínum í Sumargleð- inni, þeim Magnúsi Ólafssyni og Þorgeiri Ást- en með honum kom fram hópur þekktra lista- manna sem sett hafa svip sinn á feril Ragnars. valdssyni, á sviðinu á Broadway á laugardags- kvöldið. Ragnar hélt þar stórtónleika í tilefni sjötíu ára afmælis síns og fimmtíu ára söngafmælis Morgunblaðið/Eggert Fékk vörumerkið í afmælisgjöf  Tók lagið/36 STEFNT er að því að taka í notkun um þús- und fermetra íþróttahús við Menntaskólann í Hamrahlíð (MH) á 40 ára afmæli skólans árið 2006. Hafa Ríkiskaup auglýst forval vegna byggingar á tvö þúsund fermetra íþrótta- og kennsluhúsnæði við skólann og er gert ráð fyrir tólf nýjum kennslustofum en byggingin mun að öllum líkindum rísa austan megin við skólann. Lárus H. Bjarnason, rekt- or MH, segir að nú sé loks langri bið eftir íþrótta- húsi lokið. „Ég veit að Guðmundur Arnlaugs- son leit alltaf á þetta sem sjálfsagðan og þarf- an hlut að skólanum og í rauninni leit hann ekki á skólann fullbyggðan vegna þess að það vantaði. Það var fljótlega upp úr 1970 sem hann fór að hafa orð á þessu,“ segir Lárus. Hann segir að fyrir rúmu ári hafi borg og ríki komið sér saman um að láta ákveðna fjárhæð á ári í uppbyggingu eða viðbyggingu við framhaldsskóla í Reykjavík næstu fimm árin. „Það voru tilgreindir nokkrir skólar og þetta er í rauninni hluti af framkvæmd þess samkomulags. Þetta er líklega fyrsta fram- kvæmdin sem er búið að kveða upp úr með.“ Frumstæðar aðstæður Lárus segir að því er varðar íþrótta- kennslu við MH hafi menn lengi reynt að bjarga sér við frumstæðar aðstæður. „Það hafa verið útihlaup, leigðir tímar í World Class eða einhverjum öðrum líkamsræktar- stöðvum, farið í sund, það hefur verið dans- kennsla, jóga og jafnvel hjólreiðar og fjall- göngur. Þetta íþróttahús er langþráð og síðan hafa verið afskaplega mikil þrengsli í skólanum. Allar kennslustofur eru gjörnýtt- ar alla virka daga og sumar kennslustofur eru vafasamar sem framtíðarkennslustofur. Það er gert ráð fyrir að þessi bygging opni fyrir smávegis fjölgun en líka svolítilli rýmk- un,“ segir Lárus. Íþróttahús rís eftir 40 ára bið Langþráð bygging, segir rektor MH „ÉG HAFÐi enga stjórn á bílnum og ég rotast þegar bíllinn lendir á göngustígnum,“ segir Ragnar Hjörleifsson, sem missti stjórn á bíl sínum í Ártúnsbrekkunni á föstu- dag með þeim afleiðingum að bíllinn fór í gegnum vegrið og fram af brú sem liggur yfir Elliðaárnar. Þar hafnaði bíllinn á hvolfi á göngustíg við hlið árinnar. Fallið var fimm metrar og slapp Ragnar ótrúlega vel, með smáskrámur og heilahrist- ing. „Ég var mjög heppinn, slepp með smáskrámur á höfðinu og rot- ast, en bíllinn er gjörónýtur.“ Ragnar var að koma út af aðrein af Breiðholtsbrautinni og inn á Ár- túnsbrekkuna er hann missti stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleið- ingum. „Það var mikil bleyta á veginum og í beygjunni inn á Breiðholts- brautina fer bíllinn að fljóta, rétt því það er engin fyrirstaða í veg- riðinu. Þannig að þegar ég lendi á því þá gefa þær undan eins og tann- stönglar.“ Ragnar var fluttur á slysadeild og lá á sjúkrahúsinu nóttina eftir slysið. Á laugardag skoðaði hann slysstaðinn. „Þetta er allt svolítið skrítið og dálítið tæpt allt saman. En ef vegriðið hefði verið í lagi hefði ég ekki farið þarna niður. Þetta er lítill bíll sem er ekki nógu öflugur til að splundra vegriðinu.“ Ragnar ber sjúkraflutninga- mönnunum, sem komu fljótt á slys- stað, vel söguna. „Þeir eru mjög flinkir. Þeir meðhöndluðu mig eins og um hryggbrot væri að ræða og pössuðu að ég snerist ekki þegar þeir náðu mér út úr bílnum. Þeir töluðu til mín og gerðu þetta mjög vel. Það er áberandi hvað þeir eru miklir fagmenn,“ segir Ragnar. eins og það sé fljúgandi hálka og snýst á veginum,“ segir Ragnar. „Ég man ekkert eftir því þegar ég er á leiðinni niður. Það er ekki fyrr en sjúkraflutningamennirnir fara að tala við mig að ég ranka við mér og allt fer smám saman að skýrast.“ Bíllinn hafnaði á hvolfi aðeins ör- skammt frá ánni, eftir fimm metra fall. „Þetta hefði getað farið öðru- vísi ef ég hefði lent í ánni,“ segir Ragnar. „Það er auðvitað töluvert vatn í ánni og stórgrýti. Ég lendi á toppnum á jafnsléttu. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því í hvaða stellingu ég er inni í bílnum þegar sjúkraflutningamennirnir koma.“ Vegrið er á brúnni þar sem bíll Ragnars, sem er af Volkswagen Golf gerð, féll niður. Það gaf sig við áreksturinn. „Í vegriðinu eru tvær uppistöður og þær virðast bara vera til skrauts Ragnar Hjörleifsson féll fimm metra í bíl sínum fram af Elliðaárbrúnni „Ég var mjög heppinn“ Ljósmynd/Hilmar Sigvaldason Ragnar slapp með skrámur eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum og farið fram af Elliðaárbrú. EINUNGIS 41% þeirra sem eru á atvinnuleys- isskrá á Suðurlandi eru í „virkri atvinnuleit“, samkvæmt upplýsingum sem fram komu í erindi Sigurðar Jónssonar, forstöðumanns svæðis- vinnumiðlunarinnar á Suðurlandi, á ársfundi Vinnumálastofnunar. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að af 224 atvinnulausum á skrá nýverið hefði 41% eða 92 verið í virkri eða ótruflaðri atvinnuleit sem hann vildi kalla svo. Það er að segja hægt hefði verið að senda þá í atvinnuviðtal án fyrirvara. Fram kom að ýmsar séraðstæður gerðu það að verkum að hinir væru ekki í því sem kalla mætti „virkri“ eða ótruflaðri atvinnuleit. Það væri til dæmis um að ræða þá sem væru í hlutastörfum, en þar væri um talsvert marga að ræða, auk þeirra sem væru með læknisvottorð upp á að þeir gætu ekki stundað hvaða vinnu sem væri, van- færar konur, eldra fólk og sjómenn sem væru í landi á milli túra, svo nokkrir hópar væru nefnd- ir. Sigurður sagði að 41% hefði verið hægt að senda í atvinnuviðtal, en hina hefði ekki verið hægt að senda vegna ýmissa ofangreindra sér- aðstæðna. Atvinnulausir í rauninni 92? „Þá spurði ég þeirrar spurningar hvort það væri þá ekki rétt að segja að raunatvinnuleysi á Suðurlandi væri þá 41% af listanum þ.e.a.s. 92. Í staðinn fyrir að segja að atvinnuleysið á Suður- landi sé eins og atvinnuleysistölurnar sýna 224 þá eru þeir í rauninni 92 sem hægt er að senda í atvinnuviðtal beint ef það vantar mann í vinnu,“ sagði Sigurður. Hann sagði að þetta sýndi að ekki væri nóg að horfa bara á atvinnuleysisskráninguna sem slíka heldur þyrfti að skoða hvað fælist þar að baki. Hann hefði farið út í að gera þessa athugun vegna þess að sér fyndist ekki rétt að tala um að atvinnuleysið væri eins og tölurnar segðu til um. Það sem væri á bakvið tölurnar sýndi allt aðra mynd eins og þetta. „40% af þeim sem eru á skrá eru virkir í að leita að vinnu, tilbúnir að fara í við- töl,“ sagði Sigurður ennfremur. Alls voru 224 skráðir atvinnulausir á Suðurlandi í byrjun september 41% atvinnulausra reynd- ist vera í virkri atvinnuleit ♦♦♦ UNGUR maður liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans eftir umferð- arslys við Bíldudal í gærmorgun. Maðurinn var ökumaður bílsins en farþegi sem var með honum í bílnum gerði Neyðarlínunni viðvart. Sá slapp ómeiddur. Samkvæmt upplýsingum læknis á gjörgæsludeild Landspítalans er manninum haldið sofandi í öndunarvél og er líðan hans eftir atvikum. Maðurinn gekkst undir aðgerð á Landspítalanum í gær. Lögreglunni á Patreksfirði barst tilkynn- ing um slysið rétt fyrir klukkan fimm í gær- morgun. Samkvæmt upplýsingum frá henni varð slysið með þeim hætti að bíllinn, sem ek- ið var eftir Ketildalavegi í átt frá Bíldudal, lenti á stólpa við rimlahlið með þeim afleið- ingum að stólpinn gekk inn gegnum fram- rúðu bílsins og hlaut maðurinn við það alvar- lega höfuðáverka. Er lögregla kom á staðinn var ákveðið að kalla til lækni og þyrlu Landhelgisgæslunn- ar, TF-LÍF. Þyrlan lagði af stað frá Reykja- vík kl. 6.16 í gærmorgun og var lent með manninn í Reykjavík um kl. 9. Ökumaður bílsins er grunaður um ölvun við akstur. Alvarlega slas- aður eftir um- ferðarslys

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.