Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ari Freyr Jóns-son fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 23. apríl 1982. Hann lést á Huddinge-sjúkrahús- inu í Stokkhólmi 16. september síðastlið- inn. Foreldrar Ara Freys eru Sólrún Hvönn Indriðadóttir frá Raufarhöfn, f. 14. febrúar 1960, og Jón Sigmar Jónsson frá Seltjarnarnesi, f. 17. júlí 1961. Systkini Ara Freys eru Stef- anía, f. 12. janúar 1984, Sunna Hlín, f. 14. september 1989, og Íris Ósk, f. 14. febrúar 1991. Unnusta Ara Freys er Kristín María Guð- jónsdóttir frá Staða- stað á Snæfellsnesi. Ari Freyr ólst upp á Raufarhöfn og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni. Hann stundaði nám við Menntaskól- ann á Akureyri og síðan í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ eftir að hann flutti með fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar vegna veikinda sinna. Útför Ara Freys fer fram frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Á hverjum degi, þá einhvern veg- inn innst inni, finnst mér eins og ég muni heyra í gítarspilinu berast nið- ur stigann, að þú sitjir á rúminu með gítarinn í fanginu, syngjandi eitt- hvert Bubbalag. Ég finn fyrir svo miklum tómleika að mér finnst eins og hluti af mér hafi dáið með þér. Ég veit að nú ertu farinn en samt finnst mér það svo óraunverulegt, ég á alltaf von á þér og ég býst alltaf við að þú komir heim, eða að þú hringir í mig og spjallir eins og við gerðum alltaf. Ég á svo margar minningar sem ég mun ávallt bera í hjarta mínu sem munu fylgja mér í mínu lífi. Eitt er víst að minningarnar getum við allt- af varðveitt og það er eitt af því fáa sem ekki er hægt að taka frá okkur. Við gerðum svo ótrúlega margt saman enda vorum við óvanalega samrýnd og þú varst ekki einungis bróðir minn, heldur líka minn besti vinur. Ég er viss um að þú ert hérna hjá okkur og eflaust læturðu vita af þér við tækifæri. Þú átt stóran hluta í hjarta mínu þar sem ég geymi minningarnar um þig og þær munu aldrei dofna. Þín systir Stefanía (Lóa.) Fyrir rúmum þremur árum bjó Jón Sigmar mágur minn norður á Raufarhöfn með konunni sinni Sól- rúnu og börnum þeirra, Ara Frey, Lóu, Sunnu og Írisi. Allt virtist leika í lyndi. Það var komið fram í ágúst, rétt eftir verslunarmannahelgi. Ari Freyr hafði verið lasinn í nokkra daga og foreldrar hans fóru því með hann í rannsókn á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Þá kom fyrsta áfallið. Ari greindist með hvítblæði og var sendur samdægurs til Reykjavíkur. Þar tók við löng og erf- ið krabbameinsmeðferð á Landspít- alanum sem stóð yfir næstu tvö árin. Þennan örlagaríka dag breyttist líf allrar fjölskyldunnar. Þau fóru aldr- ei heim aftur, nema til að pakka saman búslóðinni og flytja hana suð- ur. Fljótlega eftir að fjölskyldan flutti suður keyptu þau sér íbúð. Jón Sig- mar og Sólrún fengu sér vinnu og dæturnar byrjuðu í skóla. Allar laus- ar stundir notuðu þau til að hlúa að Ara. Þetta var þeim erfiður tími, þó sérstaklega Ara. Aldrei heyrðist þó nokkurt þeirra kvarta. Þá kom það berlega í ljós hvað þessi ótrúlega fjölskylda var samhent. Þrátt fyrir erfið veikindi ríkti ávallt gleði og fullvissa um að Ari næði fullri heilsu á ný. Meðferðin gekk vel og þegar á leið þurfti hann ekki að vera nema af og til inni á sjúkrahúsi. Á þessum tíma kynntist Ari glæsilegri og ynd- islegri stúlku, Kristínu Maríu, sem passaði vel inn í fjölskylduna. Hún reyndist þeim öllum styrk stoð. Lífið brosti við þessu fallega unga pari. Eftir að Ari hafði lokið tveggja ára krabbameinsmeðferð virtist hann hafa náð fullri heilsu og hóf aftur nám þar sem frá var horfið. Þá kom seinna áfallið. Í janúar síðastliðnum tók sjúkdómurinn sig upp aftur og nú voru horfurnar ekki bjartar. Jón Sigmar sagði upp vinnunni til að annast Ara. Saman fóru þeir feðgar til Svíþjóðar í maí þar sem Ari gekkst undir áframhaldandi með- ferð. Vonast var til að hann kæmi heim heill heilsu nú á haustdögum. Fyrst í stað virtist allt ganga vel. Sólrún fór út ásamt dætrunum og Kristínu þar sem þær eyddu megn- inu af sumrinu hjá Ara. Löngum stundum voru þeir feðgar þó einir. Þegar á leið fór heilsu Ara hrakandi. Það mátti heyra á daglegum fréttum frá Jóni Sigmari að honum var ekki rótt. Eftirfarandi vísu sendi hann okkur í júlí. Nagar hugann napurt hlær hvergi er skjól að líta. Kvíðinn hefur langar klær kann að klóra og bíta. Seinni partinn í ágúst fór ástandið enn versnandi. Sólrún fór út í byrjun september og saman voru þau hjá Ara til hinstu stundar. Hann lést hinn 16. september síðastliðinn. Öll höfum við misst mikið við fráfall Ara, ekki síst Nonni sonur minn sem missti góðan frænda og sinn besta vin. Mestur er þó missir og sökn- uður Jón Sigmars, Sólrúnar, Krist- ínar, Lóu, Sunnu og Írisar. Þau geta þó huggað sig við það að þau fórn- uðu öllu til að Ari gæti náð heilsu aftur. Meiri ást og umhyggju er ekki hægt að gefa. Síðustu þrjú ár hafa verið allri fjölskyldunni erfið en nú er enn erfiðari tími framundan. Þá reynir á okkur sem næst þeim stöndum að styðja þau í sorginni og hjálpa þeim að takast á við lífið að nýju. Egill Sigurðsson. Hversu miskunnarlausar geta ráðstafanir þínar ekki verið Guð minn. Hvers vegna er ungur maður, fal- legur og vel gerður, rifinn burt frá lífinu og öllum þeim sem elska hann og bundið hafa vonir sínar við hann? Einkasonur og frumburður for- eldra sinna, bróðir, unnusti og vinur. Hvers vegna? Hans hlýtur að hafa verið þörf annars staðar. Þegar leiðir okkar Ara Freys lágu fyrst saman fyrir tveimur árum á Melhaga 10 var það einkum tvennt sem við tókum eftir, hvað hann hafði falleg augu og prúðmannleg fram- koma hans. Hann bar það einhvern veginn með sér að vera alinn upp af góðu fólki. Þegar við kynntumst fjöl- skyldu hans skildum við það enn betur. Hjá Ara var stutt í glettni og gam- ansemi þótt alvaran hefði þá þegar barið harkalega að dyrum hjá þess- um ljúfa dreng. Hann var Rósu okk- ar góður vinur og fljótur að taka upp hanskann fyrir hana þegar stóra systir hafði ákveðnar skoðanir á gerðum hennar í sambúðinni á Mel- haganum. Góðir eiginleikar í skap- gerð Ara, hugprýði, ljúflyndi og hæverska, hafa eflaust reynst hon- um vopn í baráttunni við þann illvíga sjúkdóm sem að lokum lagði hann að velli. Ari barðist hetjulega og kvart- aði aldrei. Það hefur reynt á ungan mann sem var á leið í útskriftarferð með menntaskólaárgangnum sínum, að greinast nokkrum dögum áður með hvítblæði og fara hvergi, en horfa á eftir félögum og vinum út í gleðina og lífið. Nú hefur hann lagt upp í sína hinstu ferð svo allt of allt of snemma. Elsku hjartans Kristín María. Megi góður guð vernda þig og styrkja á komandi tíð. Hugur okkar allur er hjá þér, foreldrum og systr- um Ara Freys. Við vottum ykkur öll- um okkar dýpstu samúð. Guð gefi að sorgir ykkar megi með tímanum breytast úr sárum söknuði í ljúfar minningar um góðan dreng. Minn- ing Ara Freys mun lifa. Klara, Guðjón, Rósa og Ásdís. Nú hafa englar himins þig sótt, en þurftu þeir á þér að halda svo fljótt? Þegar þú veiktist, allir þorðu að vona, því elsku vinur, þetta átti aldrei að enda svona. Þegar ég sit og hugsa til baka, þá minnist ég margs, því af nógu er að taka. Í hjarta mínu þú átt nú líf þar til að dag einn ég til þín svíf. Vertu þá til með gítar í hendi, því við byrjum að spila um leið og ég lendi. Þótt þú sért farinn á allt annan stað líttu samt til mín, ef þú mátt vera að. En á vissan hátt þá er ég feginn, því nú á ég vin þarna hinum megin. Ég mun ávallt sakna þín Ari minn, þar til við hittumst í annað sinn. Þinn vinur og frændi, Jón Bergþór. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Elsku Ari Freyr, blessuð sé minn- ing þín. Elsku Kristín María, Jón, Sólrún, Lóa, Jói, Sunna og Íris, ég votta ykkur öllum mína innilegustu sam- úð. Guð veri með ykkur. Sigrún Erla. Elsku Ari minn, manstu þegar við keyrðum upp í Kjarnaskóg um miðja nótt til að leita að kanínum og fest- um bílinn í snjó og vorum föst í 3 klukkutíma? Manstu þegar mig vantaði knús í miðjum efnafræði- tíma hjá Jóhanni og þú stóðst upp og labbaðir yfir alla stofuna bara til að knúsa mig? Manstu þegar við hitt- umst um verslunarmannahelgina eftir að ég kom heim frá Bandaríkj- unum og við vorum svo ánægð því við yrðum aftur saman í bekk? Manstu þegar þú gistir heima og hélst bara utan um mig alla nóttina? Manstu þegar ég, þú og Nonni bök- uðum pitsuna og ég gleymdi að þvo sveppina? Manstu hvað var gaman þegar við hittumst á djamminu þeg- ar ég kom í Húsmæðraskólann og þú varst læknaður? Elsku Ari, þú hefur alltaf getað komið mér til að hlæja, þú ert eins og sólargeisli sem lýsir allt upp í kringum þig. Þú hefur alltaf gert gott úr öllu og alltaf brosandi. Því veit ég að þér líður vel og á meðan á ég þessar yndislegu minningar sem ég mun aldrei gleyma. Blessuð sé minning þín, kæri vin- ur, og Guð geymi þig að eilífu. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur, Anna Guðrún. ,,Það kemur nemandi í próf núna sem þarf að vera einn í stofu vegna veikinda.“ Þetta voru skilaboðin sem ég fékk þegar ég hitti Ara Frey í fyrsta sinn. Ari var þá í fjarnámi en kom í skólann til að þreyta próf. Ég fór inn í stofuna og þar sat hann nið- ursokkinn í prófið. Hann bar augljós merki veikindanna en lagði sig allan fram. Síðar áttum við eftir að kynn- ast þegar heilsa hans leyfði að hann sækti skólann reglulega. Við skipu- lögðum námsferilinn og áður en veikindin tóku sig upp aftur hafði hann gert ráð fyrir að ljúka stúd- entsprófi af náttúrufræðibraut um næstu jól. Það er sárt að horfa á þennan feril sem aldrei verður lokið. Ari átti tryggan bakhjarl í skól- anum sem var Stefanía systir hans. Þau voru oft saman í fögum og sá hún um að færa honum verkefni og glósur ef hann gat ekki mætt. Marg- ar minningar skjóta upp kollinum, Ari hress og glaður, kominn með fal- legt hár, ég þekkti hann varla, þau Stefanía saman í híbýlahönnun, Ari veikur, Stefanía ein … Mér virtist fágætt systkinasamband ríkja á milli þeirra, hljóðlátt og traust. Þau voru einstakir nemendur. Stunduðu nám- ið af elju og samviskusemi og ef þörf var á tilhliðrun vegna veikindanna var sú beiðni borin fram af hógværð og háttvísi. Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er sómi að slíkum nem- endum. Nemendum sem sýna þroska og þolgæði í erfiðum aðstæð- um. Mér eru dýrmæt þau kynni sem ég hafði af systkinunum Ara Frey og Stefaníu í námi þeirra í FG. Ég votta Stefaníu og öðrum ást- vinum Ara dýpstu samúð. Guð blessi minningu um góðan dreng og hetju- lega baráttu. Anna Guðrún Hugadóttir, námsráðgjafi í FG. Elskulega fjölskylda; Jónsi, Hvönn, Lóa, Sunna, Íris og Kristín María. Til hvers verið er að taka slík gæðablóð í burtu eins og þig, Ari minn, skil ég ekki; heiminum veitir ekki af svona yndum eins og þér. Síðustu daga hafa minningarnar streymt í gegn og hjartað grætur sárt. Sæti strákurinn í hvítu hettupeys- unni. Köflóttu buxurnar … ljótu köflóttu buxurnar. Rómeó og Júlía. Góðmennskan og glettnin í augun- um. Fimur gítarleikur og jafnvel söngur. Sweet Child O’Mine. Vatns- slagirnir á vistinni. Gleðigjafinn Ari. Jæja. Gull af manni. Bubbi. Ban- anaklessur á hurðarhúnum. Róleg- heitin. Afgan. Sælkerinn Ari. Kát- ínan í kringum þig. Gula hárið. Paradise City. Skallatímabilið. Dökka hárið. Nissan Sunny. ,,Eigum við að panta pitsu?“ Jólin. Stóru snjógallarnir. Pollýanna. Snjókastið í myrkrinu. Vatnsgreiðslan. Tárin streyma. Við skulum taka einn Bubba, þú kannt stefið: Milli jóla og nýárs um nótt við komum í nístingskulda, slyddu og él. Syneta hét skipið sem skreið við landið með skaddað stýri og laskaða vél. Við austurströndina stóðum á dekki störðum í sortans ólguský. Drunur brimsins bárust um loftið bæn mín drukknaði óttanum í. Innst í firðinum sáum við ljósin lýsa ljósin sem komu þorpinu frá. Um síðir þau hurfu í hríðina dökku um hjörtu okkar flæddi lífsins þrá. (Bubbi Morthens.) Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér og elskulegri fjölskyldu þinni. Þín vinkona, Hildur H. Fyrir réttum tíu árum fluttum við til Raufarhafnar og bjuggum þar í nær fimm ár. Þar bundumst við mörgu góðu fólki vináttuböndum. Meðal þeirra voru Jón Sigmar og Sólrún Hvönn. Þau áttu myndarleg- an og prúðan barnahóp. Ari Freyr var elstur þeirra, unglingur um fermingu þegar við fluttum norður. Hár, grannur og ljós yfirlitum. Hann var góður námsmaður, iðinn í íþrótt- um, spilaði í hljómsveit með jafn- öldrum sínum og var duglegur og samviskusamur í unglingavinnunni. Fyrirmyndarunglingur. Eftir að við fluttum frá Raufarhöfn varð eðli- legra vik milli vina. Um verslunar- mannahelgina sumarið 2001 hittum við Jón Sigmar og Sólrúnu eina góða kvöldstund í sumarbústað norður í Eyjafirði. Gamlar minningar voru rifjaðar upp og margt spjallað. Ekk- ert benti til annars en bjart væri framundan. En skjótt skipast veður í lofti. Örfáum dögum síðar fréttum við að Ari Freyr væri kominn á sjúkrahús, fársjúkur af hvítblæði. Skyndilega var allt breytt. Fjöl- skyldan þurfti fyrirvaralaust að flytjast suður til að takast á við nýj- an veruleika og styðja við Ara Frey í langri og erfiðri baráttu. Við tók löng sjúkrahúsvist hjá honum með tilheyrandi meðferðum. Um tíma virtist sem árangur hefði náðst en í byrjun þessa árs kom í ljós að svo var ekki. Í vor heimsóttum við Jón Sigmar og Sólrúnu rétt áður en þeir feðgar fóru til Svíþjóðar þar sem lokabaráttan var háð. Þá voru vonir bundnar við að hægt væri að snúa taflinu við með þeirri þekkingu sem þarlendir læknar hafa yfir að ráða. Allt var gert sem fært var en kom fyrir ekki. Ari lést um miðjan sept- ember eftir þriggja ára baráttu. Orða er vant við slíkar fregnir. Ung- ur maður sem allir vegir eru færir er kallaður burt áður en meðfæddir hæfileikar og geta til að takast á við tækifæri lífsins fá að njóta sín. Eftir sitja þó minningar um góðan dreng sem eru þeim huggun er um sárt eiga að binda. Við sendum foreldrum Ara Freys, systkinum hans, unnustu og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur á erfiðum tímum. Gunnlaugur, Sigrún og börnin. ARI FREYR JÓNSSON www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.