Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
NÝSMÍÐI - BREYTINGAR - VIÐGERÐIR
HLYNUR SF
alhliða byggingastarfsemi
Pétur J. Hjartarson
húsasmíðameistari
SÍMI 865 2300
BESTA VERÐIÐ?
Það er gaman að eyða peningum
en það er líka gaman að spara
Sá sem gerir hvort tveggja hefur
tvöfalda ánægju af peningunum..
FjÁRMÁL HEIMILANNA . . . .
- Ný hugsun í heimilisrekstri
" Auka frjálsar ráðstöfunartekjur heimilisins
" Greiða hratt niður skuldir
" Fjárfesta í sparnaði óháð skuldastöðu
" Meta áhrif viðhorfa og hegðunar á fjármálin
Námskeið þar sem kennt verður að:
Námskeiðsgögn og 3 mánaða frí áskrift að
heimilisbókhaldi og veltukerfi sem er fljótvirk
aðferð til að greiða niður skuldir.
Upprifjunarnámskeið eftir 6 mánuði.
Innifalið í námskeiðinu er:
Næsta Námskeið:
Skráning:
Staður:
Leiðbeinandi:
Skoðaðu heimasíðuna www.spara.is Það borgar sig !
ÞúÞú átt nóg af peningum.
Finndu þá!
12. og 14. október kl 18:00 - 21:00
16. og 18. nóvember kl 18:00 - 21:00
www.spara.is eða í síma 587 2580
Háskóli Íslands, stofa 101 í Odda
Ingólfur H. Ingólfsson, félagsfræðingur
HÚS & HEIMILI
Íslenska þjóðin þyngist hratt ogoffita er heilbrigðisvandamálhjá um 20% þeirra sembyggja þetta land. Offitu á
háu stigi fylgja margir kvillar, bæði
andlegir, félagslegir og líkamlegir,
sem oft verða til þess að fólk hverfur
út af vinnumarkaðinum og mikill
hluti þessa fólks er öryrkjar. Flestir
reyna því allt sem hægt er til að fá
bót meina sinna en ekki ber það ár-
angur hjá öllum. Þrautalendingin
hjá þeim sem eru illa haldnir vegna
offitu er skurðaðgerð sem kallast
maga- og garnahjáveituaðgerð. Slík
aðgerð verður til þess að viðkomandi
getur borðað minna og einnig dreg-
ur verulega úr hungurtilfinningu.
Þessar skurðaðgerðir hafa verið ár-
angursríkar og þeim hefur fjölgað
hér á landi og nú er svo komið að
framkvæmdar eru tvær til þrjá að-
gerðir á offitusjúklingum í viku
hverri á Landspítalanum.
Mjög stór kviðarholsaðgerð
Valgeir Matthías Pálsson þekkir
vel þau vandamál sem fylgja offitu.
Hann hefur sjálfur átt í stríði við
aukakílóin frá því hann var barn og
þrautalendingin var skurðaðgerð
sem hann gekkst undir fyrir tveimur
árum. Nú er í deiglunni hjá Valgeiri
og tveimur öðrum með sömu reynslu
að stofna samtök þeirra sem farið
hafa í slíka aðgerð vegna offitu. Til-
gangurinn er að styðja við bakið á
fólki sem er á leið í aðgerð og einnig
eftir að úr aðgerð er komið.
„Við viljum vera til staðar fyrir þá
sem þurfa á því að halda og kæra sig
um það. Við viljum leggja okkar af
mörkum til að aðstoða það fólk sem
neyðist til að fara í svona aðgerðir,
því það er meiriháttar mál. Maga- og
garnahjáveituaðgerð er mjög stór
kviðarholsaðgerð sem er áhættusöm
og lífshættuleg og það fer enginn að
gamni sínu í slíka skurðaðgerð.
Þetta er engin fegrunaraðgerð held-
ur er hún fyrst og fremst gerð til að
meðhöndla eða koma í veg fyrir alla
þá fylgikvilla sem offitusjúklingar
þurfa að kljást við. Fólk þarf að upp-
fylla ákveðin skilyrði svo það geti
farið í svona aðgerð. Þyngdin þarf að
vera yfir ákveðnum stuðli og við-
komandi má ekki vera eldri en 55
ára. Of hár blóðþrýstingur, slitgigt í
hnjám, sykursýki og aðrir fylgi-
sjúkdómar offitu eru líka það sem
mælir með að fólk leggist undir hníf-
inn. Eins verður fólk að fara í nokk-
urra vikna prógramm á Reykjalundi
fyrir aðgerð, þar sem tekið er á rót-
um vandans því aðgerðin ein og sér
virkar ekki nema fólk breyti sínum
lífsstíl.“
Ævilangt eftirlit
Valgeir segir fólk vera lengi að
jafna sig eftir svona stóra skurð-
aðgerð og eftir aðgerðina taki við
heilmikið ferli sem hann veit af eigin
reynslu að tekur verulega á. „Fólk
þarf að vera á fljótandi fæði í þrjár
vikur og eftir það á maukfæði í tvær
vikur. Ekki má drekka áfengi í heilt
ár eftir aðgerð og fólk þarf að taka
aukaskammt af vítamínum daglega
alla sína ævi eftir þetta. Eins þarf
það að vera í ævilöngu eftirliti þar
sem blóðprufur eru teknar.“
Valgeir segist ekki vita til þess að
börn hafi farið í svona aðgerð en
yngsta tilfellið sem hann þekkir var
17 ára drengur. „Konur eru í meiri-
hluta þeirra sem fara í þessar að-
gerðir og ég er ekki frá því að karl-
menn eigi erfiðara með að
viðurkenna að offita þeirra sé vanda-
mál. Þeir vilja líka frekar taka á
þessu sjálfir.“ Valgeir segir að
stuðningur þeirra í tilvonandi sam-
tökum þeirra sem farið hafa í aðgerð
felist fyrst og fremst í því að ræða
málin, upplýsa og miðla af reynslu.
Eins segist hann gjarnan vilja koma
upp á spítala og tala við sjúklingana
að aðgerð lokinni, ef þeir kæra sig
um.
Til stuðnings offitusjúklingum
HEILSA
Reuters
Þeir sem vilja komast í samband
við Valgeir geta hringt í s: 661–1113
eða sent honum póst á netföngin:
valgeirp@internet.is
adgerd@hotmail.com
Nánar um aðgerðir vegna offitu:
www.doktor.is
khk@mbl.is
Offita er vaxandi vanda-
mál á Vesturlöndum og
Ísland er engin undan-
tekning þar á. Kristín
Heiða Kristinsdóttir
spjallaði við ungan mann
sem vill standa við bakið
á þeim sem neyðast til
að fara í skurðaðgerð
vegna offitu. KANNSKI liggja tíu milljónir gam-
alla farsíma á heimilunum. Kannski
hafa þeir verið brenndir með heim-
ilissorpinu og það er slæmt að mati
danskrar upplýsingamiðstöðvar um
umhverfi og hollustu á vefnum
miljoeogsundhed.dk. Á hverju ári
eru seldar 1,3 milljónir farsíma í
Danmörku og á móti hljóta næstum
því jafnmargir að detta úr umferð
því fjölgun notenda er ekki svo
mikil. Upplýsingamiðstöðin spyr
hvert allir þeir farsímar fari og ótt-
ast að margir þeirra séu brenndir
með heimilissorpi.
Afar fáir af gömlu farsímunum
skila sér í söfnunargáma fyrir raf-
magnsvörur á endurvinnslu-
stöðvum. Ný könnun leiðir í ljós að
93% allra verslana, sem selja far-
síma, bjóða viðskiptavinum að losa
þá við gamla farsímann í leiðinni.
Og m.a.s. getur fólk losað sig við
gömlu farsímana í búðunum án þess
að kaupa nýjan.
Í rafmagnsvörum er mikið af
kopar og hann getur orsakað díox-
ínmengun við sorpbrennslu. Allar
rafmagnsvörur, þ.m.t. farsíma, ætti
því að flokka sérstaklega og skila á
endurvinnslustöðvar. Hollustu-
verndin bendir á að alveg eins og
fólk flokki flöskur, dagblöð og raf-
hlöður frá heimilissorpi og skili því
á endurvinnslustöðvar, verði það að
flokka úr sér gengnar rafmagns-
vörur sérstaklega.
Morgunblaðið/Kristinn
Farsímum á að
skila á endur-
vinnslustöðvar
UMHVERFISVERND