Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 15 UMRÆÐAN Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is IP SÍMKERFI P A R T N E R P R E M I E R C E R T I F I E D Mikill sparnaður fyrir fyrirtæki Innan Nýherja starfa sérfræðingar sem búa yfir gríðarlegri þekkingu og reynslu í innleiðingu og rekstri IP símkerfa. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Nýherja sem bjóða þér faglega ráðgjöf við val á rétta IP símkerfinu sem kemur þínu fyrirtæki í fremstu röð. Síminn er 569 7700 og netfangið er samskiptalausnir@nyherji.is Air Atlanta á flugi með IP símkerfi frá Nýherja Aukin hagræðing Flugfélagið Air Atlanta valdi Cisco IP símkerfi frá Nýherja til að ná fram auknum sparnaði og hagræðingu fyrir flugfélagið þar sem meðal annars er hægt að samnýta gagnaflutningssambönd fyrir tal og tölvugögn. Hringt á milli landa án greiðslu Air Atlanta er með starfsstöðvar víðsvegar um heim og með hinu nýja Cisco IP símkerfi geta starfsmenn fyrirtækisins hringt á milli þeirra án þess að greiða millilandasímtöl. Talvél sem les tölvupóst Símkerfið gerir starfsmönnum Air Atlanta kleift að fá bæði tölvupóst og talhólfaskilaboð í pósthólfið sitt. Þannig getur starfsmaður Air Atlanta sem fær tölvupóst á ensku látið talvél lesa tölvupóstinn fyrir sig. Reynsla og fagleg vinnubrögð Vegna reynslu og faglegra vinnubragða sérfræðinga Nýherja tók uppsetning Cisco IP símkerfisins skamman tíma. Hagkvæmni fjárfestingarinnar er því fljótari að koma í ljós sem veldur að sjálfsögðu aukinni ánægju. EF ÞAÐ er einhver hópur for- eldra, sem hefur fullan skilning á mikilvægi starfs kennara, eru það fjölskyldur fatlaðra og þroskaheftra nemenda. Kennarar þessara barna hafa til þessa verið meðal helstu bandamanna okkar í lífsbaráttunni, og við höfum í gegnum árin leitast við að vera bandamenn kennara í þeirra baráttu fyrir bættum kjörum og aðstæðum, eftir því sem við höf- um haft aðstæður til. Umönnun og leiðsögn fatlaðra og þroskaheftra er mikilvægt og slít- andi starf, sem leggst á fjölskyldur þeirra af fullum þunga alla daga árs- ins, árið um kring. Til að hjálpa þessum foreldrum við að skapa börnunum sem eðlilegast lífs- mynstur og þroskamöguleika hefur samfélagið leitast við að leggja sitt af mörkum með þjónustu sérdeilda, sérskóla og sérstakra starfsmanna innan grunnskólanna, sem og rekstri sambýla, dagvistarstofnana, skammtímavistana og annarrar stoðþjónustu. Öll þessi þjónusta er lífsakkeri viðkomandi fjölskyldna, þótt enn vanti mikið á að þörfinni sé fullnægt, enda fjölmörg dæmi þess að fjölskyldur kikna undan álaginu. Ég tel að aðstandendur fatlaðra og þroskaheftra nemenda hafi mikla samúð með málstað kennara í yf- irstandandi vinnudeilu, og það hlýt- ur að vera von okkar að sá kjara- samningur, sem á endanum kemur út úr þessu öllu, gangi sem lengst til móts við óskir kennara. En börnin okkar hafa forgang, og neyð fjöl- margra fjölskyldna þessara barna er nú þegar orðin raunveruleg; lífs- mynstri þeirra hefur verið raskað illilega, þroska og framför er stefnt í hættu, og álag á fjölskyldur er að verða yfirþyrmandi. Því er afar eðli- legt, þegar nær vika er liðin af verk- falli, og a.m.k. önnur vika fyr- irsjáanleg ef ekki lengri tími við óbreytt ástand, að þess sé farið á leit að undanþága sé veitt frá verkfalli til að sinna þessum hópi í sérskólum, sérdeildum og öðrum sérlausnum, sem er ætlað að þjóna þessum börn- um innan grunnskólakerfisins. Viðbrögð forystu kennara við þessum undanþágubeiðnum eru sem blaut tuska í andlit okkar. Höfnun forystunnar á þessum beiðnum virð- ist sýna, að þar hafi menn engan skilning á aðstæðum fjölskyldna fatlaðra og þroskaheftra barna. Réttlætingin sem birtist í fréttum er með eindæmum aumkunarverð og jaðrar við að vera barnaleg siðblinda rökþrota málsaðila; hana má í raun túlka þannig að forysta kennara líti svo á að yfirstandandi verkfall sé sambærilegt við skipulagt skólafrí! Lítum nánar á þessi rök foryst- unnar, eins og þau birtust í fréttum af ákvörðunum undanþágunefndar sl. föstudag: Ekki sé talið að neyðar- ástand skapist á starfsdögum kenn- ara í grunnskólum eða í jóla-, páska- eða sumarleyfum. Því hafi verið ákveðið að hafa það sem meginreglu að hafna öllum undanþágubeiðnum í þeirri von að verkfall leysist sem fyrst. Þessu er til að svara, að allir for- eldrar eru búnir undir skipulögð leyfi og starfsdaga, og á þeim tímum veita dagvistir fatlaðra, skamm- tímavistanir og aðrar þjónustustofn- anir fötluðum og þroskaheftum nemendum fulla þjónustu, allan dag- inn; það gera þessar stofnanir ekki í verkfalli kennara, enda yrði vænt- anlega litið á það sem verkfallsbrot. Hvað varðar fatlaða og þroskahefta nemendur bitnar verkfall kennara því eingöngu, og af fullum þunga, á fjölskyldum þessara barna. Þessi neitun forystu kennara um undanþágu frá verkfalli til að hægt sé að þjóna þessum hópi nær vænt- anlega til innan við tvö hundruð nemenda sem stunda nám í sér- skólum, sérdeildum og sér- kennsluúrræðum fyrir fatlaða og þroskahefta. Þegar litið er til þess að þessi nemendahópur telur innan við helming af hálfu prósenti þess nem- endafjölda sem verk- fallið nær til, verður neitunin með öllu óskiljanleg nema þetta sé meðvituð ákvörðun forystu kennara um að beita okkar minnstu meðbræðrum fremst fyrir sinn vagn í kjara- baráttunni. Slíkt er með ein- dæmum lítilmannlegt, og ég leyfi mér að efast um að þessi af- staða forystunnar end- urspegli viðhorf hins almenna kenn- ara sem nú er í verkfalli. Þegar litið er til þess að kennarar hafa í fyrri vinnudeild- um samþykkt und- anþágur af þessu tagi, ég vísa til undanþágu sem var veitt til kennslu einhverfra nemenda í verkfalli grunnskólakennara 1995, og undanþágu sem veitt var til kennslu við sérdeild fyrir einhverfa við Menntaskólann í Kópa- vogi í verkfalli fram- haldsskólakennara árið 2000 verður þessi síðasta ákvörðun með öllu óskiljanleg; telur forysta kennara virkilega að aðstæður for- eldra fatlaðra og þroskaheftra nem- enda séu nokkru betri nú? Ég skora hér með á forystu kenn- ara að sýna nú manndóm og við- urkenna að hér hafi þeim orðið á mistök, og að rétt sé að endurskoða nú þegar afstöðu sína til þeirra und- anþágubeiðna, sem fram hafa komið vegna kennslu fatlaðra og þroska- heftra nemenda. Ég tel að samúð foreldra og samfélagsins almennt sé enn með kröfum kennara um betri kjör, en sú afstaða kann að breytast hratt ef þeir halda áfram að neita að veita undanþágu frá verkfalli til að sinna þeim sem minnst mega sín og telja aðeins innan við helming af hálfu prósenti þeirra sem verkfallið nær til. Um innan við helming af hálfu prósenti Eiríkur Þorláksson fjallar um afstöðu kennarasamtaka til fatlaðra barna ’Þessi neitun forystukennara um undanþágu frá verkfalli til að hægt sé að þjóna þessum hópi nær væntanlega til inn- an við tvö hundruð nem- enda sem stunda nám í sérskólum, sérdeildum og sérkennsluúrræðum fyrir fatlaða og þroska- hefta.‘ Eiríkur Þorláksson Höfundur er formaður Umsjónarfélags einhverfra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.