Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 9 FRÉTTIR Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Úlpur og jakkar Fatnaður í gríðarlegu úrvali stærðir 38-56 www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. s y m p l y SNYRTISTOFA Lyfja Garðatorgi, sími 565 1320. Prófaðu Estée Lauder andlitsmeðferð. Þú sérð ekki eftir því. Húðin öðlast heilbrigt útlit, verður tandurhrein, slétt, geislandi og yngri að sjá. Andlitsbað og nudd er dásamleg upplifun - slakandi og örvandi í senn og gerir þig árum yngri. Andlitsmeðferð okkar er einstök í sinni röð. Við höfum á að skipa þrautþjálfuðu starfsfólki og fjölbreyttu úrvali meðferða fyrir mismunandi húðgerðir, er leggja áherslu á hreinsun, örvun, lyftingu og aukinn ljóma. Þú velur þá meðferð sem húð þinni hentar Pantaðu tíma í síma 565 1320. Húð án aldurs er innan seilingar www.lyfja.is HAUSTDAGAR Í MJÓDD Mikið úrval af nýjum haustvörum. Einnig tilboð af völdum gallafatnaði á meðan haustdögum stendur. Verið velkomnar Mjódd, sími 557 5900 iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Seltjarnanesi s. 561 1680 Ný sending af kápum Mörkinni 6, sími 588 5518. Vattúlpur, dúnúlpur, ullarúlpur og dúnkápur Hattar, húfur og kanínuskinn Opið virka daga frá kl. 10-18 Opið laugardaga frá kl. 10-16 Nýjar vörur Verð kr. 8.900 LOKATÖLU frá þessu öfluga veiðisumri seitla nú inn, m.a. er veiði lokið í Leirvogsá, en þar veiddust eigi færri en 810 laxar á aðeins tvær stangir. Það er lang- mesta meðalveiði á stöng sem finnst hér á landi á þessu sumri. Gríðarlega mikill lax var í ánni í sumar og mörg dæmi um stórveiði þrátt fyrir slæm skilyrði stóran hluta veiðitímans. Undir lok ver- tíðar voru enn að veiðast nýgengn- ir fiskar í bland við þá legnu. Búið í Vopnafirði Veiði er einnig lokið í Hofsá og Selá og þar var frábær vertíð. Eft- ir fremur rólega byrjun, var nán- ast mokveiði til loka veiðitímans, Hofsá endaði með 1.864 laxa á móti 1.483 í fyrra, og Selá endaði með 1.691 lax á móti 1.558 í fyrra. Góður bati þar. Fnjóská var með 446 laxa á móti 166 í fyrra og er þetta einhver mesta veiði sem náðst hefur í ánni. Hrútafjarðará endaði með 610 laxa sem er met eins og áður hefur verið greint frá. Leirvogsá besta áin Morgunblaðið/Einar Falur Fluga hnýtt á tauminn við Fossholt í Flekkudalsá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? BRYNJÓLFUR Bjarnason, for- stjóri Símans, opnaði á föstudag NemaNet sem er veflægt verkfæri sem hvetur til skilvirkra náms- og lestraraðferða. NemaNet hentar vel þeim sem vilja skipuleggja þekkingu sína og upplýsingar í heildstæðu, aðgengilegu og not- endavænu kerfi. Auk þess að nýtast sem hvetj- andi verkfæri í námi getur Nema- Net nýst í viðtækara samhengi og við flestar þær aðstæður sem kalla á skipulag og varðveislu þekking- ar. Hver notandi fær sitt vefsvæði til ráðstöfunar og skipulagningar en einnig er unnt að stofna sam- eiginlegt vefsvæði starfsmanna og nýta þannig NemaNet sem verk- færi í þekkingarstjórnun. NemaNet hentar fyrir námsfólk á öllum skólastigum, innan sem ut- an hins hefðbundna menntakerfis, starfsfólk fyrirtækja og stofnana jafnt sem einstaklinga. Öll vinna fer fram á Netinu, skjöl eru vistuð með öruggum hætti og afrituð reglulega. Notendur geta farið inn á sín lokuðu vinnusvæði úr hvaða nettengdri tölvu sem er. Með reglulegri notkun verður til eigið upplýsingakerfi sem nýtist í dag- legri önn náms, starfs og í hverju því skyni sem notandinn kýs. Nán- ari upplýsingar eru á slóðinni nemanet.is. Morgunblaðið/RAX Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, og Valgeir Guðjónsson hjá Nema- Neti við opnun þess, sem fram fór hjá Máli og menningu á Laugavegi NemaNet tekið í notkun www.thjodmenning.is GENGI GJALDMIÐLA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.