Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 31 DAGBÓK ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 25 47 1 09 /0 4 Fyrir okkur hin Honey Nut Cheerios er fyrir okkur sem viljum morgunkorn sem gefur náttúrulegan sætleika og er jafnframt fullt af hollum trefjum og vítamínum. Enginn fundur, enginn samningur ÉG HEF aldrei verið jafn hneyksluð á ævi minni og þegar mamma mín kom heim úr vinnunni í dag, fimmtudaginn 23. september, og sagði mér að ég ætti að búa mig und- ir að vera enn lengur í verkfalli af því að þeir sem eru að semja út af kennaraverkfallinu hefðu ákveðið eftir smá fund í morgun að byrja ekki aftur að funda fyrr en næsta fimmtudag. Þeir hefðu farið inn á fundinn og komið út eftir einhvern tíma og til- kynnt það að það yrði ekki annar fundur fyrr en á fimmtudaginn eftir viku. Það er mitt álit að þeir ættu alla- vega að vera að funda því á meðan þeir eru ekki að funda er ekki mögu- leiki að verkfallið endi. Þetta kemur líka mjög illa út fyrir, fyrst og fremst, nemendur og sér- staklega 10. bekk sem er að fara í samræmd próf sem munu ráða því hvort þau geta farið í þann fram- haldsskóla sem þau vilja fara í og síðan er þetta náttúrlega líka slæmt fyrir foreldra sem eiga börn í yngri bekkjum og hafa ekki aðgang að gæslu eins og sum fyrirtæki hafa boðið upp á af því að þau þurfa nátt- úrlega að taka frí frá vinnu eða finna einhvern til þess að passa fyrir sig sem er nú ekki auðvelt. Hildur Inga Sveinsdóttir, 13 ára. Flýtir á afgreiðslukössum ÞEGAR ég hef verið að versla und- anfarið í matvöruverslun hef ég orð- ið fyrir því að gleyma vörum sem ég er búin að greiða fyrir á afgreiðslu- kassanum vegna þrýstings um að flýta mér að láta vörurnar í pokann svo hægt sé að byrja að afgreiða næsta mann. Vil ég beina þeim tilmælum til þeirra sem eru að afgreiða á kassa að leyfa fólki að klára að setja sínar vörur í pokann áður en næsti maður er afgreiddur. Ef maður gerir at- hugasemd við hraðann í afgreiðsl- unni er maður litinn illu auga af starfsmanni. Viðskiptavinur. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Næsta fimmtudag hefst námskeið ummenningarheim araba á vegum Mímissímenntunar. Jóhanna Kristjóns-dóttir, leiðbeinandi námskeiðsins hef- ur verið búsett í Mið-Austurlöndum meira og minna sl. tíu ár. Námskeiðið fer fram í húsakynn- um Mímis í gamla Stýrimannaskólanum við Öldu- götu, en það er nú haldið í fimmta sinn. Að sögn Jóhönnu nýtir fólk úr öllum áttum sér námskeiðið og aðsókn fer mjög vaxandi. „Á það kemur marg- litur hópur og á öllum aldri, allt frá unglingum upp í fólk á níræðisaldri. Fólk sem hefur forvitinn og opinn huga og vill fræðast um þennan heims- hluta, hugsar til náms eða ferðalaga þangað eða hefur farið í ferðir þangað,“ segir Jóhanna. „Í fyrsta tímanum er talað um islam og kynntar helstu kenningar um tilurð hennar og sagt frá Múhameð spámanni Allah sem fékk boðskapinn frá Gabriel erikiengli sem var tengiliður guðs við Múhameð. Í öðrum tíma er einkum talað um stöðu kvenna í hinum ýmsu arabaríkjum og slæð- una og blæjuna sem margir vestrænir telja að sé kúgunartákn en á sér aðskiljanlegar skýringar þegar betur er að gáð. Auk þess er fjallað um við- horf Vesturlanda til Arabaheimsins og svo öfugt. Í fjórða tímanum er boðið upp á að smakka arab- ískan mat og hlýtt á tónlist frá þessum löndum. Þá verður í síðasta tímanum rakinn aðdragandi síðasta Íraksstríðs og einnig stríðsins 1991.“ Hversvegna námskeið um Mið-Austurlönd? „Vegna þess að menn hafa fábreyttar og oft villandi hugmyndir um þennan heimshluta og stundum beinlínis rangar. Fólk þekkir ekki þenn- an heimshluta nema úr fjölmiðlum og gerir sér ekki grein fyrir að þar þrífst mannlíf og menning en ekki ógn og skelfing eins og ætla mætti af einsleitum flutningi flestra íslenskra fjölmiðla. Hugmyndin með námskeiðinu er að kynna mönn- um trú, menningu, söguna og stöðu kvenna og reynt er að afmarka hvern tíma við ákveðna þætti. Farið verður yfir nútímasöguna frá 1918 þegar Bretar og Frakkar skáru upp svæðið án þess að taka tillit til þarfa íbúanna. Fjallað verður um tilurð Ísraelsríkis og hvaða áhrif stofnun þess hefur haft á framvindu mála í þessum heimshluta. Þá tala ég um viðhorf fólksins þarna til Vest- urlanda því hugmyndir þess eru vissulega eins- leitar líka, en í ýmsum tilvikum er rík ástæða fyr- ir þeim.“ Hvað er mikilvægast í samskiptum við fólk af öðrum menningarsvæðum? „Mikilvægt er að sýna siðum og venjum virð- ingu og skilja forsendur sem að baki búa. Ekki endilega gleypa allt hrátt og hratt heldur fræðast og mynda sér sínar skoðanir og hrapa ekki að ályktunum eins og mér finnst margir gera. Það skal tekið fram að námskeiðið er ekki fræðilegt heldur er ýtt undir að fólk komi með spurningar jafnóðum og umræður verða oft líflegar.“ Námskeið | Jóhanna Kristjónsdóttir heldur námskeið um menningarheim araba Virðing við siði mikilvæg  Jóhanna Kristjóns- dóttir er fædd í Reykja- vík 1940. Eftir stúd- entspróf frá MR árið 1959 lauk hún prófi í hebresku í HÍ árið 1962 og BA prófi frá Sýrlandi í arabísku. Eftir Jó- hönnu liggur fjöldi bóka, þar á meðal um arab- íska menningu og mál- efni Mið-Austurlanda. Þar má nefna Fíladans og framandi fólk, Flugleiðin til Bagdad, Á leið til Timbúktú og Insjallah – á slóðum araba. Væntanleg er bókin Arabíukonur eftir Jó- hönnu. Jóhanna á fjögur uppkomin börn. 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3 b6 4. Bd3 Bb7 5. O-O d5 6. c4 Rbd7 7. Rc3 Bd6 8. cxd5 exd5 9. Dc2 a6 10. e4 dxe4 11. Rxe4 O-O 12. Rxd6 cxd6 13. Bf4 Hc8 14. Db3 Rb8 15. Bf5 Bd5 16. Da3 Hc6 17. Bg5 h6 18. Bh4 a5 19. Hfe1 Ra6 20. De3 Rc7 21. Rd2 Re6 22. Re4 g5 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem haldið var í Lausanne í Sviss en þar tóku þátt ýmsar af yngstu stjörn- um skákheimsins. Shakhriyar Mam- edyarov (2662) hafði hvítt gegn Evg- eny Alekseev (2606). 23. Rxg5! hxg5 24. Bxg5 Rg4 25. Dh3 Rxg5 26. Dxg4 þó að svörtum hafi tekist að forðast mát í bili reynist sókn hvíts honum of- viða eins og framhaldið ber með sér. 26...Kh8 27. He3 Hg8 28. Dh5+ Kg7 29. Hg3 Kf6 30. Bd3 Dc8 31. Hf1! Hc1 32. h4 Rh3+ 33. gxh3 Dxh3 34. Dg5+! og svartur gafst upp enda fokið í flest skjól. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. FRANSKI rithöfundurinn Franç- oise Sagan lést á föstudag, 69 ára að aldri. Sagan lést af völdum hjarta- og lungnabilunar nokkrum dögum eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús nálægt heimili sínu í Normandí eftir margra ára veikindi. Fyrsta og þekktasta bók hennar, „Bonjour Tristesse“, kom út árið 1954 og var gefin út á íslensku í þýð- ingu Guðna Guðmundssonar („Sum- arást“, 1955). Sagan var aðeins 18 ára gömul þegar hún skrifaði bók- ina. Hún skrifaði meira en 40 skáld- sögur og leikrit. Skýrt var frá andláti Sagan á for- síðum franskra blaða á laugardag og vikuritið L’Express gaf út sérstakt blað til heiðurs rithöfundinum tveimur dögum áður en blaðið kemur venjulega út. „Með andláti Sagan hafa Frakkar misst einn af snjöllustu og næmustu rit- höfundum sín- um,“ sagði Jacq- ues Chirac, forseti Frakklands. Vinsæl en stundum umdeild Sagan hét Françoise Quoirez en tók sér höfundarnafn úr bókinni „Í leit að glötuðum tíma“ eftir Marcel Proust. Hún var uppreisnargjörn á unglingsárunum og var rekin úr klaustursskóla. Sumarið 1953 skrif- aði hún „Sumarást“ og bókin varð strax vinsæl enda skrifuð á hispurs- lausan hátt. Þá vöktu berorðar lýs- ingar Sagan á tilfinningalífi athygli. Bókin var þýdd á 22 mál og seldist í fimm milljónum eintaka um heim allan. Sagan var einnig umdeild síð- ar á ævinni. Hún fékk sektardóm fyrir kókaínneyslu um miðjan síð- asta áratug og var dæmd fyrir skatt- svik 2002. Auk „Sumarástar“ þýddi Guðni Guðmundsson bækurnar „Eftir ár og dag“ og „Eins konar bros“. Thor Vilhjálmsson þýddi „Dáið þér Brahms“ og „Sól á svölu vatni“ var gefin út í þýðingu Guðrúnar Guð- mundsdóttur. Bókmenntir | Rithöfundurinn Françoise Sagan látin Einn snjallasti og næm- asti rithöfundur Frakka Françoise Sagan Í DAG verður gengist fyrir málstofu um hlutverk kvenna og/eða kynferð- is í kvikmyndum og kvikmyndagerð. Málstofan er í tengslum við Nordisk Panorama-kvikmyndahátíðina, en Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum stendur að henni. Í pallborðsumræðum verða ein- staklingar sem stundað hafa kvik- myndagerð og fræðastörf, en um- ræðunum stjórna Dagný Kristjánsdóttir, prófessor við Há- skóla Íslands, og Hrafnhildur Gunn- arsdóttir kvikmyndagerðakona. Meðal þeirra sem taka þátt í pall- borðinu eru Julie Anderson frá HBO í Bandaríkjunum, Anke Lind- enkamp, frá ZDF/ARTE sjónvarps- stöðvunum í Þýskalandi. Hin ís- lensk-franskættaða Sólveig Anspach, sem Íslendingum er að góðu kunn, mun einnig ávarpa mál- þingið. Hver frummælenda mun flytja stuttan inngang um efni að eigin vali innan þess meginþema sem málstofan fjallar um, en einnig verða frjálsar umræður. Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir og hvetja skipuleggj- endur hennar fólk sem hefur áhuga á þessum efniviði til að taka þátt – enda er hún líkleg til að verða fróð- leg og leiða til fjörugra umræðna um mikilvægt málefni. Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvik- myndagerðarmaður og Dagný Kristjánsdóttir, prófessor við Há- skóla Íslands, stjórna umræðum í opinni málstofu. Málþing | Rannsókn- arstofa í kvenna- og kynjafræðum Konur í kvikmynd- um og kvik- myndagerð Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.