Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 23 MINNINGAR ann. Ætlunin var að dvelja í eitt ár úti og Emma bauð mér starf heima hjá sér við að líta eftir börnum sínum og leiðbeina þeim í íslensku. Þennan vet- ur urðum við bestu vinkonur og þegar ég ílentist í Grikklandi varð hún mér svo miklu meira en það, hún var stoð mín og stytta, vinkonan sem ég gat alltaf leitað til og talað við um alla heima og geima, því að hún var ekki bara ráðagóð og hjálpfús heldur líka fjölfróð og fylgdist vel með öllu sem var að gerast hverju sinni, bæði á Ís- landi og annars staðar. Emma átti fallegt heimili í Aþenu, þar sem að hún ásamt eiginmanni sín- um tók á móti Íslendingum og öðrum gestum með mikilli reisn, eins og hennar var von og vísa. Það er ekki lengra en mánuður síðan íslenskir Ólympíufarar fengu notið gestrisni hjónanna í móttöku sem mennta- málaráðherra hélt á heimili þeirra. Það var hennar líf og yndi að halda veislur og hún gerði þær alltaf ógleymanlegar, var hrókur alls fagn- aðar, en samt fáguð og kurteis og út- geislunin frá henni var svo mikil að allir aðrir féllu í skuggann. Elsku Emma, þú skilur eftir stórt skarð í hugum og hjörtum allra þeirra sem voru svo heppnir að fá að kynn- ast þér og þú ert mér og hinum ís- lensku konunum hér í Grikklandi mikill missir. Ég sakna þín sárt og mun aldrei gleyma þeirri ást og hlýju sem þú gafst mér frá fyrstu kynnum. Ég og fjölskylda mín sendum að- standendum kærleikskveðjur. Þóra Björk Valsteinsdóttir. Æskuvinkona mín, Emilía Kofoed- Hansen, var glæsileg heimskona með glettni í auga og hlátur í röddinni, um leið og hún var jarðbundin og með djúpa alvöru í bland við glaðlyndið. Hún var á margan hátt einstök og óvenjulega heilsteypt enda sprottin úr jarðvegi þar sem arfa var ekki að finna. Jafnræði var með foreldrum hennar, bæði voru sterkir einstak- lingar, tilgerðarlaus með öllu og blátt áfram í samskiptum. Agnar Kofoed Hansen bar persónu sem gerði þá stöðu sem hann gegndi hverju sinni merkilegri en hún kannski var og setti mikinn svip á samtíð sína eins og allir vita, Björg var forstjórinn á Dyngjuvegi 2 og var ekki síðri í því hlutverki. Afkomendur þeirra Agn- ars eru til vitnis um það. Þegar ég var að vinna bók um fólkið hjá Flugleið- um fyrir nokkrum árum sagði Emma við mig: „Talaðu við mömmu, hún veit allt um flugið!“ Við Emma vorum saman í barna- og unglingaskóla, saman í skátaflokki og sungum eitt sinn skátalög í búningum á skóla- skemmtun í Laugarnesskólanum og fannst við geta allt. Heimilið á Dyngjuveginum var á ýmsan hátt öðruvísi en maður átti að venjast. Á veggnum í stofunni voru sverð hús- bóndans og þar var líka flygill sem manni þótti hreinasta gersemi. Emma var í spilatímum og mátulega áhugasöm við æfingar en lék einu sinni fyrir mig Für Elise þegar hún hafði verið í námi í þrjú ár. Ég velti því ekki fyrir mér þá hvað það var óvenjulegt að eiga vinkonu sem var alltaf að tala um svifflug á Sandskeiði, leit upp þegar flugvél sást á lofti og sagði eins og við sjálfa sig hvaða tegund væri þarna á flugi. Sem bauð manni í flugtúr með pabba sínum yfir Reykjavík eins og aðrir skreppa í bíltúr til Hafnarfjarðar. Svo átti hún þessar flottu glaðbeittu syst- ur, Astrid og Fríðu sem voru nægi- lega mikið eldri en við til að vera eins og lifandi fyrirheit um skemmtilega framtíð. Yngri systurnar, Soffía og Björg voru aftur á móti litlu stelp- urnar rétt eins og systur mínar. Þegar strákar fóru að skipta máli á unglingsárunum fannst mér eitthvað fágað og eðlisbundið vakna í Emmu, eins og hún hefði tengst konunni í sjálfri sér. Hún var einhvern veginn svo fallega rómantísk. Allt öðruvísi en við hinar. Og þegar við hittumst síðar á ævinni fannst mér áberandi hvað þessi framkvæmdasama vinkona mín hafði kvenlegan persónuþokka. Leiðir skildu þegar við uxum úr grasi, en vissum hvor af annarri. Emma var ekki hluti af mínu fé- lagskerfi og ég ekki af hennar, en vissi auðvitað að hún hafði gifst Grikkja og sest að í Grikklandi. Á síð- ari árum hittumst við stundum: Komdu til Grikklands, sagði hún oft, ég er með húsnæði fyrir þig, komdu!“ Ég lét aldrei verða af því en fylgdist með gestrisni og framúrskarandi starfi hennar og Constantins fyrir Ís- lendinga í Grikklandi. Fyrir fáeinum árum mæltum við okkur mót á Dyngjuveginum, þar sem Björg móðir hennar býr enn og er eins og ein af stelpuhópnum þegar maður hittir hana með dætrum sín- um. Emma sagðist hafa verið að kaupa hið fallega hús listakonunnar Unnar við Dyngjuveg. – Komdu, ég ætla að sýna þér það, sagði hún. Þegar hún hafði leitt mig um allar vistarverur hússins settumst við niður í stofunni og ræddum lengi saman. Núna, þegar komið er að kveðjustund hverfur hugurinn að þessari samverustund og hugblænum í kringum hana. Þarna í kyrrðinni ræddum við um líf okkar fyrr og nú og það var einhvern veginn eins og við værum staddar utan við tímann og heiminn. Á bernsku- og unglingsárum okkar Emmu fannst mér hún fyrst og fremst góð, raunverulega góð. Hún var með glettni og skens eins og hver annar og glögg á mannlegt eðli, en alltaf góð. Á kveðjustund þakka ég ljúfar og liðnar stundir og færi ég ástvinum hennar öllum einlægar og innilegar samúðarkveðjur og bið Emilíu Kofoed-Hansen guðs blessunar. Jónína Michaelsdóttir. Elsku besta vinkona mín. Við kynntumst ellefu ára gamlar þegar foreldrar þínir fóru til útlanda og foreldrar mínir fluttu með okkur þrjár systurnar á Dyngjuveginn til að gæta bús og barna. Það var mikið fjör í húsinu þá, pabbi einn heima með níu konur og flestar fengum við rauða hunda. Manstu svo um haustið þegar þið mæðgur komuð allar í leigubíl í Selásinn til mín í tólf ára afmælið mitt því í þá daga var það langt og mikið ferðalag. Síðan hefur vinátta okkar haldist. Næsta sumar komst þú til mín á Sandskeiðið og dvaldist hjá mér við leik og störf. Við vorum ekki gaml- ar þegar við fórum að læra svifflug sem var þá okkar líf og yndi. Við unn- um í sjoppunni á daginn og hjálpuð- um til í eldhúsinu og fengum svo að fljúga á kvöldin. Það þótti ansi ungt í þá daga að 13 ára stúlkur tækju A, B og C próf í svifflugi en það gerðum við með sóma. Svo dvaldi ég heima hjá þér flestar vetrarhelgar því sam- göngur í Selásinn voru slæmar. Svo fórst þú í húsmæðraskóla og laukst þaðan prófi. Þú varst alltaf fyrir- myndarkokkur. Þá lá leið þín til Loftleiða og vannst þú í nokkur ár sem „groundfreyja“ á Keflavíkurflugvelli. Þar kynntist þú ástinni þinni honum Dínó sem var mikið hér á ferðinni vegna vinnu sinn- ar við kaup á saltfiski og hrognum. Þið giftust og þú hélst til nýrra heimkynna í fjarlægu landi en þá fannst mér Grikkland vera ákaflega langt í burtu en þú komst mjög oft heim til Íslands. Þú eignaðist tvö ynd- isleg börn, Jannis og Irenu sem eiga um sárt að binda í dag og sjá á eftir góðri og yndislegri móður og litla augasteininn þinn, hana Emilíu, sem fær ekki að knúsa ömmu sína aftur. Það var svo 1980 að við hjónin fór- um í okkar fyrstu ferð til Aþenu. Það voru tvær yndislegar vikur sem við áttum með þér og Dínó. Við ferðuð- umst víða um landið og Dínó fræddi okkur um sögu og menningu þjóðar sinnar og kunni enginn betur skil á því. Margar voru ferðir okkar upp frá því og oft kom ég ein og hét það þá húsmæðraorlof. Við áttum svo ótal margar yndislegar stundir saman. Eitt skiptið kom ég ásamt hópi Soroptimista og eiginmanna á Evr- ópuþing til Aþenu. Þið hjónin tókuð á móti okkur. Við Skúli gistum hjá ykk- ur en hinum var útvegað gott hótel í grenndinni. Svo hélduð þið okkur flotta veislu en á ykkar heimili var engum í kot vísað. Einnig komum við í saumaklúbbnum í heimsókn og ekki var að spyrja að móttökunum þá. Ég hef fyrir svo ótal margt að þakka og þá sérstaklega fyrir vináttu þína við mig og mína. Síðasta ferð mín til Aþenu var í febrúar í fyrra þegar ég fylgdi þér heim og dvaldi í mánuð og grínuð- umst við með að þú þyrftir ekki að nota stafinn þinn á meðan. Eitt verð ég að minnast á. Við töl- uðum oft um að þegar við værum orðnar fullorðnar konur á eftirlaun- um ætluðum við að ferðast um Grikk- land á blæjubíl með flagsandi slæðu um höfuðið og njóta lífsins. En elsku vinkona við gerum það bara þegar við hittumst aftur. Elsku Dínó, Irena, Ðesbína og Em- ilía, elsku Björg. Við Skúli og börnin okkar sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur og megi minningin um góða eiginkonu, móður og dóttur lifa. Kristín Sjöfn. Einn mikilvægur hlekkur í utanrík- isþjónustu Íslands sem vekur e.t.v. ekki næga athygli eru störf þeirra rúmlega 250 ólaunuðu ræðismanna Íslands sem eru um allan heim. Framlag þessara óeigingjörnu ein- staklinga er ómetanlegt við kynningu á Íslandi, landi og þjóð, í viðskipta- legu og menningarlegu tilliti. Ekki síður er sú aðstoð sem ræðismenn veita er Íslendingar lenda í erfiðleik- um í framandi löndum, þegar m.a. tungumál og siðir vefjast fyrir við- komandi. Í áratugi var Emelía Kofoed- Hansen vararæðismaður Íslands í Aþenu, útvörður íslenskra hagsmuna í Grikklandi. Hún giftist ung að árum Konstantin J. Lyberopoulos, aðal- ræðismanni Íslands og aðalinnflytj- anda íslensks saltfisks til Grikklands og átti með honum tvö mannvænleg börn Yannis og Irenu, sem nú hafa tekið við innflutningsrekstrinum. Emma var slíkur fyrirmyndarút- vörður íslensku þjóðarinnar á þessu sögufræga landi við Miðjarðarhaf að vart verður við jafnað. Hún unni þjóð sinni heitt og vildi hvers manns vanda leysa er bar að garði. Henni var um- hugað um að reisn Íslands væri í há- vegum höfð og notaði hvert tækifæri til að kynna ættjörð sína. Það er því mikill missir að þessari yndislegu og þróttmiklu konu. Við hjónin kynntumst Emmu sitt í hvoru lagi. Konan mín ólst upp með henni á Kjartansgötunni og í Laug- arásnum en ég þekkti til hennar í gegnum áralöng störf í utanríkisþjón- ustunni, þar sem verk hennar og skyldurækni voru rómuð. Við Emma þekktumst í rúmlega hálfa öld og höfum verið meira og minna í sambandi allan þann tíma. Þegar við bjuggum í París í seinna skiptið áttu Emmu og Konstantín tíð- förult þangað og áttum við mjög skemmtilegar stundir saman. Þá kynntumst við líka betur og hefði ég ekki viljað fara á mis við það. Emma var frábær einstaklingur. Hún var fyrst og fremst góð og sönn. Hún var stórglæsileg svo af bar eins og hún á reyndar kyn til og alltaf já- kvæð. Ég sakna elsku Emmu og læt lítið vers fylgja sem við lærðum sem litlar stelpur. Er það kveðja frá mér og mínum. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. (Steingrímur Thorsteinsson.) Guðný Aðalsteinsdóttir, Sverrir Haukur Gunnlaugsson. Emma, elskuleg vinkona okkar er látin. Ekki þarf nema að lygna aftur augunum og fyrir hugskotssjónum er hún, falleg, góð og brosið hýrt og glettið í senn. Með þessum ljóðlínum kveðjum við hana og þökkum henni allt. Stundum var í vetur leið veðrasamt á glugga. Var ekki’ eins og væri’ um skeið vofa’ í hverjum skugga? Fáir vissu að vorið beið og vorið kemur að hugga. Eins og hún gaf þér íslenskt blóð, ungi draumsnillingur, megi loks hin litla þjóð leggja’ á hvarm þinn fingur á meðan Harpa hörpuljóð á hörpulaufið syngur. (Halldór Laxness.) Okkar innilegustu samúðarkveðjur sendum við ykkur öllum, ástvinum hennar, Þórunn Þórhallsdóttir, Jón Hjaltalín Ólafsson og fjölskylda öll. Á árunum 1971–1980 var ég sendi- herra Íslands gagnvart Miðjarðar- hafslöndunum Spáni, Portúgal og Grikklandi með aðsetri í London og Bonn. Reyndi ég að greiða fyrir og auðvelda saltfiskútflutning Íslands til þessara viðskiptalanda okkar. Kynntist ég vel öllum ræðismönn- um Íslands í þessum löndum sem margir voru umboðsmenn SÍF. Hlut- verk ræðismanna var þá og er mjög þýðingarmikið fyrir okkur Íslend- inga, hvernig sem á málin var litið. Þannig kynntumst við hjónin Emilíu Kofoed-Hansen Lyberopoulos og Constantin eiginmanni hennar mjög vel, og hefur sá vinskapur staðið á fjórða tug ára. Emilía var dóttir heiðurshjónanna Agnars Kofoed-Hansen og Bjargar Axelsdóttur. Emma starfaði um skeið sem flugfreyja en flutti til Grikklands 1971. Emma og Constantin komu oft til London í sendiherratíð minni, á leið til og frá Íslandi, en fyrirtæki þeirra var þegar á þessum árum með- al stærstu viðskiptaaðila á íslenskum saltfiski og söltuðum þorskhrognum. Það fylgir því jafnan nokkur erill og ókyrrð að starfa við utanríkisþjón- ustuna og hlutskipti þeirra sem taka að sér ræðismannsstörf geta verið er- ilsöm, sérstaklega í löndum eins og Grikklandi þar sem ekkert íslenskt sendiráð er til staðar. Þeim Emmu og Dino farnaðist mjög vel og gátu af sér hið besta orð í hlutverki ræðismanns- ins. Emma stjórnaði af myndugleika heimili þeirra í Aþenu sem ávallt var opið og fjöldi Íslendinga nutu góðs af. Vináttan við Emilíu styrktist enn þegar Karitas, dóttir okkar Lóu, gekk að eiga grískan mann en þau búa í Aþenu. Emma gekk ekki heil til skógar undanfarið en sýndi frábæran dugn- að og hugrekki þótt fárveik væri, nú síðast við móttöku og fyrirgreiðslu við Ólympíuliðsmenn okkar og var þó bundin við hjólastól. Við Karitas hittum Emmu í Voul- iagmeni í byrjun maí sl. Gerði ég mér grein fyrir hvert stefndi. Sagðist ég vonast til að sjá Emmu aftur fljótlega. „Hittumst í haust í Reykjavík“, voru kveðjuorðin. Því miður andaðist Emma á leið til Íslands. Hún ætlaði sér í lokin að fara í síð- asta sinn yfir hafið en hún komst ekki á leiðarenda. Það var sem ásjóna hennar endurspeglaðist í bláma hafs- ins sem umlykur okkar kæra föður- land áður en hún hvarf í hyldýpi ei- lífðarinnar eins og sjómaðurinn niður í eilífðar djúpið á vit æðri tilveru. Á þessari kveðjustund koma orð Goethes í kvæðinu „Takmörk hins mannlega“ upp í hugann: Oss lyftir aldan aldan oss sylgur og vér í hyldjúp hverfum. Niels P. Sigurðsson. Fjallkona Íslands í Grikklandi er fallin frá, langt um aldur fram. Emilía Kofoed Hansen Lyberopoulos, Emma, var um langt árabil einstakur fulltrúi íslensku þjóðarinnar á grískri grund. Djúpur skilningur hennar á þörfum landa sinna í þessu nokkuð fjarlæga landi og meðfædd löngun til að láta gott af sér leiða, fékk íslenska ferðalanga til að finnast þeir vera að koma heim, strax við fyrstu móttökur á flugvellinum í Aþenu. Þetta trausta viðmót og fölskvalaus gleði við að taka vel á móti gestum, bræddi hjörtu allra sem kynntust henni við þær að- stæður. Hún var stór í sniðum, heims- kona í víðasta skilningi þess orðs, en einlæg og hjartahlý. Emma var fal- leg. Okkar kynni hófust svo nokkru næmi í minni fyrstu ferð til Aþenu á mínum saltfisksárum. Hver einasta ferð þangað æ síðan, á annan áratug, var tilhlökkunarefni. Af fundum með Emmu og Konstantin kom ég alltaf betri maður. Einstaklega ólík og upp- runnin í ólíkum menningarheimum, skópu þau saman heimili, sem var ríkt af hefðum og um leið glaðvært og gefandi. Og börnin þeirra tvö, Jannis og Irene, ólust upp við sterka ætt- jarðarást hvors foreldranna um sig á sínu föðurlandi og mikla virðingu þeirra fyrir rótum hvort annars. Það var gaman að fylgjast með hvernig þeim tókst að tvinna þetta saman. Margar skemmtilegar minningar koma í hugann. Ég fylgdist oft með henni við að taka á móti íslensku ferðafólki og íslenskum fyrirmennum og í stórum alþjóðlegum móttökum. Henni var það allt jafn eðlilegt. Hún var alls staðar á heimavelli, stolt af uppruna sínum og hlutskipti sínu. Hún tókst á við hvert verkefni af al- úð og festu og hún mætti örlögum sín- um í veikindum síðustu missera af aðdáanlegu hugrekki. Við Ólöf og dæturnar vottum Konstantin, Irenu og Jannis og ástvinum hennar öllum samúð okkar og biðjum henni bless- unar. Friðrik Pálsson. Ein glæsilegasta kona landsins er látin. Það er alltaf erfitt þegar maður missir ástvin og sérstaklega einhvern sem hefur fylgt manni frá fæðingu. Ég hef þekkt Emmu frá því ég man eftir mér og hún mun fylgja mér að eilífu. Þessi kona sem gekk mér í hálf- gerðan móðurstað er ég dvaldi lang- dvölum í Grikklandi, tók mig inn í fjölskyldu sína og hjarta sitt. Ég sit hérna með grátstafinn í kverkunum og reyni að koma saman lokakveðju til hennar og um leið stefnir hugurinn til fjölskyldu hennar og hvað hún er að ganga í gegnum. Okkar litla fjöl- skylda sendir ykkur innilegustu sam- úðarkveðjur – við finnum til með ykk- ur og erum hjá ykkur í huganum. Emmu viljum við þakka allt gamalt og gott. Gestrisni þinni, ljóma og hlýju gleymum við aldrei. Sérstakar þakkir fyrir maímánuð sem við náðum að eyða saman, það eru forréttindi að hafa eytt þessum tíma með þér og kynnt þig fyrir dóttur okkar. Lifið líf- inu lifandi voru skilaboðin sem þú sendir okkur. Við munum þig bros- andi og tignarlega, blátt áfram með ákveðnar skoðanir en umfram allt sem frábæra manneskju. Okkur hef- ur alltaf liðið sem hluta af fjölskyld- unni. Í huga okkar ert þú og Grikk- land eitt, ómögulegt að ímynda sér landið án þín. Í gegnum hugann streyma minningabrot þar sem þú ert að taka á móti Íslendingum og kynna þeim land og þjóð. Þau eru orðin mörg hjörtun sem þú hefur snortið og það eru margir sem koma til með að sakna þín sárt. Að lokum viljum við endurtaka okkar innilegustu samúð- arkveðjur til Kostasar, Janna, Irenu, Despinu, Emilíu, Bjargar og fjöl- skyldu. Magnús, Ragnheiður og Guðrún Eleni. Kveðja frá Íþrótta- sambandi fatlaðra Fyrir nokkrum árum orðaði ég það við Emmu að liðsinna íslenska hópn- um sem færi á Ólympíumót fatlaðra í Aþenu. Tók hún beiðni minni ljúflega. Emmu þekkti ég fyrir vegna skyld- leika hennar og konu minnar og vissi því að þar fór traust kona sem stæði vel að hlutunum og hafði hún strax ýmsar hugmyndir um hvað hún vildi gera fyrir hópinn. Þegar fyrirséð var að hún, vegna veikinda sinna, yrði ekki í stakk búin til að sinna þessu verkefni fékk hún dóttur sína Irenu til að taka við hlut- verkinu. Við hjá ÍF höfðum mjög gott samstarf við Irenu vegna leikanna og tók hún á móti hópnum við komuna til Aþenu. Ég talaði við Emmu sunnu- daginn 12. september í Aþenu og þá var mjög af henni dregið en hugurinn stór og hún að taka stefnuna heim, heim til Íslands. Því miður leyfði heilsa hennar ekki lengra flug en til Kaupmannahafnar, en nú er hún komin heim. Ég vil fyrir hönd Íþróttasambands fatlaðra þakka Emmu stuðninginn við starf okkar og votta eiginmanni hennar, Constantin, börnunum Yann- is og Irenu sem og móður hennar Björgu og fjölskyldunni allri, samúð mína. Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.