Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR            ! "#$ %& &'&( ) & *  +), )-- +&-&                      Í DAG hefst kynning á íslenskri menningu í Frakklandi undir heitinu Islande, de glace & de feu eða Ísland íss og elds. Menningarkynn- ingin er skipulögð og kostuð af frönskum og ís- lenskum stjórnvöldum innan ramma tvíhliða landa- og menningarkynninga sem Frakkar hafa átt frumkvæði að með löndum sem þegar hafa undirritað menningarsamninga við Frakkland. Markmið kynningarinnar er að efla ímynd Íslands og íslensku þjóðarinnar í Frakk- landi með því að kynna íslenska menningu – listir og vísindi – margskonar sérþekkingu og atvinnulíf. Kynningin er tvíþætt. Annars vegar er vís- indasýning í vísindasafninu Palais de la Dé- couverte í Grand Palais-höllinni, þar sem ár- angri Íslendinga á sviði eldfjallafræði, haffræði, orku og vetnis, jarðhitafræði og erfðafræði verður lýst með nýstárlegum hætti; hins vegar er efnt til viðburða á listasviðinu, í myndlist, tónlist, bókmenntum, leiklist og kvik- myndum. Á annað hundrað íslenskir listamenn koma við sögu í þessari miklu Íslandskynningu sem verður ein sú umfangsmesta sem haldin hefur verið utan Íslands, og vísindasýningin verður sú veglegasta sem Íslendingar hafa efnt til. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra segir að á fundi Davíðs Odds- sonar þá forsætisráðherra og Jacques Chirac Frakklandsforseta, árið 2001 hafi þeir komið sér saman um að halda veglega kynningu á menningu Íslands í Frakklandi. Undirbún- ingur hafi staðið allar götur síðan undir forystu menntamálaráðuneytisins, í góðri samvinnu við önnur ráðuneyti og fyrirtæki. „Þessi kynn- ing er gott dæmi um það hvernig bæði ríki og fyrirtæki geta lagt metnað sinn í að koma ís- lenskri menningu á framfæri, ekki síst fjár- hagslega. Utanríkisráðuneytið hefur unnið vel að undirbúningnum og hefur Sigríður Snævarr sendiherra í París verið leiðandi í því starfi. Þá hefur samgönguráðuneytið, sem ferða- málaráðuneyti tekið virkan þátt í undirbún- ingnum. Við viljum gjarnan tengja saman menningu og ferðamennsku og vekja almenn- an áhuga á Íslandi. Ég held að menningin sé leiðin til að kveikja áhuga útlendinga á Íslandi, vonandi til aukins ferðamannastraums hingað heim. Samvinnan við samgönguráðuneytið hef- ur verið sérstaklega ánægjuleg að þessu leyti.“ Myndband Bjarkar í sviðsljósinu Þorgerður Katrín kveðst afskaplega stolt þegar hún lítur á dagskrána sem í boði verður í Frakklandi. „Mér finnst allt svolítið spennandi og ögrandi í kringum þetta, og fjölbreytnin er mjög mikil. Tónlistin er í hávegum höfð og vís- indin. Þarna verða öflugar bókmenntakynn- ingar og ritþing, með þátttöku Thors Vil- hjálmssonar, Steinunnar Sigurðardóttur, Sigurðar Pálssonar og Péturs Gunnarssonar. Hringborðsumræður, orgeltónleikar og fyr- irlestrar verða líka á dagskránni, og Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, fjallar sérstaklega um menningu tengda Al- þingi Íslendinga, en hann er frönskumælandi og þekkir franska menningu vel. Myndlistin verður líka áberandi, og sýning Rúríar hófst til að mynda strax í ágúst. Við verðum með ljós- myndasýningar og fleiri myndlistarsýningar og tjöldum til öllu því sem við eigum á flottan og nýstárlegan hátt. Það er mikilvægt að fara ekki í alveg hefðbundinn farveg, heldur reyna að gera eitthvað nýtt. Í dag er mikið lagt upp úr umhverfinu og gildi hins sjónræna, og þess vegna fluttum við ísjaka úr Jökulsárlóni til Frakklands, til að kveikja áhuga enn frekar. Það verður engum bæklingum dreift við opnun vísindasýningarinnar, heldur fá gestir hraun- mola í staðinn; eitthvað áþreifanlegt úr ís- lenskri náttúru.“ Í dag, opnunardag Íslandskynningarinnar, verður nýtt myndband Bjarkar Guðmunds- dóttur við lagið Who is it frumsýnt í Frakk- landi. Það er fyrsta myndbandið sem gert er við lag af plötunni Medúllu, að mestu tekið upp í íslensku jöklalandslagi undir stjórn hins heimsfræga leikstjóra Spike Jonze. „Ég vonast til þess að Björk komi við í Frakklandi ein- hvern tíma meðan á kynningunni stendur. Ég held að það gæti orðið sérstaklega gaman fyrir Frakkana, því hún er búin að vera í fyrsta sæti á listanum þar í að minnsta kosti tvær vikur. Hún er gríðarlega vinsæl í Frakklandi. Þótt það hafi verið sárt að þurfa að velja og vinsa úr listamenn til að kynna í Frakklandi, þá er það ánægjulegt hvað við gátum valið úr mörgu. Það eru ekki allar þjóðir sem geta valið úr hverju stórbrotna listaverkinu af öðru, á hvaða sviði listgreina sem er, eins og við höfum gert varð- andi þessa kynningu á menningu okkar. Grósk- an er mikil og það er gaman að geta komið að menningunni með þessum hætti.“ Sveinn Einarsson hefur haft veg og vanda af vali dagskrárliða fyrir hönd menntamálaráðu- neytisins og verið tengiliðurinn við Frakkland, en Þorgerður Katrín segir að Frakkarnir hafi líka haft mikið að segja um valið. „Við höfum leyft þeim að setja fram óskir, og þeir hafa haft skoðanir á því hvað þeir vilja sjá og heyra. Þetta hefur verið ákveðið samráðsferli.“ Fólk verði forvitið Frakkar taka þátt í kostnaði við hátíðina og leggja til aðstöðu, en Þorgerður Katrín segir að verkefnið sé dýrt. „Ég vil þó meina, að þeg- ar upp er staðið séu margfeldisáhrifin í tekjum mun meiri en kostnaðurinn, og að þetta sé þjóðhagslega hagkvæmt. Það sem skiptir máli er að vekja áhuga fólks á okkur – áhugaverðan áhuga – að fólk verði forvitið og segi: „Já, þetta er svona þjóð – þetta er þjóð sem mig langar að kynnast!“ Ég vona þetta verði til þess að Frakkar og aðrir Evrópubúar komi í æ ríkari mæli hingað heim til þess að kynnast frekar óhefðbundinni þjóð með mikla sjálfsvirðingu og stolt.“ Viðamesta kynning Íslendinga erlendis, „Ísland íss og elds“, hefst í Frakklandi í dag Ísjaki og hraunmolar minna á landið Morgunblaðið/Þorkell Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir begga@mbl.is Á annað hundrað íslenskir listamenn koma við sögu í viðamikilli kynningu í París. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. STAÐA líftölfræðings var nýlega lögð niður á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi, en það var eina staða þeirrar tegundar á sjúkrahúsinu. Sú ráðstöfun er harðlega gagnrýnd í grein eftir Matthías Kjeld, efna- meinafræðing á Landspítala Hring- braut í nýlegu tölublaði Læknablaðs- ins. Forstjóri sjúkrahússins segir að um sparnaðarráðstöfun hafi verið að ræða. Í greininni segir Matthías að með uppsögninni hafi verið ráðist að við- kvæmum gróðri vísinda og fræða á háskólasjúkrahúsinu. Staðan, sem upphaflega hafi verið tilkomin fyrir atbeina Læknaráðs, hafi skilað verð- mætum árangri. „Hún hefur eflt há- skólastarf spítalans og rannsókna- stofa, örvað vísindarannsóknir og kennslu og óskiljanlegt hvers vegna hún var lögð niður. Hendingarverk valdadrukkinna manna? Auðvitað samrýmist þetta ekki stefnu háskóla- sjúkrahúss,“ segir meðal annars í greininni. Jóhannes M. Gunnarsson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að ástæðan fyrir uppsögninni hafi verið sparnaðarráðstafanir sem spítalinn hafi orðið að grípa til. Það hafi þurft að fækka starfsfólki um nær 180 manns og staða líftölfræð- ingsins hafi verið ein af þeim. „Það urðu allir að skyggnast um í sínum ranni og reyna einhvern veginn að fækka þar sem var einhver mögu- leiki,“ sagði Jóhannes. Þjónusta sem hægt er að kaupa að Hann sagði að þó staða líftölfræð- ings væri að sjálfsögðu mjög mikil- væg í tengslum við greinaskrif og vís- indastarfsemi sé þetta þjónusta sem hægt sé að kaupa að og það hafi orðið niðurstaðan að það væri hagkvæmara að gera það þannig. „Ég vil segja það almennt um þessa grein að hún er gífuryrt í alla staði,“ sagði Jóhannes ennfremur spurður um greinina í Læknablaðinu. Forstjóri LHS um gagnrýni á að staða líftölfræðings hafi verið lögð niður Hluti af sparn- aðaraðgerðum á Landspítala SAUTJÁN ára piltur sem notaði upp- streymi vestfirskra fjalla til að svífa um loftin blá í svokölluðum svifvæng (e. paraglider) brotlenti utan í fjalls- hlíð ofan við Ketilseyri í fyrrakvöld. Beiðni um aðstoð barst Ísafjarðarlög- reglunni gegnum Neyðarlínuna kl. 19.06. Er hjálp barst kenndi pilturinn eymsla í baki sem og annarra eymsla. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Ísa- fjarðar þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús. Samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis voru meiðsl pilts- ins minniháttar en hann var enn á sjúkrahúsinu í gær. Missti flugið og endaði á sjúkrahúsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.