Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Beint flug til fegurstu borgar Ítalíu. Góð hótel í boði í hjarta borgarinnar og hér getur þú kynnst borginni eilífu í fylgd með fararstjórum Heimsferða. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 23.960 Flugsæti með flugvallarsköttum m.v. 2 fyrir 1. Róm 6. október spjallaði við þau. Eins og sjá má kunnu krakkarnir vel að meta uppátækið. Tökurnar fóru í gær fram á svæði KR í Frostaskjóli. Leikstjóri myndar- innar er Róbert Douglas. Tökum á myndinni er að ljúka og er áformað að frumsýna hana snemma á næsta ári þegar lokið verður við að klippa hana. KRAKKAR sem mættir voru til að taka þátt í hópatriðum kvikmyndarinnar Strákarnir okkar, fengu meira fyrir sinn snúð en þau kannski áttu von á. Jónsi, söngvari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum, sem fer með hlutverk knattspyrnymanns í myndinni, brá á leik með krökkunum milli taka og Morgunblaðið/Kristinn Poppgoðið bregður á leik SAMLOKA með kjúklingi sló í gegn hjá dómurum í sam- lokumeistarakeppni sem fram fór á Hótel Nordica í gær. Höfundur hennar er Kristinn Guðmundsson matreiðslu- maður á Hótel Borg. Franska fyrirtækið Delifrance efnir nú í fimmta sinn til alþjóðlegrar keppni í samlokugerð og gefst Íslendingum í fyrsta sinn kostur á að taka þátt ásamt þrettán öðrum þjóðum. Var keppnin hér haldin til þess að skera úr hver yrði fulltrúi Íslands í Frakklandi í janúar á næsta ári. Átta keppendur tóku þátt í keppninni og sýndu hug- myndir sínar að hinni fullkomnu samloku en hún verður að uppfylla ýmis ströng skilyrði sem Delifrance setur, m.a. um að kostnaður sé ekki of mikill og að hana sé hægt að útbúa á stuttum tíma og að hráefnið megi nálgast víðast hvar. Kristinn segist hafa notað piparrótardressingu í sam- lokuna, sólþurrkað tómatmauk, kjúkling og rocket-salat sem er bragðmikið salat. Kristinn segir mestu vinnuna hafa farið í að útbúa dressinguna en hann hafi síðan ekki verið lengi að setja samlokuna saman. „Þessi keppni geng- ur út á það menn séu fljótir að búa til samlokurnar og að hægt sé að borða þær án þess að vera með hníf og gaffal.“ Bjó til bestu samlokuna Morgunblaðið/Kristinn SVEITARFÉLÖGIN Austur-Hérað, Norður-Hérað og Fellahreppur verða sameinuð 1. nóvember nk. Kosningar til nýrrar sveitarstjórn- ar fara fram 16. október nk. og er frestur til að skila inn framboðum runnin út. Kjörskrár vegna kosning- anna munu liggja frammi almenningi til sýnis frá og með 2. október til og með 15. október. Ellefu sveitarstjórn- arfulltrúar verða í nýrri sveitarstjórn. Fjórir framboðslistar hafa litið dagsins ljós og fimm starfshópar ver- ið skipaðir af núverandi sveitarstjórn- um. Hóparnir munu vinna að því að auðvelda gildistöku nýs sveitarfélags. Er þar m.a. litið til fjármála og stjórn- sýslu. Það eru Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Héraðslistinn- listi félagshyggjufólks og Listi áhuga- manna um sveitarstjórnarmál á Fljótsdalshéraði, sem hyggjast bjóða fram. Þrír efstu menn á lista Sjálfstæð- isflokks eru Soffía Lárusdóttir, Ágústa Björnsdóttir og Hrafnkell Elísson. Á lista Framsóknarflokks eru Björn Á. Ólafsson, Þorvaldur P. Hjarðar og Anna H. Bragadóttir þrjú efst. Efstir á lista frambjóðenda Hér- aðslistans eru Skúli Björnsson, Anna Guðný Árnadóttir og Ásmundur Þór- arinsson. Fyrstu þrjú sæti á Lista áhugamanna um sveitarstjórnarmál á Fljótsdalshéraði skipa Guðgeir Ragn- arsson, Sigurður Grétarsson og Gunnar Jónsson. Með sameiningu Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps verð- ur til annað fjölmennasta sveitarfé- lagið á Austurlandi, með um þrjú þús- und íbúa. Samhliða sveitarstjórnarkosning- unum verður gerð skoðanannakönn- un um nafn á nýju sveitarfélagi. Nefnd, sem sveitarstjórnir sveitarfé- laganna þriggja skipa, gerir tillögu um nafn á nýju sveitarfélagi til nýrrar sveitarstjórnar á grundvelli skoðana- könnunarinnar og að fenginni um- sögn örnefnanefndar. Ný sveitarstjórn verður kosin á Héraði 16. október Fjórir listar verða í kjöri í nýja sveitarfélaginu Egilsstöðum. Morgunblaðið. MAÐUR sem var í leitum í gær hlaut talsverða andlitsáverka er hann féll af fjórhjóli sem hann ók. Valt hjólið og samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar í Vík þykir líklegt að maðurinn hafi orðið undir hjólinu. Engin vitni voru að slysinu en maðurinn var í hópi smalamanna er slysið gerðist. Slysið varð skammt frá fjallinu Strúti sunnan Mýrdalsjökuls um hádegi í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn og flutti hann á Land- spítalann í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð í gær og var í kjölfarið fluttur á gjörgæslu- deild. Maðurinn meiddist talsvert í andliti við slysið, kjálkabrotnaði og missti meðvitund tímabundið. Á svæðinu þar sem slysið átti sér stað er slæmt farsíma- samband. Náðu samferðamenn mannsins að hafa samband í hús í Álftaveri í gegnum talstöð og það- an barst Neyðarlínu tilkynning um slysið. Algengt er að menn á þessu svæði smali á fjórhjólum að sögn lögreglunnar á Vík. Féll af fjórhjóli og kjálka- brotnaði LÖGREGLAN í Borgarnesi stöðv- aði tvo rúmlega tvítuga menn við umferðareftirlit aðfaranótt laug- ardags og vaknaði þá grunur um að þeir hefðu gerst sekir um fíkniefna- misferli. Í ljós kom að mennirnir höfðu lít- ilræði af fíkniefnum meðferðis og í bifreiðinni voru einnig tæki til neyslu þeirra. Mennirnir voru handteknir og færðir á lög- reglustöð til yfirheyrslu. Þeir ját- uðu brotið og telst málið upplýst að sögn lögreglunnar. Fíkniefni og tæki til neyslu fundust í bifreið SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins (SHS) var kallað að sambýli fatlaðra í Reykjadal í Mosfellsbæ um kl. 7 í gærmorgun. Þar hafði kviknað í út frá eldavél og þótti rétt að bregðast hratt við útkallinu. Starfsfólk hafði slökkt eldinn að mestu þegar slökkvilið bar að og reykræsti það eldhúsið og nærliggj- andi vistarverur. Engin hætta mun hafa verið á ferðum, samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins og skemmdir á inn- réttingum urðu ekki miklar. Kvikn- að mun hafa í plasti sem skilið var eftir á eldavélinni. Eldur kom upp í eldavél og breiddist hratt út ÖFLUG sprengja sprakk fyrir utan lögreglustöðina á Selfossi aðfaranótt sunnudagsins. Þeyttust brot úr henni 20 metra út í loftið. Lögreglu- maður á vakt heyrði gríðarlegan hvell og segir allt hafa leikið á reiði- skjálfi. Sprengjan sprakk kl. 2.28. Þegar að var gáð kom í ljós að sprengd hafi verið svokölluð röra- sprengja. Sett hafði verið flugelda- púður í plaströr og það ofan í kassa. Líklega hefur verið kveikiþráður á sprengjunni því ódæðismennirnir voru hvergi sjáanlegir er lögreglu- maðurinn fór að kanna málið strax eftir að sprengjan sprakk. Brot úr sprengjunni þeyttust 20 metra út í loftið og því ljóst að sprengjan var mjög öflug. Engin meiðsl urðu á fólki og engar skemmdir. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki. Sprengja sprakk við lög- reglustöðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.