Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 35
SPRELLLIÐIÐ í bandarísku grínsjónvarpsþáttunum frægu, Saturday Night Live, gerir af og til kvikmyndir sem eru misjafnlega vel heppnaðar. Stundum vill við brenna að efnið sé of sérbanda- rískt til að áhorfendur um víða ver- öld skilji grínið. Þótt bandaríska sjónvarpið sé tekið fyrir hér þá er gert grín að svo mörgu öðru sam- mannlegu að allir ættu að ná brönd- urunum. Myndin gerist á áttunda áratugnum og Ron Burgundy (Will Ferrell) er stjarna á svæðis- sjónvarpsstöðinni í San Diego. Hann er aðalgaurinn og búinn að vera það í 12 ár. Þá birtist ung kona, Veronica Corn- ingstone (Christina Applegate) og gerist fréttamaður á stöðinni. En Ron og félagar hans sem ráða ríkjum á stöðinni er alls ekki til í láta einhverja kvensu Býsna gott grín KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Kringlubíó og Sambíóin Akureyri Leikstjórn: Adam McKay. Handrit: Will Ferrell og Adam McKay. Aðalhlutverk: Will Ferrell, Christina Applegate, Paul Rudd, Steve Carell, David Koechner, Fred Willard og Chris Parnell. BNA 94 mín. UIP 2004. Fréttamaðurinn (Anchorman)  Hildur Loftsdóttir Hverfisgötu ☎ 551 9000 Ný íslensk mynd gerð eftirsamnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. NOTEBOOK Sýnd kl. 8 og 10. Fór beint Punginn á þér 1. okt Nýr og betri COLLATERAL TOM CRUISE JAMIE FOXX Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20.  Kvikmyndir.comi i Á einfaldari tímum þurfti einfaldari mann til að færa okkur fréttirnar GEGGJUÐ GRÍNMYND Sýnd kl. 10.15.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal. Dodgeball Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat Þetta hófst sem hvert annað kvöld Fór beint á toppinn í USA! Kr. 500 óvenjulega venjuleg stelpa DENZEL WASHINGTON Sýnd kl. 4. ísl tal. Kr. 450 Dodgeball Punginn á þér 1. okt. Tveir þeldökkir FBI menn ætla að missa sig í næsta verkefni...og dulbúa sig sem hvítar dívur!! Snargeggjuð gamanmynd frá hinum steikta Scary Movie hóp Sýnd kl. 6, 8 og 10.15 www.regnboginn.isNorræna kvikmyndahátíðin Nordisk panorama sjá sýningartíma á www.nordiskpanorama.com og upplýsingar í síma 525-5022 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 35 HANN Jón Gnarr lætur ekki að sér hæða. Allir þekkja hann sem grínara, einnig dramatískan leikara, rithöf- und og nýlega fengum við að kynnast myndlistarmann- inum í honum. Nú hefur hann gert stuttmynd og tekst bara ágætlega upp sem kvik- myndaleikstjóra. Myndin hefst á kunnuglegu íslensku stefi, þar sem tveir göngumenn hittast í dals- mynni við ónefnda á og ræða færð og veðurlag, einsog okk- ar fólks er siður. Nema hvað að sá maður sem taldi sig óheppnari með ferðaveður biður hinn að bera sig á bak- inu yfir ána, þar sem hann sé slæptur og heilsuslakur, og hefst þá mikil þrautaganga fyrir manninn sem gengst við greiðanum. Jón Gnarr hefur sýnt í útvarps- þáttum sínum hversu næmur hann er á íslensku þjóðarsálina. Hann er svoddan snillingur í að skálda upp raunsannar íslenskar persónur og hæða þær, að erfitt er að hlusta á hann – en samt getur maður ekki hætt. Með manninum sem lætur bera sig skapar hann persónu sem við þekkjum öll, þar sem við höfum líklega öll einhvern tímann verið með álíka mann á bakinu. Þessi per- sóna er ekki endilega séríslensk, frekar sammannleg. Sú sem maður réttir litla puttann, og tekur ekki bara hendina heldur mann allan og þakkar ekki einu sinni fyrir sig. Myndin er raunsönn dæmisaga um mannlegt eðli. Í henni felst ekki bara gagnrýni á uppáþrengjandi týpuna, heldur líka okkur hin sem í „góðmennsku“ okkar látum bjóða okkur hvað sem er. Hugmyndin er skemmtileg og einföld, og fellur vel að stuttmyndaforminu. Jóhann G. Jóhannsson leikur burðarmanninn og gerir það vel. Ég fann sárlega til með honum, og átti bágt með að sitja undir þessu, þannig að myndin virk- aði á mig. Jón leikur sér með að segja frá dapurlegri aðstöðu á húm- orískan hátt, og útkoman er mjög kaldhæðin. Fólkið í salnum skiptist í tvennt með að hlæja og hlæja ekki. Mér fannst þetta eiginlega sorgleg mynd þegar ég sat undir henni, en hló síðan einsog brjálæðingur þegar ég reyndi að segja manninum mín- um frá henni. Það sama gerðist með fyrstu Jacques Tati-myndina sem ég sá sem krakki, og síðan hefur Tati verði í miklu uppáhaldi hjá mér. Kannski það verði eins með Jón Gnarr? Raunsönn dæmisaga KVIKMYNDIR Regnboginn – Nordisk Panorama Íslensk stuttmynd. Leikstjórn, handrit og framleiðsla: Jón Gnarr. Ísland 2004. Með mann á bakinu  Hildur Loftsdóttir „Jón leikur sér með að segja frá dapurlegri aðstöðu á húmorískan hátt og útkoman er mjög kaldhæðin,“ segir í umsögn um Með mann á bakinu. Amerískir dagar í Hagkaupum kort www.ekort.is 10%AFSLÁTTUR AF MATVÖRU! F í t o n / S Í A F I 0 1 0 6 0 2 vera að troða sér þar sem ekkert pláss er fyrir hana. Aðalleikarinn Will Ferrell er einnig handritshöfundur ásamt leikstjóranum Adam McKey, en fá til liðs við sig fjölmarga félaga sína SNL til að leika í myndinni. Þeir gera grín að fáránlegri sjálf- umgleði karla og rembunni sem var til staðar á þessum árum (og er ansi lífseig víða enn). Þeir taka einnig bandarísku kvikmynda- formúluna fyrir, teygja væmnina og toga í grínið svo úr verður býsna góð grínmynd. Húmorinn er oft svolítið absúrd og mér fannst djassflautuatriðið ótrúlega fyndið. Bardagaatriðið fannst mér hins vegar ganga út í öfgar (ef það er hægt í þessari tegund mynda). Margar mjög skemmti- legar týpur eru í mynd- inni og þar fer fremst- ur meðal jafningja veðurfréttamann- inn Brick sem Steve Carell leikur snilld- arlega og Chris Parnell á eitt en ótrúlega gott atriði. Fyndnasta grínmynd sem ég hef séð í langan tíma. Fréttamaðurinn gerir m.a. gys að hégómleika karlrembunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.