Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. b.i. 16 ára. S.V. Mbl.  HP. Kvikmynd- ir.com  Ó.H.T Rás 3. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 . Sýnd kl. 10.40. B.i 14 ára. Sýnd kl. 8 . B.i 12 ára. Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i 16 ára. Before sunset. Sýnd kl. 6. The Village. Sýnd kl. 5.50. Coffee & Cigarettes. Sýnd kl. 6. Ken Park. Sýnd kl. 10.20.H.I. Mbl. Ó.Ó.H. DV S.G. Mbl. Ó.H.T. Rás 2   S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. Rás 2 Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir meistaraleikstjórann, Steven Spielberg. Með óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. Lífið er bið Tom Hanks Catherine Zeta Jonest ri Z t J s  S.V. Mbl.  Ó.Ó.H. DV TOM CRUISE JAMIE FOXX COLLATERAL Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat COLLATERAL TOM CRUSE JAMIE FOXX Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30. KRINGLAN Sýnd kl. 4.  J.H.H KVIKMYNDIR.COM  H.L. MBL ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. AÐSTANDENDUR stúlknasveit- arinnar Nylon eru nú að leggja lokahönd á fyrstu plötu Nylon og kemur hún í verslanir hinn 28. október næstkomandi. Hljómplatan ber nafnið 100% Nylon og inniheldur 11 lög sem flest eru eftir Einar Bárðarson og Friðrik Karlsson. Þau Einar og Alma Guðmundsdóttir, ein Nylon- stúlknanna, sömdu textana. Á plötunni er einnig að finna tvö eldri lög sem Nylon gaf nýtt líf í sumar, en þau eru „Lög unga fólksins“ eftir þá Dr. Gunna og Þór Eldon og „Einhvers staðar einhvern tímann aftur“ eftir Magnús Eiríksson. Eftir helgi munu svo tvö ný frumsamin lög eftir stelpurnar fara að hljóma á öldum ljósvakans. Upptökum 100% Nylon stjórn- uðu þeir Hafþór Guðmundsson, Nigel Wright og Robin Sellars. Hafþór Guðmundsson hefur meðal annars verið upptökustjóri hjá landsfrægum hljómsveitum eins og Í svörtum fötum, Skítamóral og SSSÓL. Nigel Wright hefur stjórnað upptökum fyrir stjörnur á borð við Madonnu, Boyzone og Barbra Streisand. Hann er einnig tónlistarstjóri sjónvarpsþáttanna American Idol, breska Pop Idol og mun stýra tónlistinni í nýjum þætti Simon Cowell sem ber heitið X Factor. Að lokum er það Robin Sellars en hann hefur meðal ann- ars tekið upp fyrir Westlife, Ron- an Keating og fleiri. Útgáfutónleikar 4. nóvember Hinn 4. nóvember næstkomandi mun Nylon halda stærðarinnar út- gáfutónleika til að fylgja plötunni eftir. Tónleikarnir fara fram í leik- hússal Smáralindar og verða stórir í sniðum. Munu stelpurnar koma fram ásamt sjö manna hljómsveit, hópi dansara og þekktum gestum á borð við gítarleikarann Friðrik Karlsson, söngkonuna Ellen Krist- jánsdóttur og Love Guru. Nylon á plast DÆGURLAGASÖNGVARINN góðkunni Ragnar Bjarnason hélt stórtónleika í Broadway á laug- ardagskvöldið í tilefni sjötíu ára afmælis síns og fimmtíu ára söng- afmælis. Með honum kom fram landslið þekktra listamanna sem sett hafa svip sinn á feril Ragnars. Sveinn Guðjónsson, blaðamaður Morgun- blaðsins, var á staðnum og segir tónleikana einfaldlega hafa verið æðislega; allt hafi gengið upp og hljómsveitir staðið sig vel. Meðal annarra nefndi hann til Árna Scheving víbrafónleikara sem hefði gert sitt fyrir tónleikana auk Guðmundar Steingrímssonar. Meðal þeirra sem komu fram voru liðsmenn sveitarinnar Sum- argleði, en hana skipa auk Ragga þeir Magnús Ólafsson, Ómar Ragnarsson, Hermann Gunn- arsson, Þorgeir Ástvaldsson og Þuríður Sigurðardóttir. Meðal annarra listamanna sem sungu með Ragga á þessum stóru tímamótum má nefna Bessa Bjarnason, Borgardætur, Guð- rúnu Gunnars, Bjarna Ara og konu hans, Silju Rut Ragn- arsdóttur, Pál Óskar Hjálmtýsson, Bogomil Font, Kristjönu Stef- ánsdóttur og félaga úr Fóst- bræðrum. Rauði þráðurinn í tónleikunum var söngferill Ragnars Bjarnason- ar í heild sinni en í október kemur út afmælisplata með nýjum upp- tökum sem spannar feril hans. Ragnar Bjarnason ásamt félaga sínum Ómari Ragnarssyni en Ómar tók syrpu laga sem Ragnar hefur sungið. Magnús Ólafsson og Þuríður Sigurðardóttir úr Sumargleði syngja „Geymdu þína ást“ með miklum tilþrifum. Morgunblaðið/Eggert Ragnar Bjarnason brá sér út í sal og heilsaði upp á kennara sinn, KK eldri, Kristján Kristjánsson. Tónleikar | Stórafmæli Ragga Bjarna fagnað á Broadway Ragnar Bjarnason syngur með Borgardætrum. Höndin fræga á sínum stað. Raggi með landsliði dægurlagasöngvara ROKKHLJÓMSVEITIN Mínus spilaði á tvennum tónleikum á Gauki á Stöng síðastliðinn föstudag. Seinni tónleikarnir voru með hefðbundnu sniði, hófust kl. 23 og kostaði miðinn 1.000 kr. Fyrri tónleikarnir voru hins vegar með fyrirkomulagi sem ekki er algengt í rokksenunni – stóðu yfir milli kl. 17 og 19. Ókeypis var inn á tónleikana en styrktarað- ilar þeirra voru Og Vodafone og Domino’s. Meðlimir Mínuss reyna nefnilega að sinna yngri aðdáendum sínum. Bjössi trommari sveitar- innar, sagði í viðtali við Morgun- blaðið á föstudag að fyrst þeir gætu haldið tónleika fyrir ungt fólk, haft þá snemma og frítt inn á stað eins og Gauknum þá einfaldlega gerðu þeir það. Skemmst er frá því að segja að húsfyllir var á Gauknum og gífurleg rokkstemning þar sem svitinn draup af hverju andliti. Rokk | Snemmtónleikar Mínuss Mínus sinnir ungum aðdáendum Morgunblaðið/Kristinn Söngvarinn Krummi ásamt æstum, ungum aðdáendum. Þéttskipaður salur á Gauknum. Meðalaldur áheyrenda líklega í lægri kantinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.