Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 13 ERLENT EINN af leiðtogum Hamas, her- skárra samtaka Palestínumanna, beið bana þegar bíll hans sprakk í loft upp í Damaskus, höfuðborg Sýr- lands, í gærmorgun. Ísraelskir emb- ættismenn, sem vildu ekki láta nafns síns getið, viðurkenndu að ísraelsk stjórnvöld hefðu fyrirskipað tilræð- ið, að sögn fréttastofunnar AP. Vopnuð hreyfing í Hamas, Ezzed- ine al-Qassam-hersveitirnar, hótaði að hefna tilræðisins með árásum á Ísraela utan landamæra Ísraels. Einn af forystumönnum Hamas, Mohamed Nazzal, sagði að verið væri að kanna þennan möguleika en ekki hefði verið ákveðið að gera árásir utan Ísraels. Hamas sakaði ísraelsku leyniþjón- ustuna, Mossad, um að hafa komið sprengju fyrir í bíl Hamas-foringj- ans Ezzeddine Sobhi Khalil, sem lést samstundis í sprengingunni. Hún varð þegar hann gangsetti bílinn. Kalil var fertugur, fæddist í Gaza- borg og Ísraelar vísuðu honum úr landi 1992. Háttsettir ísraelskir embættis- menn, þeirra á meðal Ariel Sharon forsætisráðherra, hafa sagt að engir leiðtogar Hamas séu óhultir, jafnvel þótt þeir séu utan palestínsku heimastjórnarsvæðanna. Fyrsta banatilræði Ísraela í Sýrlandi Ísraelar segja að árásir Hamas- manna á Ísraela séu nú einkum skipulagðar í Damaskus. Ísr- aelsstjórn segir að sýrlensk stjórn- völd beri ábyrgð á dauða sextán Ísr- aela, sem biðu bana í sprengjutilræði Hamas í síðasta mánuði, þar sem þau verndi leiðtoga Hamas og annarra herskárra samtaka. Er þetta í fyrsta skipti sem Ísrael- ar drepa Hamas-foringja í Sýrlandi. Ísraelska leyniþjónustan reyndi að myrða Khaled Mashaal, sem er nú leiðtogi Hamas, í Jórdaníu 1997. Ísr- aelar hafa drepið marga af foringj- um Hamas á árinu, meðal annars Ahmed Yassin, stofnanda samtak- anna. Ísraelar bana Hamas-foringja í Sýrlandi Damaskus. AP, AFP. Reuters Sýrlenskir björgunarmenn og öryggisverðir fjarlægja flak bíls Hamas-foringja eftir sprengjutilræði í Damaskus. MIKILL öryggisviðbúnaður var í gær þegar farþegaþota gríska flug- félagsins Olympic Airways á leið frá Aþenu til New York lenti í örygg- isskyni á Stansted-flugvelli norður af London. Nokkrar breskar orrustu- þotur voru sendar til móts við far- þegaþotuna og fylgdu henni á flug- völlinn. Óþekktur maður hafði hringt í grískt dagblað og varað við því að sprengja hefði verið falin í þotunni. Sprengjusérfræðingar leituðu í þot- unni. Herþoturnar voru sendar á loft eftir að flugstjóri grísku þotunnar óskaði eftir því að fá að lenda í Bret- landi. Í vélinni voru um 300 manns. Lögregla og slökkvilið hafði mik- inn viðbúnað á flugvellinum við komu vélarinnar. Mikill viðbún- aður á Stansted London. AFP. NÚTÍMAHERNAÐUR fer í auknum mæli fram á Netinu, í tvennum skilningi. Annars vegar koma netsamskipti milli hermanna í stað hefðbundinna fjarskipta og hins vegar reyna menn að koma höggi hver á annars netkerfi með óhefðbundnum aðferðum tölvuþrjóta. Í Little Creek í Virginíu, rétt utan við Norfolk, er stjórn- stöð nethernaðar bandaríska flotans, NETWARCOM. Undir hana heyra um 6.000 sérfræðingar í netsamskiptum og upplýsingatækni – og þeir vinna bara fyrir flotann; flug- herinn og landherinn hafa sínu eigin netliði á að skipa. Spjallað á Netinu í orrustu Öll skip flotans eru nú nettengd í gegnum gervihnetti. Eitt af markmiðum stjórnstöðvarinnar er að þau séu alltaf í netsambandi, jafnvel þótt vond veður og óvinveittar rad- íóbylgjur trufli fjarskipti. „Herskipin geta víst ekki dregið ljósleiðarakapal á eftir sér, þannig að við reynum að tryggja að það sé alltaf til varakerfi ef eitthvað fer úrskeið- is,“ segir Skip Hiser, einn af sérfræðingunum í Little Creek. Markmið netsamskipta í stríði er að þeir, sem stýra að- gerðum, hafi betri upplýsingar en óvinurinn, geti nálgazt þær hraðar og þannig tekið betri ákvarðanir. Tölvupóstur er nú talsvert notaður í stríði, en þegar á reynir, nota menn ekki síður „battlechat“ – orrustuspjall – enda er það fljót- virkara. „Við notum spjallið mjög mikið í flotaaðgerðum,“ segir Skip Hiser. Tölvunirðir og útlendir óvinir Það getur verið nógu erfitt að verja venjuleg netkerfi fyrirtækja fyrir árásum tölvuþrjóta. Net flotans nýtur beztu varna, sem völ er á, enda reyna margir að finna veik- leika í því. Í svokallaðri varðstöð NETWARCOM grúfa ungir menn með þykk gleraugu sig yfir tölvuskjái, sem gefa upplýsingar um það hvort verið sé að gera alvarlegar árásir á Netið. „Þetta eru netstríðsmennirnir okkar,“ segir James McArthur, varaaðmíráll og yfirmaður NET- WARCOM. Þeir eru sem stendur 86 talsins og áætlanir gera ráð fyrir að þeim verði fjölgað um helming á næstu tveimur árum. Netstríðsmennirnir eru á vakt allan sólarhringinn og standa í stöðugu stríði á Netinu. McArthur segir að menn hafi áhyggjur af því að óvinir í netheimum reyni að brjót- ast inn á netkerfi flotans annars vegar til að stela þaðan upplýsingum og hins vegar til að skemma það og gera það óvirkt. „Við lítum á netkerfið okkar eins og hvert annað vopnakerfi. Nettengdur herafli er einn okkar mesti styrkur og við verðum að verja hann með öllum til- tækum ráðum,“ segir varaaðmírállinn. Sumir óvinirnir eru bara venjulegir tölvunirðir, sem hafa smíðað tölvuveiru sem ræðst á kerfið eða reyna að brjótast inn í það til að sýna hvað þeir kunna fyrir sér. Ef það tekst að rekja slóð þeirra, er glæparannsóknadeild flotans sigað á þá. En aðrir óvinir eru að öllum líkindum tölvusérfræðingar á vegum erlendra ríkja, sem hafa önn- ur og öllu einbeittari markmið. Netárásir frá Kína? Ríki, sem vita að þau geta ekki ráðið við hernaðarlega yfirburði Bandaríkjanna, hafa sum hver lagt áherzlu á að finna fremur veikleikana í fjarskipta- og upplýs- ingakerfum þeirra. Þetta er hluti af því, sem kallað hefur verið ósamhverfur hernaður og upplýst hefur verið að kínverski herinn sé t.d. markvisst að byggja upp sér- þekkingu til að geta beitt netárásum. Aðspurður hvort hann viti af slíkum árásum á netkerfi flotans frá Kína, segir McArthur varaaðmíráll íbygginn á svip: „Ég skal svara þessu svona: Ef við vitum af árásunum, er hern- aðurinn ekki lengur ósamhverfur. Þið megið segja Kín- verjunum það.“ Stöðugt stríð á Netinu Netstríðsmaður á vakt: Einn af 86 sérfræðingum bandaríska flotans í vörn- um gegn tölvuárásum rýnir í tölvuskjáinn sinn í Little Creek í Virginíu. olafur@mbl.is Norfolk, Virginíu. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.