Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 27 MINNINGAR Látinn er mágur minn, Haraldur Jó- hannsson, orðinn 83 ára að aldri. Til seinni ára þurfti hann á mik- illi umönnun að halda á sínu eigin heimili og víðar en nú síðustu þrjú árin á Sóltúni þar sem hann lést 6. september sl. á afmælisdegi konu sinnar. Um þann tíma í lífi hans eða ann- að lífshlaup verður ekki fjallað hér í þessum línum. En um hugann renna minningar. Margar mætar minningar frá löngu liðnum árum, þar sem hæst ber til- hlökkun þegar von var á Ingu og Offa heim til Ólafsfjarðar á sumrin með litlu drengina sína. Þá stóð mikið til og móðir okkar tók sér nú bara frí úr vinnunni á frystihúsinu til að hugsa um sína góðu gesti. Þá kynntust frændsystkinin og vináttu- tengsl sem bundust þá hafa ekki slitnað. Þá var farið í heimsóknir til ættingja og vina að eiga með þeim ánægjulegar stundir. Þá voru nú ekki bílar við hvert hús og mikið sport að fara í bíltúr um bæinn sem mágur minn var ólatur við. Það má ekki gleyma öllum berjaferðunum út fyrir Brimnesá og fram um alla sveit með allan krakkahópinn. Oft þurfti að hjálpa þeim yngstu yfir skurði og læki og lét hann sitt ekki eftir liggja við þá aðstoð, þá var oft gaman. Vert er að geta allra ferð- anna sem Inga og Offi fóru um landið þvert og endilangt með móð- ur okkar systra og stjúpa. Þá keyrði Haraldur langar vegalengdir og stundum var minnst á alla vega- spottana hans Offa í leit að góðu tjaldstæði sem alltaf fundust þó á endanum. Eftirminnileg ferð var brúð- kaupsferðin svokallaða sem þau fóru með okkur hjónin. Var það okkar fyrsta ferðalag saman eftir 20 ára hjónaband. Keypt var fín kaka af þessu tilefni en hún reyndist hörð undir tönn og var mikið hlegið enda hafði margt skemmtilegt gerst. Þessi ferð endaði með því að við tjölduðum við Mývatn og vöknuðum daginn eftir við að allt var komið á kaf í snjó. Þetta var síðustu helgina í júlímánuði 1966. Þá eru ótaldir allir jólapakkarnir með kertunum, konfektinu og öllu sælgætinu sem við fengum frá þeim á hverjum jólum. Það kunnu krakk- HARALDUR KR. JÓHANNSSON ✝ Haraldur Kr. Jó-hannsson fæddist í Reykjavík 16. jan- úar 1921. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 6. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 14. sept- ember. arnir okkar að meta að verðleikum. Á hverju sumri þegar Inga og Offi komu norður og voru í sumarbústað sín- um var öllum boðið í grillveislu. Var oft margt um manninn, bæði börn og fullorðnir og þá stóð húsbóndinn og grillaði ofan í allan mannskapinn. Fyrir allt þetta og margt fleira vil ég þakka mági mínum af alhug. En ekki eru allar stundir í lífinu dans á rósum. Og stundum er sagt; sorgin gleymir engum og það fengu þau hjónin átakanlega að reyna þegar sorgin barði bylmingshögg á þeirra dyr og reyndar allra í fjölskyldunni þegar þau misstu syni sína, þá Jó- hann Ævar 16 ára og Þorvald Rafn 33 ára. Þorvaldur var þá nýkvæntur og búinn að eignast lítinn dreng og hafði áður átt eina dóttur. Einnig misstum við systur bróður okkar, Gunnlaug sem lést af slysförum. Það ský sem þá myndaðist við lát þessara þriggja ungu manna hefur aldrei með öllu horfið. Vil ég til- einka þeim öllum þetta ljóð: Hvert svífið þér svanir af ströndu, með söngvum í bláheiðan geim. Ég sé það á öllu þér ætlið í ósýnisfjarlægan heim. Vér erum þíns sakleysis svanir, vor samvistartími nú dvín. Vér förum með klökkvandi kvaki og komum ei framar til þín. Með augunum yður ég fylgdi, og alltaf bárust þér fjær. Í bláinn með blikandi vængjum og burt dóu sönghljóðin skær. Þér kvödduð og komuð ei framar, með kliðinn sem lengst hef ég þreyð. Ó, svanir kemst ég þá til yðar ef ómurinn vísar mér leið (Höf. ókunnur.) Blessuð sé þeirra minning. En einn sona þeirra lifir, Har- aldur Kr. yngri, sem hefur verið augasteinn foreldra sinna og þeim stoð og stytta alla tíð. Og nú á hann sína konu og fjögur börn sem hafa verið þeim sannkallaðir gleðigjafar í lífinu. Ennfremur börn Rafns heit- ins, Sunna Björg og Ævar Jarl. En nú hefur mágur minn kvatt þennan heim og vil ég og fjölskylda mín öll minnast hans með þakklæti og virðingu. Hvíl í friði. Elsku Inga systir, Offi, Guðný, Arna, Elfur, Rafn Andri, Hlynur, Kolbrún, Ævar Jarl og Sunna Björg, ykkur öllum bið ég Guðs blessunar. Anna Gunnlaugsdóttir. Þær voru þungbærar fréttirnar að stóri bróð- ir minn Jónas væri lát- inn. Einhvern veginn gat ég ekki trúað því. En um síðir sekkur veruleikinn inn og þá leitar hugurinn til baka yfir árin og stundirnar sem ég fékk að njóta með þér elsku bróðir. En þú kvaddir þennan heim hinn fjórða september síðastliðinn. Nokkrum dögum áður höfðum við hist uppi í Stykki, eins og siður er að kalla landið þar sem sumarbústaður æsku okkar bræðra stendur og hefur af öllum öðrum stöðum ólöstuðum bundið þessa fjölskyldu saman traustum böndum. Þar áttum við bræður bestu stundir æsku okkar. Svo ert þú allt í einu kvaddur burt. Á svona stundum verður manni ljóst mikilvægi fjölskyldunnar. Það var ekki sjaldan sem ég leitaði skjóls bak við þitt breiða bak þegar við vorum litlir „peyjar“ í Bústaða- hverfinu. JÓNAS HERMANNSSON ✝ Jónas Her-mannsson fædd- ist á Freyjugötu 30 í Reykjavík 7. mars 1946. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu á Seltjarnar- nesi 4. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 13. september. Þegar ég lenti í hon- um kröppum varð mér oft að orði: „Ég læt hann Jónas bróður berja þig.“ Og þá lögðu menn undantekningarlaust niður vopnin. Og ósjaldan hef ég leitað til þín hin síðari ár og fengið frið og huggun í þínum stóra faðmi. Síðustu ár vann ég úti á Seltjarnarnesi og lá þá beinast við að fara í kaffi til stóra bróður í skúrinn við Tjarnar- stíg. Morgunandaktirnar urðu brátt að sögustundum sem hvorugur okk- ar vildi missa af. Áhugi þinn á sögum Tolkiens gladdi mig mikið og varst þú orðinn heilmikill sérfræðingur í þessum fræðum. Skúrinn tók á sig nafnið Hjálmsdýpi og þú varðst Gimli og ég Gandi. Þessar stundir verða mér dýrmætar og mun ég geyma þær vel í hjarta mér. Nú verð- ur ekkert úr því að ég fari með þér í fjallaferð, eins og þú varst alltaf að reyna að fá mig í. En ég þykist vita að þú ríðir nú um Róhanssléttur í góðum félagsskap og komir jafnvel við á Héraði og hittir þar Bilbó Bagga. Ég kveð þig bróðir kær og þakka fjölskyldu þinni, vinum og móður okkar sem hafa huggað mig meira en ég þau. Ingi bróðir. Stórt skarð hefur myndast í fimm bræðra hóp, því nú hefur elsti bróð- irinn kvatt þennan heim. Ég trúi því að nú sé hann kominn með son sinn Tedda og föður sinn Hermann í sinn stóra og hlýja faðm og að nú njóti þeir samvista hvor við annan. Það eru nú ekki nema tæp tíu ár síðan ég kynntist Jónasi mági mínum og hans yndislegu fjölskyldu en mér finnst ég hafa þekkt hann alla ævi. Hann var alveg einstaklega hlýr maður. Fjöl- skylda hans var ástrík og samheldin og hann var mikill vinur tengdabarna sinn og stórkostlegur afi. Ég öðlaðist þá ánægju að fá að fylgjast með tölvuskriftum á milli þeirra bræðra, Jónasar og Inga, og fæddust margar skemtilegar sögur á síðustu árum. Þar á meðal er saga sem Jónas skrif- ar fyrir Tinnu Dagbjörtu og á hún efalaust eftir að verða henni og fleiri ástvinum Jónasar mjög dýrmæt. Þau voru ófá kvöldin þegar heim- ilið var komið í ró að ég heyrði dill- andi hlátur mannsins míns úr tölvu- herberginu og þá vissi ég að nú var að koma tölvupóstur frá Jónasi. Ég er þakklát fyrir þessi fáu ár sem ég fékk að þekkja mág minn en hann var tekinn allt of fljótt frá okkur. Enginn getur tekið í burtu sorgina en hugg- un veita allar þær góðu minningar sem Jónas hefur gefið okkur. Elsku Dagga, Margrét, Pétur, Anna Guðný, Tinna Dagbjört og Freyja Ísold. Gyða mín og bræður. Guð gefi ykkur öllum styrk í sorg- inni. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Elísabet og börn. Oddný var föður- systir mín. Hún fluttist ung til Bandaríkjanna ásamt Vinny, flug- manni í bandaríska hernum, sem hún kynntist á Vellin- um. Oddný var með afbrigðum hepp- in með mann og áttu þau fjögur góð börn. En þó að hún hafi átt gott heimili og yndislega fjölskyldu er ég samt viss um að hún hafi fundið fyrir sárri heimþrá á köflum og að hug- urinn hafi alltaf verið hálfur á Íslandi því varla hef ég hitt nokkurn Íslend- ✝ Oddný EstherMagnúsdóttir Cerisano fæddist í Bolungarvík 31. maí 1936. Hún lést í Houston í Texas 28. júlí síðastliðinn og var minningarathöfn um hana í Aðvent- kirkjunni í Reykja- vík 5. september. ing erlendis sem landið hefur átt jafnsterk ítök í. Oddný leitaðist við að laða til sín þá Íslend- inga sem hún vissi af í Houston eða svæðinu í kring, en þar bjuggu þau Vinny hvað lengst. Ég hef hitt nokkra slíka sem hafa sagt mér frá velvilja og gestrisni hennar. Einnig stóð hús hennar opið mikl- um fjölda íslenskra vina og ættingja sem hún hvatti til að heim- sækja sig. Ég fékk sjálfur að heimsækja þau góðu hjón er ég var unglingur, en þá bjuggu þau í Þýskalandi og var komið fram við mig sem son. Alltaf mundi hún eftir afmælis- dögum okkar litla frændfólksins og alltaf áttum við vísan glaðning á jól- um og er hún kom til landsins en það var u.þ.b. annað hvert ár eða oftar til að viðhalda tengslunum og heim- sækja vini og ættingja en það var heilmikil dagskrá eins og gefur að skilja. Oft hittust ættingjarnir í þess- um heimsóknum hennar og er ég viss um að hún hefur átt stærstan þátt í því að tengslin í föðurætt minni eru ennþá til staðar. Ef ég ætti að lýsa Oddnýju í nokkrum orðum þá væri það eitt- hvað á þessa leið: stolt kona, hlý og opin, félagslynd og örlát, mjög glæsi- leg og með sterka nærveru, stór í sér og skapmikil. Aldrei varð ég þó var við að hún beitti skapi sínu að neinu marki, meira að maður fyndi fyrir þeim möguleika hennar. Oddný frænka hélt alltaf reisn sinni. Hin langvarandi og erfiðu veikindi náðu ekki einu sinni að beygja hana. Það kemur enginn í hennar stað sem persónu og það er stórt gap í ættinni. Hennar er og verður sárt saknað. Kristinn G. Harðarson. ODDNÝ ESTHER MAGNÚSDÓTTIR CERISANO Elsku amma. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta eru orð sem oft heyrast en allir hugsa það kemur ekki fyrir mig. Amma Stella, mér þykir það mjög sárt að þú skulir vera farin frá mér. Að ég geti ekki lengur hringt í þig bara til að spjalla um daginn og veginn. Það verður mér samt alltaf í fersku HELGA (STELLA) ÁGÚSTSDÓTTIR ✝ Helga Ágústs-dóttir, eða Stella eins og hún var ætíð kölluð, fæddist 10. febrúar 1922. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 26. febr- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju 10. mars. minni allar stundirnar sem ég átti með þér og Kidda afa í Siglu- voginum.Ég gat ekki beðið eftir að fá að koma suður í heim- sókn til ykkar. Ekki var mikið um krakka þar á mínum aldri en það skipti ekki máli. Ég fékk að vera hjá ykkur. Oft var það mér ofarlega í huga að fá að flytja suður til ykkar og klára mína skólagöngu þar. En ég varð að láta mér nægja að koma í heimsókn um páska og jól og í sumarfríinu. En aldrei léstu veikindin þín koma í veg fyrir að njóta lífsins. Þú stóðst þig eins og hetja alla þína ævi. Loksins kom sá tími að ég fór í framhaldsskóla og flutti suður. Ég notaði allan minn frítíma í að koma í heimsókn til þín og afa meðan hann var á lífi. Eftir það fluttirðu í Lönguhlíðina en það skipti engu það var alltaf jafngott og gaman að koma í heimsókn. Fá að sjá alla handavinnuna sem þú gerðir, trefl- ana sem þú prjónaðir og púðaverin sem þú bjóst til. Og ekki þótti þér verra ef ég kom með eitthvað í svanginn handa þér. Best þótti þér að fá svið með kartöflumús og róf- um, og kryddbrauðið sem ég bak- aði. Svo flutti ég til Spánar í nokkra mánuði en ég kom aftur til Íslands. Gifti mig í lok febrúar strák sem ég kynntist þar. Eftir að við komum frá sýslumanninum komum við til þín og sátum hjá þér og spjölluðum. Það komu örugg- lega margar glaðar minningar upp í hugann þinn þegar þú þurftir að rifja upp hvað þú kynnir í ensku til að tala við hann Múffi eins og þú kallaðir hann. Ég vil þakka þér fyr- ir jólin sem þú eyddir með mér og Mahfoud í Nökkvavoginum, 80 ára afmælið þitt sem átti ekki að halda upp á þinni ósk en við og mamma og pabbi héldum smámatarboð fyr- ir þig. Ég bjó til súkkulaðidesert- inn sem þér þótti svo góður. En um síðustu jól var ég á Spáni og gat ekki komið til Íslands til að eyða jólunum með þér. Þessi síð- ustu jól þurftum við að láta okkur nægja að tala saman í símann. Mér þótti mjög sárt að geta ekki verið með þér þá. Takk fyrir dúkinn sem þú gafst okkur. Svo í lok janúar fór ég til Marokkó til að halda brúð- kaupsveisluna sem aldrei var hald- in á Íslandi. Ég hringdi í þig áður en við fórum og sagði að ég gæti ekki hringt mikið á næstunni, en ég ætlaði að senda þér póstkort í staðinn. En svo einhverra hluta vegna einn daginn tók ég upp sím- ann og hringdi í þig. Og spjallaði við þig í góðan tíma. Næsta dag hringdi mamma í mig og sagði að þú hefðir verið lögð á spítala aftur en værir í öndunarvél og gætir ekki talað. En ég trúi því að það var einhver sem hvíslaði í eyra mér að hringja í þig. Þegar fjöl- skylda Mahfoud́s heyrði að þú værir á spítala þá báðu allir um að þér myndi batna fljótt. Mikið hefði ég samt viljað að þú hefðir getað verið þarna hjá mér, elsku amma. Fengið að sjá alla kjólana sem ég var í. Í einn dag fékk ég að vera eins og prinsessa. Í byrjun dags lofaði ekki góðu það rigndi og rigndi. En hálftíma áður en veislan byrjaði stytti upp, ég veit að þú og afi sáuð til þess að við fengjum gott veður á þessum degi. Ástæðan fyr- ir allri þessari rigningu var sú að englarnir á himnum grétu þegar þú yfirgafst þetta líf svo að þú og afi gætuð verið saman á ný og setið yfir okkur. Passa að ekkert komi fyrir okkur og að við tækjum rétt- ar ákvarðanir í lífi okkar. Ég vil þakka ykkur báðum fyrir allt sem þið gáfuð mér. Það mun lifa með mér alla mína ævi. Vonandi líkaði þér myndin sem ég lofaði að koma með handa þér frá Marokkó af okkur úr veislunni. Mahfoud langar til að þakka þér fyrir þennan stutta en dýrmæta tíma sem hann fékk að eiga með þér. Kiddi afi og Stella amma. Hvílið í friði Snjólaug Maria Wium Jóns- dóttir og El Mahfoud Bouanba.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.