Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 33 MENNING CHICAGO Á LAUGARDAGINN! Stóra svið Nýja svið og Litla svið Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? e. E. Albee Fi 30/9 kl 20, Fö 1/10 kl 20, Fö 8/10 kl 20, Su 10/10 kl 20 BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Su 3/10 kl 20, Fi 7/10 kl 20, Su 17/10 kl 20 Fi 21/10 kl 20, Su 31/10 kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Lau 2/10 kl 20, Su 3/10 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 3/10 kl 14, Su 10/10 kl 14, Su 17/10 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin og bestu búningarnir. Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 Lau 16/10 kl 20, Lau 23/10 kl 20 Aðeins örfáar sýningar í haust ÁSKRIFTARKORTIN GILDA Á SEX SÝNINGAR: ÞRJÁR Á STÓRA SVIÐI OG ÞRJÁR AÐ EIGIN VALI - AÐEINS KR. 10.700 (Þú sparar 5.500) TÍU MIÐA AFSLÁTTARKORT - FRJÁLS NOTKUN - AÐEINS SELT Í SEPTEMBER - AÐEINS KR. 18.300 (Þú sparar 8.700) VERTU MEÐ Í VETUR Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20 ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20 Miðasala á Netinu: www.opera.is Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim Fös . 1 .10 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 2 .10 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Fös . 8 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI Fös . 15 .10 20 .00 LAUS SÆTI Lau . 16 .10 20 .00 LAUS SÆTI „F lo t t i r l e ikarar , f l o t tu r söngur , f lo t t sound . Mér fannst Hár ið f rábær sýn ing . “ At l i Ra fn S igurðarson - le ikar i . 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími SVIK e. Harold Pinter frumsýn. fös. 1/10 kl. 20 UPPSELT 2. sýn. sun. 3/10 kl. 20 örfá sæti laus 3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 UPPSELT 4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 UPPSELT 5. sýn. sun. 10/10 kl. 20 örfá sæti laus 6. sýn. sun. 24/10 kl. 20 4 sýningar á aðeins 6.500 kr. Áskriftarkort! Seljavegur 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is Hræðilega fyndið, rokkað og flugbeitt: ELDAÐ MEÐ ELVIS eftir Lee Hall • Föstudag 1/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS • Laugardag 2/10 kl. 20 LAUS SÆTI Sýningin hlaut tilnefningu sem vinsælasta leiksýningin á Grímunni 2004. Aðeins nokkrar aukasýningar í haust. Tryggið ykkur miða strax! 552 3000 ☎ 552 3000 ☎ “Skemmtileg leikhússupplifun” VS Fréttablaðið. HINN ÚTVALDI eftir Gunnar Helgason • Sunnudag 3/10 kl. 14 LAUS SÆTI • Sunnudag 10/10 kl. 14 LAUS SÆTI “Kærkomið tækifæri til að fara með börnin á eitthvað óvænt og nýstárlegt... sýning sem óhætt er að mæla með fyrir börn á öllum aldri” SAB Morgunblaðið. ÞAÐ er ekki falleg mynd sem dreg- in er upp af lífinu í Rússlandi nú á tímum í leikverki Vasílij Sígarjovs, Svört mjólk, sem Þjóðleikhúsið frumsýndi síðastliðinn föstudag. Tónninn er gefinn í upphafsatriðinu þar sem illa á sig kominn drykkju- maður (Jóhann Sigurðarson), sem hefst við á niðurníddri lestarstöð, líkir sjálfum sér við „rússneska björninn“ og eymd sinni við nið- urlægingu þjóðarinnar. Á lest- arstöðinni vindur verkinu fram og eflaust má draga upp hliðstæður með landinu sjálfu og sögusviðinu þar sem flestir sem leið eiga um virðast hafa það eitt að markmiði að pretta íbúana í viðskiptum eða selja þeim vímugjafa, jafnvel ban- eitraða. Það vekur óhjákvæmilega athygli manns hversu sterkt þetta nútíma- verk ungs rússnesks höfundar sver sig í ætt við verk gömlu rússnesku meistarana á borð við Gorkí og Tsjekov þótt rúmlega öld skilji Síg- arjov frá þeim í tíma. Að breyttu breytanda má segja að Vasílij Síg- arjov fjalli í þessu verki um nöt- urleika tilvistar hinna fátæku og fyrirlitnu, líkt og Gorkí, um leið og hin vonlausa þrá eftir betra lífi sem önnur aðalpersónan Shúra (Arn- björg Hlíf Valsdóttir) ber í brjósti, minnir á rauða þráðinn í leikritum Tsjekovs. Þar með er þó ekki sagt að Svört mjólk sé ekki sprottin upp úr veruleika samtímans, þrátt fyrir allar tengingar við hefðina bregður verkið upp mynd af landi og þjóð í rústum eftir fall Sovétríkjanna; ófegraða mynd af hörku og mis- kunnarleysi í samskiptum fólks, af heimi þar sem vonin og trúin eiga erfitt uppdráttar, af heimi þar sem sérgæska og mannfyrirlitning ráða ríkjum. Atburðarás verksins snýst um ungu hjónin Shúru og Ljovtsík (Ólafur Egill Egilsson) sem bíða eftir lest burt frá litlu þorpi þar sem þau hafa prangað brauðristum inn á bæjarbúa sem kunna lítt með slík tæki að fara. Shúra er kominn á steypirinn og þegar fæðingin fer óvænt í gang taka málin óvænta stefnu með inngripum þorpsbúa. Hiti og þungi verksins hvílir á ungu leikurunum Ólafi Agli og Arnbjörgu Hlíf og er óhætt að segja að þau hafi bæði tvö verið vandanum vel vaxin. Arnbjörg Hlíf nýtur þess að persóna Shúru er samsettari og flóknari en persóna Ljovtsíks. Hún túlkaði frábærlega öll blæbrigðin í karakter ungu konunnar; allt frá því að sýna okkur hina skilyrtu „tík“ sem er fullkominn félagi hrottans Ljovtsíks, þar til hún op- inberaði kviku sína, drauma og þrá eftir betra lífi eftir að hafa gengið í gegnum hina skapandi umbreyt- ingu sem barnsfæðingin er. Ólafur Egill náði vel utan um hinn kald- rifjaða og hættulega eiginmann hennar og hann var virkilega óhugnanlegur í lokaatriði verksins þegar illska Ljovtsíks rís hæst. Samleikur þeirra Ólafs Egils og Arnbjargar Hlífar var undantekn- ingarlaus mjög fínn. Ef parið Shúra og Ljovtsík stendur fyrir hlutskipti ungu kyn- slóðarinnar í Rússlandi í dag, má segja að öll önnur hlutverk beri í sér álíka táknræna skírskotun, sbr. hlutverk drykkjumannsins sem fjallað var um hér í byrjun. Jóhann Sigurðarson fór af fagmennsku og alúð með það litla en mikilvæga hlutverk og það sama má segja um þær Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur, Kristbjörgu Kjeld og Tinnu Gunn- laugsdóttur sem hver og ein voru í hlutverkum sem vel má segja að skírskoti til mismunandi mannlegra eiginleika. Lilja Guðrún var mjög skemmtileg sem Ljúsha miða- sölukona sem er hörð og útsmogin á yfirborðinu en reynist viðkvæm og mannleg þegar á reynir. Krist- björg Kjeld sló á kómíska strengi í túlkun sinni á kerlingunni Petrovnu sem vill hafa eitthvað fyrir snúð sinn, og Tinna Gunnlaugsdóttir fór mjög fallega með hlutverk hinnar hjartagóðu Pashu Lavrenjovu. Kjartan Guðjónsson var hins vegar á afar kunnulegum nótum í hlut- verki aulans Mishanja sem sér eng- in úrræði önnur en beita valdi þeg- ar hann fær ekki vilja sínum framgengt en hefur ekki erindi sem erfiði. Titill verksins vísar kannski fyrst og fremst til þeirrar bleksvörtu framtíðar sem virðist bíða nýfædds barns þeirra Shúru og Ljovtsík, að minnsta kosti ef móðir þess fær ekki forðað því undan ofurvaldi hins harðneskjulega föður, en til þess virðist vera lítil von. Vonleysið sem vofir yfir tilveru allra í þessu verki er rækilega endurspeglað í leikmynd Vytautas Narbutas og ekki er laust við að táknlegum skír- skotunum sé fylgt eftir af fullmiklu kappi á köflum. Búningar Filippíu Elísdóttur hæfðu efninu vel og sama má segja um hljóðmynd og lýsingu sýningarinnar. Ef marka má leikskrá hefur Vasílij Sígarjov lýst því yfir að verk hans hafi engan pólitískan tilgang en að hann vilji fjalla um manneskj- una sem slíka, óháð stað og stund. Það er kannski skiljanlegt að ungur höfundur kjósi þannig að forðast að verk hans séu stimpluð sem innlegg í pólitíska baráttu, en mér er spurn: hvernig getur umfjöllun um mann- eskjuna í eymd hennar og niður- lægingu verið annað en pólitísk? Þótt höfundurinn hafi engan áhuga á stjórnmálum og muni aldrei hafa (líkt og haft er eftir honum í leik- skrá) getur hann varla neitað því að með því að bregða upp mynd af manneskju eins og Shúru sem elur með sér von í miðju vonleysinu, hlýtur hann jafnframt að vera að setja fram ósk um að breyting á að- stæðum hennar sé möguleiki – ef ekki strax þá síðar. Slík ósk er póli- tísk í eðli sínu þótt hún komi kannski „stjórnmálum“ lítið við. Mér virðist sem Kjartan Ragn- arsson hafi stýrt sínu fólki farsæl- lega í sviðsetningu á þessu rúss- neska samtímaverki (sem í mínum huga er rammpólitískt). Leikritið er allrar athygli vert og vel þess virði að fara að sjá vandaða sýningu Kjartans og samstarfsfólks hans. Niðurlæging rússneska bjarnarins LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur: Vasílij Sígarjov. Íslensk þýð- ing: Ingibjörg Haraldsdóttir. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Kjartan Guð- jónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Krist- björg Kjeld, Jóhann Sigurðarson, Herdís Þorgeirsdóttir, Hjalti Stefán Krist- jánsson, Oddur Bjarni Þorkelsson og Ólafur Haraldsson. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Hljóðmynd: Sigurður Bjóla. Lýsing: Páll Ragnarsson. Smíðaverkstæðið 24. sept- ember 2004. Svört mjólk Soffía Auður Birgisdóttir Þessa dagana berst okkur for-vitnileg sending frá Noregi,skáldsagan Undir svikulli sól eftir Thorvald Steen í þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar (útg. Almenna bókafélagið). Skáldsagan greinir frá fimm síð- ustu dögunum í lífi Snorra Sturlu- sonar og er lýst sem sögulegri spennuskáldsögu. Samkvæmt samtali við höfundinn í Morgunblaðinu bregður sagan upp mynd af Snorra sem stjórn- málamanni sem hrærist í alþjóðlegu samhengi ekki síður en íslensku en einnig sem breyskum manni. Steen lætur hafa eftir sér: „Ég hef alltaf verið heillaður af Snorra vegna þess hve miklu hann hefur skipt fyr- ir norska sögu og norska sjálfsvitund. Í Noregi er hann talinn mikil hetja, en við þekkjum lítið til persónulegrar sögu hans.“ Ekki minni tíðindum sætir eftir- farandi yfirlýsing höfundarins: „Snorri var drepinn af norska konunginum, með mafíuaðferðum myndi ég segja, vegna þess að hann neitaði að selja Ísland undir Noreg. Á sama tíma vildi páfinn gera norska konunginn að hinum nýja germansk-rómanska keisara. Þessi alþjóðlega tenging vill oft gleymast í samhengi við hvers vegna Snorri var veginn.“ Eflaust gera ekki margir Ís- lendingar sér grein fyrir að Snorri hafi verið atkvæðamikill í evr- ópskum stjórnmálum síns tíma. Skilji ég Steen rétt er litið á Snorra sem nokkurs konar spá- mann í Noregi, ekki síst vegna þess gildis sem hann hafði fyrir Norð- menn þegar þeir skildu sig frá Sví- um.    Hér á landi er Snorri helst met-inn fyrir að hann skrifaði góð- an og merkilegan texta og þá eink- um Heimskringlu. Ekki er út í bláinn að kalla hann mesta rithöf- und Íslendinga fyrr og síðar vegna konungasagnanna í Heimskringlu. Hafi hann einnig samið Egils sögu vex hróður hans enn og líka sagn- fræðilega hliðin á honum því fáar bækur gera betur grein fyrir ástæðu landnáms Norðmanna á Ís- landi. Breyskleiki Snorra hefur einnig verið Íslendingum hugleikinn og má þá nefna gróða- og valdafíkn hans og kvennamálin. Það verður fróðlegt að sjá hvern- ig Snorra Thorvald Steen skilar les- endum sínum og verður að segja að það er gott framtak að láta þýða Undir svikulli sól. Þýðingar eru nú mjög til umræðu og er margt vel gert í þeim efnum hérlendis. Hætt- an er þó sú að ein- ungis met- sölubækur úti í heimi séu þýddar á íslensku. Með því móti eru út- lendingar, erlend bókaforlög og er- lendir lesendur farnir að stjórna því sem Íslendingar kynnast af er- lendum bókmenntum. Það er mið- ur. Vönduð forlög gera of mikið út á þetta.    Það er hvalreki að vel metinnhöfundur eins og Thorvald Steen skuli skrifa bók sem höfðar ekki síst til okkar um leið og hann færir löndum sínum umhugsunar- efni. Slíkar bækur þarf að þýða. Það er vægast sagt nauðsynlegt. Steen kemst réttilega að orði þegar hann segir: „Auðvitað tek ég mér skáldaleyfi þar sem heimildum sleppir, en ég legg áherslu á að draga upp mynd af Snorra sem alþjóðlegum ein- staklingi og vona að Íslendingum eigi eftir að líka sú mynd. Það skilst mér að sé nokkuð ný sýn, sem ekki hefur verið hampað mikið áður.“ Eftir stendur að komast að því hvort Steen sýnir okkur Snorra sem gildan ístrubelg (eins og mál- arinn Christian Krohg) eða lágan og grannvaxinn. Ekki er hægt að reiða sig á annað en getgátur í þess- um efnum. Forvitnileg sending frá Noregi ’Hættan er þó sú aðeinungis metsölubækur úti í heimi séu þýddar á íslensku.‘ AF LISTUM Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is Thorvald Steen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.