Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TVÖ umferðaróhöpp hafa orðið á Vesturlandsvegi til móts við Korp- úlfsstaði um helgina þar sem öku- menn hafa ekið á steinstólpa á veg- inum sem þar eru vegna framkvæmda við tvöföldun Vest- urlandsvegar. Steinstólparnir loka veginum og eiga að vísa ökumönn- um inn á hlykk sem gerður hefur verið á veginn vegna fram- kvæmdanna. Bifreiðar skemmdust talvert en ökumenn eru í báðum til- vikum grunaðir um ölvun við akst- ur. Urðu óhöppin snemma á laug- ardags- og sunnudagsmorgun. Báðir ökumenn voru á leið frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur er óhöppin áttu sér stað. Umferðarstofa mun kanna að- stæður á staðnum í kjölfar óhapp- anna og einnig mun Vegagerðin í dag skoða svæðið með tilliti til veg- merkinga vegna framkvæmdanna. Samkvæmt upplýsingum frá fram- kvæmdaaðilanum, Jarðvélum ehf., er vinnusvæðið merkt samkvæmt leiðbeiningarriti Vegagerðarinnar. Nokkur hundruð metrum áður en að framkvæmunum kemur, bæði ef keyrt er til og frá Reykjavík er var- að við þeim, að sögn fram- kvæmdaaðilans, og þéttast viðvör- unarmerkin er nær dregur. Eru einnig merki um breyttan hámarks- hraða á vinnusvæðinu, þ.e. úr 90 km á klst. niður í 50 km á klst. Þrengingar eru sérstaklega merkt- ar með blikkljósum allan sólar- hringinn. Samkvæmt vettvangsathugun Morgunblaðsins í gærkvöldi er vinnusvæðið með um 1.000 m fyr- irvara ef ekið er frá Reykjavík áleiðis til Mosfellsbæjar. Öðru máli gegnir ef ekið er í átt að Reykjavík frá Mosfellsbæ. Þá sjást fyrst við- vörunarmerki örfáum metrum áður en að hlykknum á veginum kemur en á þeirri leið áttu bæði umferð- aróhöppin sér stað. Blikkljós eru á steinstólpunum í báðar áttir. Að sögn Hreins Haraldssonar, framkvæmdastjóra hjá Vegagerð- inni, hafa eftirlitsmenn frá Vega- gerðinni, sem ber ábyrgð á merk- ingum vegna vegaframkvæmda, tekið út svæðið. Hann bendir á að stundum geti merkingar færst úr stað og því verði það skoðað sér- staklega. Að hans sögn eru gerðar kröfur um fullkomnustu vegmerk- ingar sem almennt eru notaðar á þessu svæði þar sem umferð- arþungi á Vesturlandsvegi er mik- ill. Ákveðnar reglur um vegmerk- ingar fylgi öllum útboðum til verktaka á vegum Vegagerð- arinnar. „Merkingar þarna eru al- veg í samræmi við það. Þeir sem þarna eru að vinna hafa fylgt því sem þeir áttu að gera,“ segir Hreinn. Birgir Hákonarson, fram- kvæmdastjóri umferðasviðs hjá Umferðarstofu, segir slæmar veg- merkingar við framkvæmdir viðvar- andi vandamál sem þó hafi verið tekið fastari tökum undanfarin misseri. Hann segir erfitt að setja sérstakar reglur sem fram- kvæmdaraðilar verði að fara eftir þar sem aðstæður séu misjafnar. Birgir segir að besta leiðin til að vekja athygli á framkvæmdum sé með ljósamerkingum og það þurfi að gerast með góðum fyrirvara áð- ur en komið er að framkvæmd- arstað. Tveir hafa keyrt á steinstólpa á Vesturlandsvegi Morgunblaðið/Kristinn Steinstólparnir sem bifreiðarnar tvær óku á um helgina eru með blikkljósum. Sé ekið úr Mosfellsbæ í áttina til Reykjavíkur er varað við breytingu á legu Vesturlandsvegar aðeins fáum metrum áður en komið er þar að. Vegagerð og Um- ferðarstofa munu skoða aðstæður ÁSMUNDUR Magnússon, tækni- fræðingur hjá Jarðvélum ehf., sem vinnur að framkvæmdum við tvö- földun Vesturlandvegar, bendir á að ökumenn taki afar sjaldan tillit til lækkunar á hámarkshraða vegna vegaframkvæmda. Hann segir ökumenn oft vera að keyra á um 100 km hraða á svæðum þar sem hámarkshraði hefur verið lækkaður í 50 km. „Á meðan eru mennirnir okkar að vinna tvo metra frá,“ segir Ásmundur. Hann segir að þegar Jarðvélar voru við vinnu á Stekkjarbakka nýverið hafi stundum þurft að kalla til lögreglu til að aðstoða við að halda ökuhraða í skefjum. Lítið tillit tekið til lækk- unar á há- markshraða HILDUR María Hilmarsdóttir, fjór- tán ára nemi í Foldaskóla í Reykja- vík, hlaut fyrstu verðlaun í ritgerð- arsamkeppni Félags um eflingu verk- og tæknifræðimenntunar. Sunna Örlygsdóttir, sextán ára ný- nemi við Menntaskólann í Reykja- vík, hlaut önnur verðlaun. Alls 37 ritgerðir bárust í keppnina. For- maður dómnefndarinnarnar var Matthías Johannessen. Úrslitin voru kunngjörð við hátíðlega at- höfn í Þjóðminjasafninu á föstudag. Hildur María segist hafa orðið mjög hissa þegar henni var til- kynnt að hún hefði orðið hlutskörp- ust. „Ritgerðin fjallar um stelpu, sem er að labba úti og sér hluti og fer að hugsa hvernig þeir eru stærðfræðilega séð. Til dæmis sér hún sólina og fer að hugsa hvernig hún geti mælt ummál hennar og flatarmál með stærðfræðiformúl- um.“ Hildur María segist hafa séð samkeppnina auglýsta í Morgun- blaðinu í sumar og ákveðið til gam- ans að taka þátt. „Ég er talin frek- ar góð í stærðfræði,“ segir hún ennfremur aðspurð um áhuga sinn á faginu. Hún segist ekki aðeins stunda stærðfræðinám í Foldaskóla heldur einnig í fjarnám í stærð- fræði við Fjölbrautaskólann í Ár- múla. Þegar hún er spurð hvort hún stefni jafnvel að því að verða stærðfræðingur í framtíðinni segir hún. „Það er aldrei að vita.“ Tækifæri til að læra meira Sunna, sem lenti í öðru sæti, seg- ist eins og Hildur María, hafa orðið hissa en um leið ánægð þegar henni var tilkynnt um úrslitin. „Ég skrifaði m.a. um það hvað er sam- eiginlegt með stærðfræði og list- um. Ég tók tónlistina sem dæmi, og fjallaði um tónstigann og gull- insniðið og eitthvað fleira,“ út- skýrir hún. Aðspurð segist hún vera að læra á píanó en þegar hún er spurð hvort hún hafi mikinn áhuga á stærðfræði segir hún: „Í hreinskilni sagt nei!“ Hún segir þó að ritgerð- arsamkeppnin hafi boðið upp á tækifæri til að læra meira um stærðfræði og listir. „Ég tek auk þess þátt í öllum svona keppnum,“ útskýrir hún. Hildur María hlaut fartölvu í boði EJS í verðlaun og Sunna fékk prentara í verðlaun. Stærðfræðing- urinn heimskunni dr. Timothy Gowers afhenti þeim auk þess við- urkenningarskjal fyrir árangurinn. Hildur María Hilmarsdóttir sigraði í ritgerðarsamkeppni Morgunblaðið/Sverrir Við afhendingu verðlaunanna. Ásgeir Ásgeirsson frá EJS, Matthías Johannessen, formaður dómnefndar, Sunna Örlygsdóttir vinningshafi, Timothy Gowers stærðfræðingur, Hildur María Hilmarsdóttir vinningshafi og Bjarni Bessason, formaður Félags um eflingu verk- og tæknifræðimenntunar. Athöfnin fór fram í Þjóðmenningarhúsi. Fjallar um stelpu sem sér hluti í stærðfræðilegu ljósi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.